Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 37
- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 37 skeiðsprettir hans hvað sístir. En dramatíkin kom víðar við í A-flokknum því alvarleg mistök urðu í útreikningum með þeim afleiðingum að hross sem voru sögð inni í úrslitum féllu út og önnur komu inn. Þarna ríktu gleði og vonbrigði og einn knapinn, Sig- urður Sigurðarson, var fyrst inni í úrslitum með hest sinn Prins frá Hörgshóli samkvæmt því er kom fram á tölvutengdum sjónvarps- skermi, stuttu seinna var hann fallinn út en var síðan reiknaður aftur inn í úrslit. Hátíð frá Hóli og stóðhesturinn Geysir komu inn í úrslit að loknum endurreikningi. Mestu vonbrigðin urðu þegar landsmótssigurvegarinn Dalvar frá Hrappsstöðum og Daníel Jóns- son féllu út en einn dómarinn hafði rétt upp 8,56 í stað 8,35 eins og útkoman á blaði ritara hans hljóð- aði upp á. Hér var um mannleg mistök að ræða að sögn þular en einnig má um kenna að ekki voru lesnar upp einkunnir fyrir öll dómsatriði heldur gaf hver dómari upp meðaleinkunn í stað sundurl- iðaðra einkunna. Gott er fyrir menn að vita að þessi hætta er alltaf fyrir hendi sé þessi háttur viðhafður. Mistök þessi ollu von- brigðum og írafári og slæmt þegar svona lagað kemur fyrir, sér í lagi á stórum mótum þar sem keppnin er hörð. Lítil spenna í B-flokki Þyrill frá Vatnsleysu og Vignir Siggeirsson sigldu lygnan sjó að heita má í sigursætið í B-flokki. Voru þeir efstir í bæði forkeppni og fullnaðardómi og fengu fyrsta sæti á línuna í úrslitum. Náði því aldrei að myndast veruleg spenna í B-flokknum af þessum sökum. Næla frá Bakkakoti og Hafliði Halldórsson voru sömuleiðis gull- trygg í öðru sæti alla keppnina út í gegn en þó nokkrar sviptingar áttu sér stað þar fyrir neðan, þar sem hestar voru að rísa og falla. Parsæll frá Arnarhóli og Ásgeir Svan voru dæmdir úr leik af dýra- lækni þar sem talið var að hestur- inn væri haltur í úrslitum. Hefur klárinn átt við bakmeiðsli að stríða og fóru þau að gera vart við sig í keppninni með þeim afleiðingum að fram kom helti. í úrslitum urðu þær breytingar einar að Feldur frá Laugarvatni og Erling Sigurðsson höfðu sætaskipti við Snilling frá Austvaðsholti og Gunnar Arnars- son. Dómarar og einkunnaskalinn Einkunnir í B-flokki voru nokk- uð jafnar og má ætla að hestarnir hafí verið að sama skapi jafnir að gæðum. Hinsvegar virðist sem dómararnir hafi verið ragir við að nota einkunnaskalann breiðar. Þótti þeim greinilega best að hreiðra um sig á „átta komma eitthvað“ svæðinu. Að ósekju hefðu þeir mátt, í fleiri tilfellum, teygja sig oftar upp í níurnar því þarna gat að líta mörg góð tilþrif. Sömuleiðis máttu þeir teygja sig örlítið meira niður á við í nokkrum tilvikum. Er í því sambandi vert að minnast á einkunnagjöf fyrir fet þar sem, eins og oft áður, var gerður alltof lítill greinarmunur á verulega góðu feti og því sem hvorki var fugl né fiskur og skyldi ekki undir nokkrum kringumstæð- um gefa hærra en 7,2 til 7,4. Misræmi var oft á tíðum mikið milli dómara en eftirlitsdómari mótsins, Friðþjófur Þorkelsson, sagði að það kæmi meira fram þegar dómarar gæfu upp meðal- einkunn í stað sundurliðaðra ein- kunna. Hann hefði farið yfir ein- stakar einkunnir og sagði hann þær hafa verið, með fáum undan- tekningum, innan viðunandi marka. Keppni bæði A- og B-flokki var afar skemmtileg og spennandi á að horfa. Nýja fyrirkomulagið reyndist vel í þessu sambandi fyr- ir áhorfendur en tæpast mun það spara þann tíma sem reiknað var með. Valdimar Kristinsson 4 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson RAGNAR Ágústsson og Hrafn frá Hrafnagili stóðu efstir í öllum þremur þáttum keppninnar í ungmennaflokki og eru fyrstu sigurvegarar í ungmennaflokki á fjórðungsmóti. Yngri flokkarnir Hörkukeppni í unglingaflokki NÁNAST allir knapar í yngri flokkunum sem komust í úrslit voru afbragðsvel ríðandi, betur heldur en sést hefur áður. Er með ólíkindum hvað til dæmis yngstu krakkarnir sem í fremstu röð eru hafa orðið mikið vald á hestum og ljóst að hinar stórstígu framfarir síðustu ára í reiðlistinni hafa náð í ríkum mæli til krakk- anna. Krakkar úr Sörla gerðu það gott að þessu sinni voru með tvo sigurvegara, í unglingaflokki og tvo efstu í ungmennaflokki. Ragnar E. Ágústsson sigraði af öryggi í Ungmennaflokki á Hrafni frá Hrafnagili og er óhætt að segja að þar hafi enginn keppinautanna getað ógnað veldi hans. Þar fer saman góður hest- ur og reiðmennska og er þá ekki að sökum að spyija. Félagi Ragn- ars úr