Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Opið bréf til neytenda eftir Ágúst Sigurðsson Kæri neytandi. Umræða undanfarinna vikna um landbúnaðarmál hefur verið afar hávær og í þágu neytenda telur svonefndur Alþýðuflokkur að hann sé að beijast fyrir því að erlendum framleiðendum búvara verði gert sem allra auðveldast að dæla inn á íslenska markaðin sem mestu af framleiðslu sinni. Þessir meintu alþýðuflokks- menn hafa og haft hátt um að „milliliðirnir“ tækju allt of mikið til sín. Á sama tíma og grannþjóðimar reyna með öllum hætti að styrkja og efla landbúnaðarframleiðslu sína, þá eru liðsoddar „kratanna“ óþreytandi við að rífa úr skörðum fyrir íslenskri búvöruframleiðslu. Þegar bændur hafa sýnt „krata- forustunni“ fram á það með rökum hversu vitlaus þessi stefna þeirra sé, þá snúa málpípurnar dálítið við blaðinu og hamra á því að milliliða- kostnaðurinn sé allt of mikill. Reyndar hefur ekki enn fengist staðfest hveijir þessir milliliðir séu, eða hvar á að skera niður og sníða af ónauðsynlega kostnaðarl- iði og meint afætulið. Og þá er ég kominn að kjama málsins. Hveijir skyldu þessir milliliðir vera og hver af þeim er ónauðsynlegur? Við skulum líta ögn á þá aðila sem kúabóndinn þarf að eiga skipti við og hefst þá upptalningin á milliliðunum. Mjólkurbílstjórinn ekur mjólk- inni í næsta mjólkursamlag, en þar vinna einhveijir tugir manna. Þegar varan er fullunnin taka flutningabílstjóramir við og aka henni til dreifíngaraðilans sem síð- an kemur vömnni til smásalans. Hvað skyldu vera margar vinnuf- úsar íslenskar hendur sem vinna við smásölu á íslenskri búvöru? Allt eru þetta milliliðir, frá mjólk- urbílstjóranum til kaupmannsins. Vel má vera að einhver af þessum aðilum hafi óhæfíiega mikið fyrir sinn snúð, en ég treysti mér ekki til að benda á þann hlekk í ferl- inu. En það vefst trúlega ekki fyr- ir krötunum. Aðrir milliliðir á framleiðslu- stiginu eru t.d. dýralæknar, eftir- litsmenn með mjaltakerfum og mjólkurfræðingar sem annast gæðakönnun á vörunni. Ætli við getum átt von á að kratarnir bendi neytendum á hvað af ofangreind- um milliliðum megi missa sig? Lík- lega segja þeir okkur í leiðinni hvað mörg störf í þessum greinum leggjast af þegar 5% GATT-inn- flutningurinn brestur á. En það þarf fleira til búsins en bara kúna. Bændur þurfa að kaupa áburð. Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi veitir fjölda fólks atvinnu. Því miður er verðið á þessum heimagerða áburði hærra en gengur og gerist í ná- grannalöndunum. Hvort skyldi nú vera betra að borga ögn hærra verð fyrir áburðinn og tryggja starfsfólki áburðarverksmiðjunnar vinnu, eða flytja inn allan áburð og borga þessu fólki atvinnuleysis- bætur? Og hvað álíta reiknimeist- arar kratanna að hæfílegt sé að margt af þessu fólki verði atvinnu- laust þegar GATT-innflutningur- inn verður leyfður. Ég hvet alla neytendur til að ganga ríkt eftir svörum við þessum spurningum hvar sem næst til svonefndra „krataforkólfa". Líklega er rétt að aðstoða kratana ofurlítið og benda þeim á hvar ríkisvaldið kemur við sögu sem milliliður. Ekki er úr vegi að byija t.d. á orkuverðinu, en þar getur margrómaður iðnaðarráð- herra beitt áhrifum