Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Sigríður Steingríms- dóttir - Minning Fædd 10. desember 1910 Dáin 16. apríl 1994 í dag kveðjum við kæra vinkonu, hana Siggu, eins og hún var gjam- an nefnd í daglegu tali. Ekki ætlum við að rekja æviskeið hennar en margs er að minnast, og kærastar verða minningarar frá Krumma- kletti, þar undi hún vel hag sínum og dvaldi þar á sum eins mikið og kostur var, og urðu þá margar ferð- h;nar á milli Grafarkots og Krummakletts, stundum oft á dag og ef hún var ekki komin í Klettinn þegar við komum í kotið var mænt uppá brúnina að gá hvort ekki sæist Sigga koma fram á brúnina og veifa. Gestkvæmt var oft í Krumma- kletti og oft þröngt sofið, en Sigga gladdist við að fá vini og ættingja í heimsókn og tók vel á móti öllum með sínu létta og góða geði, sem hún hélt fram á síðustu stund. Laxveiði var hennar mesta ánægja og var farið í veiði í Norð- urá á hveiju sumri, eða allt fram á áttugasta aldursár. Einnig var það föst venja að fara á hveiju hausti í 'jilungsveiði uppí Hvítá og alltaf hafði hún lag á að ná í fisk þó aðrir færu þaðan fisklausir. En nú verða ekki fleiri veiðiferðir eða far- ið í Krummaklett, og verður dapurt að líta uppá brúnina og sjá ekki Siggu veifa, en minningarnar um góða vinkonu lifír. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir engjnn getur mokað mold minningamar yfir. (BJ. Gröf) Við sendum börnum og öðrum ættingum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Aslaug og Skúli. Með þessum fáu orðum langar miga að minnast ömmu minnar Sig- ríðar Steingrímsdóttur. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru frá þvf að ég dvaldi hjá henni á Krummakletti en svo heitir sumar- bústaður sem þau amma og afi áttu í Borgarfirðinum, en þar var ég öll sumur frá fjögurra ára aldri og þar til ég varð 12 ára. Enda þótt eng- inn krakki væri til að leika við leidd- ist mér aldrei því alltaf hafði amma nægan tíma til að leika við mig, segja mér sögur, fara í göngutúra eða spila. Og á kvöldin sátum við, ég, amma og afi, og spiluðum langt fram eftir kvöldi. A veturna var svo hvergi betra að koma en til ömmu á Víðimelinn, því alltaf tók hún á móti mér opnum örmum og gaf sér tíma til að spjalla um allt milli him- ins og jarðar og aldrei fór ég þaðan öðruvísi en saddur og glaður. Aldr- ei mun ég gleyma síðastliðnu sumri þegar ég kom með fjölskyldu mína til að dvelja um tíma hjá ömmu á Krummakletti. Alltaf var amma eins, hún gaf sér tíma til að spila, spjalla og leika og nú við barna- barnabörnin. Elsku amma, þú sem alltaf vildir gefa, en aldrei þiggja, þú varst allt- af svo hlý og góð. Þú kenndir mér svo margt og sagðir mér svo margt sem ég mun segja og kenna mínum börnum . Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu, minningin um örláta, ósérhlífna og dugmikla konu, konu sem ég elskaði og virti. Ég kveð þig með söknuði og með þeirri kveðju sem þú kvaddir mig með í síðasta sinn er við töluðum saman: Guð og gæfan fylgi þér allt- af. Arne Friðrik Karlsson. Elsku amma mín er allt í einu farin. Hún fæddist 10. des. árið 1910 og hefði orðið 84 ára á þessu ári. En mínar bestu minningar um hana tengjast sumarbústaðnum Krummakletti. Þar vorum við oft einar á sumrin og skemmtum okkur yndislega vel. Við fengum okkur langa og skemmtilega göngutúra og settumst niður á milli og sögðum hvor annarri sögur eða ortum ljóð um umhverfið. Við sátum