Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Rafn Árnason Tunglið tyllir sér á Perluna 600 sjómílur lagðar að baki ENGU er líkara en að tunglið hafi tyllt sér á topp Perlunnar á Öskjuhlíð til að safna kröftum TIL STENDUR að stofna hluta- félag um stóðhestinn Óð frá Brún sem verið hefur í sviðsljós- inu síðustu daga á fjórðungs- mótinu á Gaddstaðaflötum. Er um að ræða tuttugu hluti og er hver þeirra seldur á 500 þúsund krónur, samkvæmt áreiðanleg- um heimildum Morgunblaðsins og hesturinn því metinn á 10 milljónir króna. Hver hlutur í hestinum tryggir eiganda að- gang með þijár hryssur undir hestinn árlega og mun hann því sinna 60 hryssum. Við munu fyrir klifur sitt upp á næturhim- ininn. Flugleiðavélin þurfti hins vegar enga hvíld á fluginu. bætast um tíu folatollar, sem ætlaðir verða til reksturs hestin- um. Seljendur hlutanna, Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Braga- son, munu sjálf eiga fjóra hluti áfram í hestinum. Gengið verður frá stofnun hlutafélagsins á næstu dögum, en að sögn Huldu var mikil eftir- spurn eftir hlutum í hestinn og fengu færri en vildu. Gengu þeir allir út á fjórðungsmótinu í síð- ustu viku. • ■ Hjörvar sigraði/36-37 Hitaþolinna örvera leitað Ekkert líf fannst við rannsóknir EKKI fannst neitt líf í sýnum sem tekin voru í um 130 gráðu heitu vatni á um kílómetra dýpi í borholum á höfuðborgarsvæðinu, eins og vonir höfðu verið bundnar við. Fyrirtækið Genís hf. vann að rannsóknunum, í samstarfi við Hitaveitu Reykjavíkur, fyrir bandarískt fyrirtæki sem fram- leiðir lífræna efnahvata úr örverum. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári og voru síaðir 1.000 lítrar af vatni úr einni borholu og 1.500 lítrar úr annarri. Tekin voru 4-5 sýni sem send voru til Bandaríkjanna og Þýskalands. Bundu forsvarsmenn fyrirtækjanna vonir við að fínna mjög hitaþolnar örverur á áður- nefndu dýpi, en „metið“ á þessu sviði er að örverur hafa fundist við um 113 gráðu hita. Kristallar líktust frumum Jóhannes Gíslason framkvæmda- stjóri Genís hf. segir að það sem virtist vera frumur í smásjá, hafi reynst, við nánari skoðun, vera krist- allar. „Aðrir vísindamenn hafa talið sig finna bakteríur við svo háan hita, en ýmsir hafa gagnrýnt þær rann- sóknir því að ekki hefur verið sýnt fram á að um iifandi frumur sé að ræða. Með sýnunum hér var leitt í ljós að um var að ræða kristalla sem líktust mjög lifandi frumum. Miklar tilraunir voru gerðar við að rækta upp úr sýnunum og þá gerðu menn smásjárgreiningar sem leiddu til þessarar niðurstöðu," segir hann. Jóhannes kveðst telja ýmislegt benda til að ekkert lífsform sem við þekkjum til þrífist við hærra hitastig en um 115 gráður á celsíus. Hann segir þessa niðurstöðu styrkja kenn- ingar þar að lútandi, og ekki sé hægt að líta svo á að hún valdi mikl- um vonbrigðum, þó svo að menn hafi verið bjartsýnir í upphafi. „Menn hafa verið að velta því fyrir sér hver takmarkandi þátturinn er og hafa sumir haldið því fram að DNA-sameindir haldist ekki sam- an við svo háan hita en aðrir telja þau tengi sem binda saman prótein óvirk við þetta hitastig. Að minnsta kosti virðast ekki vera efnafræðileg- ar forsendur fyrir lífi við þessar að- stæður," segir hann. BJÖRGUNARBÁTUR Slysavarna- félagsins, Hannes Þ. Hafstein, fór 300 sjómílur vest-suð-vestur af Reykjanesi til móts við þýskan tog- ara til að ná í tvo íslendinga sem þurftu að komast í land og tvo þýska sjómenn sem þurftu á læknis- aðstoð að halda. Lagði hann upp frá Sandgerði á föstudaginn og kom aftur á sunnudag eftir 600 sjómílna siglingu. Þetta er lengsta þjónustu- ferð Slysavarnafélagsins til þessa. Ásgrímur Ásgrímsson fulltrúi björgunardeildar Slysavarnafélags- ins segir að Slysavamafélagið hafí á sínum vegum 25 harðbotna björg- unarbáta víðsvegar um landið sem fara í lengri eða skemmri þjónustu- ferðir. Bátamir eru misstórir, frá 6 metra löngum upp í 25 metra, líkt og Hannes Þ. Hafstein. Þeir stærstu eru notaðir til að aðstoða Islenska fiskiskipaflotann við að flytja áhafn- ir, útvega kafara, varahluti og hvað annað_ sem skip og áhöfn vanhagar um. Ásgrímur segir að veður og aðrar aðstæður séu ávallt vandlega metnar áður en lagt er upp í þjón- ustuferð. Þjónustuferðirnar skipta miklu til að fjármagna rekstur björg- unarbáta Slysavamafélagsins. Hannes Þ. Hafstein mætti á leið sinni 40 skipa flota sem var á út- hafsveiðum fyrir utan íslenska lög- sögu. Auk þess færði báturinn ís- lenskum togara varahluti. BJÖRGUNARBÁTUR Slysavarnafélagsins, Hannes