Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 21 Bílaiðnadur Stórfellt tap var hjá Mercedes-Benz ífyrra Stuttgart. Reuter. FRAMLEIÐENDUR Mercedes-Benz, sem eru deild í risafyrirtæk- inu Daimler-Benz, segja að tap af rekstri hennar 1993 hafi numið 1.198 milljónum marka samanborið við hreinan hagnað að upphæð 849 milljónir marka 1992. „Niðurstaðan ber vott um erfið- leika, sem við var að stríða á fyrra árshelmingi,“ sagði Helmut Wemer stjómarformaður á blaðamanna- fundi, „og sílækkandi verð á bifreið- um handa fyrirtækjum í Evrópu.“ Mercedes er mesti framleiðandi lúx- usbfla í heiminum og helzta gróða- lind Daimlers, sem skýrði einnig frá taprekstri í fyrra fyrir skömmu. Mercedes skýrði frá sérstökum hagnaði upp á 1,4 milljarða marka vegna leiðréttinga á reikningum þess til þess að samræma þá bandarískum GAAP-bókhaldsað- ferðum. Móðurfyrirtækið Daimler- Benz tók upp þær reglur þegar það lét skrá sig fyrst þýzkra fyrir- tækja á kauphöllinni í New York. Framleiðsla á fólksbílum minnkaði í 508.000 úr 520.000 árið á undan, em framleiðsla á fyrirtækjabílum minnkaði í 254.000 úr 275.000 ári áður. Werner kvaðst búast við að tekj- ur mundu aukast á þessu ári, en benti á ekkert áþreifanlégt því til sönnunar. Hann var ekki eins bjartsýnn á framleiðslu bifreiða handa fyrirtækjum. „Þrátt fyrir batahorfur á\sumum mörkuðum í Vestur-Evrópu.“ Deutsche Bank Talið að um skipulögð fjársvik sé að ræða Bankamenn létu leika á sig Frankfurt. Reuter. FORRÁÐAMENN Deutsche Bank, aðallánardrottins hins horfna fasteignajöfurs Jurgens Schneiders, segjast hafa orðið fyrir barð- inu á skipulögðum fjársvikum, hundraða milljóna marka tjóni. Aðalframkvæmdastjóri Deutsc- he Bank, Hilmar Kopper, viður- kenndi á þriggja tíma blaða- mannafundi að bankanum hefðu orðið á mistök með því að láta leika á sig. „Mistökin bitna aðeins á bönkunum, engum öðrum,“ sagði hann. „Enginn iðnaðarmað- ur verður látinn gjalda mistaka okkar,“ bætti hann við og átti við ógreidda reikninga Schneiders. Schneider skuldaði bönkum rúmlega fimm milljarða marka og skildi eftir ógreidda reikninga að upphæð um 250 milljónir marka þegar hann hvarf fyrir þremur vikum. Þýzkir fjölmiðlar hafa haft Deutsche Bank að háði og spotti fyrir að lána Schneider háar fjár- upphæðir á grundvelli að því er virðist falsaðra skjala. Að dómi Koppers er sökudólgur- inn ekki Deutsche Bank heldur Júrgen Schneider. Kopper sagði að Schneider hefði hlaupizt á brott sem kunni að valda bankanum með nokkur hundruð milljóna marka, en tiltók seinna upphæðina 219 milljónir. í yfirlýsingu sinni gaf Kopper í skyn að hann teldi að Schneider hefði ekki verið einn að verki. „Augljóst er að veðdeild Deutsche Bank hefur fengið falsaðar skýrsl- ur frá opinberum matsmönnum og að falsaðar leigusamningar voru notaðir,“ sagði Kopper, en neitaði að skýra mál sitt nánar. En Georg Krupp úr stjórn bank- ans, sem hefur þegar rætt þann möguleika að heill hringur fólks hafi verið í vitorði með Schneider, sagði: „Ég get varla ímyndað mér að Schneider hafi drýgt þennan verknað einn síns liðs.“ Kopper kvað ógerning að tiltaka nákvæmlega hve mikinn hluta 1,2 milljarða marka lána bankans til Scheiders yrði að afskrifa, en sagði „það geta verið nokkur hundruð milljóna marka“. Suður-Kórea Daewoo stofnsetur stærsta einkafyrir- tæki S-Kóreu Seoul. Reuter. EIGNARTENGDU fyrirtækin Daewoo Heavy Industries Ltd. og Daewoo Shipbuilding and Heavy Machinery Ltd. í Suður-Kóreu eru þess albúin að koma á fót stærsta einkafyrirtæki landsins á þessu ári. Ef fyrirtækin sameinast 1. októ- ber eins og ráðgert er munu umsvif hins nýja fyrirtækis