inni og spiluðum á spil, svo oft á kvöldin fórum við út á brún og settumst og röbbuðum saman. Amma mín var hetja, hún var alltaf svo gjafmild, góð og elskuleg, hún vildi hjálpa öllum og vera góð. Já, og þessi hetja var ekki bara hjálpleg og góð hún var alltaf gefandi, en sjálf vildi hún ekki þiggja neitt. Ég bjó um nokkurt tímabil hjá henni meðan móðir mín var á spít- ala. En nú getur verið svolítið sárt að minnast alls þess sem við gerðum saman. Tárin streyma niður kinnar mér þegar ég rifja upp og minnist þess þegar við sváfum saman, borð- uðum saman, horfðum á sjónvarpið og þegar við töluðum um framtíð mína, og þegar hún sagði mér leyndarmál . Amma.mín var höfðingi og það versta er að missa hana, því hvergi finnst annar eins höfðingi, en það besta er að minnast hennar heitt. Með þessum orðum kveð ég þessa hjartheitu, elskulegu konu hana ömmu mína. María Hjartardóttir. Þegar þú svífur enn í norðurátt, indæla vor, þá mátt þú ekki gleyma að gróðursetja í gömlu túni, hátt í grænni hlíð, þann draum að ég sé heima. (Kínverskt ljóð, þýð. Helgi Hálfdanarson.) Amma mín og nafna, Sigríður Steingrímsdóttir, er látin eftir stutta og erfiða sjúkrahúslegu. Amma Sigga eins og við barnabörn- in kölluðum hana fæddist á Hörgs- landskoti á Síðu, Vestur-Skafta- fellssýslu, 10. desember árið 1910, dóttir hjónanna Margrétar Una- dóttur húsmóður og Steingríms Steingrímssonar bónda þar. Amma var hraust og atorkusöm kona þar til í síðasta mánuði að hún var lögð inn á sjúkrahús. Það var því okkur fjölskyldu hennar sár raun þegar uppgötvaðist að hún var haldin ólæknanlegum sjúkdómi sem dró úr henni allan Annabella Harðar dóttir - Minning Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldsiaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, 'Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hlið- stætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælis- greina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá geng- in, vélrituð og með góðu línu- bili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá Lambsins stól. (H. P.) Mig langar að minnast elsku litlu systurdóttur mirínar Önnu- bellu sem fæddist 23. nóvember 1993 og kvaddi þennan heim 19. apríl síðastliðinn. Ég héld ég sé ekki hlutdræg þegar ég segi að Annabella var alveg einstaklega fallegt og sjarmerandi barn. Og sterk var hún, oftast brosandi, hýr og kát þrátt fyrir veikindi sín. Þó að fimm mánuðir séu ekki langur tími af heilli mannsævi þá tókst henni litlu frænku minni að verða alveg einstök fyrir mér og skilja eftir hjá mér yndislegar minningar og tilfinningar sem aldrei verða frá mér teknar eða útskýrðar. Það fór ekki fram hjá neinu okkar sem vorum hjá henni og reyndum að létta henni veikind- in hversu einstök og yndisleg hún var. Hún var lítill holdi klæddur sólargeisli sem minnti okkur hvern dag á hversu lífið er dýrmætt. Og hún var líka svo heppin. Já, ég sagði heppin, því hún átti svo góða foreldra sem pössuðu hana svo vel og véku ekki frá henni í veikindum hennar. Já, og duglegu systkinin sem voru svo góð, á meðan þessi tími stóð yfir, og með því hjálpuðu þau mömmu sinni og pabba. Það er erfítt að sjá tilganginn með lífinu þegar lítið og saklaust barn er tekið burt frá foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum. Eg veit að Önnubellu er örugglega ætlaður annar og betri staður en tilvistin hér á jörðinni. Elsku María, Hörður, Benný, Einar