Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 43 Hneisa Háskólans á Frá Sveinbimi Jónssyni: Nýlega sendi Háskólinn á Akur- eyri frá sér skýrslu sem virðist vera sett smábátasjómönnum á Íslandi til höfuðs. Skýrsla þessi er bæði ónákvæm og byggð á þröngum for- sendum. Hún er ónákvæm vegna þess að höfundi virðist vera ókunn- ugt um að fyrir daga kvótakerfísins fór nokkur hluti smábátaafla utan við hafnarvogir, enda verkuðu margir smábátasjómenn afla sinn í salt og þó nokkur hluti soðfiskafla landsmanna kom einnig af trillum án þess að vera skráður á hafnar- vogum. Hún er byggð á þröngum forsendum vegna þess að þeir sem báðu Háskólann um að gera hana eru sjúkir menn, sjúkir af græðgi sem hefur skaðað fjölda annarra íbúa þessa lands auk þess að vera vistkerfí hafsins umhverfís landið stórhættuleg. í skýrslu þessari er jafnvel gengið svo langt að reikna út meint tjón einstakra skipa á Norðurlandi vegna smábáta og reynt að láta það líta svo út að Norðlendingar hafí tapað hlutdeild vegna veiða smábátanna. Stað- reyndin er hins vegar sú að Norð- lendingar hafa bætt hlutdeild sína bæði hvað varðar heildarafla og þorsk. Samkvæmt Útvegi 1992 var þorskhlutdeild Norðurlands árið 1984 26,7% en er komin í 27,9% 1992 o g af heiidarafla var hlutdeild- in 24,2% 1984 en er komin í 26,3% 1992. Samkvæmt skýrslunni er smábátaafli Norðlendinga óveru- legur og verður því ekki betur séð en að landsvæði sem byggir afkomu sína meira á smábátum hafí tapað hlutdeild yfír til Norðurlands. Þetta er staðreynd sem verkkaupi skýrsl- unnar vill ekki hafa í hámæli enda er tilgangur hans fyrst og fremst sá að koma höggi á smábátasjó- menn í þeirri von að stjómendur þessa lands iáti blekkjast til órétt- mætra aðgerða gegn smábátasjó- mönnum svo hann geti fengið ein- hvern hlut af hræinu. Til frekari fróðleiks vil ég leyfa mér að gera samanburð á tveim bæjarfélögum. Annað er Suðureyri sem byggir mjög mikið á trillum eftir að hafa glatað mest öljum kvóta sínum, hitt er Akureyri. Árið 1984 var þorsk- afli á Suðureyri 3.250 t, 1,15% af heildarþorskafla landsmanna en 1992 var hann kominn niður í 1.521 t eða 0,57% af heildinni. Árið 1984 var þorskafli Akureyringa 11.415 t, 4% af heildarþorskafla lands- manna en árið 1992 var hann kom- in í 15.152 t eða 5,7% af heildinni. Þegar kvótakerfíð var sett á voru mannréttindi fólks í sjávarþorpum landsins eignuð útgerðarmönnum og gerð að söluvöru. Afleiðingarnar VELVAKANDI SUNDURLEIT HJÖRÐ R-LISTANS MIG langar að koma á framfæri þakkiæti til Leós Ingasonar í framhaldi af grein hans sem birt- ist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. í greininni tekur hann til með- ferðar málefni sem ég held að mörgum sé ofarlega í huga. Hvaða fyrirbæri er hinn svokall- aði Reykjavíkurlisti, eða R-listi, og hvaða fólk er það sem stendur á bak við hann? Hver er bak- grunnur þessa fólks og hvað hyggst það gera í málefnum borgarinar? Stefnuyfirlýsing þessarra íjögurra gjörólíku stjórnmálaflokka er afar óljós og er engu líkara en reynt sé að forðast að gera grein fyrir mál- unum. Þá dettur manni auðvitað í hug að þetta blessaða fólk hafa ekkert markvert fram að færa og ekki er það traustvekjandi fyrir kjósendur. Hvernig í ósköp- unum ætlar þetta fólk líka að samræma ólíkar stefnur og áherslur þeirra stjómmálaflokka sem standa að baki