Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 HUGLEIÐINGAR UM „HEILSDAGSSKÓLA“ Mynd úr „heilsdagsskóla", „Laugarseli í Laugarnesskóla eftir Matthildi Guðmundsdóttur Orðið „heilsdagsskóli" hefur talsvert borið á góma f blöðum og í máli manna. í Reykjavík er þetta orð notað yfir þjónustu sem veitt er foreldrum og börnum á grunn- skójaaldri. Ég læt liggja milli hluta hvort heitið á þjónustunni er gott eða ekki, aðalatriðið er að stigið hefur verið stórt skref hvað varðar um- hyggju fyrir bömum. Aðstæður 6 og 8 ára barna haustið 1991 Kennaranemarnir Hrönn Pálma- dóttir og Jóhanna Rútsdóttir könn- uðu aðstæður 6 og 8 ára barna i Reykjavík veturinn 1991-92 sem lokaverkefni til kennaraprófs. Könnunin náði til 557 barna í 7 skólum. Þar af voru 38 böm á skóladagheimilum og 34 börn hjá dagmæðrum. 23% bama voru ein heima einhvem tíma vikunnar frá 1-30 klst. 22% barna vom heima með systkinum sínum, sem í örfá- um tilfellum vom yngri en oftast eldri og þá á gmnnskólaladri í flestum tilfellum. 52 börn vom ein heima 11-30 klst. á viku. Daglegt líf 9 ára barna í Reykjavík 1991 Sálfræðingar Brynjólfur G. Brynjólfsson, Maia Sigurðardóttir, Sigríður Torfadóttir og Víðir Krist- insson, öll á Sálfræðideild skóla á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum- dæmis, könnuðu daglegt líf 9 ára bama í Reykjavík veturinn 1991-92. Könnunin náði til 396 barna í 10 skólum. Fram kom að 70,1% af 9 ára bömum voru ein heima einhvem hluta dagsins, þar af voru 15,9% alein heima 4 klst. eða meira. Niðurstöður þessara kannana sýna að all mörg 6-9 ára börn þurftu að bjarga sér án leiðsagnar og umsjár fullorðinna, einnig kom fram að stór hópur var á fleiri en einum stað utan heimilis og skóla á hverjum degi. Staðan var óviðunandi og þörf á úrbótum strax. Tilraun Formaður Skólamálaráðs Reykjavíkur, Árni Sigfússon, hófst handa sumarið 1992, kallaði skóla- stjóra á sinn fund, ræddi stöðuna, og hann gerði meira en það, því tilraun með svo kallaðan „heils- dagsskóla" hófst í 5 skólum borgarinnar strax haustið 1992. Tilraunaskólarnir voru mjög mis- munandi og kostir þeirra til umsjár nemenda utan stundaskrár skóla vom ólíkir, eins og vera ber ef leita á nýrra leiða. I elstu bekkjum grunnskólans var helst boðin að- stoð við heimanám en yngstu börn- unum bauðst um að njóta umsjár og handleiðslu frá kl. 7.45-17.15. Sveigjanlegur vistunartími Fólk gat valið frá einni klst. einu sinni í viku og yfir í allt tímabilið frá kl. 7.45-17.15 þar sem stunda- skrá skólans kom að sjálfsögðu inn í þennan tíma annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Getur nokkur bent á fjölbreyttari vistunartíma en þennan? Fólk greiðir kr. 110 fyrir klukkustundina, en þó aldrei meira en kr. 6.500 á mánuði. Ef systkini þurfa á þessari þjónustu að halda þá er afsláttur af gjaldinu fyrir annað og/eða þriðja barn. Veit nokkur um ódýrari kost? Aðhlynning fyrir öll grunnskólabörn í Reykjavík Það þarf kjark og áræði til að hrinda í framkvæmd svo stóru átaki sem því að bjóða öllum 6-9 ára bömum borgarinnar aðhlynn- ingu gegn vægu gjaldi á tímanum kl. 7.45-17.15 milli þess sem þau eru í skólanum. Að barn geti fengið að vera eina klukkustund á mánudegi, fjórar á þriðjudegi, tvær á miðvikudegi o.s.frv. og bara greitt fyrir þann tíma sem það er hlýtur að koma til móts við þarfir barna og for- eldra eins og best verður á kosið. Satt að segja hélt ég að allir yrðu mjög þakklátir fyrir svo fjölbreytt val! Eflaust eru margir þakklátir en þeir virðast líka vera hljóðlátir því það heyrist lítið til þeirra og meira hefur borið á þeim sem tí- unda einhverja annmarka í þessu stóra átaki. Það eru vissulega ljón á veginum hvað varðar launamál starfs- manna, en vonandi eru það byijun- arerfiðleikar sem leysast fyrr en síðar. Margir skólastjórar og starfs- fólk leggur mikinn metnað í að í „Heilsdagsskólanum" sé sem best komið til móts við þarfir barnanna námslega, félagslega og líkamlega. Það eru 25 skólar í borginni (fyrir utan einkaskóla) með börn á aldr- inum 6-12 ára og því ekki óeðli- legt að mismunur sé á framkvæmd dagvistunar sem þarf að skipu- leggja frá grunni í hveijum skóla því aðsókn er mismunandi og ef til vill meiri en búist var við þegar húsnæði var ákveðið og starfsfólk ráðið. í sumum skólum starfa ein- göngu kennarar með bömunum í „heilsdagsskólanum“ nema hvað þeir fá aðstoð við matargerð, en það er eitt af þeim málum sem verið er að þróa í samvinnu við foreldra og börn því óskir um mat eru mjög misjafnar. Heimsókn í „heilsdagsskóla Staðurinn heitir „Laugasel" og er í Laugarnesskóla. Þegar börnin Matthildur Guðmundsdóttir „Formaður Skólamála- ráðs Reykjavíkur, Arni Sigfússon, hófst handa sumarið 1992, kallaði skólasljóra á sinn fund, ræddi stöðuna, og hann gerði meira en það, því tilraun með svo kallað- an „heilsdagsskóla“ hófst í 5 skólum borgar- innar strax haustið 1992.“ koma um kl. 8 að morgni finna þau sér notanlegan stað til að hlusta á sögu eða spila. Kl. 9.30 er nestistími, en síðan gefst tími til ýmissa verka og þennan dag voru börnin að sauma sér svuntur, 3 saumavélar voru á stóru borði í eldhúsinu og starfsgleðin skein úr andlitum barnanna. Þau hjálpa til við verkin og því nauðsynlegt að hafa svuntur til að hlífa skólafötunum. Einhveijir voru í dúkkuleik eða Ludo og ungur maður var að aka litlum bíl á dúk með áteiknuðum götum, umferðarmerkjum og hús- um. Önnur voru úti í frjálsum leik. Þegar nær dregur hádegi fer konan í eldhúsinu að þurfa aðstoð við að leggja á borðið sem saumavélarnar eru á núna. í matinn verður þenn- an dag einhver fiskréttur. Eftir hádegi verða önnur börn og þegar þau hafa borðað annað hvort nest- ið sitt eða þann mat sem er fram- reiddur á staðnum, fara þau að læra fyrir morgundaginn rétt eins og þau myndu gera ef þau væru heima hjá mömmu og pabba. Hver þekkir ekki frá sjálfum sér að fyrst að læra og svo að leika sér? 'Um kl. 14 er ýmislegt í boði svo sem að fara út í íþróttasal, í sund, á bókasafnið, í vettvangsferð eða vera inni t.d. að sauma sér svuntu eða bara að hvíla sig. Rætt hefur verið um að skapa þurfi aðstæður til að komast á skauta, en til þess þarf skó'iinn að eignast skauta. í dag er gott veður og það á að fara í náttúruskoðun. Kl. 15.30 er nest- istími en eftir það koma börn sem voru í skólanum eftir hádegi og önnur fara að tínast heim. Mikil áhersla er lögð á snyrtilega umgengni og góð samskipti. Samanburður við sænska tilhögun í nágrenni Gautaborgar, nánar tiltekið í Kungsbacha, mega börn koma í húsnæði skólans kl. 6 og vera í vistun fram að skólabyijun og síðan aftur eftir að stundaskrá skólans lýkur til kl. 18. Til eru börn sem nýta allan tímann en flest börn eru skemur. Foreldrarnir greiða fyrir þann tíma sem börnin eru og húsnæðið sem notað er eru skólastofur barnanna ásamt smá herbergi eða eldhúsi. Sumir kenn- arar starfa bæði við skólann og dagvistina og þykir það jákvætt að börnin njóti sem mest samvista við sama fólkið sem þekkir þau best og það sé gott að þurfa ekki að dvelja nema á einum stað utan heimilis sama daginn. Lokaorð Það er von mín að hægt verði að þróa gott starf í „heilsdagsskól- anum“ undir handleiðslu kennara og annarra sem menntaðir eru til umsjár barna á grunnskólaaldri. Höfundur er kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis. Helgi Hálfdanarson Blendin fleirtala Það hef ég lengi vitað, að okk- ur Kristjáni Karlssyni er báðum hlýtt til Steins Steinars. Svo mik- ið dálæti hef ég á honum haft, að ég hef harmað þá yfirsjón hans að yrkja kvæði um Jón Pálsson látinn. Mér hefur ekki þótt svo gott skáld sem Steinn eiga það skilið að hafa ort þess háttar minningarljóð. Kristjáni er meira að segja svo hlýtt til Steins, að hann leitast við að veija þennan kveðskap í Morgunblaðsgrein 23. þ.m. Það er svo sem auðvitað, að leita má uppi sjónarmið til afsök- unar þessu kvæðiskorni. Og ef Kristjáni Karlssyni tekst það ekki, þá hveijum? Viðbrögð hans vegna hins gengna