Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 3R*tgttulrI*frife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PÓLITÍSK ÁKVÖRÐUN - GEÐÞÓTTA- ÁKVÖRÐUN? VINNUBRÖGÐ og tilsvör Guðmundar Bjarnasonar umhverf- isráðherra, um þá „pólitísku ákvörðun“ að flytja starfsemi Landmælinga ríkisins til Akraness eru fjarri því að geta talist boðleg eða ráðherra sæmandi. Umhverfisráðherra verður að færa fram einhver efnisleg rök fyrir þessari ákvörðun. Geri hann það ekki verður litið svo á, að um geðþóttaákvörðun ráð- herrans sé að ræða. Jafnvel ráðherrar geta ekki nú á tímum leyft sér að láta ákvarðanir stjórnast af eigin geðþótta. Umhverfisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið sl. laugar- dag, að honum hafi verið kunnugt um viðhorf starfsmanna til flutnings vegna þess, að þau hafi komið fram, þegar málið var kannað í tíð fyrrverandi ráðherra. Hvers konar vinnubrögð eru það að láta könnun á sjónarmiðum starfsmanna frá því fyrir nokkrum misserum nægja? Eiga starfsmenn ekki rétt á því, að þeim sé sýnd sú virðing að þeir fái að leggja mat á flutning á ný, úr því að málið er tekið upp á nýjan leik? Eiga þeir ekki rétt á því a.m.k. að koma nýjum sjónarmiðum að áður en ákvörðun er tekin? Hvað á ráðherrann við þegar hann segir í viðtali við Morgun- blaðið sl. laugardag?: „Ég geri mér grein fyrir að flutningar valda mikilli röskun fyrir starfsmenn og að fleiri en færri eru líklega óánægðir í upphafi. Af þeirri ástæðu vissi ég að þetta hlyti að vera ákvörðun sem stjórnvaldið þyrfti að taka.“ Ráðherr- ann hefur hvergi sýnt fram á, að hér væri um ákvörðun að ræða, sem stjórnvaldið „þyrfti að taka“. Hann hefur hvergi komið fram með efnisleg né fagleg rök fyrir flutningnum, ein- ungis veifað valdboði að ofan, um að „samkvæmt lögum er skýrt að opinberum starfsmanni beri að hlíta því eða sætta sig við það að starf hans sé flutt til“. Líklega er stjórnvaldið hér að taka ákvörðun um búferlaflutn- inga a.m.k. eitt hundrað manns, þegar makar og börn eru talin með þeim starfsmönnum sem um ræðir. Hvaða tryggingu hafa makar starfsmanna fyrir atvinnu við þeirra hæfi á Akranesi? Hvaða áhrif hefur það á börn starfsmanna að flytjast úr því skólaumhverfi, sem þau þekkja, ekki vegna ákvörðunar fjölskyld- unnar sjálfrar um flutning heldur vegna fyrirmæla frá ráðherra? Ótal spurningar vakna um hagnýt atriði, þegar stjórnvöld taka ákvarðanir af þessu tagi. Það er dýrt að taka sig upp og flytjast búferlum á milli byggðarlaga. Ætlar ríkið að borga þann kostnað, sem af því hlýzt? Kjósi starfsmenn að búa áfram í Reykjavík en aka dag hvern til og frá Akranesi má þá búast við að ríkið greiði þann viðbótarkostnað, sem það hefur óhjá- kvæmilega í för með sér? Ef það er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja Akranesi aukin umsvif með flutningi Landmælinga ríkisins, sem virðist vera eina haldbæra skýringin á hinni „pólitísku ákvörðun" ráð- herrans, er spurning hvort það er ekki hagkvæmara að leggja þá fjármuni, sem það kostar að flytja þessa stofnun, í nýja at- vinnustarfsemi á Ákranesi. Það er einfaldlega ekkert vit í svona flutningi opinberra stofn- ana á milli byggðarlaga. Það getur verið vit í því að staðsetja nýja starfsemi á vegum ríkisstofnana í byggðarlögum utan höf- uðborgarsvæðisins en þó alveg sérstaklega, ef um er að ræða opinbera starfsemi, sem á einn eða annan veg