þeim? ísól Fanney Ómarsdóttir GÓÐ ÞJÓNUSTA MIG langar fyrir hönd okkar hjónanna að koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks Slysa- og gæsludeildar Borgar- spítalans fyrir mótttökurnar þeg- ar Sigurður, 10 ára sonur okkar, kom þangað eftir höfuðhögg sl. föstudag. Meðferð og umönnun sjúklingsins var til fyrirmyndar og við nutum öll einstakrar um- hyggju og hjartahlýju starfsfólks- ins. María Einarsdóttir TAPAÐ/FUNDIÐ Svefnpoki tapaðist APPELSÍNUGULUR poki sem innihélt nýjan svefnpoka af gerð- inni Ajungilak tapaðist af topp- grind bíls á leiðinni frá Reykjavík að Biskupstungum sl. fimmtu- dagsmorgun. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 622339. Næla ta.paðist SPÍRALLÖGUÐ gullnæla tapað- ist síðdegis laugardaginn 9. apríl sl. Mögulegt er að hún hafa týnst í nágrenni Kringlunnar eða Borg- arkringlunnar. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í Sigrúnu Stef- ánsdóttur í vinnusíma 693812 eða heimasíma 10881. Góð fund- arlaun. Bamateppi HANDPRJONAÐ bamateppi fannst við Geysishúsið síðasta vetrardag. Upplýsingar í síma 12206. Sigrún. Hringur tapaðist GULLHRINGUR með tveimur glæmm steinum og einum svar- bláum tapaðist miðvikudaginn 20. apríl. Mögulegir staðir em á leiðinni frá Kringlunni að Álfhóls- vegi og þaðan í búðina 11-11 í Þverbrekku. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 46960. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR með áletmninni „Þín Halldóra" tapað- ist í desember á síðasta ári. Finnandi vinsamlega hringi í sími 46960. Skíðaskór fannst BARNASKÍÐASKÓR fannst á leiðinni frá Þingvöllum að Grafn- ingsafleggjaranum. Eigandi hafí samband í síma 674234. GÆLUDÝR Goðheimar - Páfagaukur BLÁR páfagaukur flaug út um glugga við Goðheima 23 sl. fímmtudag. Geti einhver gefið upplýsingar um fuglinn er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 680418. Læða í heimilisleit GULLFALLEG svört og hvít fjög- urra ára læða, róleg og heima- kær, óskar eftir nýju heimili. Upplýsingar í síma 40043. Kettlingar FJÓRIR sjö vikna kettlingar og mamma þeirra óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 71659. Akureyri eru eignarýrnun og hrikaleg óvissa í mörgum þessara þorpa. Eina bjargræðið sem mörg þeirra hafa er að stórauka smábátaútgerð. ís- lenskir smábátasjómenn geta því verið stoltir af hlutverki sínu þessa dagana því þeir eru ekki aðeins að bjarga sjálfum sér heldur eru þeir í mörgum tilfellum eina von byggð- arlaganna. Á sama tíma hefur tog- arafloti landsmanna stóraukist að afkastagetu og er nú ein hættuleg- asta umhverfisógnunin í Norður- Atlantshafi, svo hættuleg að stór- þjóðir umhverfis okkur skefla. Tog- arar þessir eru í stöðugt ríkara mæli hráefnisöflunartæki fyrir út- lendinga enda er atvinnuleysi hér á landi komið á hættulegt stig. Það eru eigendur þessarar togara, sjúk- ir af græðgi, sem kaupa Háskólann á Akureyri til árásar á smábátasjó- menn. Þeir hafa aldrei viljað skilja að það eru þeir sjálfír sem bera ábyrgð á ástandi fískistofna hér við land en ekki trillukarlamir. Undirritaður hefur orðið að byggja mat sitt á vinnu Háskólans á Akureyri á úrdrætti enda treystir hann sér ekki til að greiða þær 15.000 kr. sem umráðamenn skýrslunnar settu upp. Það verður hins vegar að vera hneisa Háskól- ans á Akureyri að neita trillukarli um aðgang að efni sem Háskólinn