Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 27 Að yrkja Guði til TÓNLIST Gcrðarsafn ORGELTÓNLEIKAR Hörður Askelsson organisti Hall- grímskirkju lék verk eftir Couperin, J.S. Bach, C. Franck, C. Saint-Saens og Jónas Tómasson. Sunnudagurinn 7. júlí, 1996. Sumarkvöld við orgelið nefnast tónleikar, sem haldnir hafa verið í Hallgrímskirkju um nokkurra ára bil á sunnudagskvöldum og til fróð- leiks fyrir þá, sem halda að fólk vilji ekki hlusta á annað en popp- tónlist, ber að geta þess að tónleik- ar þessir hafa verið mjög vel sóttir. Sumartónleikarnir í ár hófust með einleik Harðar Áskelssonar og var fyrsta verk tónleikanna Of- Nýjar bækur ANNA Hedvig Þorsteinsdótt- ir og Inga Þóra Þórisdóttir. • ÚT ER komin bókin Þjóðsögur og sagnir úrKópavogi í samantekt Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur og Ingu Þóru Þórisdóttur. „Bókin hefur að geyma fjölda þjóðsagna og munnmæla af ýmsum toga úr Kópavogi jafnt gamalla sem nýrra. í bókinni birtast fjölmargar sögur af álfum, draugum og öðrum kynjaverum sem verið hafa á kreiki í Kópavogi. Sagt er frá merkilegum og dularfullum stöðum, undarlegum atburðum og ýmsum fyrirbærum sem torvelt hefur verið að skýra. Ymsar þekktar persónur koma og við sögu. Þótt Kópavogur sé ungt bæjarfélag tengjast honum þó furðu- margar þjóðsögur og sagnir. Þær hafa flestar lifað í munnmælum um lengri eða skemmri tíma og fáar komist á prent fyrr en nú. Saga lands og þjóðar væri fátæk- leg ef ekki hefðu tengst henni þjóð- sögur af ýmsu tagi. Svo er og um Kópavog. Það má því vera öllum unnendum þjóðlegs fróðleiks fagnað- arefni að ráðist var í söfnun þessa ekki síst Kópavogsbúum. Hætt er við að ella hefði mikill hluti þess fróð- leiks, sem bókin hefur að geyma, lent í glatkistunni. Leituðu þær Anna og Inga Þóra til fjölda manna og kvenna og skráðu frásagnir þeirra. Bókin er prýdd fjölda mynda, dýr- mætt innlegg í sögu Kópavogs og þar með þjóðarsöguna," segir í kynn- ingu. Rótaryhreyfingin íKópavogigefur bókina út. --------♦----------- Tímarit ÚT ERU komin tvö ný ættfræðirit, Þorsteinsætt í Staðarsveit, eftir Sig- urð Hermundsson og Þorstein Jóns- son, og Húsafellsætt, eftir Gylfa Ásmundsson. Þorsteinsætt er rakin frá Þorsteini Jónssyni bónda á Slitvindastöðum í Staðarsveit og konu hans Sigríði Jónsdóttur. Bókin er í tveimur bind- um og 650 bls. að stærð með fra- mættum og nafnaskrá. Húsafellsætt er rakin frá séra Snorra Björnssyni á Húsafelli og konu hans Hildi Jónsdóttur. Hún er einnig í tveimur bindum, 655 bls. að stærð, með ítarlegum inngangi um séra Snorra, framættum, nafnaskrá og heimildaskrá. Bæði þessi rit eru ríkulega mynd- skreytt og eru í hvoru verki á þriðja þúsund ljósmyndir af niðjunum. Einnig er í bókunum mikill ljöldi landslags- og þjóðlífsmynda, einkum frá fyrri hluta þessarar aldar. Mál ogmyndgefur út. Bækurnar eru til sölu á skrifstofu forlagsins að Bræðraborgarstíg 9 íReykjavík. fertoire-þáttur úr orgelmessu, eftir franska tónskáldið Francois Cou- perin. Johann Sebastian Bach var næstur með h-moll prelúdíuna og fúguna en stef fúgunnar er með sömu tónskipan og íslenska þjóð- lagið Undir bláum sólarsali. Canta- bile eftir César Franck var þriðja verkið og erlenda hluta efnisskrár- innar lauk með þriðju fantasíunni eftir Camille Saint-Saens. Hörður lék þessi verk mjög vel og eitt með öðru, sem einkennir leik Harðar, er hversu honum tekst vel að fella raddskipan verkanna að mikilli óman kirkjunnar og annað það, að leikur hans er hrynrænt mjúkur, tóntak verkanna er aldrei hvasst í hryn, svo að hrynferli tónverkanna verður oft sérlega líðandi, sem naut sín sérlega vel í Cantabile eftir Franck. Lokaverk tónleikanna voru fjór- ir jaðarþættir orgelverks, eftir Jónas Tómasson, þ.e. 1. og 2. þátt- ur og 6. og 7. þáttur en verkið í heild eru sjö þættir, byggðir á frá- sögnum úr heilagri Ritningu og kaflarnir, sem leiknir voru nú, eiga sér tilvísun í Mattheus og Jóhann- es. Fyrsti kaflinn nefnist Minn elskaði sonur (Matt. 17,1-9), ann- ar Vínviðurinn og greinarnar (Jóh. 15. 1-10), sjötti Jesú fagnað (Matt.21. 1-11) og sá síðasti og sjöundi, Lamb Guðs (Jóh. 1. 29—34). Trúlega er verkið í heild viðamest orgelverka eftir íslenskt tónskáld. Af þeim fjórum köflum að dæma sem nú voru leiknir er hér um rismikið og gott verk að ræða, þar sem Jónas beitir ýmsum stílbrigðum, með tilvísanir í eldri orgeltónlist, kontrapunktiska tón- skipan, krómatískt tónferli, sam- stíga hljómskipan og í lokaþættin- um var unnið yfir sálmalag, með svipuðum formerkjum og í kóral- forspilum. Allt þetta myndaði sannfærandi tónbálk og var mjög vel flutt af Herði Áskelssyni og væri vel við hæfi að flytja verkið í heild, sem mun hafa verið gert, en þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin, mætti hér um bæta betur. í heild voru þetta góðir tónleik- ar, góður flutningur Harðar Áskelssonar á góðri tónlist og ekki síst fyrir ágætt tónverk Jónasar Tómassonar. Eins og fyrr segir, var kirkjan þétt setin, sem merkir, að mörgum þyki gott að eiga sér hug- leiðslustund í kirkju Guðs og hlýða á þá tónlist, sem Honum hefur feg- urst verið ort. Jón Ásgeirsson Rýmum fyrir fleiri uppítökubílum ALLIR JEPPAR UNDIR KOSTNAÐARVERÐI GODIR FOLKSBÍLAR Á UPPÍTÖKUVERÐI Akib á traustum bíl i ferbalagib Sjáumst A Sævarhöfða 2 S: 525 8020 í húsi Ingvars Helgasonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.