Sörla Sigríður Pjetursdótt- ir fylgdi honum fast eftir á Rómi frá Bakka. Strákarnir atkvæðamiklir meðal unglinga í unglingaflokki var keppnin öllu harðari. Davíð Matthíasson Pjakki frá Stóra-Hofi sem fyrir- fram var talinn líklegastur sigur- vegari, sérstaklega eftir að Vafí Magneu Rósar heltist kvöldið áður en keppnin hófst, varð að játa sig sigraðan í úrslitum. Var það Daníel Ingi Smárason sem hreppti sigurinn á hesti sínum Seiði frá Sigmundarstöðum. Frækin frammistaða hjá þeim félögum en þeir hafa staðið sig vel á mótum í vor. Félagi Daní- els úr Sörla Hinrik Þ. Sigurðsson á Hugi frá Skarði hafði líka blandað sér í baráttuna en þeir voru efstir eftir fullnaðardóm en lentu í þriðja sæti þegar upp var staðið. I barnaflokki sigraði Sylvía Sigurbjörns (Bárðarsonar) á hesti móður sinnar Hauki frá SYLVÍA Sigurbjörnsdóttir sigraði í barnaflokki eftir spenn- andi keppni á Hauki frá Akureyri. ÚRSLITIN í unglingaflokki buðu upp á mesta spennu af keppni ungliðanna. Þar sigraði Daníel Ingi á Seiði, næstur kom Davíð á Prata, Hinrik á Hug, Ingunn á Kröflu, Ásta á Nökkva, Gunn- hildur á Stjarna og Berglind á Iðunni. Akureyri. Þurfti hún að hafa dálítið fyrir sigrinum því nokkrar breytingar urðu á efstu sætunum gegnum keppnina. En það voru tvær stúlkur sem fylgdu henni eftir í toppsætunum, þær Unnur B. Vilhjálmsdóttir á Svertu frá Stokkhólma og Svandís D. Ein- arsdóttir á Ogra frá Uxahrygg. Fáksmenn atkvæðamestir í óformlegu félagakeppninni 5 yngri flokkum eru Fáksmenn að venju hlutskarpastir með 7 af 24 í úrslitum eða 29,1%, Sörli kemur næstur með 5 eða 20,3% og Geysiskrakkarnir koma þar næstir með 4 eða 12,3%, Hörður Andvari og Gustur voru með 2 krakka hvert félag í úrslitum og Ljúfur, Máni og Gustur voru með sitt hvorn. I fullorðinsflokki voru Fáksmenn með 9 í úrslitum af 16 eða 56,2%, Hörður og Geysir koma jafnir með 3 eða 12,5% og Andvari og Ljúfur eru með sitt hvorn hestinn í úrslitum. Eins og sjálfsagt alltaf áður bera Fáksmenn höfuð og herðar yfir önnur félög í þessari keppni. Frábært mót í fögmveðri NÚ í ÞRIÐJA sinn halda Sunn- lendingar stórmót þar sem veð- urguðirnir leggja blessun sína yfir samkomuna með eftirminni- legum hætti. Þykir alveg með ólíkindum hvað lánið hefur leik- ið við þennan stað í þessi þrjú skipti. En það þarf fleira en gott veður til að vel takist til. Aðstaðan á Hellu undir mót sem þetta er sú besta sem völ er á á landinu. Einnig er til staðar mikil reynsla hjá þeim sem hald- ið hafa þessi mót. í stórum drátt- um tókst mótið mjög vel, aðstað- an góð, veðrið frábært nema síðasta daginn en slapp þó vel þá. Framkvæmd mótsins gekk að mestu vel fyrir sig, að vísu slæmar tafir á framkvæmd gæð- ingakeppninnar fimmtudag og laugardag. Hestakostur var á landsmótsmælikvarða og hefði verið lítið mál að breyta þessu móti í landsmót eins og reyndar komu fram hugmyndir um á undirbúningstímanum. Fram- kvæmdaraðilar hafa haft það á tilfinningunni að mótið væri landsmót því ávarp fram- kvæmdanefndar í mótskrá hefst á orðunum „Góðir landsmóts- gestir“. Skemmtileg villa það. En ekkert er nú svo gott að ekki megi eitthvað að finna og er það þá helst að nefna tölvu- kerfi gæðingakeppninnar sem ekki virðist vera samkvæmt kröfum nútímans. f vor hafa verið notuð forrit og búnaður sem gerði kleift að prenta út röð hesta í miðri keppni og tók slíkt ekki nema örfáar mínútur. Á mótinu á Hellu var aðeins hægt að fá útskrift að lokinni keppni og gat slíkt tekið klukkustundir. Er slíkur vinnuhraði ekki í takt við það sem sjálfsagt þykir í dag. Af þessum sökum var allt upplýsingastreymi með því allé- legasta sem um getur í árarað- ir. Við lifum á tímum upplýsinga og tækni þar sem mögulegt er að koma svona upplýsingum á framfæri á augabragði. Má nefna að austur á Hornafirði í fyrra voru þessir hlutir í nyög góðu lagi. Þessi brotalöm olli margháttuðum vandræðum á mótinu á Gaddstaðaflötum. Það voru glaðir gestir sem héldu heim á leið eftir velheppn- að mót sem mun lifa lengi í minningunni fyrir frábærar sýn- ingar. Þrátt fyrir að dagskrá móta eins og hér um ræðir sé strembin er alveg með ólíkind- um hversu þaulsetið fólk er í brekkunum. Voru þeir margir sem sátu frá níu að morgni til tuttugu og eitt að kveldi með Iitlum hléum og sýnir það best hversu áhuginn á hestasýning- um er mikill. VEL fór um fjölmarga mótsgesti í blíðviðrinu á laugardag. SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 i. Austurver Simi 568 4240 sSSSS?.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.