Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 25 Svíar í friðar- samstarf LÍKLEGT er, að Svíar taki þátt í friðarsamstarfi NATO- ríkjanna og undirriti samninga þar að lútandi í næsta mánuði. Kom þetta fram hjá Anders Björck, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, I gær og hann taldi víst, að tillaga um þetta gengi greiðlega í gegnum þingið. fjórtán ríki, Austur-Evrópuríki og fyrrverandi sovétlýðveldi, hafa þegar skrifað undir friðar- samstarfið og sennilega munu Finnar, sem eru hlutlausir eins og Svíar, gerast aðilar að því. Tugmilljónir í flugvélinni NÆRRI 47 milljónir ísl. kr. hafa fundist í flaki rússnesku Airbus-þotunnar, sem fórst í Síberíu í síðasta mánuði, og þar af var rúmur helmingur ijárins í dollurum. Allir um borð í vél- inni, 75 manns, létu lífið í slys- inu. Komið hefur fram, að nokkrum mínútum áður en vél- in hrapaði var einn flugstjór- anna að sýna börnum sínum hvernig ætti að stjórna henni. Ovænt heim- koma RÚSSNESKUR hermaður kvaddi nýlega dyra heima hjá sér í Kúban í Suður-Rússlandi, sex árum eftir að hann hafði verið talinn af í Afganistan. Hafði hann verið í fangelsi í Pakistan að sögn dagblaðsins Ízvestíu, sem lét þess þó ekki getið hvernig hann komst heim eða hvaða viðtökur hann fékk hjá fjölskyldu sinni. Hvað allir eig- inmenn athugi DÓMSTÓLL í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu, að maður að nafni Martyn Ginder beri meginábyrgð á því, að kona hans, Jean, skuli hafa fallið út um glugga og lamast. Er ástæðan sú, að hann sinnti ekki margítrekuðum óskum hennar um að gera við gluggann, sem var bilaður. Je- an Ginder segist þó ekki áfell- ast mann sinn, heldur hafi hún neyðst til að fá úr þessu skorið vegna heimilistryggingarinnar. Samið við njósnarahjón NJÓSNARA- HJÓNIN Ald- rich Ames, fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, sem sak- aður er um njósnir fyrir Sovét- ríkin og síðar Rússland, og kona hans, Rosario, hafa kom- ist að samkomulagi við ákæru- valdið. Samkvæmt því munu þau segja allt af létta um njósn- irnar gegn því, að Rosario fái vægan dóm en Ames verður að sitja inni ævilangt. Talið er, að réttarhöldin verði löng og dýr og muni þar ýmistlegt koma fram, sem verði ekki til neins álitsauka fyrir CIA. Lestarslys í Svíþjóð LEST fór út af sporinu í Álvsjö í úthverfi Stokkhólms um miðj- an dag í gær. Slösuðust tíu manns alvarlega er einn lestar- vagninn féll á hliðina og tveir aðrir fóru út af lestarsporinu. Ames Fundur nokkurra aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins um hvalveiðar Hagsmunir Norðmamia og Japana geta skarast Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaösins. HELSTU samtök umhverfisverndarsinna harðneita því að hafa slakað á í baráttunni gegn hvalveiðum. „Á meðan við berjumst gegn hvalveiðum er óhugsandi að leyfa einhveijar hvalveiðar í hagnaðarskyni," segir Geir Wang-Andersen hjá Greenpeace í Noregi við Aftenposten. Samkvæmt frétt í breska blaðinu The Observer hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar fallist á að slaká á hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem samþykkt var árið 1984, gegn því að allir hvalir sunnan við 40. breiddargráðu við Suðurskautið verði friðaðir. Reuter Zhírínovskíj-vodka RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj varð 48 ára á mánudag og hélt upp á afmælið á veitingahúsinu Búdapest í Moskvu. Þar var honum gefin stór flaska af nýrri vodkategund, „Vladímír Zhír- ínovskíj", og á myndinni er hann að dást að flöskunni. t Blaðið segir að leynilegur fund- ur um þetta mál hafi verið haldinn í Lundúnum í síðustu viku og hafi þær þjóðir, sem hvað harðast hafi barist gegn hvalveiðum.til þessa, setið þann fund. The Observer upplýsir einnig að mörg