Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 15 Frelsi til að njóta íslands , ■ á Árni Páll Árnason Ólafur H. Guðgeirsson Þorvarður Hjalti Magnússon „Ein helstu verðmæti þjóðarinnar eru hinar miklu óbyggðir hálendisins. Það eru óbyggðirnar sem draga að sér fólk, bæði okkur Islendinga og er- lenda ferðamenn.“ eftirÁrnaPál * * Arnason, Olaf H. Guðgeirsson og Þorvarð Hjalta Magnússon Fyrir skömmu barst Ferða- klúbbnum 4x4 vitneskja um 50 síðna plagg sem nefnist „Fjallabaks- svæðið. Stefnumörkun í byggingar- og skipulagsmálum 1993-2003. Til- laga í desember 1993“, þar sem lagðar eru línur um nýtingu Fjalla- bakssvæðisins. Hugmyndir höfunda geta haft mikil áhrif á afnot jeppa- manna, göngufólks, vélsleðamanna, veiðimanna og hestamanna af há- lendi íslands, og vill Ferðaklúbbur- inn 4x4 koma nokkrum athuga- semdum á framfæri. Frestur til at- hugasemda rennur út í dag, og hef- ur viðkomandi sveitarstjómum verið sent bréf. Markmið skipulagsins er að móta stefnu í landnýtingu á Fjallabaks- svæðinu, og segja höfundar að sér- stök áhersla verði lögð á ferða- mennsku, útivist og vegamál. Höf- undar em Elín Erlíngsdóttir land- fræðingur og Gísli Gíslason lands- lagsarkitekt, og unnu þau undir stjórn Samráðsnefndar um Friðland að Fjallabaki. I samráðsnefnd eiga sæti fulltrúar Náttúruverndarráðs, Ferðafélags íslands, Landmanna- hrepps, Holtahrepps, Rangárvalla- hrepps, Skaftárhrepps og Hvol- hrepps. I samráðsnefnd sitja í meirihluta menn sem gjarnan nefna sig lan- deigendur, á þeim forsendum að þeir eigi jarðir í byggð og reki sauðfé í sumarhaga á umræddu landsvæði. Skín það nokkuð í gegn við lestur tillögunnar að hún er unnin með hagsmuni þessara aðila í huga. Seta fulltrúa Ferðafélags Islands og Náttúruverndarráðs í samráðs- nefnd hefði átt að verða til þess að haft væri samráð við þá sem mest nýta landið, en það er útivistarfólk bæði yfir sumar og vetrartímann. Svo var þó ekki, og gætir mikillar óánægju vegna þessa. Það eru mjög ámælisverð vinnubrögð að leggja fram tillögur sem þessar án þess að ræða málið við útivistarfólk. Þekkingarleysi höfunda á áhuga- málum og ferðamáta okkar sést glöggt við lestur tillögunnar. Segir til dæmis á blaðsíðu 43 að „Vetrarú- tivist er mun nýrra og óþekktara fyrirbæri en sumarútivist." Af hveiju vorum við sem þekkjum vetr- arútivist ekki spurð, því fyrirbærið er varla óþekkt þegar mörg þúsund íslendingar stunda þetta. Tillögurnar eru tilraun sveitar- stjórna til að fella ferðamennsku í ákveðið mót sem gefur þeim mestar tekjur, eða eins og segir á blaðsíðu 26 “...ferðamannastraumur um Fjallabakssvæðið er auðlind sem enn er mjög vannýtt af hendi sveitarfé- laga“. Við mótmælum harðlega, að við íslendingar sem höfum áhuga á að ferðast um eigið land, séum talin til auðlinda bænda eins og fugla- tekja eða útræði. Spurning sem hlýt- ur að vakna við skoðun hugmynda þessara er Hver á landið? Eru það einhverjir sem vegna uppreksturs telja sig eiga afréttina, eða eigum við íslendingar landið okkar? Við getum alls ekki fallist á að sveitar- stjórnir geti einhliða sett reglur um landnýtingu á hálendinu. Með slíku sýnist okkur að verið sé að færa lögjafarvald frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar til svonefndra landeig- enda, en slikt er óviðunandi fyrir útivistarfólk, sem nú kallast auðlind. Það stingur okkur mjög að á meðan auglýsingaherferð er í gangi undir slagorðinu ísland - sækjum það heim, er unnið að skipulagi sem kemur í veg fyrir að almenningur geti notið landsins á þann hátt sem hver og einn kýs. Halda mætti að Fjallabakssvæðið væri Landið þeirra, en ekki Landið okkar. í skipulagstillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að lagður verði upphleyptur vegur um Fjallabak, lagðar verði reiðleiðir, gönguleiðir merktar og komið á skálagistingu á kostnað tjaldstæða. Fjallabaks- svæðið missir aðdráttarafl óbyggð- anna við framkvæmdir sem þessar. Það á einnig eftir að fara fyrir bijóstið á íslenskum ferðamönnum, sem fara með fjölskylduna í útilegu, ef skikka á fólk til að kaupa sér skálagistingu þegar það vill vera í tjaldi. Ein helstu verðmæti þjóðarinnar eru hinar miklu óbyggðir hálendis- ins. Þær draga til sín fólkið, bæði okkur íslendinga og erlenda ferða- menn. Með því að skipuleggja há- lendið