Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Skaftfellsk verslunarmál Bókmenntir Sigurjón Björnsson Kjartan Ólafsson: Verslunarsaga Vestur-Skaft- fellinga Fyrra bindi, 1987, 413 bls. Annað bindi, 1991, 455 bls. Þriðja bindi, 1993, 455 bls. Útg.: Vestur-Skaftafellssýsla. Að baki þessa mikla ritverks er átta ára vinna höfundar. Eins °g glöggt kemur fram í heimildar- skrám er um að ræða feiknamikla söfnun heimilda. Varla hafa þær allar verið auðfundnar eða að- gengilegar til úrvinnslu. Mikill fjöldi viðtala hefur verið gerður. Höfundur segir í eftirmála þriðja bindis að tala heimildarmanna sé 111. Þá hefur ekki verið lítii vinna að átta sig á og kynnast öllum staðháttum í stórri sýslu. Höfund- ur er ekki heimamaður og var lítt kunnugur í sýslunni fyrir. Þá er eftir öll sú mikla vinna að koma þessu efni í skipulegt horf og gera úr því læsilegt ritverk. Svo er að sjá sem ekki hafi upphaflega verið ætlunin að gera úr þessu efni svo stórt ritverk sem raunin varð á. Höfundur og rit- nefnd (Björgvin Salómonsson, Helgi Magnússon og Sigurjón Ein- arsson) hugsuðu sér fyrst að hægt yrði að skrá þessa sögu í eitt bindi. Fljótlega kom þó í ljós að þau hlutu að verða tvö. Af því helgast að fyrsta bindið er skráð fyrra bindi. En síðar reyndist ekki unnt að ná efninu saman í minna en þremur bindum og var því það næsta skráð annað bindi. Þetta hefur raunar oft gerst með ritverk af svipuðu tagi. Titillinn „Verslunarsaga Vest- ur-Skaftfellinga“ hefur líklega ekki mikið aðdráttarafl fyrir al- mennan lesanda utan sýslunnar. „Hvað kemur hún mér við?“ kunna sumir að spyija. En sennilega átta menn sig þó fljótt á því að „versl- unarsaga“ verður ekki skráð svo að nokkurt vit sé í án þess að hún falli inn í víða umgerð landlýsing- ar, samgöngumála, búnaðarhátta og atvinnumála, lífsafkomu fólks, félagsmálastarfsemi auk ýmislegs annars. Fyrir þessu hefur höfund- ur gert sér mætagóða grein og af þeim sökum verður frásögn hans einstök fróðleiksnáma um ótalmargt sem viðvíkur Vestur- Skaftafellssýslu og íbúum hennar síðastliðin 100 ár. Vestur-Skaftafellssýsla er ein hin sérstæðasta af sýslum lands- ins. Hún er ekki einungis rómuð fyrir fjölbreytilega og mikla nátt- úrufegurð heldur einnig fyrir það hversu óhemju erfið yfirferðar hún var hér áður fyrr aður en stórfljót- in voru brúuð. Á vesturmörkum er hin illúðlega Jökulsá á Sól- heimasandi, í miðri sýslu Kúða- fljót og margar aðrar varasamar ár. Á austunnörkum Núpsvötnin og Skeiðará. Þegar verslun var sótt vestur á Eyrarbakka, austur á Djúpavog eða Papós urðu lesta- ferðir óhemjulangar og erfiðar og torleiði mikið. Við þetta bættist Kjartan Ólafsson hafnlaus strandlengja ef sjávar- leiðin var valin. Þessir miklu erfiðleikar og vegalengdir ollu því að snemma var reynt að koma upp verslun- armiðstöð inni í sýslunni og varð Vík í Mýrdal fyrir valinu. Ekki var þó auðveid lending þar og segir margt af því á síðum þessa ritverks. Danskur kaupmaður, J.P. Bryde, mun fyrstur hafa byrj- að verslun í Vík. í kjölfar hans kom svo Halldór Jónsson, merkur kaupmaður og vandaður og síðar Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga. Saga þessa verslunarreksturs er ítarlega rakin og margt dregið fram í dagsljósið sem áður