Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t HALLDÓRA INGIRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Ytrafelli, Fellsströnd, lést í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þann 26. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvin Hafsteinn Kristinsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SÆMUNDSDÓTTIR frá Mið-Mörk, V-Eyjafjöllum, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 6. júlí. Sæmundur Sveinbjörnsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Sigurjón Sveinbjörnsson, Jóna Gerður Konráðsdóttir, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Oddur Kjartansson, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Karl S. Karlsson, Sigurbjörn Sveinbjörnsson, Sigurlín Sigurðardóttir, Guðmundur Sveinbjörnsson, Gísli Sveinbjörnsson, Ásta Sveinbjörnsdóttir, Guðjón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar og mágur, KRISTJÁN SIGURÐSSON, Meðalholti 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurþór Sigurðsson, Hallveig Ólafsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Arndi's Guðnadóttir, Einar Sigurðsson, Sigurborg Helgadóttir. t Elskuleg móðir okkar og systir, MÁNEY KRISTJÁNSDÓTTIR, Auðbrekku 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júlí kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Samtök flogaveikra (Lauf). Rósa Kristín Garðarsdóttir, Sigmundur Bjarki Garðarsson, Björk Kristjánsdóttir, Stefanía Kristjánsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Úthaga 14, Selfossi, áðurtil heimilis á Oddhól, Vestmannaeyjum, sem lést 25. júní sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 13. júlí kl. 11.00. Kveðjuathöfn fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 14. Magnúsína Sæmundsdóttir, Friðrik Friðriksson, Sæmundur Sæmundsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGVALDI GUNNLAUGSSON fyrrverandi bóndi í Hofsárkoti í Svarfaðardal lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 6. júlí. Útförin ferfram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. júlí kl. 16.00. Margrét Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. TÓMAS STEINGRÍMSSON + Tómas Stein- grímsson var fæddur á Víðivöll- um i Fnjóskadal 6. nóvember 1909. Hann lést 1. júlí síðastliðinn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Tóm- asína Tómasdóttir frá Hróarsstöðum, f. 27. apríl 1884, d. 25. janúar 1971, og Steingrímur Þorsteinsson frá Lundi í Fnjóskadal, f. 30. desem- ber 1881, d. 27. nóvember 1962. Systur Tómasar eru Þórhildur, f. 1908, Margrét, f. 1912, d. 1995, Ingibjörg, f. 1916, d. 1969, Brynhildur, f. 1919, d. 1996 og Ragnhildur, f. 1927. Hinn 8. nóvember 1931 kvæntist Tómas Nönnu Tulin- ius, f. 1911, d. 1986, dóttur Ottós Tulinius útgerðarmanns og konu hans Valgerðar Frið- riksdóttur Möller. Börn þeirra eru Leifur, heildsali og íþrótta- kennari, f. 5. mars 1932, d. 23. nóvember 1995, kvæntur Erlu Elísdóttur og eru börn þeirra Tómas, Þóra, Ottó, Guðrún Bjarney og Nanna, og Ragna, f. 1. nóvember 1934, gift Erik Pedersen, búsett í Danmörku og eru þeirra börn Tóm- as, Flemming og Nanna. Tómas starfaði eink- um við verslunarstörf. Árið 1936 stofnaði hann eigin heildversl- un og rak ásamt syni sínum, Leifi, til ársins 1989. Tómas var einn af stofnendum Knattspymufé- lags Akureyrar og formaður þess fyrstu árin, hann var for- maður karlakórsins Geysis 1944-1948, formaður Versl- unarmannafélags Akureyrar um 15 ára skeið, sat i stjóm Sparisjóðs Akureyrar og tók um árabil drjúgan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akur- eyri. Hann var einn af stofnend- um Lionsklúbbs Akureyrar 1956. Útför Tómasar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tómas