af helstu umhverfisverndarsamtökum heims, s.s. Greenpeace og Alþjóða Náttúruverndarsjóðsins, WWF, hafi fallist á þessa áætlun. Voru á fundinum Forystumenn Greenpeace í London vísa því á bug að samtök- in hafi „selt sig“ í hvalveiðimálun- um. Cliff Curtis, sem samræmir baráttu samtakanna gegn hval- veiðum um allan heim, staðfestir að hann hafi verið á fundinum í London í síðustu viku en neitar að samtökin hafi fallist á áætlun áþekka þeirri sem Observer grein- ir frá. „Curtis flutti fimmtán mínútna langt erindi þar sem hann gerði grein fyrir okkar sjónarmiðum í hvalamálum. Greenpeace tók ekki þátt í viðræðunum á fundinum og við höfum því mjög litla vitneskju um það, hvað þátttökuríkin sjö ákváðu," segir Wang-Andersen í Osló. Auk Bretlands og Bandaríkj- anna, sátu fulltrúar frá_ Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, írlandi og Hollandi fundinn. Thor-Ivar Guldberg hjá Alþjóða náttúruverndarsjóðnum segir að ekki sé hægt að staðhæfa að sam- tökin muni fallast á áætlun af þessu tagi. Það sé enn of snemmt að segja til um það. „Til að byija með styðjum við hugmyndina um verndarsvæði við Suðurskautið," segir Guldberg. Hann ségist von- góður um að tillaga þess efnis verði samþykkt á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Mexíkó í lok maí. Bitnar á Japönum Hugsanleg ákvörðun um vernd- arsvæði fyrir hvali við Suðurskaut- ið myndi ekki síst bitna á Japönum en það er einmitt á því svæði, sem þeir hafa helst hug á að stunaa hvalveiðar í atvinnuskyni fyrir utan strandveiðar. Þá myndi til- laga um verndarsvæði einnig koma Norðmönnum í bobba þar sem þeir hafa til þessa verið helstu bandamenn Japana innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Með því að styðja tillöguna myndu Norðmenn styggja Japani en á móti líklega fá hrefnuveiðikvóta. Ekki hefur tekist að fá það stað- fest á skrifstofu Alþjóðahvalveiði- ráðsins að þessi tillaga verði lögð fram. „Við höfum ekki hugmynd um þetta mál. Líklega hafa nokk- ur aðildarríki ráðsins þarna verið að ræða málin sín á milli,“ segir Verity Hunter á skrifstofu ráðsins. Norskir hvalveiðimenn hafa tekið ágætlega í þessar hugmynd- ir. „Við fögnum öllu því sem getur orðið til að auðvelda okkur að- Halda áfram hvalveiðum. Það gæt- ir hins vegar efasemda um hvort þessi ríki séu í raun reiðubúin til að samþykkja fyrirkomulag af þessu tagi,“ segir Gunbjorn And- ersen, eigandi hvalveiðiskipsins Reinebuen, sem gert er út frá bænbum Reine í Lofoten. Vísindaveiðar að hefjast Andersen heldur til hafs í næstu viku og hefur þar með þriðju hval- veiðivertíð sína á vegum vísinda- veiðiáætlunar norsku stjórnarinn- ar. Óttast hann að friðun Suður- skautslandsins muni bitna á Japönum. „Við getum ekki tekið þá áhættu að ganga þvert á vilja Japana. Japanir hafa árum saman stutt við bakið á okkur sem hval- veiðiþjóð og kröfur okkar um rétt til veiða á Norðurslóðum," segir hann. Alls stendur til að veiða 127 hrefnur innan vísindaveiðiáætlun- arinnar á þessu ári á svæðinu frá Lofoten til Bjarnareyjar og við Spitsbergen. Fjögur skip taka þátt í veiðunum. Norskir vísindamenn höfðu einnig bundið vonir við að fá að veiða við Kólaskaga, líkt og árið 1992, en líkt og í fyrra hafa Rússar neitað þeim um leyfi. INIOKIA + KOMIN AFTUR! ÞESSI VINSÆLU OG VÚNDUÐU FINNSKU SJÓNVARPSTÆKI ERU KOMIN AFTUR ‘ SÍÐAST SELDUST ÞAU UPP. NÚ ER TÆKIFÆRID FYRIR ÞÁ SEM URÐU FRÁ AD HVERFA. FRAMTÍÐAR SJÓNVÖRP UPPFYLLA STRANGAR KRÖFUR UM GÆÐI LEIÐANDI Á SVIÐI TÆKNI OG HÖNNUNAR MÚSARFJARSTÝRING VALMYNDIR Á SKJÁ FÁIR HNAPPAR TVÖ SCART-TENGI HEYRNARTÆKJATENGI VÍÐÓMUR (NICAM OG A2 STEREO) SJÁLFVIRK STÖÐVA- STILLING - APS ÍSLENSKT TEXTAVARP EINFÖLD í NOKUN OG MEÐ ALLT SEM ÞARF RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.