sínum. Raforkuverðið er nú svo hátt að í mörgum tilfellum er talið borga sig betur að framleiða ork- una með dieselvélum heima á bú- unum en að versla við RARIK. Talsvert er orðið um að súgþurrk- unarblásarsar séu dieselknúnir. Þá hefur ríkisvaldið verið lúsiðið við að skattleggja aðra orkugjafa, svo sem bensín og olíur. Enn má nefna til vextina, en þeir eru svo háir að þeir eru að drepa allan atvinnu- rekstur í landinu, ekki bara land- búnaðinn. Væri ekki rétt fyrir ráð- herra bankamála að taka þar ögn til hendinni? Ekki má heldur gleyma aðflutningsgjöldum á að- föng til landbúnaðar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort Jón Baldvin telur að lækkun á þeim komi neyt- endum til góða. Hvað skyldu margir hafa sitt lifibrauð af slíkum innflutningi? Og hvað þykir Jóni Baldvin hæfilegt að margir af þeim missi vinnuna þegar GATT- innflutningurinn skellur á? Hins sama mætti spyija varðandi fóður- vöruverslunina. Sívaxandi skattheimta hins op- inbera er baggi á búvörufram- leiðslunni ekki síður en öðrum at- vinnugreinum. Nú er það vitað að kostnaður við t.d. utanríkisráðu- neytið hleypur á einhveijum hundruðum milljóna á ári. Gæti nú ekki háttvirtur utanríkisráð- herrann hlutast til um að ögn verði dregið úr misjafnlega arðsömu flakki milli landa? Ég er viss um að neytendum þætti vænt um ef eilítið væri skorið niður þar. Neyt- endum þætti líka ekkert verra ef makar allra þessara farandsendi- boða sæu sjálfír um að greiða fyr- ir sig ferðir og uppihald ásamt dagpeningum ef þeir skreppa með höfðingjunum. Þarna mætti vissu- lega spara og þar með draga úr skattheimtu á neytendur. Trúlega greiðir meðalbóndinn um 250.000 kr. í tryggingar á ári. Skyldi sá milliliður taka óeðli- lega mikið til sín? Eðæ hverjir eru þessir milliliðir sem alltaf eru að svíkja fé út úr neytendum? Ágúst Sigurðsson „Krataforustan er lús- iðin við að telja okkur neytendum trú um að íslenskur landbúnaður þurfi að aðlaga sig að breyttum markaðsað- stæðum.“ Hvað með fjölmiðlana? Búvör- una verður að auglýsa, annars selst hún ekki. Ætli ljósvakafjölm- iðlarnir og dagblöðin séu að krefj- ast óeðlilega mikils gjalds fyrir sína þjónustu? Skyldu auglýsinga- taxtamir vera of háir? Hvað ætli t.d. hálfsíðu auglýsing í Alþýðu- blaðinu kosti? Og hvað skyldu margir sjá auglýsingu í því blaði? Getur verið að það sé verið að hafa fé af skattgreiðendum þegar þeir eru látnir greiða opinberar auglýsingar í slíkt blað? Spyr sá sem ekki veit. Krataforustan er lúsiðin við að telja okkur neytendum trú um að íslenskur landbúnaður þurfi að aðlaga sig að breyttum markaðs- aðstæðum; þegar það sé búið muni verð á innlendri búvöru verða sambærilegt við það sem gerist t.d. í Evrópu vestanverðri! Þessu hefur verið haldið að neytendum, sennilega í þeirri trú að íslenskur almenningur sé svo illa að sér að á endanum fari menn að trúa þessu. Og ef búvörurnar okkar verða dýrari en „heimsmarkaðs- verðið“ segir til um, ja, þá er ein- hver að svindla eða svíkja neytend- ur! Sæmilega upplýst fólk veit á hvaða breiddargráðu við búum. Það þýðir að hér þarf mun meiri áburð en í þeim löndum sem verið er að bera okkur saman við, þar sem kaldara loftslag hefur áhrif á vaxtarhraða