beinist að ákveðn- um byggðarlögum eða landshlutum. Til þess þarf vandaðan undirbúning. í þessu tilviki hefur hins vegar ekki verið vandað til verka. HALLALAUS FJÁRLÖG 1997? KENNILEITI í þjóðarbúskapnum hafa breytzt til hins betra síðustu árin. Tekizt hefur að vinna bug á verðbólgu og viðskiptahalla. Stöðugleiki og jafnvægi setja svip á efnahagslíf- ið. Hlutur íslands er nokkuð góður í samanburði við önnur OECD-ríki, mældur á helztu efnahagsmælikvarða. Langvarandi fjárlagahalli og tilheyrandi skuldsetning og áhrif á lánsfjármarkað og vaxtastig í landinu hafa lengi verið afger- andi þáttur í efnahagsvanda okkar. Nú horfir til hins betra í þeim efnum. Tekjur ríkissjóðs hafa vaxið verulega umfram áætlanir í kjölfar efnahagsbatans. Það á við um útgjöldin líka þótt aðhald í ríkisútgjöldum hafi vissulega skilað nokkrum ár- angri. Nú hefur ríkisstjórnin sett sér það markmið að ná halla- lausum fjárlögum á næsta ári, meðal annars með því að skera heildarútgjöld ráðuneyta niður um fjóra milljarða króna frá því sem ella hefði orðið. Mikilvægt er að það markmið náist. VESTURFARASETUR Á HOFSÓSI Forseti íslands hefur opnað Vesturfaraset- ur á Hofsósi og sýn- inguna Annað land - annað líf. Valgeir Þor- valdsson ferðaþjón- ustubóndi er aðal- hvatamaður að stofn- un setursins en hefur notið aðstoðar fyrir- tækja o g einstaklinga. Helgi Bjarnason var við opnunina og ræddi við Valgeir. MIKILL fjöldi gesta var viðstaddur opnun Vesturfarasafns á Hofsósi, FERÐAÞJÓNUSTA bænda er þátttakandi í samstarfs- verkefni ellefu Evrópu- þjóða sem ber heitir „Ro- utes to the Roots“, eða Ættirnar raktar. Verkefnið snýst um mark- aðssetningu safna og ferðaþjón- ustufyrirtækja og miðar að því að fá afkomendur Vesturfara til að heimsækja land forfeðranna og kynnast menningu og sögu ættlands síns. Valgeir Þorvaldsson hefur í fjórt- án ár rekið ferðaþjónustu á Vatni. Hann hefur á seinni árum unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu og safna í elsta hluta Hofsóss og tekið þátt í endurbyggingu gamalla húsa í þeim tilgangi. Hann segist hafa fengið þetta nýja verkefni upp í hendurnar frá Ferðaþjónustu bænda. Hefur vantað í flóruna „Þetta er sprottið af ákveðinni þörf fyrir að sjá góða hluti gerast," segir Valgeir þegar hann er spurður um kveikjuna að því mikla verki sem hann hefur staðið fyrir. „Ég hef lengi starfað að þjónustu við ferðamenn og tel mig vita nokkuð vel hveijar þarfir þeirra og væntingar eru. Ég hef einnig fylgst með þróun safna hér í Skagafirði. Mér hefur verið það ljóst að starfsemi sem þessa, að sinna þörfum fólks af íslenskum ættum sem býr erlendis, hefur vantað í flóru íslenskrar ferðaþjónustu," segir hann. Valgeir beitti sér fyrir stofnun einkahlutafélagsins Snorra Þorfínns- sonar í apríl á síðasta ári til þess að reisa og reka Vesturfarasetur og annast skyld verkefni. Safninu var valinn staður í verslunarhúsi niðri við höfnina á Hofsósi, Húsið var byggt 1910 og hefur á síðustu árum gengið undir nafninu gamla kaupfé- lagshúsið. Það var mjög illa farið þegar ráðist var í endurbyggingu þess. Þakið var fokið af og segir Valgeir að ekki hafi mátt miklu muna að það eyðilegðist alveg. Unnið hefur verið að endurbygg- ingu hússins frá því í fyrravor og uppsetningu sýningar um Vesturfar- ana. Valgeir telur að kostnaður við verkefnið í heild verði um 50 milljón- Þörfin fyrir að sjá góða