Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, StMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hátt hlutfall örorkulífeyris af greiðslum lífeyrissjóða veldur áhyggjum Hugmyndir um endurhæfingar- stöð sjóðanna FJÖLGUN þiggjenda örorkulífeyris og hlutfallslega miklar örorkulífeyr- isgreiðslur lífeyrissjóða innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða, sam- anborið við ellilífeyri á síðustu árum, hefur valdið talsverðum áhyggjum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL, telur þó að hámarkinu hafi verið náð og að hlutfall örorkulífeyris fari nú lækk- andi. „Þetta er minna en á sama tíma í fyrra. Ég á von á að þetta hlutfall muni því breytast töluvert á næstu árum, vegna þess að menn fara að ávinna sér meiri ellilífeyris- réttindi," segir Hrafn. Rætt hefur verið um þann mögu- leika að lífeyrissjóðirnir komi sér upp sérstökum jöfnunarsjóði vegna þess að örorkulífeyririnn leggst misjafnlega á sjóðina. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um hvort líf- eyrissjóðirnir ættu að koma sameig- inlega á fót endurhæfingarstöð og að sögn Hrafns er vel hugsanlegt að það mál verði skoðað nánar á næstunni. „Það gæti verið sparnað- ur fyrir sjóðina að efla forvarnar- starf og endurhæfingu,“ sagði Hrafn. Fjölgun þegar þrengist um á vinnumarkaði Gjaldfærður örorkulífeyrir hjá líf- eyrissjóðum innan SAL nam 36,9% af lífeyrisgreiðslum á árinu 1994 en ellilífeyrir 47,8%. Lífeyrisgreiðslur allra lífeyrissjóða landsins skiptust þannig samkvæmt síðustu skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans að elli- lífeyrir var 59,6%, örorkulífeyrir 18,8%, makalífeyrir 19,7% og barna- lifeyrir 1,9%. Fjöldi örorkumata hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. I fyrra fengu 640 manns örorkulífeyris- greiðslur í fyrsta skipti og er gert ráð fyrir að endurmöt fyrir SAL- sjóðina verði 1.250 á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Hrafns. Hann telur að fjölgun örorkulífeyr- isþega fari að töluverðu leyti eftir efnahagsástandinu þegar þrengist um á vinnumarkaði. Veruleg fjölgun bótaþega hefur einnig komið fram í almannatrygg- ingakerfinu. Hjá Tryggingastofn- un ríkisins (TR) fjölgaði þiggjend- um örorkulífeyris um 107% frá árinu 1985 til 1995. Er aukið at- vinnuleysi talin meginskýringin á fjölgun bótaþega. í nýlegri skýrslu Ríkisendur- skoðunar kom fram að örorku- greiðslur TR hækkuðu um 780 millj. króna á síðustu fjórum árum eða um 24%. Ríkisendurskoðun benti á að engar þær breytingar hefðu orðið á reglum um örorkulíf- eyri né hefði fjárhæð bóta vaxið sem skýrt gæti þessa aukningu. Þess í stað mætti rekja hana til mikillar fjölgunar bótaþega á und- anförnum árum. Úrskurður eftir endurhæfingu Vinnureglur lífeyrissjóðanna vegna örorkulífeyrisgreiðslna hafa verið hertar í kjölfar aukinnar ásóknar og áhersla er lögð á að örorkumötin séu samræmd. „Við erum mun harðari á því í dag en áður að úrskurða ekki fyrr en að lokinni endurhæfingu,“ segir Hrafn. „Timbr- aðri“ eft- irlanda- drykkju? 40-50 togarar ferð- búast í Smuguna GERA má ráð fyrir að á milli fjöru- tíu og fimmtíu íslenskir togarar muni stunda veiðar í Smugunni þegar allt er talið, samkvæmt upp- lýsingum frá Pétri Erni Sverris- syni hjá Aflamiðlun. Nokkur skip eru þegar lögð af stað og mörg hver eru að leggja úr höfn og ferðbúast. Sindri VE, einn af togurum Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, var fyrstur á miðin að þessu sinni. Hann kom í Smuguna fyrir helgi og hóf veiðar þá þegar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar, skipstjóra á Sindra VE, eru afla- brögð í Smugunni mjög dræm, en í gær þegar náðist í Hilmar var Sindri eina íslenska skipið á svæð- inu. Hilmar segir mjög lítið um að vera á miðunum, en auk Sindra eru nú fimm portúgalskir togarar í Smugunni. Nokkur íslensk skip