var hulið. Höfundur er einkar natinn við allt sem að tölum lýtur og hefur gert íjöldan allan af töflum til að auðvelda yfirlit. Stundum gefur hann lesanda innsýn í heim- ilisrekstur með því að birta úttekt- ar- og innleggsskrár einstakra heimila. Margt er líklegt að gerist á heilli öld. Enginn hörgull er á slíku í þessu riti. Sauðasalan til Bret- lands gerði menn stönduga um tíma. Síðan hrundi hún og erfiðir Atriði úr leikverkinu í sjöunda himni. Morgunblaflið/Benedikt Sigurðsson Bókmenntahátíð á Kaffi Hressó ÞRIGGJA daga bókmenntahátíð verður á Kaffi Hressó dagana 27.-29. apríl. Hefjast upplestrarnir kl. 21 og koma 32 höfundar fram á kvöldunum. Eftirfarandi er dagskrá hátíðarinnar. Menntaskólinn á Egilsstöðum Leikfélagið sýnir I sjö- unda himni Egilsstöðum. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Egilsstöðum sýnir um þessar mundir leikritið í sjöunda himni eftir Caryl Churchill. Verkið ger- ist á tveimur tímabilum. Það fyrra í Afríku rétt fyrir aldamótin, þeg- ar Bretar mökuðu þar krókinn á kostnað innfæddra. Seinna tíma- bilið er rétt fyrir 1980 í London. Sýnt er í Hótel Valaskjálf og leik- stjóri er Margrét Guttormsdóttir. Kynlíf og uppáfarir eru nokkuð áberandi í verkinu ásamt töluverðu af samkynhneigð og öfuguggahætti. Karlar leika konur og konur leika karla. Kjör homma og lesbía á hveij- um tíma eru borin saman og ljóst er að hagur þeirra hefur vænkast í sumu tilliti. Konur voru upp á punt á Viktoríutímanum en höfðu þó elsk- huga. Nútímakonan er lesbísk og hatar karla, oftast. Breyskleiki mannanna leikur stórt hlutverk. Sjaldan er mannssálinn eins flökt- andi og þegar tækifæri býðst að kanna framandi lendur lostans og hvað á þeim býr. Flesta langar að prufa eitt og annað, sumt er gott annað ekki. Sameiginlegur vinur allra er þó freistingin. Hvers virði er iífíð án freistinganna? Lítils? Góð skemmtun Leikendur verksins komast vel frá því. Það er örugglega ekki auðvelt að leika homma og lesbíur svo vel fari. Á ieikstjóri sjálfsagt stóran þátt í því. Húmorinn er aldrei langt undan og kemst hann einstaklega vel til skila og ekki var annað að sjá en leikendur skemmtu sér töluvert í öll- um látunum. Tónlistin er frumsamin af Einari Sólheim og var hún einkar áheyrileg. -Ben.S Miðvikudagur 27. apríl; Margrét Lóa Jónsdóttir, Þórarinn Torfason, Einar Már Guðmundsson, Anna S. Björnsdóttir, Pjétur Hafstein, Bald- ur Óskarsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Vilborg Dagbjartsdótt- ir, Tryggvi V. Líndal, Einar Ólafs- son og Þorgeir Þorgeirsson. Fimmtudagur 28. apríl; Ari Gísli Bragason, Fjóla Ósk Bender, Sig- urður Pálsson, Ólafur Haraldsson, Valgarður Bragason, Berglind Gunnarsdóttir, Benedikt Lafleur, Gerður Kristný, Jón Valur Jensson, Elísabet Jökulsdóttir og Hilmar Jónsson. Föstudagur 29. apríl; Magnús Gezzon, Hörður Gunnarsson, Jón Óskar, Ásdís Óladóttir, Ágúst Borg- þór Sverrisson, Guðbjörg Guð- mundsdóttir les úr verkum Gunnars Dal, Gunnar Þorri Þorleifsson, Bjarni Bjarnason, Nína Björk Árna- dóttir og Pétur Þorsteinsson. Kynnir kvöldanna verður Kjartan Magnússon. tímar fóru í hönd. Heimsstyijöldin fyrri olli miklum usla í afkomu manna. í kjölfar hennar kom svo Kötlugosið og þegar menn voru loksins farnir að rétta