skálds og vinar skil ég og virði vel. Þó þykir ipér Kristján býsna nægjusamur um afsakanir, þegar hann ætlast til þess, að fleiitalan „vér“ í kvæðinu vísi einnig til skáldsins sjálfs. Er það ekki aug- Ijóst, að fleirtalan var listbragð, sem féll að stíl Steins? Einmitt húr. gerir svipuhöggið hvað sár- ast. Steini Steinari hefði manna sízt dottið í hug að fara að beija lóminn í eigin nafni við hlið Jóns Pálssonar. Steinn var svo fjarri því að vera „misheppnaður" lista- maður, að hann var mjög fljótt viðurkenndur sem eitt af fremstu skáldum þjóðarinnar. Og sjálfur var hann ekki í nokkrum vafa um það. Fimm árum áður en kvæðið um Jón Pálsson birtist, var svo kallað i ritdómi um Stein kornung- an, að hann gæti ort „svo skemmtilega, að það má telja á fíngrum sér þá menn á landinu sem gera betur“. Sá sem svo dæmdi, var ekki ómerkari bók- menntamaður en Halldór Lax- ness. Og upp frá þessu fer vegur Steins sívaxandi. Þarna var eitt- hvað annað en „hæðnishláturinn" að list Jóns heitins Pálssonar. Engum kemur til hugar að taka sjálfsniðurlægingu Steins alvar- lega, þegar sá gállinn er á honum. Stíll hans sér við því. Ætti þessi fleirtala að vísa samtímis til hins látna og skáldsins, þá hlyti hún einungis að verka sem háðulegur samanburður á þessum tveimur listamönnum. En þegar sagt er í þjóðvísunni: „Við skulum ekki hafa hátt, / hér er margt að ugga,“ er ekki mjög líklegt, að barnfóstra sé í og með að þagga niður í sjálfri sér einhvern hávaða. Nei, fleirtalan sú arna, eða tví- talan, þegar svo ber undir, er löngum við höfð, bæði í ljóði og mæltu máli, þegar talað er „niður fyrir sig“ til annarra, ýmist af uppgerðar-vorkunn eða í ábyrgð- arlausu háðungar skyni. Óhræsis fleirtalan getur verið lævís á ýmsa lund. Það er munur á hvort sagt er „Vinur minn, Jón Pálsson" eða „Vinur vor, Jón Páls- son“. Ef ekki er vitað til svo náinn- ar vináttu, að hún heimili glettinn kumpánaskap, glatar jafnvel sjálft orðið „vinur" sínu vinsam- lega yfirbragði og fær á sig lymskulegan skugga af fleirtölu- merkingu eignarfornafnsins „vor“. Það fær svip af gervivin- áttu, sem flíkað er af óheilindum, og þó umfram allt svip af lítilsvirð- ingu. I skjóli fleirtölunnar segir Kristján kvæðið fjalla um „hlut- skipti listamanns í andsnúnu sam- félagi". Það hygg ég að fleirum en mér þætti samlíking út í hött. Og í því skyni væri hinn nötur- legri hráskinnsleikur að örlögum Jóns Pálssonar í lífí og dauða fá- heyrð smekkleysa. Kristján getur þess, að Steinn hafi forðazt tilfinningasemi. Til þess er stundum bezta leiðin að þegja. En það láðist honum því miður í þetta sinn. Og hans vegna kysi ég, að sem minnst yrði gert til vegsemdar því sem hann illu heilli missti frá sér í það skipti. Það mætti þykja bezt hugulsemi við þá báða, hinn látna og skáldið sjálft. Hins vegar skal Kristjáni Karls- syni þökkuð umhyggja fyrir því, að minningu Steins Steinars sé ekki gert rangt til, ef um það væri að ræða. Þess var af honum að vænta að vilja í senn gera hlut beggja sem beztan. Rabbi þessu lýk ég með því að ítreka þá ósk, sem ég bar fram áður, að Ríkisútvarpið afræki all- an flutning á ljóði þessu, en leggi sig hins vegar fram um að kynna „þær Ijóðperlur, sem Steinn Stein- arr, eitt af forustuskáldum aldar- innar, orti þegar hann var í sínum bezta ham“. The Embassy ol the United States The Embassy of the United States will make available for signing a book of condolences in memory of former president Richard M. Nixon. The book will be placed in the main lobby of the Embassy, Laufásvegi 21, on Thursday and Friday of this week between the hours of 0900-1 200 and 1400-1 600. All are welcome. Sendiráð Bandarlkjanna Minningabók fyrir þá, sem óska aó votta samúð sína vegna andláts Richards M. Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, mun liggja frammi í anddyri sendiráðsins á Lauf- ásvegi 21 fimmtudag og föstudag í þessari viku frá kl. 9-1 2 og 14-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.