hefur látið kaupa sig til að smíða honum til höfuðs. Að lokum vil ég leyfa mér að birta hér erindi sem ég sendi há- skólarektor Háskólans á Akureyri I kjölfar af fréttaæsingi sem átti sér stað við útgáfu þessarar dýru skýrslu. SVEINBJÖRN JÓNSSON, smábátasjómaður, Súgandafirði. LEIÐRÉTTINGAR Nokkrar línur féllu niður Nokkrar línur féllu niður úr minningargrein séra Björns Jóns- sonar um Svein Kristjánsson á blaðsíðu 46 í Morgunblaðinu 21. apríl. í kaflanum, sem fyrir hnjask- inu varð, vom talin upp í aldursröð börn Sveins og eiginkonu hans, Undínu Árnadóttur, en þau urðu sjö talsins: Rafn, kvæntur Kristínu Jónasdóttur, þau búa á Akureyri; Árni Kristján, dmkknaði fjögurra ára gamall; Sveinn Brynjar, kvænt- ur Sigurlaugu Hinriksdóttur, þau búa á Akureyri; ívar Matthías, kvæntur Sjöfn Magnúsdóttur, þau búa á Neskaupstað, Árni Viðar, kvæntur Margréti Sigmundsdóttur, þau em búsett í Reykjavík; ogyngst em tvíburasystkinin Ingibjörg Hrönn, gift Pétri Kjartanssyni, og Kristján Amar, kvæntur Gullveigu Ósk Kristinsdóttur, sem bæði búa í Reykjavík. Barnabörnin em 14 talsins o g tvö langafabörn hafa litið dagsins ljós. Sagt var í greininni, að Sveinn hefði unnið hjá syni sínum við versl- unarrekstur, en þar átti að standa sonarsyni. Hlutaðeigendur em innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- um. ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX Var fæddur 1911 Á undan minningargrein Hauks Eggertssonar um Benedikt Sigfús- son úr Forsæludal er ranglega farið með fæðingarár Benedikts; hins vegar er rétt með það farið í grein- inni sjálfri, hann fæddist í For- sæludal í Vatnsdal 21. maí 1911. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestvett & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 XJöfðar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! QUATTRO stigateppi HENTUG - SMEKKLEG - ÓDVR Þola hreinsun með klórblöndu! ] LITRÍKUR SPRETTHLAUPARI Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun. EKKERTBERGMÁL Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja gott hljóöfsog. GLEOUR AUGAÐ Samræmdir og skýrir litir gera teppið eins og gamalt málverk í nýjum ramma. Litir falla saman í eina heild á stórum sölum. SANNURHARÐJAXL Þrlsfrenda formið I nylonþræðinum tryggir frábært álagsþol. BLÁSie Á BLETTI Flestir óhappablettir hverfa auöveldlega. Á erfiðari bletti má nota klórefni. ENGIN RAFSTUÐ BEKINOX leiöandi málmþráður ofinn í garnið gerir teþþið varanlega afrafmagnað. Engin óþægileg stuð vegna stöðuspennu. ENGAR TROÐNAR 5LÓÐIR Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir frábært fjaðurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn þétti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða latexi frá Bayer. AUÐÞRIFIÐ Teppin eru auðþrtfin án þess að litir láti á sjá — ' jafnvel á miklum álagssvæðum. BRUNAPOLIÐ BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á actionbotni sýna lítinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað). □RKUSPARANOI Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því úr hitunarkostnaöi. Stigahúsatilboð til 21. mai 20% afsláttur af Quattro stigateppum en það samsvarar ÓKEYPIS LÖGN á stigahúsið. Leitið tilboða. Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt og vel. Fjarlægjum gömul teppi. SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.