Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Orþunnur Sagem GSM þynnii en 20 mm « Stór og hjartui fjógúrra iirtú skjar fyrir tðlur, tákii og bókstafi » Innbyggður diktafönn • 20 númera onduivalsminni • Orkumælir fyrir rafhlöðu á skjá • 230 q moð rafhlððu PÓSTUR OG SÍMI Söludetld Ámiúla 27, sími 550 7800 Pjónustumiftstðft Ktinglunni, simi 550 6690 PjoixBUjmiðstúð i Ktrkji sstraeti, simi 5SO6670 k og J iks! og srmstðíVum um íand aRt. j LISTIR Hönnun/handverk UST OG HÖNNUN Ilornstofa PEYSUR Védís Jónsdóttir, Asdís Birgisdóttir. Opið alla daga frá 13-18. Til 10 júlí. Aðgangur Ókeypis. EITT sem rétt og skylt er að vekja athygli á er döngun hönnunar og handverks, ekki síst í ullariðnaðinum, því hér er mikið í húfi. Eins og rýnirinn hefur þráfaldlega vísað til, búa miklir möguleikar í hönnun og á tímum stökkbreytinga og umróts í þjóðfélaginu undan- farin, ár hefur skilningur á mikilvægi hvers konar úrlitshönnunar iðnvarnings farið vaxandi. Fjöldi manna víðs vegar í dreifbýlinu hefur nú viðurværi sitt af smáiðnaði og leitar í vaxandi mæli til íslenzks hráefnis, sem áður mætti af- gangi, eða var einfaldlega hent. Höfum við ís- lendingar vafalítið lengi átt heimsmet í að fara illa með verðmæti bæði í sjávarfangi og landbún- aði og löngu kominn tími til viðhorfsbreytinga. En ekki er nóg að nýta hlutina vel, heldur verður athafnaseminni að fylgja gott handverk, hugmyndarík hönnun og snjöll markaðssetning. Það vill gleymast í sambandi við fiskeldi að höfuðatriðið er að fá sem mest verðmæti úr hveijum titti en ekki sem flesta fiska úr sjó eða vatni, sömuleiðis má minna á að það er fleira en kjöt sem telst til nytja af skepnum. Þá vill það fara fram hjá fólki, að að baki vel hannaðs og unnins hlutar er langt og strangt nám innan sem utan skóla og metnaðarfull framning atrið- anna algjör forsenda þess að atvinnuvegir blómstri. Nú á dögum er hönnunin mikilvægari en nokkru sinni fyrr, eins og við sjáum hvarvetna dæmi um úti í heimi og hér erum við langt á eftir þróuninni í menntakerfinu og mun iðnhönn- un þannig ekki teljast gild til námslána!! A allt þetta skal minnt og einnig að ekki skiptir einingaijöldi þess sem framleitt er mestu máli heldur hönnunin og hafa hérlendir verið minntir á það með birgðir af óseljanlegu púkó- prjóni á lagerum. Því er tilefni að ydda skriffærin og bretta upp ermarnar þegar kynning fer fram á hönnun pijónavöru í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélags Islands að Laufásvegi 2. Um er að ræða að sýnd er samvinna hönnuða og tveggja hand- verkshópa á Vesturlandi, Hnokka í Borgarfirði og Ullarselinu á Hvanneyri. Mun Elísabet Har- aldsdóttir, tengiliður Handverks á Vesturlandi standa að baki framkvæmdarinnar. Sýndar eru peysur og aðrar pijónavörur sem hannað hafa þær Védís Jónsdóttur og Auður Birgisdóttir, sem báðar eru vel menntaðir hönn- uðir, og þótt ekki séu þær margar bæta hér gæðin upp magnið. Einkum hrífst maður af ein- faldri og svipsterkri hönnun þar sem náttúrulit- irnir fá að njóta sín og pijónið er annað tveggja þétt og fínt eða hæfilega gróft, sem í fyrra fall- inu sér stað í grárri laxapeysu Védísar sem er hrein og fersk, og svo í brúnu tilbrigðunum í peysunum Gopi, Serkur og Kaffi eftir Ásdísi, LAXAPEYSA eftir Védísi Jónsdóttur. og framhaldinu sem er eins konar svört víking- aslá með hettu og nefnist Hekla. Tölurnar eru litlir kuðungar og skeljar og sérhannaðar af þeim Phillippa Richards og Snjólaugu Guð- mundsdóttur. í báðum tilvikum er um afar verð- mæt vinnubrögð að ræða, enda varð ég var við óskipta hrifningu útlendinga á staðnum á meðan ég svipaðist um. Bragi Ásgeirsson Sumarútgáfa á sérstöku tilboðsverði Samkeppnisfærar við aðra afþreyingu FIMMTÁN nýjar bækur eru komnar út hjá bókaforlaginu Vöku - Helga- felli í tilefni af 15 ára afmæli fyrir- tækisins á þessu ári. Bækumar eru 80 síður að lengd og eru innbundn- ar. Ólafur Ragnarsson hjá Vöku - Helgafelli sagði að útgáfan væri hugsuð til að hvetja fólk til bóklestr- ar yfir sumartímann. Bækurnar eru fjölbreyttar að efni. Stjórnarskrá lýð- veldisins íslands, ævintýri og þjóð- sögur, smásögur, ljóð og leikir eru meðal efnis, auk uppflettirita um stjömuspeki og drauma. Útgáfan ber yfírskriftina „Bókasumar Vöku - Helgafells" og verður kynnt með áberandi hætti á sölustöðum um allt land. „Við vildum gera eitthvað óvenju- legt í tilefni afmælisins og töldum kjörið að gera tilraun með sumarút- gáfu á fjölbreyttu efni. Fólk gerir yfirleitt