við skall kreppan á með öllum sínum afleið- ingum. En menn gáfust aldrei upp. Þegar harðast kreppti að ráku menn sláturfé austan af Síðu og úr Skaftártungu vestur Fjall- baksveg nyrðri og alla leið til Reykjavíkur og slátruðu þar. Menn mynduðu samtök um versl- unarekstur og sauðfjárslátrun og komu á kaupfélagi sem stóð með miklum blóma um langt skeið. Mikill ljöldi mann og kvenna kemur hér við sögu eins og að líkum lætur og eru talsverðar frá- sagnir af sumum þeirra. Þar eru að sjálfsögðu fyrirferðamestir kaupmenn, verslunarstjórar, kaupfélagsstjórar auk nokkurra bænda sem stóðu í fararbroddi hver með sínum hætti. Kynnist lesandinn þarna mörgum svipm- iklum og viljaföstum einstakling- um. Höfundur lætur orð um það falla í formála fyrsta bindis að hér sé ekki boðið upp á neinn skemmtilestur. Satt er það, að til þess að njóta þessarar frásagnar þurfa menn auðvitað að hafa áhuga á íslenskri sögu, kjörum manna fyrr á tíð og baráttu þeirra við fátækt og andstreymi í erfiðu landi. Menn þurfa að sjá tilgang í því að lifa sig inn í þessa sögu forfeðra sinna og gleðjast með í sigrum þeirra. I rauninni finnst mér erfitt að ímynda mér að ís- lendingi finnist það ekki áhuga- vert og lærdómsríkt lestrarefni. í fyrsta bindi er sagan rakin fram til ársins 1914. Er reyndar farið talsvert aftur í tímann, aftur á 18. öldina, og fjallað um versl- unarhætti og samgöngumál áður en Vík í Mýrdal verður löggiltur verslunarstaður árið 1887. Aðal- umfjöllunin er síðan um kaup- mannaverslanir tvær á þessu tímabili, Brydesverslun eða „Blá- nefsbúð" og Halldórsverslun. í öðru bindi er sögunni haldið áfram til ársins 1927 og ber þar hæst starfsemi Kaupfélags Skaft- fellinga og ýmislegt er að því lýt- ur. Þriðja bindi rekur söguna til 1990. Árið 1930 kom út merkilegt rit, sem nú mun í fárra höndum: Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar. Þar rita bændur og nokkr- ir aðrir sýslubúar stuttar ritgerðir er sýsluna og íbúa hennar varðar. Sr. Óskar J. Þorláksson ritaði eitt sinn Árbók Ferðafélags íslands um sýsluna. Og sr. Björn Magnús- son tók saman æviskrár Vestur- Skaftfellinga í fjórum bindum 1703-1966 (1970-1973). Annað efni um þessa stóru sýslu er í brotum og á víð og dreif. Það rit sem hér birtist er því langveiga- mesta ritverkið um Vestur- Skaftafellsýslu sem birst hefur til þessa, enda þótt þar sé áherslan á einn þátt mannlífs fremur öðr- um. Eg skýt því hér að, að ég saknaði þess mikið við lestur þessa rits að ekki skulið hafa verið sam- in vönduð og yfirgripsmikil sýslu- lýsing. Það tel ég tímabært. Allur er frágangur þessa mikla ritverks með hinni mestu prýði. Hvert bindi er sjálfstætt um blaðs- íðutal og hefur heimildarskrár (prentaðar, óprentaðar og munn- legaij, nafnaskrá; myndaskrá og skrár yfir tölur. I þriðja bindi er þar að auki staðanafnaskrá fyrir öll bindin þijú. Geysilegur íjöldi mynda er í ritinu. Allar eru þær svarthvítar og flestar nokkuð gamlar og myndgæði því ekki allt- af sem best. En ótvírætt er heimil- dagildi þeirra. Loks má geta þess að í lok þriðja bindis eru leiðrétt- ingar og athugasemdir við fyrri bindin tvö. Ekki eru þær margar enda ber allt ritið með sér að vera unnið af hinni mestu nákvæmni og vandvirkni. Kristín og Ingibjörg