Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 5 Semja um afslátt af imian- landsflugi og bílaleigubílum Hafin verður sala á 5.000 sætum til stéttarfélaga 1. maí nk. Samhjálp kvenna cj? OPIÐ HUS Atvinnuskapandi Að sögn Péturs A. Maack í ferða- nefnd ASÍ er markmiðið með samn- ingnum m.a. það að auka möguleika Islendinga til að ferðast um eigið land í sumar og leggja þannig grunn að auknum ferðalögum landsmanna innanlands allt árið. Jafnframt að stuðla að aukinni atvinnu í ferða- þjónustu og tengdum greinum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir hveija 45 ferðamenn innanlands skapast eitt starf. Við fimm þúsund farþega aukningu í innanlandsflugi Flugleiða ættu 111 íslendingar að fá atvinnu Erkibiskup- inn heldur með Arsenal ERKIBISKUPINN af Kantara- borg var í frétt í Morgunblaðinu í gær sagður hafa lýst því yfir í predikun sinni í Skálholtskirkju á sunnudaginn að hann væri aðdá- andi Manchester United í knatt- spyrnu, en hið rétta er að erki- biskupinn er mikill aðdáandi Ars- enal. Ólafur Skúlason biskup er hins vegar stuðningsmaður Man- chester United, og þegar erki- biskupinn sló á létta strengi í predikun sinni vék hann að því að þeir væru miklir vinir þrátt fyrir þetta. Ólafur Skúlason sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði komið skemmtilega út í predikun erkibiskupsins þegar hann var að tala um mynd sem er af Þorláki bisk- upi í Lincoln að hann hefði getið þess að Þorlákur væri á myndinni í sokkum sem væru í litum Arsenal. „Hann sagði að það ætti aldeilis vel við hvað sitt áhugamál snerti þar sem hann styddi Arsenal, en hins vegar væri hann ekki viss um að biskup íslands væri jafn ánægður þar sem hann styddi Manchester United!“ sagði Ólafur, sem vildi koma þessari leiðréttingu að þar sem erkibiskupinn fengi í hendur frá- sögnina í Morgunblaðinu og ekki væri vilji til þess að særa Arsenal-til- finningar hans. Af því sem haft var eftir Ólafi Skúlasyni í Morgunblaðinu í gær mátti skilja að fyrirhugað embætti ensks prests hér á landi kæmi til samþykktar á prestastefnu og kirkjuþingi, en hið rétta er að á þeim vettvangi mun hann leggja fyrir svokallað Poi-voo allsherjar- samkomulag sem nær yfir alla þá þætti varðandi innri mál í lútersku kirkjunni og ensku biskupakirkjunni þar sem talinn er möguleiki á því að vera samstíga. NÍU launþegasamtök hafa gert samning við Flugleiðir og bilaleigu Flugleiða um sölu á fimm þúsund sætum í innanlandsflugi félagsins og verulegan afslátt á bílaleiguverði i sumar. Vonir standa til að samn- ingur þessi geti orðið grunnur að nýju viðhorfi Islcndinga til ferða- laga innanlands með flugvélum. Farseðlar verða seldir til félags- manna í viðkomandi stéttarfélögum á timabilinu frá 1. maí til 10. júní nk. á söluskrifstofum Flugleiða. Samið var um eitt grunnfargjald, víðsvegar um landið, að sögn Péturs. 4.800 kr., fyrir eitt sæti fram og til baka á öllum flugleiðum Flugleiða, en til samanburðar má geta þess að fullt fargjald milli Reykjavíkur og Akureyrar nemur rúmum 12 þús. kr. Ferðir til Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði og Húsavíkur verða 1.500 kr. dýrari vegna lengdar flugleið- anna og fargjald til Vestmannaeyja verður 1.000 kr. lægra. Börn á aldr- inum 4-15 ára greiða 3.100-5.100 eftir því hvert förinni er heitið, en fyrir börn upp að þriggja ára aldri þarf aðeins að greiða tryggingar- gjald. Þau verkalýðsfélög, sem eiga að- ild að samningnum eru: ASÍ, BSRB, BHMR, SÍB, KÍ, FFSÍ, VR, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Vél- stjórafélag Islands, en meðlimir þessara féiaga eru samtals um 100 þúsund. Ýmsa skilmála er að finna í samn- ingnum, m.a. um tveggja nátta lágmarsdvöl og eins mánaðar há- marksdvöl. Hægt er að kaupa flugm- iðana án þess að ákveða þurfi brottf- arardagana strax, en kaupa skal farseðla báðar leiðir og er fargjaldið fyrir félagsmenn viðkomandi aðild- arfélaga og fjölskyldur þeirra. Allir fjölskyldumeðlimir verða að hefja ferð saman en mega koma til baka hver í sínu lagi. Og svo dæmi sé tekið er hægt að fljúga til Egils- staða, taka þar bílaleigubíl á sérkjör- um og aka til Sauðárkróks og fljúga þaðan aftur til Reykjavíkur. I fyrsta skipti er nú boðið upp á ótakmarkað- an akstur bílaleigubíls hér á landi þó það fyrirkomulag sé tiltölulega algengt í öðrum löndum. Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hefur opið hús fimmtudaginn 28. aprfl n.k. kl. 20.30 í Skógarhlíð 8, í húsi Krabbameinsfélagsins. Guðrún Kristinsdóttir flytur erindi um sögu og starfsemi Samhjálpar kvenna. Tónlistarflutningur. Hjálpartækjasýning: Fulltrúar söluaðila kynna helstu nýjungar sem eru á boðstólum. / Allir velkomnir Kaffiveitingar Til hamingju! Þrjátíu og niu milljónir fimm hundruð og fjörutíu þúsund krónur! Viðóskum ungaparinu, sem vann rúmar 39 milljónir í Víkingalottói, hjartanlega til hamingju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.