Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir BJÖRGUNARPRAMMINN er nú á grynningum úti fyrir Bíldudal, en undir prammanum er Mýrafellið í böndum. Mýrafell dregið í kafi að landi Tálknafirði. Morgunblaðið. ÞEIR voru þreyttir en ánægðir, félagarnir úr björgunarleiðangrin- um sem unnið hafa að björgun Mýrafells ÍS 123 er þeir stigu í land á Bíldudal um hádegi á sunnudag. Þeir höfðu þá unnið sleitulaust að því að koma böndum á bátinn frá því á föstudag og lít- ið getað sofið. Mýrafellið sökk i mynni Arnar- flarðar aðfaranótt miðvikudagsins 26. júní. Báturinn, sem er 15 tonna stálbátur, var á dragnót um fjórar sjómílur austur af Kópi og var að hífa þegar hann hallaðist skyndi- lega og hvolfdi á örskammri stund. Skipveijarnir fjórir komust á kjöl og var bjargað um borð í Guðnýju ÍS. Landað neðansjávar Við björgunina um helgina var Mýrafellinu komið fyrir í böndum neðan í pramma, sem var síðan siglt inn Amarflörðinn í fylgd Daggar BA frá Bíldudal. Að sögn Ama Kópssonar kafara gekk ferðin seint, þar sem fara varð mjög hægt. Veðr- ið var þó eins og best varð á kosið, logn og stilla á heimferðinni. Prammanum var lagt á grynn- ingum rétt við bryggjuna á Bíldu- dal og iiggur Mýrafellið á sjávar- borninum undir honum. „Við ætlum að byija á því að leggja okkur, áður en reynt verður að koma bátnum á þurrt,“ sagði Árni Kópsson í samtali við frétta- ritara á bryggjunni á Bíldudal um hádegi á sunnudag. Reiknað er með að tvo til þijá daga taki að lyfta bátnum, en um 5 tonn af fiski eru í lestum og þarf að „!anda“ aflanum neðansjávar. B JÖRGUN ARLIÐIÐ Einar Kári Björgvinsson, Árni Kópsson, Guðmundur Þ. Ásgeirsson, Kjartan J. Hauksson og Níels Sveinsson. Frú Vigdís Finnbogadóttir í sjónvarpsviðtali Ihugaði að segja af sér vegna EES-málsins FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir, for- seti íslands, sagði í viðtalsþætti í Ríkissjónvarpinu á sunnudags- kvöld að hún hefði íhugað að segja af sér vegna staðfestingar samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði í janúar árið 1993. Forseti sagði jafnframt að hefði verið haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið hefði hún ekki snúizt um samninginn, heldur um það hvort fólk stæði með henni eða ríkisstjórninni. Er EES- samningurinn var til meðferð- ar á Alþingi voru forseta sendir undirskriftal- istar, þar sem skorað var á hana að beita 26. grein stjórnarskrár- innar og neita að undirrita lögin um gildistöku samningsins, en þá hefði farið fram þjóðaratkvæða- greiðsla um lögin. Forseti varð ekki við þessum áskorunum, en lagði fram sérstaka yfirlýsingu um leið og hún undirritaði lögin á rík- isráðsfundi. í yfirlýsingunni vísaði forseti meðal annars til áskorana þessara, en sagði að enginn for- seti hefði gripið fram fyrir hend- urnar á lýðræðislega kjörnu Al- þingi, sem tæki ákvarðanir sínar með lögmætum hætti. Olli vinum vonbrigðum Vigdís var í sjónvarpsþættinum á sunnudagskvöld spurð hvað hefði verið henni erfiðast að tak- ast á við í embætti forseta, tengt stjórnmálunum. Svar forseta var svohljóðandi: „Ég veit að okkur er báðum efst í huga eða ofarlega í huga EES-málið, það er alveg ljóst. Eg tók það mjög nærri mér og var lengi að komast yfir það, sannast að segja. Þá geisuðu stormar í víddum hugans, vegna þess að það gekk svo að mér. Eg fann það svo oft að ég hafði kannski valdið þeim, sem mér þótti undur vænt um, vonbrigðum með því að taka þá afstöðu að neita ekki að skrifa undir. En það var nú ekki hlaupið í þá afstöðu. Það var legið undir feldi eins og gert var fyrir þúsund árum á Þingvöllum." Hefði endað með afsögnum hér og þar Aðspurð hvað hefði gerzt, hefði hún neitað að undirrita EES- samninginn, sagði Vigdís: „Það er aldrei hægt að segja hvað hefði gerzt, af því að það gerðist ekki. En það eru náttúrlega til margar útgáfur af því og þær eru allar mjög dramatískar. Hér hefði orðið mjög, mjög erfítt ástand, sem hefði endað með afsögnum hér og þar. Ég hugleiddi mjög á þessu tímabili að segja bara hreinlega af mér. En mér fannst það ekki sýna þann styrk, sem ég raunveru- lega á inni í mér. Ég átti að geta