hluti gerast ir kr. Nokkur stórfyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafa stutt uppbygg- inguna með því að leggja fram hlut- afé í Snorra Þorfinnsson hf. og nefn- ir Valgeir sérstaklega Sjóvá-Almenn- ar tryggingar hf., Kassagerð Reykja- víkur hf., Olíufélagið Skeljung hf. og Eignarhaldsfélagið Hof hf. (Hag- kaup). Segir hann að þessi fyrirtæki hafi gert það mögulegt að ráðast í þessar framkvæmdir. Þá hafí stjóm- völd ákveðið að taka í þá hönd sem íslendingar vestan hafs hafi lengi rétt fram. Ríkisstjórnin leggur fram eina milljón kr. til verkefnisins og Valgeir segist hafa notið beins og óbeins stuðnings sex ráðherra stjórnarinnar. Vesturfarasetrið á að standa sjálft undir rekstrinum með því að selja aðgang og minjagripi og með því að taka að sér launuð verkefni á sínu sviði. Hins vegar segir Valgeir að það taki hugsanlega þijú ár að koma fyrirtækinu á réttan grundvöll og vonast hann eftir stuðningi ríkisins á þeim tíma. Byijað er að kynna Vesturfara- setrið í Kanada og Bandaríkjunum en Valgeir á þó ekki von á því að það dragi marga Vestur-íslendinga til landsins í sumar. Fólk skipuleggi ferðir sínar lengra fram í tímann. í haust verður farið af fullu afli í markaðssetningu fyrir næsta sumar. Bendir hann jafnframt á að sýningin höfði ekki síður til Islendinga. „Það ferðafólk sem hefur áhuga á sögu þjóðarinnar ætti að koma hér við. Við erum að takast á við það tímabil í sögu þjóðarinnar sem ekki hafa verið gerð mikil skil, mikið átaka- og erfiðleikatímabil og fullt af trega,“ segir Valgeir. Ættfræðistofa og upplýsingaþjónusta Auk sýningarinnar verður komið Morgunblaðið/Friðrik Helgason VALGEIR Þorvaldsson fylgir forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, „um borð“ á sýningunni Annað land - annað líf í Vesturfarasafninu. upp ættfræðistofu og bókasafni í Vesturfarasetrinu. Ætlunin er að ættfræðistofan verði miðstöð rann- sókna á ættum vesturfara og fólki verður boðin þjónusta á sviði ætt- fræði og sögu. Aðstaða verður fyrir fræðimenn til að vinna að viðfangs- efnum sínum á þessu sviði og fyrir- lestrarsalur til að taka á móti hópum, meðal annars skólafólki. Þá hefur verið komið upp verslun í safninu þar sem til sölu eru íslenskir minjagripir og handverk. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, opnaði Vesturfarasafnið sl. sunnudag að viðstöddum fjölda fólks. Meðal gesta voru Davíð Odds- son forsætisráðherra, Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, Þór Magnússon þjóð- minjavörður, Sturla Böðvarsson for- maður þjóðminjaráðs og Laurence S.G. Johnson forseti Þjóðræknisfé- lags Vestur-íslendinga í Kanada. „Þc við séum fyrst og fremst Kanada- menn og Bandaríkjamenn metum vic mikils þau bönd sem binda okkur vic heimalandið,“ sagði Laurence John- son í ávarpi sínu á opnunarhátíðinni Þurfti að framvinna allar heimildir „MESTA verkið var að safna heimildum. Þetta er nánast óplægður akur og því þurfti að frumvinna allar heimildir," segir Sigríður Sigurðardóttir, safn- stjóri Byggðasafns Skagfirðina. Byggðasafnið stendur að sýning- unni Annað land - annað lif, í Vesturfarasafninu á Hofsósi þar sem fjallað er um Vesturheims- ferðir íslendinga 1870-1914. Sýningin er þrískipt og er einn þáttur í hverjum hluta hússins. Sigríður segir að unnið sé út frá þeirri hugmynd að fólk hafi þurft ástæðu til að fara. Á fyrstu hæð, í risi og á