Þ. Hafstein, fór í sína lengstu þjónustuferð um helgina. Hlutafélag stofnað um Oð frá Brún Söluverð hestsins tíu milljónir kr. Heilbrigðisráðuneyti og heimilislæknar hafa gert samkomulag um breytta skipan heilsugæsiu I i > i | i Valfijálst stýri- kerfi tekið upp Ókeypis hjá heilsugæslulæknum og afsláttur hjá sérfræðingum gegn 1.500-2.000 kr. eingreiðslu HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ og Félag ís- lenskra heimilislækna kynntu í gær sam- komulag sem felur meðal annars í sér að gerðar verði talsverðar breytingar á skipu- lagi heilsugæslu hérlendis. Með því telja heimilislæknar að ráðuneytið hafi komið nægjanlega til móts við kröfur þeirra varð- andi faglegar úrbætur í heilsugæslunni. Hugmyndir um breytingar fela m.a. í sér að tekið verði upp svokallað valfijálst stýri- kerfi í heilbrigðiskerfi á næsta ári og boðið verði upp á möguleika á að með eingreiðslu tryggi almenningur sér aðgang að þjónustu heilsugæslustöðva án frekari borgunar. Mikill fengur í tillögum Þorri heimilis- og heilsugæslulækna sagði upp störfum sínum í febrúar sl., vegna óánægju með kjaramál og skipulag heilsu- gæslu. Uppsagnirnar taka að óbreyttu gildi 1. ágúst næstkomandi og hafa ekki verið afturkallaðar, en Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, kveðst gera sér vonir um að með samkomulaginu nú, sem tekur á faglegum kröfum heimilislækna, sé tekið skref sem greiði fyrir samningaviðræð- um um kjör þeirra, en þrír fundir hafa verið haldnir nú þegar á milli Iækna og samninga- nefndar ríkisins. Hún segir hugmyndir þær sem koma fram í stefnuskrá ráðuneytisins vera mikinn feng fyrir heilsugæsluna og heimilislæknar séu sáttir við hana og þau nýmæli sem þar koma fram. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir samkomulagið mjög þýðingarmikið, enda kveði það á um hvernig menn vilja sjá uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar næstu ár og hversu hratt þær breytingar eiga að gerast. „Þetta er ekki skref í átt til einkavæð- ingar heldur skref í þá átt að fólki standi til boða fleirí möguleikar hvað varðar þjón- ustu á þessu sviði. Það er einnig hollt að bera saman þjónustukerfi á þennan hátt, til að sjá hvaða kostir eru hagkvæmastir og hvað sjúklingum fellur best í geð,“ segir hún. Einnig sé verið að festa í sessi auðveld- ara eftirlit með læknum og hvemig þeir haga t.d. meðferð. Valfijálsa stýrikerfið byggist á að hver skattgreiðandi geti með því að geta þess á skattskýrslu sinni, samþykkt að greiða upp- hæð á milli t.d. 1.500 og 2.000 krónur á ári, sem tryggi honum ókeypis þjónustu hjá heilsugæslulæknum og afslátt hjá sérfræð- ingum, þurfi hann á aðstoð þeirra að halda. Fólk getur einnig ákveðið að standa utan þessa valmöguleika og greitt fyrir hveija heimsókn til læknis, en fær þá ekki þann afslátt sem í boði er. Skipan mála í Dan- mörku er höfð sem fyrirmynd að þessum tillögum. Sérfræðingar eiga einnig að hafa val um hvort þeir gangist undir tilvísunarkerfi eða ekki. Ráðuneytið hyggst í samstarfi við Læknafélag íslands fullmóta hugmyndir um þetta fyrirkomulag fyrir næstu áramót, þannig að áðurnefndur valkostur verði kom- inn á skattskýrslur á næsta ári. í stefnu ráðuneytisins sem kynnt var í gær og er í tuttugu og einum lið, er meðal annars kveðið á um áðurnefnda verkaskipt- ingu og samskipti lækna sem starfa utan sjúkrahúsa, uppbyggingu aðstöðu heilsu- gæslu með það í huga að finna leiðir til að reka hana á ódýrari hátt en nú gerist og | hvort finna megi aðrar fjármögnunarleiðir en eru við lýði, fjölgun heilsugæslulækna ® um 25 á höfuðborgarsvæði til ársins 2005 P og verður fjölgunin mest á næstu fjórum árum, breytta stjómskipun í heilbrigðisþjón- ustu og er þá miðað við að bæjarstjórnir á hveiju svæði fyrir sig fái ráðið meiru um starfsemi heilsugæslustöðva. Ekki er ljóst að sögn ráðherra hver áætlað- ur heildarkostnaður er við framkvæmd þess- ara hugmynda. Hlutverk Heilsuverndarstöðvar endurskoðað Einnig er kveðið á um breytingar á hlut- * verki Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur með það í huga að leggja hana niður í núverandi mynd óg endurskipuleggja þá starfsemi sem þar fer fram. Gert er ráð fyrir að tillögum um frekari framkvæmd síðastnefndu hugmyndarinnar verði skilað í haust, en nefndir á vegum ráðuneytisins eru nú að skoða hvernig best verður staðið k að málinu. Einnig eru hugmyndir um að mönnun haldist í hendur við vöntun og að f- þjónustusamningum við heilsugæslustöðv- ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.