Steingrímsson, móður- bróðir minn, var næstelstur og eini strákurinn í hópi sex systkina. Móðir mín sagði mér að hann hefði verið stríðinn og erfiður í sambúð á uppvaxtarárunum. Leyndi sér hvorki aðdáun hennar á bróður sín- um, né heldur hitt að hún taldi sig hafa haft í fullu tré við hann. Ég hygg að þau hafi verið lík að skap- ferli og áhugamálum. Afi minn sagði mér margar sögur af Tómasi ungum, og voru flestar til vitnis um að strákurinn var sjálfstæður, uppátektarsamur og stríðinn. Ein er mér minnisstæð. Tómas, þá sennilega á fjórða ári, stóð nakinn og varnarlaus, með tár og sápu í augum, á moldargólfi eldhússins á Végeirsstöðum, ofurseldur hrein- lætisáráttu móður sinnar, sem skrúbbaði hann miskunnarlaust eins og venja var einu sinni í viku þar á bænum. Þá heyrðist bæjar- hrafninn krunka uppi á burstinni. Tomma hefur sennilega fundist ójafnt á komið með þeim félögum, krummi að spóka sig sótsvartur og fijáls á burstinni og hann sjálfur fangi í hreinsætisgreipum móður sinnar. Svo hann hóf upp sína raust og ákallaði fuglinn: „Krummi, kondu og skíttu á mig!“ Sem barni fannst mér þessi saga áhugaverð, mér leiddist líka sápan, en hafði dottið í hug að krummi gæti orðið bandamaður í stríðinu við hreinlæt- ið. Þegar Tomma óx fiskur um hrygg varð hann góður íþróttamað- ur, lágvaxinn en knár, sprettharður hlaupari og lipur knattspyrnumaður en jafnframt harður í horn að taka. Með atvinnurekstri sínum og störfum að hagsmuna- og félags- málum kaupmannasamtakanna á Akureyri, setti Tómas svip sinn á bæinn. Hann kom víða við í félags- málum, m.a. í flokksstarfí Sjálf- stæðisflokksins, og var kunnur fyr- ir dugnað og atorku. Vænst hefur honum tvímælalaust þótt um þann mikilvæga þátt, sem hann átti í stofnun Knattspyrnufélags Akur- eyrar og þá ábyrgð sem hann axl- aði sem fyrsti formaður félagsins. Hann fylgdist grannt með vexti og viðgangi KA, og undi sér sérdeilis vel í nábýli við félags- og íþrótta- miðstöð félagsins, síðustu árin sem hann hélt heimili. Þrátt fyrir marg- vísleg ábyrgðarstörf hélt hann áfram að vera öðrum þræði strákur- inn frá Végeirsstöðum, glaðlyndur og hlýr, snöggur upp á lagið, stríð- inn og jafnvel stundum örlítið ófor- skammaður, einkum við hrokagikki. Heimili þeirra Nönnu Tulinius var hlýlegt og smekklegt og eimdi þar lengi eftir af dönskum blæ úr Innbænum. Heildverslun Tómasar varð uppeldisstofnun fyrir okkur frænduma, sem unnum þar á ung- lingsárunum. Tómas var mildur húsbóndi, en mat mikils dugnað, ósérhiífni og trúnað. Ég er þó ekki í neinum vafa um að grunnþáttur- inn í fari hans var hlýja. Skin og skúrir skiptust á í at- vinnurekstrinum. Farinn að heilsu, varð Tómas að þola að sjá á eftir syni sínum löngu fyrir aldur fram. En hann átti góða að. Dóttirin og Danirnir hennar veittu honum mikla gleði. Með þeim Tómasi og tengda- dótturinni Érlu hafði myndast mjög sterkt vináttu- og trúnaðarsam- band, og reyndust þau hvort öðru sérlega vel. Börn Leifs og Erlu og barnaböm voru í miklu uppáhaldi. Fjölskyldan stóð alla tíð vel saman, og veitti þeim stuðning, sem þurftu þess með. Ég naut vináttu og stuðnings þessa ágæta frænda míns alla tíð og kveð hann með virðingu og sökn- uði. Tómas I. Olrich. í dag er til moldar borinn kunnur athafnamaður hér á Akureyri, Tóm- as Steingrímsson stórkaupmaður. Með honum er fallinn í valinn einn af forystumönnum verslunarmanna sem markaði spor í sögu verslunar og viðskipta hér um hálfrar aldrar skeið. Tómas var Fnjóskdælingur að ætt og flutti með foreldrum sínum Tómasínu Tómasdóttur og Stein- grími Þorsteinssyni til Akureyrar árið 1921. Snemma tók hann rösk- lega til hendi og vann hin ýmsu störf á unglingsárunum og gagn- fræðingur varð hann frá Mennta- skólanum árið 1928. Næstu árin