Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994 Sinfóníuhljómsveit Islands Kínverskir tónleikar KÍNVERSKIR tónleikar í grænni áskriftarröð verða á morgun fimmtu- daginn 28. apríl í Háskójabíói kl. 20. Hljómsveitarstjóri er Lan Shui og einleikari Zhou Ting. Á efnisskránni er; Sprout eftir Chen Yi, Píanó- konsert nr. 2 eftir S. Rakhmaninoff, Orchestrai theatre I eftir Tan Dun og Francesca da Rimini eftir P. Tsjajkofskíj. Á Qórðu og síðustu tónleikum í grænu röðinni þræðir Sinfóníuhljóm- sveitin ókunna stigu. Hljómsveitar- stjóri, einleikari og hluti af efnisskrá kemur frá Kína. Á það ekki illa við þar sem í ár er 40 ára afmæli Kín- versk-íslenska menningarfélagsins. Hijómsveitarstjórinn, Lan Shui, hóf fiðlunám ungur að árum, en fljótlega beindist áhuginn að hljómsveita- stjórn. Hann er fyrstur Kínverja frá meginlandi Kína til að vinna verðlaun í hinni þekktu alþjóðlegu Besancon- keppni í Frakklandi. í kjölfar þeirrar keppni hefur hann stjórnað mörgum af fremstu hljómsveitum beggja vegna Atlantshafsins. Þetta er í ann- að sinn sem Lan Shui heimsækir ísland. Lan Shui er nú búsettur í Baltimore og starfar þar með sinfón- íuhljómsveitinni í Baltimore. Einleikarinn Zhou Ting, sem er nítján ára gamall, kemur frá Shang- hai. Þegar hann var ellefu ára var hann í hópi barnungra kínverskra listamanna sem fóru til að sýna list sína í Bandaríkjunum. Vakti frammi- staða hans þar mikla athygli. Það var fyrir tilstilli Þorkels Sigurbjöms- sonar tónskálds og Stefáns Edel- steins skólastjóra Tónmenntaskóla Reykjavíkur að Zhou Ting varð fyrir valinu til þess að leika á þessum tónleikum en þeir hlýddu á hann í Shanghai fyrir tæpum tveim árum og hrifust mjög af leik hans. Á efnisskrá tónleikanna eru tvö rússnesk og tvö kínversk tónverk. Tónleikarnir hefjast á verki fyrir strengi eftir kínverska tónskáldið Chen Yi. Chen Yi er af menntafólki komin og hóf hún snemma að læra á fiðlu. Á heimili hennar var tónlist mikið iðkuð þar til menningarbylt- ingin batt enda á slíka iðju og var Chen Yi send út á land til að vinna á ökrunum í tvö ár. Sautján ára gömul gat Chen Yi snúið til baka og tekið upp fyrri iðju við fiðlunám og tónsmíðar og kynnti hún sér sér- staklega þjóðlega kínverska tónlist og kínverska hljómfræði, jafnframt gerðist hún konsertmeistari og tón- skáld við Pekingóperu. Chen Yi hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir tónlist sína. Verk hennar Sprout var frumflutt árið 1986 af China Central Philharmonic hljómsveitinni í Peking undir stjórn Lan Shui. Það sama ár flutti hún til Bandaríkjanna þar sem hún býr nú. Fáir píanókonsertar hafa náð eins miklum vinsældum og sá nr. 2 eftir Rakhmaninoff. Píanókonsertinn til- einkaði Rakhmaninoff sálfræðingi sínum, Dahl, en honum tókst að glæða trú Rakhmaninoffs aftur á eigin getu eftir að hann hafði misst trú á sjálfum sér sem tónskáldi. Tan Dun er meðal þekktari kínver- skra tónskálda. Hann er frá Hunan- héraði í Kína og ólst upp við menn- ingu, forna trú og siðvenjur þess afskekkta héraðs. A tímum menning- arbyltingarinnar vann hann við hrís- grjónarækt en að henni lokinni vann hann sem fiðluleikari og útsetjari með Peking-óperuflokki. Eftir nám við tónlistarháskólann í Peking fór hann til Bandaríkjanna og lauk dokt- orsgráðu í tónsmíðum við Columbia háskólann. Tan Dun hefur hlotið al- þjóðlegar viðurkenningar fyrir verk sín og nú vinnur hann að gerð óperu um ferð Marcos Polos til Kína. Eins og Chen Yi og Lan Shui býr Tan Dun nú í Bandaríkjunum. Vorið 1876 hugðist Tsjajkofskíj semja óperu sem byggð væri á sög- unni um elskendurna Francescu og Paolo úr „Hinum guðdómlega gleiði- leik“ eftir Dante. Fékk hann til liðs við sig textahöfund, Zvantzev að nafni. Fljótlega kom upp misklíð milli tónskáldsins og textahöfundar þannig að Tsjajkofskíj hætti við óper- una en samdi í þess stað sinfóníska fantasíu byggða á harmsögunni. ÁRNAÐ HEILLA ára afmæli. í dag, 27. apríl, er níutíu og fimm ára Hlíf Matthíasdótt- ir, frá Haukadal, Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Ólaf- ur Magnússon, skipstjóri, en hann lést árið 1961. SKIPIN__________________ REYKJ A VÍKURHÖFN: í fyrradag komu Þinganes SF, Haukafell, Laxfoss og Freyja fór. í gær komu Snæ- fugl, Stapafell, Úranus, Klakkur, Topas, Múlafoss, Norland Saga, Dettifoss. Út fóru Helga II, Oddgeir, Romo Mærsk, Stapafell, Akurey, Jón Baldvinsson, Þinganes SF og Haukafell. Í dag eru væntanlegir Otto N. Þorláksson, Skógarfoss, Birte Richter, Vædderen og Bootes. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA. Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 10-12. BÚSTAÐASÓKN. Félags- starf aldraðra í dag kl. 13. DÓMKIRKJAN: Hádegis- bænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Léttur hádegis- verður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili kl. 13.30-16.30._________ HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morgun, fimmtudag, kl. 10-12._______________ HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. ára afmæli. í dag, 27. apríl, er fimmtug Ingunn Ragnarsdóttir, bók- ari hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Hún er gift Má Óskari Óskarssyni. Þau verða að heiman á afmælis- daginn. LANGHOLTSKIRKJA. Aft- ansöngur kl. 18. NESKIRKJA: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SELTJARNARNES- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmumorgunn í fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Fyrir- bænaguðsþjónusta í dag kl. 16. Starf 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17. BREIÐHOLTSKIRK J A: Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Unglingastarf (Ten-Sing) í kvöld kl. 20. FELLA- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30 á morgun, fimmtudag. Umsjón Ragnhildur Hjalta- dóttir. ____________________ KÁRSNESSÓKN. Mömmu- morgunn í dag kl. 9.30-12 í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.15-19. fimmtugur Heimir Pálsson, cand.mag. Skólagerði 14, Kópavogi, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun. Eigin- kona hans er Guðbjörg D. Sigmundsdóttir, hjúkrun- arfræðingur. Þau hjónin taka á móti gestum á afmæl- isdaginn kl. 18-20 í Félags- heimili Kópavogs. HJALLAKIRKJA: Starf fyr- ir 10-12 ára börn TTT í dag kl. 17-19. FRIÐRIKSKAPELLA: Guðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Prestur sr. Lárus Hall- dórsson. Kaffi í gamla félags- heimili Vals að guðsþjónustu lokinni. VEGURINN, kristið samfé- lag, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogp. Biblíuiestur sr. Halldórs S. Gröndal í dag kl. 18. HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegis- verður í safnaðarathvarfinu, Suðurgötu 11, að stundinni lokinni. MINNINGARKORT ITC-minningarkort og ITC- gjafabréf minningarsjóðs Ingibjargar Ástu Blomster- berg eru seld hjá Guðrúnu Lilju í s. 679827. Einnig gefa uppl. Halldóra í s. 678499, Kolbrún í s. 36228 og Edda í s. 26676. Sjóðurinn veitir ferðastyrki ITC-félögum til að sækja eða flytja fræðslu utan heimabyggðar. .1 í - .1 t * . . Lan Shui. Zhou Ting. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Ahugafólk um bætta söngmenningu á Héraði. Ragnhildur Rós Indr- iðadóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Baldur Grétarson, Broddi Bjarna- son, Ingibjörg Ingadóttir, Ásmundur Þórhallsson og Laufey Egils- dóttir, ásamt undirleikurum. Áhugafólk um bætta söngmenningu á Héraði Söngkennara vantar Egilsstöðum. TÓNLEIKAR voru haldnirnýlega á Egilsstöðum til að opna augu fólks fyrir því að skortur á söngkennara er tilfinnanlegur á Héraði. Undir- skriftarsöfnun hefur verið í gangi að undanförnu til könnunar á því hversu margir styðja framtakið og ennfremur hversu margir hyggja á söngnám og raddþjálfun. Um eitt hundrað manns skrifaði undir list- ann og tók Ásta Sigfúsdóttir, forseti bæjarsljórnar á Egilsstöðum, við undirskriftunum, sem fulltrúi stærsta sveitarfélagsins á Héraði. Tónleikarnir voru haldnir í Egils- staðakirkju og voru flutt verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Und- irleikur var í höndunum á Suncönu Slamnig og Charles Ros. Áhugahóp- ur um bætta söngmenningu á Hér- aði stóð fyrir tónleikunum og sá um Nýr geisladiskur Björgvin Þórðarson tenór frá Flateyri ÚT ER kominn geisladiskur með Björgvini Þórðarsyni tenór frá Flateyri. Tilefni útgáfunnar er 60 ára afmæli Björgvins í mars sl. Á geisladisknum eru 14 velþekkt einsöngslög við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og 4 þekkt sálma- lög við undirleik Kjartans Siguijóns- sonar. Upptökustjóri var Sigurður Rúnar Jónsson hjá Stúdíói Stemmu. Að auki eru á disknum 4 kóralög sem tekin voru upp hjá Ríkisútvarp- inu 1985, en þar syngur Björgvin einsöng með karlakórunum á Isafirði og Bolungarvík við undirleik James Haugthon. Björgvin hefur á sl. árum mest. sönginn. Var boðið upp á kvartett, tvísöng og einsöng. Mæting var góð og sótti á þriðja hundrað manns tón- leikana. Áf þvi má ráða að mikil áhugi sé fyrir bættri söngmenningu á Héraði. -Ben.S sungið með karlakórunum á Isafirði og Bolungarvík og farið í söngferðir með þeim m.a. til Færeyja, Finn- lands og Englands. Einnig fór hann í söngferðalag um Evrópu með karlakórnum Þröstum frá Hafnar- firði. Einsöngvari í þessari afmælis- ferð Þrastanna var auk Björgvins, söngvarinn Kristinn Sigmundsson. Björgvin hefur sungið við ótal önnur tækifæri bæði á Vestfjörðum og sunnan heiða, m.a. á skemmtun- um átthagafélaga Súgfirðinga og Önfirðinga. Geisladiskurinn verður til sölu hjá Japis og hjá Björgvini Þórðarsyni á Flateyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.