jurtanna. Loftslagið veldur því líka að öll gripahús þurfa að vera mun vandaðri en annars staðar gerist. Staðsetning landsins veldur því að öll búvara verður dýrari í framleiðslu hér en suður í Évrópu. Er hugsanlegt að farandsendiboðarnir hafí aldrei haft svo Ianga viðdvöl hér að þeir hafi áttað sig á hvernig loftslagið hér er? Þetta er það gjald sem við greið- um fyrir að vera íslendingar. Vel má vera að krötunum finnist það of hátt. Þeir um það. í upptalningu minni hér að framan eru ótaldir heilmargir aðil- ar sem bóndinn verður að hafa skipti við, svo sem þjónustuaðilar og iðnaðarmenn af nærfellt öllum toga. Og þá kem ég að lokaspurn- ingunum. Hveijir eru milliliðir í íslenskum landbúnaði og hveijir eru það ekki? Hvar er blórabögg- ullinn? Hversu glögg mörk eru á milli neytendans og milliliðsins? Svari nú hver fyrir sig. Valið stendur um vinnu fyrir íslenskar hendur eða stefnu vesal- ings Alþýðuflokksins. íslenskt? Já takk. Með neytendakveðju. Höfundur er bóndi að Geitaskarði. Tannlæknar í þegnskylduvinnu íslendingarnir Margrét Steinarsdóttir, Guðjón Bragason og Ragn- heiður Þorsteinsdóttir þóttu bestu málflytjendurnir í keppninni. eftir Margréti Steinarsdóttur Á hveiju ári er haldin á ein- hveiju Norðurlandanna all sérstæð keppni sem nefnist Norræna mál- flutningskeppnin '(Távlingen om det Sporrong-Lönnrothska priset). Forstöðumaður keppninnar og frumkvöðull er prófessor Jakob Sundberg, er kennir lögfræði við Stokkhólmsháskóla. Keppendur eru frá 12 háskólum og eiga Islend- ingar rétt á að senda eitt lið með 6-8 keppendum. Þar sem lög og réttur geta verið mjög frábrugðin frá einu landi til annars, er hveiju sinni fjallað um brot á Mannrétt- indasáttmála Evrópu, svo að allir standi jafnt að vígi. Samin er mála- vaxtalýsing sem sérstaklega er sniðin eftir séreinkennum þess lands sem keppnin er haldin hveiju sinni. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð, þar sem keppnin var hald- in í fyrra, skapast oft á tíðum vandamál vegna hinna fjölbreyttu trúarbragða sem þar eru iðkuð. Var því viðfangsefnið þá hver rétt- ur föður tveggja stúlkna undir lö- galdri væri til að kenna dætrum sínum heima í stað þess að senda þær í hefðbundinn skóla, en öll til- heyrðu þau svonefndum Maranata- söfnuði. Um þetta var hártogast „í málflutningskeppni norrænna laganema var reynt að svara því hvort þegnskylduvinna tannlækna væri mann- réttindabrot.“ og þegar upp var staðið var búið að kryfja málið til mergjar með tilheyrandi tilþrifum og röksemda- færslum sem oft voru meira af heimspekilegum toga en lagaleg- um. Nú í ár var keppnin hins vegar haldin í Noregi og fengu laganem- ar að spreyta sig á raunasögu norsks tannlæknis, Aslaks Stygg- es. Norður-Noregur er tiltölulega stijálbýll og því geta komið upp ýmis vandamál þegar að því kemur að veita íbúum hinna afskekktu svæða samfélagsþjónustu. Upp úr seinni heimsstyijöldinni voru sett í Noregi lög sem skylduðu tann- lækna til að inna af hendi tann- læknaþjónustu við þessi stijálbýlu svæði í ákveðinn tíma eftir að námi lauk. Þurftu að vísu ekki allir nýút- skrifaðir tannlæknar að gegna þessari þjónustu, heldur einungis sá fjöldi sem þurfti til að manna þær stöður