á þann hátt sem tillögumar gera ráð fyrir, er verið að eyða þess- um óbyggðum og þar með gjör- breyta til hins verra samkeppnis- stöðu íslands sem ferðamannalands. Upphleypti vegurinn, sem verður fólksbílafær, mun færa akstursleiðir af þjóðvegi 1 og upp á Fjallabak. Þetta eykur gegnumstreymisumferð á Fjallabakssvæðinu en minnkar hana að sama skapi á stöðum eins og Hellu, Hvolsvelli, Vík og öðrum sem hafa töluverðar tekjur af um- ferð. Með slíkri umferð um Fjallabak telst svæðið ekki lengur til óbyggða. Umferð ferðamanna mun breytast úr hægfara ferðamennsku sem stoppar lengi í hraðfara gegnum- streymi sem nýtir alla aðstöðu mun ver og ber minni virðingu fyrir land- inu. Lagt er til að settar verði upp móttökustöðvar fyrir vetrarumferð, „til þess að beina henni frá við- kvæmum svæðum sem hafa mikið aðdráttarafl á sumrin en þola illa vetrarumferð". Með því að leggja til að skilgreind verði sérstök svæði fyrir vetrarumferð, sýna höfundar að þeir hafa lítinn skilning á til- gangi vetrarferða. Tilgangurinn er ekki sá að keyra á jeppum og sleð- um, heldur er tilgangurinn náttúru- skoðun og^útivist. Sama gildir um göngufólk og hestafólk. Tilgangur ferðarinnar er ekki að ganga eða fara í útreiðartúr, heldur er tilgang- ur ferðafólks að njóta íslenskrar náttúru á þann hátt sem það helst kýs. Okkur þykir það vera lítisvirð- ing við ferðafólk að gefa í skyn að ferðamátinn sé tilgangur ferðarinn- ar, og þess vegna sé hægt að af- marka sérstök leiksvæði þar sem stunda megi þann ferðamáta. Hvort sem um er að ræða göngu- fólk, sleðamenn, hestamenn eða jeppamenn er tilgangur ferðarinnar „að vera,“ ef svo má segja. Sumir hafa nefnt þessa tilfinningu „nátt- úruupplifun," og er það tilfínning sem ekki er hægt að lýsa en auð- velt að eyðileggja. Ferðaklúbburinn 4x4 er þeirrar skoðunar, nú sem áður, að ekki beri að setja endalausar reglur um alla hluti. Bestur árangur næst með fræðslu um hvernig á að bera sig að, bæði við akstur vélknúinna öku- tækja, skotveiðar, reiðmennsku og aðra útivist. Þessa fræðslu er of seint að veita með mígrút af skiltum upp um öll fjöll, eins og tillögumar gera ráð fyrir, heldur verður að vinna markvist að uppfræðslu ferða- manna, innlendra og erlendra. Sem dæmi um vinnu sem skilar árangri án þess að reglugerðarfarg- an þurfí að koma til, er vinna Ferða- klúbbsins 4x4 og Sjálfboðaliðasam- taka um náttúruvernd að stikun slóða. Slíkt bætir umgengni og ber að fara þá leið mun frekar en að byggja upp vegi og gera þá aðgangi- legri öðrum bílum en fjallabílum. Tillögurnar eru að okkar mati frumhlaup af hálfu sveitarstjórna. Með því að kalla yflr sig skipulag sem þetta ecu bændur að skjóta sig í löppina með framtíðarnýtingu landsvæðisins. Ýjað er að því að í framtíðinni megi gera svæðið að þjóðgarði, en þannig myndi öll um- ferð um svæðið stórminnka, ölium upprekstri yrði hætt, öll hesta- umferð stöðvaðist, og tekjur af svæðinu myndu minnka. Við drögum í efa að sveitarstjóm- ir geti sett reglur eins og hér er lagt til, þar sem spurningunni Hver á Landið hefur ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Ef sveitarstjórnir eiga landið, en ekki við íslendingar, verða sveitarstjórnir að bera þann kostnað sem svona framkvæmdum fylgir. En þar sem landið er eign okkar allra, eins og svo oft er aug- lýst, hlýtur kostnaður vegna hálend- isins að falla á sameignarsjóði lands- manna. Þessar hugmyndir geta alls ekki haft fordæmisgildi fyrir allt hálendið, og höfnum við þeim þess vegna. Við erum ekki að hafna há- lendisskipulagi almennt, en slíkt þarf að vinnast fyrir allt hálendið, en ekki bara hluta þess. Þetta þarf að gerast undir stjórn umhverfis- ráðuneytisins, í samráði við það fólk sem notar hálendið. Ferðaklúbburinn 4x4 skorar á sveitarstjórnir Holtahrepps, Hvol- hrepps, Landmarfnahrepps, Rangár- vallahrepps og Skaftárhrepps að hafna þessum skipulagstillögum. Höfundar eru forsvarsmenn Ferðaklúbbsins 4x4. BYGGINGAVÖRUR hÞOMRÍNISON &.CO vcrslun, Ármúla 29 - 108 Reykjavik - símar 38640 - 686100 ISMURSTÖOj Goftit m rétta gnpio (ð liWBIÍgllHl Góðu dekidn duga betur! Hjólbarðaþjónusta Heklu Laugavegi 174 - s. 69 55 00 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni 2A-s. 1 55 08 El HEKLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.