Myndlist Eiríkur Þorláksson Sýningarstaðir fyrir myndlist koma og fara, og einum hefur varla verið fagnað þegar annar hverfur af vettvangi. Fyrir nokkr- um misserum tók Listmunahúsið til starfa á. ný í skemmtilegum húsakynnum í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu; þar voru haldnar ýmsar áhugaverðar sýningar um tíma, en sýningarhaldið varð síðar slitrótt og lagðist loks niður. Salurinn er enn til staðar, þó starfsemi Listmunahússins á þess- um stað hafi lagst í dvala, og nú stendur yfir sýning þar sem nú er nefnt Listhúsið, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Vonandi verður staðurinn sem lengst notaður í þessum tilgangi, sem hann hentar vel fyrir; að þessu sinni er þar á ferðinni sýning á verkum tveggja listakvenna, þeirra Kristínar Blön- dal og Ingibjargar Hauksdóttur. Kristín Blöndal sýndi fyrr á þessum vetri i sýningarhorninu „Hjá þeim“ á Skólavörðustíg; þar var um að ræða málverk af kven- verum, sem rammaðar voru inn, luktar inni af kynhlutverkum, fé- lagslegum hefðum, fjölskyldu- mynstri o.s.frv. Hér heldur hún áfram að vinna með kvenímynd- ina, en með nokkuð öðrum hætti; á ellefu stórum litflötum ýmist svífa þær um líkt og frelsaðir engl- ar, eða hanga líkt og máttvana strengjabrúður í taumum, sem ýmist eiga sitt upphaf innan mál- verksins eða ofan þess. Flestar myndanna byggjast á einum litgrunni, einkum rauðum eða gulum, og kvenverurnar mark- ast í sumum tilvikum varla frá bakgrunninum, en í öðrum eru þær í hrópandi mótsögn við umhverfið. Myndgerðin er einföld í allri gerð, en samt markviss í uppbyggingu, t.d. í myndum 7 og 11. Liturinn er langt frá því að vera flatur, heldur iðar hann af lífi, enda hlað- inn upp á fleiri litbrigðum undir yfirborðinu. Ingibjörg Hauksdóttir lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands, líkt og Kristín, en hafði áður stundað nám við tvo listaskóla á vesturströnd Banda- ríkjanna; hún hefur áður tekið þátt í þremur samsýningum. Ingi- björg sýnir hér verk, sem kalla má „bróderuð ungbörn"; þetta eru tuttugu og fjórar ímyndir barnslíkama, sniðnar úr bleiug- asi, útsaumaðar og loks mótaðar og hertar með hjálp undanrennu og kartöflumjöls. Áhorfendur geta notið þessara verka á mismunandi hátt. Fyrst er að nefna efnið, hvítt og og hreint, sem bendir til þessa sak- lausa upphafs lífsins; hins vegar til útsaumsins, sem skapar hverri ímynd örlítið frábrugðna persónu- gerð, líkt og bömunum, sem þó virðast svo svipuð hvert öðru í fyrstu; og loks er það viðkvæmt bjargarleysið, sem þolir tæpast nokkuð hnjask, eigi það að ná að lifa ög þroskast. Það er galli við sýningu sem þessa, að henni er ekki fylgt úr hlaði með nema afar takmörkuð- um upplýsingum; listakonurnar hefðu væntanlega gert áhorfend- um auðveldara að nálgast verk þeirra og listhugsun ef þær hefðu sett á blað stuttar hugleiðingar um hvað þær væru að fást við. Án þess er hver sýningargestur í raun einn og óstuddur, og því eingöngu komið undir þolinmæði háns og innsýn, hversu vel verkin ná að njóta sín. Sýning þeirra Kristínar Blöndal og Ingibjargar Hauksdóttur í List- húsinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu stendur til sunnuu- dagsins 1. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.