ná frá skipa- smíði til iðnaðarvéla og iðjuvera, vélaverkfæra, flutningabíla, eld- flauga og geimfara og samsetningar bifreiða. Hið sameinaða fyrirtæki mun kallast Daewoo Heavy Industries Ltd. og verður annað stærsta fyrir- tæki Suður-Kóreu, næst á eftir raf- magnseinokun ríkisins, KEPCO. Fjármunir fyrirtækisins munu nema 2,27 milljörðum dollara, að viðbættum 1,67 milljörðum dollara frá skipasmíðadeildínni. Sérfræðing- ar telja að samejningin verði báðum aðilum til góðs. Ymsir segja að hagn- aður og skipasmíði muni aukast á næstu 10 árum, en þótt afköst Da- ewoo Heavy Industries séu mikil muni draga úr þeim vegna fjárfestin- gatregðu. Aukið lausafé mun gera hinu stækkaða fyrirtæki kleift að fjárfesta í þungaiðnaði. Það gæti einnig staðið af sér hugsanlegan samdrátt í skipa- smíðaiðnaði í heiminum með því að gera sig óháðari þeirri grein. Daewoo hyggst skera niður skipasmíði í 31,3% af heildarsölu úr 50,1% nú. Daewoo segir að velta hins sam- einaða fyrirtækis verði 4,19 milljarð- ar dollara á ári, eða heldur minni en gert hefur verið ráð fyrir í mati fyrirtækisins Hyundai Heavy Ind- ustries, sem nú er stærsta þungaiðn- aðarfyrirtæki Suður-Kóreu. Sér- fræðingar segja. þó að enn vanti mikið upp á að Daewoo geti staðið þessum keppinauti sínum á sporði. „Fyrirtæki getur ekki talizt gott aðeins vegna þess að það ræður yfir miklu fjármagni," sagði sérfræðing- ur í Seoul. „Daewoo stendur enn Hyundai langt að baki í tækni, arð- semi og stjórnunarhæfni." Daewoo vill tvöfalda sölu hins sameinaða félags á tveimur árum. Það gerir ráð fyrir 8,64 milljarða dollara veltu 1998, þar af 3,4 millj- arða dollara vegna skipasmíði, 3,3 milljarða dollara vegna þungaiðnað- ar og 1.85 milljarða dollara vegna farartækja. Hlutabréfum í nýja fyrirtækinu mun fjölga í 367,24 milljónir og er- lendum fjárfestum verður gefinn kostur á 27,16 milljónum nýrra hlutabréfá. Daewoo Shipbuilding skilaði 247,65 Tnilljóna dollára hagnaði á almanaksárinu 1993 og gerir ráð fyrir 407,40 milljóna dollara hagnaði á þessu ári. Iðnaður Hagur Siemens vænkast óvænt Bonn. Reuter. Siemens AG, stærsta raf- magnsfyrirtæki Evrópu, hefur skýrt frá lítið eitt auknum hagn- aði á sex mánaða tímabili til marzloka og sérfræðingar telja að það kunni að tákna að afkoma fyrirtækisins allt árið 1994 kunni að verða betri en spáð hefur verið. Hagnaður jókst í 879 milljónir marka úr 877 milljónum marka ári áður. Sala jókst um 3%, í 38 millj- arða marka úr 37 milljörðum. Stór verkefni og sameining Osr- am Sylvania í Norður-Ameríku stuðluðu mest að aukinni sölu er- lendis, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. MICROTGK skila betri úrangri Tilbob l Microtek Scanmaker II fyrír PC og Macintosh Tegund: Lit/gráskalaskanni 3 skannyfirferðir Fyrirmynd: 21,6 cm x34.5 cm Litur: 24 bita í lit og 8 bita í gráskala Upplausn: 300x600 dpi raunupplausn 1200 dpi með hugbúnaði Hugbún.: TWAIN hugbúnaður Photoshop LE fyrir Mac eða 1 Imagestar fyrjr PC Tengi: SCSI Athugiö einnig önnur tilboö frá ACO hf. Microtek borðskannarnir eru þeir mest seldu á Islandi. Þeir eru útbúnir öllu sem þarf til skönnunar og góðum vélbúnaði sem skilar hágæða myndum. Nýjasta útgáfa af myndvinnsluforritinu Photoshop fylgir með.Til að tryggja bestu gæði við hverja skönnun er forritið DCR notað, en það stjórnar réttum stillingum. Microtek skannarnir eru með upplausn á bilinu 1200-2400 punkta og eru 24 eða 36 bita. aco SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVlK • SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 Elsta tölvufypírtæki á Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.