lagði hann gjörva hönd á margt, var m.a. landmaður i Hrísey við síld og önnur störf. Árið 1930 vann hann við landbún- aðarstörf hjá Jakob Karlssyni á Lundi við Akureyri og um hríð starf- aði hann við Heildverslunina I. Brynjólfsson og Kvaran. Um eins árs skeið sá hann um rekstur Nýju Kjötbúðarinnar sem var í eigu Jóns Þorvaldssonar. Flest störf og mörg hin ólíklegustu virtust leika í hönd- um hans, því dugnaður og bjartsýni voru hans aðalsmerki og hin glað- lega framkoma hans reyndist honum gott veganesti. En árið 1936 hefst hið samfellda lífsstarf hans er hann stofnaði sína eigin heildverslun, Tómas Steingrímsson sf. Þetta fýrir- tæki rak Tómas um áratugaskeið af dugnaði og forsjálni uns það var sameinað Lindu hf. árið 1989. Þá hafði Tómas á áttræðisaldri að mestu falið Leifi syni sínum umsjón verslunarinnar hin síðari árin. Tómas og kona hans Nanna Tuli- nius tóku mikinn þátt í félagslífi bæjarins. Hann var einn af stofn- endum Knattspyrnufélags Akur- eyrar árið 1928 og formaður þess fyrstu árin. Hann bar alla tíð mjög hag síns gamla félags fyrir brjósti og studdi á margan hátt. Sjálfur var hann einn af bestu knattspyrnu- mönnum bæjarins og kunnur spretthlaupari. Böm þeirra Nönnu, Leifur og Ragna, létu einnig til sín taka á sviði íþróttanna. Systur Tóm- asar, allar fimm að tölu, tóku einn- ig mikinn þátt í fimleikum og hand- knattleik á vegum félagsins. Tómas gekk í raðir Geysismanna um 1930 og söng með kórnum um langt árabil. Hann var formaður kórsins árið 1944-1948. Það var á mestu umbrotatímum kórsins, en að frumkvæði Tómasar og Ingi- mundar Árnasonar söngstjóra réðst kórinn í það árið 1945 að kaupa „Lón“ fyrir starfsemi sína. Þetta sama ár áttu stjórnendur Geysis einnig verulegan þátt í því að stofn- að var Tónlistarbandalag og Tón- listarskóli í bænum. Tómas starfaði lengi að hags- munamálum verslunarmanna og var formaður félags þeirra um 15 ára skeið. Hann átti sæti í stjórn Sparisjóðs Akureyrar og var dug- andi liðsmaður í samtökum sjálf- stæðismanna. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Akureyrar árið 1956. Bridsfélagið, Stangveiði- félagið og fjölmörg önnur félög nutu stuðnings hans. Þessi glaðværi röskleikamaður er nú allur og munu margir sakna hans af knattspyrnuvelli lífsins, þar sem hann lék flestum betur. Ég minnist margra KA-funda á heimili hans og síðar sonar hans Leifs. Þar ríkti glaðværð og um- hyggja fyrir okkar gamla félagi. Fylgi honum þakkir og blessun- arorð á ókunnum slóðum. Fjölskyldu Tómasar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Sigurðsson. Tómas Steingrímsson kaupmað- ur á Akureyri er til moldar borinn í dag, hátt á níræðisaldri. Hann hafði lengi búið við heilsuleysi, en bar sig vel framundir andlátið. Tómas var Hnjóskdælingur að ætt, en fluttist með foreldrum sín- um til Akureyrar rétt um fermingu, þar sem hans beið mikið og gott ævistarf. Tómas var drengskaparmaður, mikill mannkostamaður, glaður og reifur og vildi allra vanda leysa. Hann var góður íþróttamður, snöggur og fylginn sér, mikill fé- lagsmálamaður og til forystu fall- inn. Hann var fyrsti formaður KA og lengi formaður Kaupmannafé- lags Akureyrar. Hann rak um ára- tugi Heildverslun Tómasar Stein- grímssonar af dugnaði og reglusemi og teygði viðskiptasvæðið sig um allt Norðurland til Austfjarða. Tómas var frjálslyndur í skoðun- um og fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum. Við áttum um áratugi gott samstarf, sem ég vil þakka að leiðarlokum, það er sjónarsviptir að Tómasi og bjart yfir minningu hans. Þessar línur bera ættingjum hans og ijölskyldu samúðarkveðjur okkar hjóna. Guð blessi minningu Tómas- ar Steingrímssonar. Iialldór Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.