Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 135 min Nýr greiðslumáti í kvikmyndahúsum. Háskólabíó ríður á vaðið - þú átt góða mynd VÍSA. ROBOCOP er mættur aftur í nýrri, hraðri og harðri mynd sem þykir mesta bomban í seriunni. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10 *** Al. MðL Snilldarmynd um ungan snilling. Aöalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Laurence Fishburne og Max Pomeranc. Sýnd kl. 5 og 7 Fjögur ungmenni freista gæfunnar í leit ad frægö og frama. Aöalhlutv. River Phoenix og Samantha Mathis. Sýnd kl. 9 og 11.10. LJTLi &UDDA „Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar tregafullri en engu að síður einni bestu mynd ársins. *★* S.V. MBL Sýnd kl. 5 og 7 STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Sýnd kl. 9.10. B.i. 14 ára. SCIIINDltlfilíST Leikstjófí Steven Spielberg Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5.15 og 9.15 Stórmynd frá Bertolucci leik- stjóra Síðasta keisarans. AÐALHLUTV.: KEANU REEVES, BRIDGET FONDA OG CHRIS ISAAK. Sýnd kl. 5 og 9 BLÁR HASKOLABIO SIMI 22140 Háskólabíó SV.Mbl. / NAFN! FÖÐURINS HH PRESSAN A.I. MBL **** Ö.M. TÍMINN . ,,f. ý.k. EINTAK . Rás 2 Framboðslisti Framsókn- arflokksins á Siglufirði Siglufirði. BIRTUR hefur verið framboðslisti Framsóknarflokksins á Siglufirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Talsverðar breytingar hafa orðið á listanum frá því í siðustu sveitarstjórnarkosningum og má í því sambandi nefna að Asgrímur Sigurbjörnsson, annar af bæjarfull- trúum flokksins, skipaði áður 2. sætið á listanum en er nú í 18. sæti, að eigin ósk. Listann skipa eftirfarandi: Skarphéðinn Guðmundsson, kenn- ari, Freyr Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, Guðrún Ólöf Péturs- dóttir, skrifstofumaður, Kristinn Bogi Antonsson, fiskeldisfræðing- ur, Pétur Bjamason, skipstjóri, Ás- dís Magnúsdóttir, framkvæmda- stjórij Sverrir Jónsson, húsasmiður, Páll Ágúst Jónsson, sjómaður, Her- dís Erlendsdóttir, bóndi, Aðalbjörg Þórðardóttir, húsmóðir, Þorsteinn Sveinsson, fískvinnslumaður, Þor- geir Bjamason, nemi, Sigríður Björnsdóttir, húsmóðir, Hilmar Þór Zóphoníasson, útgerðarmaður, Sig- urður Jón Gunnarsson, skrifstofu- maður, Þorsteinn Bjarnason, nemi, Karólína _ Sigutjónsdóttir, verka- kona og Ásgrímur Sigurbjömsson, umboðsmaður. - S.I. Út á þjóðveginn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Fingralangur faðir („Father- hood). Sýnd í Sagabíó. Leik- stjóri: Darrell James Roodt. Framleiðandi: Jeffrey Chernov. Aðalhlutverk: Patriek Swayze, Halle Berry, Sabrina Lloyd og Diane Ladd. Fingralangur faðir með Patrick Swayze reynir að blanda saman gríni og spennu í frásögn af kolómögulegum föður og tveimur börnum hans á flótta undan réttvisi og unglingaheimil- isvist. Þetta er vegamynd sem lýsir því hvemig smákrimmaleg- ur faðirinn verður að betri manni (og föður) með því að umgang- ast börnin sín en hana skortir bæði alvöru grín og spennu til að virka skemmtileg. Sagan er máttlaust Disneyefni og áður en lýkur hefur leikstjórinn Darrell James Roodt leyft ekta banda- rískri fjölskylduvæmni að her- taka þessa einfeldningslegu mynd með öllu sínu löðri svo eft- ir stendur algerlega minniháttar þrjúbíó pakkað inní meiriháttar klisju. Swayze hefur átt í vandræðum með að fínna sér góð hlutverk í seinni tíð og þetta á ekki eftir að gera neitt jákvætt fyrir hans feril. Myndin, sem byrjar á endin- um af einhveijum undarlegum ástæðum, er eiginlega samansett úr þremur sögum. Forstöðumenn unglingaheimilisins, sem börn Swayze búa á, eru gerspilltir svo það þarf að koma upp um þá, Swayze er talinn hafa rænt böm- unum sínum og því er löggan á hælunum á þeim þar sem þau þeytast um þjóðvegi Bandaríkj- anna og Swayze hefur mælt sér mót við vin sinn en þeir ætla að ræna dóppening frá einhveijum mafíósum. Þannig virðist ætlunin að setja allt tilfallandi í myndina svo aldr- ei slakni á frásögninni, fjöl- skyldudramatík, bílaeltingarleiki, misnotkun á unglingaheimili og mafíósa, en útkoman er hálfgerð- ur hrærigrautur. Leikurinn er ólíkindalegur hjá Swayze sem í byijun er svona oddhvass Ieður- jakkagaur með glötuð áform í lífínu og jafnmikla föðurtilfinn- ingu og stóri kádiljákurinn hans. En eins og reikna mátti með gera börnin úr honum þennan dæmigerða mjúka mann og um- hyggjusama föður áður en lýkur. Swayze reynir of mikið á sig við rullu sem býður í raun ekki upp á neitt sérstakt. Versti leikurinn er þó hjá Halle Berry, sem á að vera rannsóknarblaðamaður en virðist vera að leika eitthvað allt