horfzt í augu við að gera þetta svona og ég hef gert það. Það hjálpaði mér að ég hugsaði svo mikið um æskuna. Það hjálp- aði mér meðal annars að hefðum við ekki samþykkt þennan EES- samning, sem ég var engan veginn fullkomlega sátt við og heldur ekki ósátt, ég var að reyna að beita hlutleysi, hefðum við getað útilokað okkur frá háskólastofn- unum, vísindastofnunum og lær- dómsstofnunum og stofnunum, sem byggja upp framtíð æsku okkar — að ungir stúdentar, allir sem eru að læra til hugar og hand- ar, komist inn í. í þessu bandalagi öllu er útilokunarstefna. Þeir, sem eru ekki inni, eru úti, eins og þar stendur. Og þetta hjálpaði mér. En það er mjög erfitt að horf- ast í augu við það þegar mikill fjöldi beinir orðum sínum til manns og óskar eftir því að maður beiti sér í máli. Síðan held ég að það hefði aldr- ei verið kosið nákvæmiega um samninginn. Það hefði annaðhvort verið kosið um að standa með mér eða ríkisstjórninni.“ Andlát EINAR KRISTJÁNSSON EINAR Kristjánsson rithöfundur frá Her- mundarfelli lést laug- ardaginn 6. júlí síðast- liðinn. Hann var á 85. aldursári. Einar fæddist að Hermundarfelli í Þist- ilfirði 26. október 1911, sonur hjónanna Kristjáns Einarssonar bónda þar og Guðrún- ar Pálsdóttur. Hann stundaði nám við ungl- ingaskólann að Lundi í Öxarfirði, Héraðs- skólann í Reykholti og Bændaskólann að Hvanneyri og starfaði við verkamannavinnu og landbúnaðarstörf áður en hann gerðist bóndi að Hermundarfelli og slðar nýbýlinu Hagalandi í Þist- ilfírði. Árið 1946 fluttist Einar til Akur- eyrar þar sem hann bjó síðan, og var hann lengst af húsvörður við Bamaskóla Akur- eyrar auk þess sem hann stundaði ritstörf. Eftir hann liggur fjöldi bóka, smásögur og lengri ritverk, gaman- þættir, kveðskapur, æviminningar og leik- þættir, og um árabil hafði hann umsjón með þáttum í Ríkisút- varpinu um þjóðlegan fróðleik. Einari hlotn- uðust ýmsar viður- kenningar fyrir ritstörf sín og hlaut hann m.a. verðlaun Rithöfunda- sjóðs Ríkisútvarpsins. Eftirlifandi eiginkona Einars er Guðrún Kristjánsdóttir frá Holti í Þistilfirði. Þau eignuðust fímm börn og eru fjögur þeirra á lífi. 300 fomleifar í Reykjavík HJÁ Arbæjarsafni stendur nú til að merkja athyglisverðustu forn- leifastaði í Reykjavík með skiltum með nánari upplýsingum en hing- að til hafa verið og mun Nýsköp- unarsjóður styrkja verkið. Mark- miðið með skiltunum er að koma í veg fyrir skemmdir og að fólk sjái að þar séu minjar og geti leit- að nánari upplýsinga. „Minjastaðir voru merktir með stöðluðum skiltum með yfirskrift- inni „borgarminjar“ og merki Ár- bæjarsafns árin 1994 og 1995, bæði til fræðslu fyrir almenning og vegna minjavörslu," segir Mar- grét Hallgrímsdóttir borgarminja- vörður hjá Árbæjarsafni. Var það gert í tengslum við útkomu Forn- Ieifaskrár Reykjavíkur eftir Bj arna F. Einarsson fornleifafræðing, sem Árbæjarsafn gaf út í fyrra. Þá hafði farið fram skráning forn- leifa í borgarlandinu á vegum Árbæjarsafns, en slík skráning er grundvöllur minjavörslu Reykja- víkur. Skrá þessi er að mörgu leyti Morgunblaðið/RAX EITT af skiltum Árbæjarsafns sem ætluð eru til fræðslu og minjavörslu. Nú stendur til að merkja athyglisverðustu minjastaðina með skiltum með ítarlegri upplýsingum. sú fyrsta sinnar tegundar í landinu þar sem nær allar þekktar fornleif- ar sveitarfélagsins eru skráðar, þeim lýst í máli og myndum og þær færðar á kort. Á fornleifa- skránni eru 300 fornleifar á 148 stöðum í Reykjavík. Fjöldi fyrirspurna Margrét segir að mörgum hafí komið á óvart hve víða fornleifar eru I borgarlandinu og að margar fyrirspurnir hafí borist um borgar- minjaskiltin. Margir hafi viljað vita nánar um þær borgarminjar sem þær vísa á. „Fornleifaskráin gefur þær upplýsingar sem eru til um minjarnar og hægt er að nálgast hana hjá Árbæjarsafni. Um er að ræða fornleifar, rústir og aðrar leifar sem eru í jörðinni, t.d. garð- ar, kirkjugarðar og hjáleigurústir. Fornleifar eru úti um alla borg, þær helstu eru t.d. á Skildingar- nesi, Viðey, Elliðadal, Laugarnesi, Eskihlíð, Breiðholti og í miðbæn- um,“ segir Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.