hanabjálka er lífinu á íslandi gerð skil á tíma fólksflutninganna vestur um haf, búskap og breytingum á þjóðlífi. Sagt frá aðdraganda vestur- ferða, áróðri fyrir landnámi í Ameríku og andófi gegn honum. Fjallað er um ástæður þess að fólk fór og fjölda vesturfara eft- ir héruðum. í kjallara hússins er ferðalagið yfir hafið tekið fyrir, sýndur aðbúnaður um borð í skipunum, hvert fólkið fór og fyrstu kynnum þess af nýju landi. Sýningin er byggð upp með ljósmyndum, texta, kortum og ýmsum munum frá byggðasöfn- um, Þjóðminjasafni og úr einka- eigu. Iljörleifur Stefánsson arki- tekt liannaði sýninguna. Sýningin verður eingöngu í Vesturfarasafninu. Sigríður von- ast til að sú söfnun sem farið hefur fram á munum frá þessum tíma sé aðeins byrjunin, meira eigi eftir að berast og nýir hlut- ir komi í stað lánsmuna. Vegna uppsetningar sýningarinnar fór Sigríður til Kanada. Hún segist hafa fundið fyrir ótrúlega mikl- um áhuga þar á þessu framtaki. Unnið er að því að koma á tengsl um við byggðasafn Vestur- íslendinga í Gimli og vonast hún til að fá ýmsar upplýsingar og jafnvel muni þaðan. ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 31 U mhverfisráðherra beinir tilmælum til hreppsnefndar Svínavatnshrepps Ferðafélagið fái sömu meðferð og Veðurstofan í úrskurði umhverfisráðherra um aðalskipulag á Hveravöllum er þeim tilmælum beint til hreppsnefndar Svínavatnshrepps að Ferðafé- lagi íslands verði veitt sambærileg fyrir greiðsla og Veðurstofa íslands hafí fengið, en gert er ráð fyrir að hús veðureftirlits- manns á Hveravöllum standi óhreyft a.m.k. til ársins 2012. Egill Ólafsson fjallar um skipulagsmál á Hveravöllum. ÁHUGI ferðamanna á Hveravöllum fer vaxandi, enda auðveldara að komast þangað en áður og margir þeirra fara í heita laugina, sem er við eldri skála Ferðafélags íslands. IÚRSKURÐI umhverfisráð- herra, um að Svínavatns- hreppur hafi rétt til að gera aðalskipulag á Hveravöllum, er þeim tilmælum beint til hrepps- nefndar Svínavatnshrepps að hún leyfi Ferðafélagi íslands að vera með aðstöðu á Hveravöllum til 2012 þar eð nefndin hafi ákveðið að heim- ila Veðurstofu íslands að vera með aðstöðu þar út gildistíma aðalskipu- lags árið 2012. í varakröfu Ferðafélagsins til umhverfisráðuneytisins fór félagið fram á að það fengi stöðuleyfi fyrir núverandi aðstöðu á Hveravöllum til ársins 2030 og í þrautvarakröfu til ársins 2012. Skipulagsstjóri bendir á í greinargerð sinni til ráðu- neytisins að engar heimildir séu í byggingarlögum eða reglugerð sem heimili veitingu stöðuleyfis fyrir húsbyggingar. Ráðuneytið segist þess vegna ekki hafa vald til að veita umbeðið stöðuleyfi. Það bend- ir aftur á móti hreppsnefnd Svína- vatnshrepps á að sanngjarnt sé að veita Ferðafélaginu sambærilega fyrirgreiðslu og Veðurstofa íslands hafi fengið, en stofnunin á hús á Hveravöllum sem veðureftirlitsmað- ur notar. Tillaga um að Veðurstofan færi líka í aðalskipulagi fyrir Hveravelli er gert ráð fyrir að bæði Ferðafélag- ið og Veðurstofan fjarlægðu bygg- ingar sínar á svæðinu. í deiliskipu- lagi, sem auglýst var á síðasta vetri, var hins vegar gert ráð fyrir að húsnæði veðureftirlitsmanns Veður- stofu íslands stæði óhreyft á Hvera- völlum, en hús Ferðafélagsins viki. í úrskurði umhverfisráðherra segir: „Ráðuneytið tekur hins vegar undir þau sjónarmið kærenda [Ferðafélags íslands] að sanngirn- isrök mæli með því að kærandi fái að halda núverandi aðstöðu sinni á Hveravöllum um einhvern tíma. Kærandi heldur því fram í kæru sinni að Veðurstofa íslands hafi nú þegar fengið leyfi forsvarsmanna Svínavatnshrepps til að hafa sína aðstöðu á Hverávöllum óhreyfða a.m.k. til ársins 2012. Hafi hrepps- nefnd veitt öðrum aðilum leyfi til þess að halda aðstöðu sinni um tíma, telur ráðuneytið sanngjarnt að kær- anda verði veitt sambærilegt leyfi.