lítið af því að kaupa bækur fyrir sjálft sig og setur þá oft verðið fyrir sig en það ætti ekki að vera hindrun núna þar sem bækurnar eru á sérstöku tilboðsverði í sumar og kosta 495 kr. Við valið á bókunum var reynt að hafa fjölbreytnina sem allra mesta og við vonum að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Ólafur. Hann sagði að bækurnar ættu að vera samkeppnisfærar við aðra af- þreyingu þar sem þær taka svipaðan tíma í lestri og tekur að horfa á meðal bíómynd. „Auk þess eru þarna bækur sem er hægt að grípa niður í eins og uppflettiritin og smásögurn- ar. Út frá þessu sjónarmiði er engin afsökun fyrir að taka sér ekki bók í hönd og lesa auk þess sem bækurn- ar kosta álíka og miði í bíó.“ Áhugi á stjórnarskránni útaf f orsetakosningum Aðspurður sagði Ólafur ástæðuna fyrir útgáfu Stjórnarskrár íslands vera þá að hann vissi ekki til þess að hún hefði áður verið gefin út í bókarformi fyrir almennan markað auk þess sem aukinn áhugi væri á henni samfara nýafstöðnum forseta- kosningum. „Ýmsir hafa á hraðbergi túlkun á ýmsum ákvæðum hennar en almenningur hefur ekki haft hana undir höndum í aðgengilegu formi fyrr.“ Af öðrum athyglisverðum bókum sagði Ólafur að bókin „Hve- nær gerðist það? Atburðir og ártöl í íslandssögu" væri ný af nálinni og áhugaverð væru einnig smá- sagnasöfn eftir Halldór Laxness og Ólaf Jóhann Ólafsson auk útgáfu Halldórs Laxness frá 1942 af Hrafn- kels sögu Freysgoða. Hann sagði að fyrstu viðbrögð við bókunum væru jákvæð og greinilegt að vel hefði tekist með val á efni. Hann sagði að ef átakið tækist vel væri ekkert því til fyrirstöðu að halda útgáfunni áfram. Nýjar hljómplötur • ÚT er komin ný geislaplata og hljóðsnælda sem ber heitið „Minn- ingamál". Höfundur laga og ljóða er Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafírði, en hann er einnig útgef- andi. Á síðastliðnu sumri kom á markað geislaplata og snælda með sönglaga- safninu „Mitt hjart.ans mál“, ásamt nótnabók eftir þennan sama höfund. Á þessari nýju útg&fu eru hinir sömu skagfirsku söngvarar og sungu „Mitt hjartans mál“, þar að auki syngja nú þau Ásdís Guðmundsdóttir og Baldvin Kr. Baldvinsson, og koma nú einnig landskunnir hljóðfæraleik- arar við sögu. Um útsetningar og undirleik á harmonikku sá Kristján sjálfur, á gítar leikur Hlynur Guðmundsson, Jón Rafnsson á kontrabassa, Sveinn Sigurbjömsson á trompet og Árni Friðriksson á trommur. Upptökur fóru fram í apríl-júní 1996 í HS stúdíói á Sauðárkróki. Upptökumaður var Hilmar Sverris- son, sem sá einnig um hljóðblöndun og hljómborðsundirleik. „Minningamál" er nokkuð frá- brugðin fyrri útgáfu. Þarer að finna þrenns konar tónlist, einsöngslög og dúetta með píanóundirleik, eldri dansalög án söngs leikin á harmon- ikku og danslög með ijölbreyttum útsetningum þar sem m.a. má fínna blandaðan kvartett og dúetta. Japis sér um dreifingu, en einnig geta væntanlegir kaupendur snúið sér til höfundar og útgefanda, Krist- jáns Stefánssonar. VERK úr kanvas, vinýl, lími, froðuplasti, akrýlmálningu, málmi og viði sem nefnist „Risastórt mjúkt tromusett“. Mjúklist RISASTÓR rúsínubrauðhleif- ur, sneiddur, frá árunum ÓLÍKT flestum öðrum lista- mönnum hefur hinn sænsk- bandaríski popplistamaður Claes Oldenburg dálæti á öllu því sem lint er og mjúkt og bera verk á borð við „Mjúkt klósett" og „Risastórt og mjúkt trommusett" vitni um það. Stór sýning á verk- um Oldenburgs hefur verið sett upp á nokkrum stöðum í Evrópu á þessu ári og er nú í Hayward- galleríinu fram í miðjan ágúst. Þar áður var hún m.a. á ríkis- listasafninu í Bonn og á báðum stöðum gætir fjölmennur hópur varða þess að sýningargestir snerti ekki á verkunum, auk þess sem skilti eru hvarvetna til að minna menn á að halda að sér höndum. Það hlýtur þó að teljast ákaflega freistandi með tilliti til eðlis þeirra og yfirlýsinga lista- mannsins um þau. „Ég er hrifinn af list sem maður getur sest á. Ég er hrifinn af list sem menn gera borað í nefið með eða rekið tærnar í,“ sagði hann eitt sinn. Nú hefur frægð og frami útilok- að þetta. Oldenburg, sem fæddist árið 1929, hefur verið talinn einn frumlegasti popplistamaður Bandaríkjanna en hann er eink- um þekktur fyrir ádeilukennda skúlptúra sem eru í æpandi mót- sögn við viðfangsefnið. Verkin eru oftast stækkaðar og ýktar eftirmyndir hversdagslegra nytjahluta, t.d. véla, ofna eða rit- véla, og mótuð í gifs, vinýl, papp- írsdeig eða önnur mjúk efni. 1966-7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.