og Benóný, harmur ykkar er mikill, en það er sagt að tíminn lækni öll sár, við verðum að trúa því. Annabella var tekin frá okk- ur, en enginn getur tekið minning- una um hana frá okkur. Hún mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Ég er viss um að þessari litlu elsku okk- ar líður nú vel hjá Guði og það á hún svo sar.narlega skilið. Ég er líka viss um að við eigum eftir að hitta hana heilbrigða aftur. Edda Benónýsdóttir. Elsku Annabella, hvað við urð- um öll glöð að morgni 23. nóvem- ber ’93 þegar við fengum að heyra að við hefðum eignast nýja frænku lífskraft á aðeins tveimur vikum. Vorið var tíminn hennar ömmu. Hún var eins og farfugl. Um leið og snjóa leysti og gróðurinn fór að taka við sér, varð hún friðlaus að komast upp í Borgarfjörð í sumar- bústaðinn sinn á Krummakletti, þar sem henni leið best. Eftir að Sigurð- ur stjúpafí minn lést stóð ekki á pabba að fara með ömmu í bústað- inn. Hann á eftir að sakna þess með vorinu að slík ferð verður ekki farin, þegar ömmu nýtur ekki leng- ur við. Á sumrin fylltist þessi unaðs- reitur hennar af fólki, barnabömum og langömmubömum. Svo mann- margt var stundum að gist var í hveijum krók og kima og þegar plássið var ekki meira inni var tjald- að úti á túni. Alltaf var amma Sigga að hugsa um aðra, hún vildi að öllum liði vel, enda báru móttökur hennar þess glöggt vitni þegar við barna- börnin heimsóttum hana með börn- in okkar annaðhvort á Víðimelinn eða á Krummaklett. Hún var mynd- arleg húsmóðir. Bakstur og matar- gerð léku í höndunum á henni, hún bakaði bestu jólakökur í heimi og sama hvað ég reyni þá tekst mér aldrei að baka eins góða jólaköku. Við eigum öll eftir að sakna þess mikið að hún standi ekki brosandi úti á hlaði á Krummakletti að taka á móti okkur og bjóða okkur inn þar sem ávallt beið okkar uppdekk- að borð með heimabökuðu brauði og kökum. Nú þegar ég kveð ömmu Siggu fer ekki hjá því að hugurinn reiki til baka, hvers konar manneskja hún hafi verið og hvernig hún hafði áhrif á mig. Amma átti stóran þátt í því að ég ákvað að fara í sjúkra- liðanám árið 1986 en þá trúði hún mér fyrir því að hún hefði sjálf alið með sér þann draum að verða hjúkr- unarkona. En í hennar ungdæmi voru aðstæður aðrar, krappari kjör og ekki eins auðvelt að afla sér menntunar eins og nú á dögum, en ég er sannfærð um að amma hefði orðið góð hjúkrunarkona. Amma var mikil veiðikona, hún átti sínar bestu stundir þegar hún renndi fýrir lax í Norðurá, en það gerði hún á hveiju sumri með Sig- urði manni sínum og pabbi var líka oft með þeim í þessum veiðitúrum. Veiðiferðirnar hennar ömmu verða ekki fleiri, en árnar munu halda áfram að streyma og laxarn- ir að stökkva og vonandi eiga nýir veiðimenn eftir að vaxa upp í fjöl- skyldunni og renna fyrir lax og sil- ung til heiðurs ömmu. Ég veit að þá um nóttina. Ekki urðum við fyrir vonbrigðum er við fórum til að sjá þig. Þarna varstu, svo full- komin, svo smá, svo fíngerð, svo falleg, já, sannkallaður „engill". Við töluðum um það, svona okkar á milli að það væri frábært að fá svona fíngerða og netta frænku í ættina því við hin værum jú öll af stærri gerðinni. Dagarnir liðu, öll vorum við hamingjusöm og þakklát fyrir að hafa þig, þú varst sannkallaður gleðigjafí. Benný stóra systir, Einar Hannes og Ben- óný voru afar stolt af þér og allir handléku þig af sérstakri natni. Þegar ég hugsa til baka þá er eins og allir