“ Páll Sigurðsson, forseti Ferðafé- lagsins, sagðist vonast eftir að hreppsnefnd Svínavatnshrepps tæki tillit til þessara tilmæla umhverfis- ráðuneytisins. Hann sagðist hafa örugga vitneskju um að nefndin hefði gefið Veðurstofunni munnlegt loforð um að hús veðureftirlits- manns fengi að standa óhreyft a.m.k. út gildistíma aðalskipulags, sem gildir til ársins 2012. Eðlilegt væri að Ferðafélagið fengi sam- bærilega fyrirgreiðslu. Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir að engar viðræður hafi farið fram milli Veð- urstofunnar og hrepps- nefndar Svínavatnshrepps um að hús Veðurstofunn- ar á Hveravöllum yrði rif- ið eða fært. Stofnunin hefði þar af leiðandi ekki fengið neitt loforð um þetta mál frá hreppsnefnd Svína- vatnshrepps. Það eina sem lægi fyrir væri að drög að deiliskipulagi gerði ekki ráð fyrir að húsið færi. Margvíslegar athugasemdir voru gerðar við deiliskipulagið. M.a. var fundið að því að ekki hefðu verið gerðar rannsóknir á hverasvæðinu og gróðurfari. Þetta varð til þess að skipulagsstjóri ríkisins féllst ekki á tillöguna. Nú er unnið að því að gera þessar rannsóknir og endur- skoða deiliskipulagið með tilliti til þeirra athugasemda sem fram hafa komið. Þegar þessari vinnu hefur verið lokið verður nýtt deiliskipulag auglýst. Vísað til umboðsmanns Alþingis Páll sagðist ætla að leggja til við stjórn Ferðafélagsins að hún óskaði eftir áliti umboðsmanns Alþingis á úrskurði umhverfisráðuneytisins um að aðalskipulag Hveravalla heyrði undir Svínavatnshrepp. Páll sagði einnig koma til greina að vísa málinu til dómstóla og láta þann- ig reyna á hvort einhvers staðar hafi í þessu máli öllu verið brotnar megin- reglur íslensks stjórnSýsluréttar. Ferðafélagið hefur í athugasemdum til umhverfisráðuneytisins borið fyr- ir sig ákvæði stjórnsýslulaga. Aðal- skipulag fyrir Hveravelli hafði ný- lega verið staðfest þegar stjórn- sýslulögin tóku gildi. Páll sagði að það breytti ekki því að meginreglur stjórnsýslulaga, andmælareglan og jafnræðisreglan, hefðu verið í gildi lengi. Hann sagði að engin ákvörð- un hefði verið tekin um að höfða dómsmál. Það yrði skoðað síðar, hugsanlega með hliðsjón af niður- stöðu umboðsmanns Álþingis. Sönnun um eignarrétt ótvíræð Hæstiréttur hefur fellt nokkra dóma í ágreiningsmálum um eign- arhald á hálendissvæðum og í öllum tilfellum hefur kröfu stefnanda um að þeim verði úrskurðað eignarhald verið hafnað. í dómi Hæstaréttar um eignarrétt á Landmannaafrétti frá árinu 1981 var öllum kröfum um eignarhald á afréttinum hafnað, einnig kröfu ríkisins. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður sagðist líta svo á að Hæstiréttur hefði með þessum dómi vísað deilum um eignarhald á hálend- inu til Alþingis. Þingið hefði hins vegar enn ekki treyst sér til að taka á málinu. I dómi Hæstaréttar um Nýjabæj- arafrétt frá árinu 1969 var kröfu Skagfirðinga og Eyfirðinga um eignarrétt á afréttinum hafnað. Þetta varð niðurstaðan þrátt fyrir að báðir aðilar ættu upprekstrarrétt á afréttinn. Sama niðurstaða varð árið 1994 þegar kveðinn var upp í Hæstarétti dómur um eignarrétt á Geitlandsaf- rétti. Málið varðaði rjúpnaskyttu sem var tekin við meintar ólöglegar veiðar á afréttinum. Hann neitaði að borga sekt á þeirri forsendu að enginn ætti afréttinn. Hæstiréttur lýsti sig sammála sjónarmiðum skyttunnar þrátt fyrir að sveitarfé- lagið hefði upprekstrarrétt á afrétt- inum. Geitlandsmálið byggði á sam- bærilegum gögnum og lögð hafa verið fram í dómsmáli sem nú bíður úrskurðar Hæstaréttar um eignar- hald á Auðkúluheiði, en Hveravellir falla undir hana. Svínavatnshreppur og Torfalækjarhreppur hafa gert kröfu um eignarhald á heiðinni, en' Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði henni. Málinu var vísað til Hæsta- réttar og er dóms að vænta í fyrsta lagi á næsta ári. Páll Sigurðsson sagði greinilegt að Hæstiréttur hefði markað þá stefnu að leggja mikla skyldu á þann sem krefðist eignarréttar á hálendinu um að sanna sitt mál. Hann sagði að í Auðkúluheiðarmál- inu hefði Héraðsdómur ekki síst farið eftir Geitlandsdómnum og fátt benti til annars en að Hæstiréttur myndi staðfesta dóm Héraðsdóms. Páll sagði að ef Hæstiréttur stað- festi úrskurð Héraðsdóms gæti það haft áhrif á skipulagsmál á Hvera- völlum. Þegar skipulagsstjóri vísaði deiliskipulagi fyrir Hveravelli til baka setti hann í úrskurðinn ákvæði um að meðan Svínavatnshreppur hefur ekki sannað eignarrétt á svæðinu geti sveitarfélagið ekki gefið út byggingarleyfi. „Þetta er staðhæfing í úrskurði skipulagsstjóra sem við í Ferðafé- laginu munum vísa í ef Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms um eignarrétt á Auðkúluheiði," sagði Páll. Grípur inn í skipulagsvinnuna Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður hefur margsinnis fjallað um skipulagsmál á hálendinu bæði inn- an þings og utan. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ákvörðun umhverfisráðherra væri gagnrýnis- verð út frá því sjónarmiði að með henni væri verið að taka fordæmis- skapandi ákvörðun um skipulags- mál á hálendinu á sama tíma og verið væri að vinna að heildarskipu- lagi á hálendinu af hálfu stjórnvalda á tvennum vettvangi. Annars vegar væri starfandi ráðherraskipuð nefnd sem ætti að draga upp mörk sveitar- félaga á landinu, þar með talið á hálendinu. Hins vegar væri skipu- lagsstjóri ríkisins að vinna að tillögu að skipulagi á miðhálendinu. Þessi vinna væri unnin í samræmi við viðauka við skipulags- og bygging- arlög sem samþykktur var árið 1993. Tillögur um skipulag á miðhá- lendinu eru unnar í samráði við héraðsnefndir. Á undanförnum mánuðum hafa drög að tillögum verið kynnt fyrir íbúum þeirra sveitarfélaga sem eiga land sem liggur að hálendinu. Reiknað er með að skipulagsstjóri leggi fram formlega til- lögu í lok ársins. Tillögurnar verða ekki endanlega staðfestar fyrr en ný skipulags- og byggingalög hafa verið samþykkt á Alþingi. Frumvarp um skipulags- og byggingalög hefur verið lagt fram á undanförnum þingum án þess að hljóta afgreiðslu. Hvorki frumvarpið né tillögur skipulagsstjóra taka á ágreiningi um eignarhald á hálendinu. Hjörleif- ur Guttormsson sagði að Alþingi yrði að taka á þessum ágreiningi. Unnið að til- lögum um hreppamörk Ekki hægtað gefa út bygg- ingaleyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.