eru þó lögð af stað og von var á Sigli þangað í gærkvöldi. „Það hefur verið mjög rólegt hérna hjá okkur og lítið fiskerí. Það er yfir- leitt togað í sex tíma og stundum alveg upp í sjö og við höfum kom- ist mest í þriggja tonna afla eftir sex tíma tog, en oftast er skammt- urinn um hálft annað tonn,“ segir Hilmar. Mjög kaldur sjór Að sögn Hilmars eru skipin að veiðum sunnarlega í Smugunni, en hann segir að sjórinn sé mjög kaldur þegar norðar dregur. „Við sigldum norðar í Smuguna í gær [í fyrradag] en þar var sjórinn mjög kaldur, allt niður í -0,9 gráð- ur. Við snerum því við og erum nú á veiðum á sama svæði og Portúgalarnir," sagði Hilmar. Hann segir veður hafa verið mjög gott frá því að þ'eir komu í Smug- una, sól upp á hvern dag og þokka- lega hlýtt. Pétur Örn segir að svo virðist sem fréttir af dræmum aflabrögð- um ætli ekki að draga úr mönnum að halda í Smuguna. Langt í frá sé að Smuguveiðar séu fullreyndar þó byijunin hafi gengið slælega hjá Sindra. Togarar hafa getað veitt í Smugunni allt fram í des- embermánuð, en að sögn Péturs Arnar hefur reynslan sýnt að krafturinn er úr veiðunum í lok september. Auk fjölda frystitogara verður talsverður fjöldi af skipum sem salta um borð að veiðum og stöku ísfisktogarar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Heim að Hólum BORN á leikjanámskeiði Ung- mennafélagsins Tindastóls og Sauðárkróksbæjar fengu að fara heim að Hólum á dögunum til að skoða staðinn og bregða sér á hestbak. Þau höfðu með sér nesti og borðuðu það í gras- brekkunni framan við gamia Hólabæinn. Gullnáma * opnuð UMMERKI eftir gulileit á fyrri hluta aldarinnar í landi Þormóðs- dals í nágrenni Hafravatns hafa komið í ljós undanfarna daga. Þar er nú borað eftir gulii á vegum fyrirtækisins Melmis hf., sem er félag í eigu kanadískra, ástr- alskra og sænskra aðila ásamt Málmís hf., sem Iðntæknistofnun og Kísiliðjan við Mývatn eiga. Að sögn Hjalta Franzsonar jarðfræð- ings er verið að grafa niður á kvartsgöng sem gullleifar hafa fundist í og verða boraðar nokkr- ar holur. I gömlu göngunum fannst m.a. vagn sem notaður var til að flytja kvartsmulning úr námunni. Hjalti varar við því að óviðkomandi séu á ferð við ganga- munnana þvi að hætta sé á hruni. Verkefnissljóri við gullleitina er sænski jarðfræðingurinn Frede- rik Ross, en á myndinni er Gísli Hjartarson gröfumaður við kvartsæð. Morgunblaðið/Kristinn NIÐURSTÖÐUR samanburð- arrannsóknar á innihaldsefnum í löglegu og ólöglegu áfengi benda til þess að svokallaður landi innihaldi meira magn af „fúsilum" en gengur og gerist með annað áfengi, að undan- skildu koníaki. Talið er að svo- kallaðir „timburmenn" stafi öðru fremur af „fúsilum", sem eru aukaefni í áfengi. Rannsóknin var gerð af lyfjafræðingunum Kristínu Magnúsdóttur og Þorkeli Jó- hannessyni hjá Rannsóknar- stofu í lyfjafræði og birtust niðurstöður hennar í nýjasta tölublaði Tímarits um lyfja- fræði, sem gefið er út af Lyfja- fræðingafélagi íslands. Rúm- lega 80 sýni af ólöglegu áfengi, sem lögregluyfirvöld sendu Rannsóknarstofunni árið 1993, voru notuð í rannsóknina. Til samanburðar voru notuð sýni úr þremur vískitegundum, þremur koníakstegundum, þremur tegundum af rommi og átta tegundum af sterkum bjór. Kemst næst koníaki Mest magn umræddra auka- efna mældist í koníaki. Magn þeirra í ólöglegu áfengi var oftast milli þess sem fannst í koníaki annars vegar og viskí og bjór hins vegar. í rommi fannst mjög lítið magn auka- efnanna. Tiltölulega lítið er vit- að um eituráhrif þessara efna, en þó er talið að svokallaða „timburmenn" megi öðru frem- ur rekja til þeirra. Samanborið við aðrar áfengistegundir er þó varla hægt að segja að magn aukaefnanna í ólöglegu áfengi sé skaðlegt. VÖKVI úr liruggtækjum af þessu tagi getur verið slæmur fyrir lieilsuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.