sem ekki var sótt um. Aslak Stygge lenti í því að þurfa að inna af hendi þegnskylduvinnu á afskekktum stað er heitir Moske- nes. Þess var og farið á leit við hann að hann tæki einnig að sér tannlæknaþjónustu á ey sem heitir Rost. í staðinn skyldi þegnskyldu- vinnutíminn styttur. Gekk Stygge að þessum skilmálum. Til að kom- ast út í Rost þurfti Stygge að sjálf- sögðu annað hvort að ferðast fljúg- andi eða með skipi. Þar sem hann var haldinn sjúklegri flughræðslu var ekki um annað að ræða en að fara sjóleiðina. En þá tók ekki betra við. Veslings Stygge varð hræði- lega sjóveikur og dugði honum ekki að taka sjóveikispillur þar sem þær skertu mjg hreyfigetu hans þannig að hann var óvinnufær í marga daga. Eftir 6 mánaða kvöl og pínu gafst Styggu að lokum upp og hélt við Óslóar. Átti hann þá eftir að gegna þegnskylduvinnu 6 mánuði til viðbótar. Var honum gert að vinna af sér restina af tím- anum í vinnubúðum í Óslófirði. Taldi Stygge grófiega brotið á mannréttindum sínum, þegn- skylduvinnan væri í raun þvingun- ar- eða nauðungarvinna í skilningi 4. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu á áskilnaðurinn um fullnustu þegnskylduvinnunnar í vinnubúð- um væri frelsissvipting sem ætti undir 5. gr. Mannréttindasáttmál- ans. Leitaði Stygge réttar síns fyr- ir Mannréttindadómstóli Evrópu. Viðfangsefni laganemanna var að velta fyrir sér hvort um mann- réttindabrot hafi verið að ræða eður ei og rökstyðja sinn málstað. Hvert lið skiptist í sóknarhóp og varnarhóp. Sóknin flutti málið af hálfu Stygges, en vörnin var full- trúi Kalmarsambandsins, sem er samnefnari fyrir öll Norðurlöndin, þ.e.a.s. varnarliðin í keppninni er ætíð Kalmarsambandið í stað hvers lands fyrir sig. Það liðanna sem þótti síðan að mati dómaranna hafa staðið sig best í málflutningi sínum og rök- stuðningi stóð uppi sem sigurveg- ari. Að þessu sinni var lið Stokk- hólmsháskóla sigurvegari, en ís- lenska liðið var í 5. sæti af 12, sem er sami árangur og í fyrra. Verður að telja þetta mjög vel viðunandi miðað við að það er eina liðið sem þarf að semja greinargerðir og flytja málið á öðru tungumáli en sínu eigin. Hefur íslenska liðið allt- af staðið sig mjög vel og náði einu sinni 3. sæti, sem er besti árangur þess hingað til. í sumar verður Norræna mál- flutningskeppnin haldin í Reykja- vík. Er það í 10. skipti sem keppn- in er haldin og er stefnt að þvi að hún fari fram í húsi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þau mál sem Mannréttindadóm- stóll Evrópu tekur fyrir eru yfir- leitt mun aðgengilegri og áhuga- verðari fyrir almenning en lands- réttur. Þar er mannlegi þátturinn alls ráðandi. Það veitist hveijum og einum auðvelt að setja sig í spor Stygges og er áhugavert að velta því fyrir sér hvort um mann- réttindabrot hafí verið að ræða og hver sé líkleg niðurstaða Mannrétt- indadómstólsins í málinu. Það má og fullyrða að auk þess að vera keppendum lærdómsrík og gagn- leg, er þessi keppni ekki síður vel til þess fallinn að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk Mann- réttindadómstólsins og hver úrræði eru þeim fær er telja ríkið hafa brotið á rétti sínum. Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.