annað eins og ábúðamikið tí- skumódel. Best er þegar hún er að reyna að vera alvarleg í síman- um. Leikstjórinn Roodt reynir að lappa uppá slakt handritið með því að sýna spennuatriðin hægt og jafnvel stoppa myndina alveg en allt kemur fyrir ekki. Fingra- langur faðir er slakt skemmti- efni. Morgunblaðið/Theódór Systurnar Ingveldur og Ásta Lára Jóhannsdætur ásamt Benedikt Gunnarssyni, listmálara, og sr. Hreini Hákonarsyni við einn steinda gluggann. Fáskrúðarbakkakirkja. Fáskrúðarbakkakirkja í Miklaholtshreppi endumýjuð Borg í Miklaholtshreppi. FÁSKRÚÐARBAKKAKIRKJA í Miklaholtshreppi var tekin í notkun á ný síðastliðinn sunnudag, eftir mjög gagngerar viðgerðir og endur- bætur hið innra. Kirkjan hefur m.a. öll verið máluð af miklu list- fengi og smekkvísi af Jóni Svani Péturssyni, málarameistara í Stykk- ishólmi. Þá hefur söngloft kirkjunnar verið stækkað og því breytt og þannig rýmkað um söngfólk og organista auk þess sem ýmislegt kom í ljós sem endurbóta þurfti við í kirkjunni þegar undirbúnings- vinna við málninguna var hafin. Trésmiðavinna var að lang mestu framkvæmd af Gústavi ívarssyni, málarameistara í Sauðsholti, og vel af hendi leyst í hvívetna. Meginbreytingin felst þó í 14 steindum gluggum sem nú prýða kirkjuna og gefnir eru af Ingveldi Jóhannsdóttir í Litlu-Þúfu hér í sveit sem verður 85 ára á þessu ári og systur hennar Ástu Láru Jóhannsdóttur, búsett í Reykjavík, sem verður 80 ára á þessu ári. Gjöfin er til minningar um for- eldra og tvo látna bræður. Er minn- ing þeirra heiðurshjónanna Jó- hanns Lárussonar, fyrrum bónda í Litlu Þúfu, og Kristínar Björnsdótt- ur, ljósmóður, sem og bræðranna Kristjáns og Björns, mikill sómi sýndur með þessari stórfenglegu gjöf auk þess sem mikill fengur er að því fyrir byggðarlagið að vera aðnjótandi þeirrar listar sem þarna er samankomin. Myndsköpun og stækkun frum- myndar þessara glugga ásamt glervali annaðist Benedikt Gunn- arsson listmálari en samsetningar- vinna og uppsetning verka í kirkj- unni var í höndum Listaglers á Kársnesbraut 110 i Kópavogi. Allt er þetta leyst af hendi með miklum glæsibrag og má hiklaust telja að Fáskrúðarbakkakirkja sé nú komin í röð fegurri kirkna hér á landi. Hátíðarsamkoma þessi fór fram með einkar látlausum hætti og var ekki í formi hefðbundinnar messu. Fyrrverandi sóknarprestur sr. Hreinn Hákonarson sá um bæna- stund. Formaður sóknarnefndar, Erlendur Halldórsson, bóndi í Dal, flutti ávarp og skýrði frá fram- kvæmd þessari sem hefur átt nokk- um aðdraganda og formaður sókn- arnefndar hefur haft veg og vanda að framkvæmd þessari. En í stað predikunar kom samlestur sr. Hreins og Benedikts Gunnarssonar, listmálara, á tilvitnunum í Biblíuna og sálmavers þau sem Benedikt leiðir myndverk sin af. Að athöfninni lokinni bauð sókn- arnefnd kirkjugestum til kaffisam- sætis að Breiðabliki þar sem kven- félagskonur reiddu fram veitingar af rausnarskap. Fáskrúðarbakkakirkju hafa á liðnum árum borist margar stórar gjafír frá ýmsum aðilum þótt kven- félag hreppsins eigi þar drýgstan hlut að máli. Við athöfn þessa var tilkynnt um 75.000 kr. gjöf úr minningarsjóði Guðbjargar Krist- jánsson, fyrrum bónda og hrepp- stjóra í Hjarðarfelli, en úr fjármun- um þess sjóðs var fyrir nokkrum árum veitt fé til kaupa á ljósakrón- um og vegglömpum sem nú piýða kirkjuna. - Páll. Niðjamót fransks strandamanns í SUMAR er ráðgert að halda niðjamót franska strandamanns- ins Louis Henry Joseph Vander- oruys og Valgerðar Jónsdóttur, en skip það sem Lois var á hét Morgunroðinn (I Aurore). Morgunroðinn strandaði á Skála- fjöru í Meðallandi nær því beint niður af bænum Slýum 13. apríl 1818. Af þeim er kominn mikill ættbogi og mun þessi ætt vera sú alfjölmennasta og sú sem mest er vitað um hérlendis sem rekur upp- runa sinn til franskra sjómanna og fískveiða þeirra hér við land. Mörg ættmenni eru búsett í Vest- mannaeyjum, Reykjavík, á Suður- landi, Suðumesjum, Norðurlandi, Austurlandi og í Bandaríkjunum. Fyrir tveimur árum var haldið ætt- armót afkomenda hjónanna Oddnýjar Benediktsdóttur og Frið- riks Gissurar Benónýssonar frá Gröf í Vestmannaeyjum, en Friðrik er barnabarn þeirra Vaderoruys og Valgerðar. Það mót var haldið að Skógum undir Eyjaíjöllum. Mótið í sumar verður haldið á Kirkjubæjarklaustri helgina 22.-24. júlí, þar sem þá stendur yfir aðal ferðamannatími okkar ís- lendinga. Þeir sem vilja panta gist- ingu er ráðlegt að gera það fyrir 15. maí nk. Við pöntunum tekur Jóhanna Jónsdóttir á Hunkubökk- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.