hafí haft það á tilfínning- unni að með þig þyrfti að fara með sérstakri gát. Hún mamma þín var óvenju þolinmóð og natin, hann pabbi þinn sló annan takt á bakið á þér er þú áttir að ropa eftir sopann þinn. Já, í þessa tvo mánuði sem við héldum að þú værir alheilbrigð þá fóru allir um þig höndum eins og við gerðum okkur grein fyrir því hversu mikil- vægt það væri að þú fengið sér- staklega góða meðhöndlun. Eitt- hvað var það þó sem ekki var í lagi þó þú gerðir allt rétt, þ.e.a.s. þú hjalaðir, þú skoðaðir litlu fíng- urna þína, þú brostir, þú lengdist, þú bara þyngdist ekki. Þegar læknirinn sagði að þú værir með hjartagalla þá urðum við öll harmi slegin. Það gat ekki verið. O, guð, hví skapaðir þú slíka gersemi með hjartagalla? Mörgum spurningum er ósvarað og fást líklegast aldrei nein svör ömmu líður vel núna, þegar hún er laus undan oki sjúkdómsins sem hijáði hana síðustu vikumar. Það átti ekki við ömmu að vera veik og upp á aðra komin. Því var dauðinn henni lausn, enda þótt við fjölskyld- an hennar hefðum gjarnan viljað hafa hana lengur hjá okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá ömmu þegar hún kvaddi þennan heim. Friður hefur færst yfir mig. Dásamlegur friður. Nú get ég farið þegar þú kallar, og hvert sem þú kallar mig. Því þú hefur tekið þjáningu mína burtu. Og þjáning þeirra sem ég elska munu að engu verða í þinni hendi. (Siguijón Friðriksson) Elsku amma, ég þakka þér fyr- ir samfylgdina. Þín sonardóttir, Sigríður Lorange. Hún amma Sigga er dáinn. Þó hún amma hafí verið á 84. aldurs- ári fannst mér hún aldrei vera göm- ul. Hún var hress í tali og áhuga- söm um allt sem fjölskylda hennar tók sér fyrir hendur. Ég var mjög ungur þegar ég uppgötvaði að við amma áttum sameiginlegt áhuga- mál, og það var stangveiði, frá því ég var sex ára gamall fórum við með fáum undantekningum til veiða í Hvítá í Borgarfirði, og þar átti ég ógleymanlegar stundir við kappsfulla veiðimennsku. Þegar líða tók að hausti, var um fátt annað rætt okkar í milli í há- deginu á Víðimelnum en væntan- lega veiðiferð, og þegar komið var á veiðistað hófst hörð keppni um hvort okkar mundi veiða meira. Undantekningalaust hafði amma betur. Síðan snæddum við bleikjur í hádegismat á Víðimel, og deildum um hvort okkar hefði veitt fiskinn. Það er erfitt að sætta sig við þegar fastir punktar í tilveru manns eins og hún amma var svo sannarlega fyrir mér, hverfa. Þó mun ég hugga mig við minninguna um umhyggju- sama og elskulega ömmu, en um- fram allt félaga og vin, sem á sinn hressa og sérstæða hátt miðlaði af reynslu sinni, mér til lærdóms og eftirbreytni. Minningin um hana ömmu mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Ég bið góðan guð að blessa henni inngöngu í ríki sitt. Sigurjón Karlsson. við flestum þeirra, en næstu þrír mánuðir voru erfíðir. Allir lögðust á eitt um að létta þér og fjölskyld- unni það erfiða verk sem framund- an var. Hún mamma þín vék varla frá þér, hann pabbi þinn ekki held- ur. Þegar þið fóruð til London vorum við öll svo bjartsýn á að þú myndir ná fullum bata, samt vorum við líka kvíðin. Þú, litli „engillinn", varst orðin alger „hetja“ í mínum augum. Ég sem hélt alltaf að „hetjur“ gætu talað eða þyrftu að geta tjáð sig með orðum. Dagarnir með þér sýndu mér fram á að slíkt er ekki nauð- synlegt þsgar hetja á í hlut. Því miður gekk ekki allt eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.