Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 29 AÐSENDAR GREINAR Nýjar bækur Handrit Guðmund- ar bóksala ÚT er komin bókin Æviágrip og ferðadagbók Guðmundar Guð- mundssonar bóksala á Eyrar- bakka. í henni eru prentuð tvö handrit Guð- mundar sem hafa ekki áður birst á prenti. Hið fyrra er ferðadagbók sem hann hélt í ferð sinni til Kaupmanna- hafnar 1904 og hið síðara ævi- Viggó Ásgeirsson ágrip sem hann hóf að rita 1910. Guðmundur fæddist á Minna- Hofi á Rangárvöllum 1849 og lést í Reykjavík 1937. Lengst af var hann þó búsettur á Eyrarbakka. Fyrstu ár sín þar kenndi hann við barnaskólann en gerðist svo bók- haldari við Lefoliisverslun og rak jafnframt bóka-, ritfanga- og glerverslun, blaðsölu og bók- bandsiðn. Auk þess gegndi hann lykilhlutverki í öllu félagsstarfi á Eyrarbakka á sinni tíð, ruddi kvenfélaginu t.a.m. braut og var meðal stofnenda stúkunnar Eyr- arrósarinnar og Sparisjóðs Árnes- sýslu. Viggó Ásgeirsson bjó bókina til prentunar, útbjó mannanafna- skrá og ritaði formála. Viggó er sagnfræðinemi og vinnur nú að rannsóknum á spönsku veikinni á vegum Læknafélags íslands auk þess sem hann fæst við val á myndum í Sögu Reykjavíkur 1940-1990 sem kemur út á þessu ári. Útgefandi bókarinnar er Viggó Ásgeirsson og er hún prentuð í Prenstsmiðjunni Odda hf. Upp- setning og hönnun hennar var í höndum útgefanda og er hún til sölu hjá honum í síma 562-1409 ogí„Húsinu" á Eyrarbakka. Bók- in er 85 bls. og kostar 1.000 kr. Þorsteinn Bachmann Guðmundur Haraldsson Umhverfisslys á Hveravöllum Afall fyrir náttúruverndarmenn og áhugamenn um vistvæna ferðamennsku I TILEFNI af ný- gengnum úrskurði umhverfisráðherra vegna stjórnsýslu- kæru Ferðafélags ís-' lands varðandi. aðal- skipulag Hveravalla- svæðisins, þar sem hafnað var kröfu Ferðafélagsins um að skipulagið yrði dæmt ógilt, tel ég óhjá- kvæmilegt að birta eftirfarandi athuga- semdir: Svo sem mörgum er kunnugt staðfesti umhverfisráðherra fyrir fáum árum aðalskipulag fyrir Svínavatnshrepp í Austur-Húna- vatnssýslu. Var skipulagið m.a. látið ná yfir Hveravallasvæðið, sem er friðlýst samkvæmt náttúru- verndarlögum, en þar hefur Ferða- félag íslands haldið uppi kær- kominni aðstöðu fyrir ferðamenn um margra áratuga skeið. Hið staðfesta aðalskipulag gerir m.a. ráð fyrir því, að meginhluti þess einfalda en traustbyggða hús- næðis, sem Ferðafélagið hefur komið upp á svæðinu, mest fyrir tilstuðlan ötulla sjálfboðaliða, verði rifinn niður, en þess í stað komi afarstór bygging eða byggingar (allt að 900 fermetrum að gólf- fleti), sem síðan var upplýst að Svínavatnshreppur, sem stendur að þessari óvenjulegu skipulagsað- gerð, ætlar sjálfur að reisa til móttöku ferðamanna, þ.e. sem gisti- og veitingahús. Þá kom á daginn, að rekstur þessa hótels yrði einnig á vegum þess sveitarfé_- lags eða a.m.k. á ábyrgð þess. Á grundvelli þessa staðfesta aðal- skipulags var síðan auglýst deili- skipulag, þar sem byggingarreitur sveitarfélagsins í námunda hvera- svæðisins var stækkaður um 1500 fermetra, til frekari mannvirkja- gerðar í framtíðinni, og yrði þá byggingarsvæðið allt að 2400 fer- metrum. Svo sem við mátti búast kærði Ferðafélagið aðalskipulag Hvera- vallasvæðisins til Umhverfisráðu- neytis fyrir mörgum mánuðum og sömuleiðis var alvarlegum athuga- semdum við deiliskipu- lagið komið á framfæri við skipulagsstjóra rík- isins, auk þess sem neikvæðar umsagnir um það bárust frá fjöl- mörgum öðrum aðil- um, sem láta sig nátt- úruvernd og ferðamál varða. Skipulagsstjórn féllst reyndar ekki á deiliskipulag Svínvetn- inga og krafðist marg- víslegra viðbótarupp- lýsinga, sem ekki verða fengnar nema . páll með nákvæmum rann- Sigurðsson sóknum, en úrskurður umhverfisráðherra um gildi sjálfs aðalskipulagsins féll nú fyrir fáum dögum og var hann Ferðafélaginu í óhag svo sem fyrr segir. Að sjálfsögðu munu forsvars- Þetta gæti orðið skipu- lagt umhverfisslys, seg- ir Páll Sigurðsson í þessari fyrri grein sinni, byggt á ákvörðunum sem hvíla á umdeilan- legum lagaákvæðum. menn Ferðafélagsins kanna rétt- arstöðu félagsins nákvæmlega, að fengnum þessum úrskurði ráðu- neytisins og er þess að vænta að hann verði þegar borinn undir umboðsmann Alþingis og síðan dómstóla, ef næg efni virðast til. Þar verður, ef til kemur, tekist á um þau lögfræðilegu álitaefni sem málinu tengjast en óhætt er að fullyrða að málssókn félagsins verður studd fjölmörgum og þung- vægum lagarökum, sem Hæstirétt- ur Islands mun að lokum taka á til endanlegs dóms, ef ferli málsins verður með þeim hætti. Hér skal ekki að sinni fjölyrt um þessi laga- legu rök heldur fyrst og fremst vikið að þeirri hlið málsins, sem veit að siðferðilegum gildum, svo sem um eðlileg samskipti manna Leiklistar- námskeið LEIKLISTARNÁMSKEIÐ verður haldið í húsakynnum Leiklistar- skóla íslands dagana 13.-21. júlí næstkomandi. Er það opið öllum sem hafa áhuga á leikiist, það er bæði áhuga- og atvinnufólki en leiðbeinendur verða Guðmundur Haraldsson (útskrifaður frá Drama Center London 1992) og Þorsteinn Bachmann (útskrifaður frá Leiklistarskóla íslands 1991). Á námskeiðinu verður unnið út frá aðferð (method) Actors Studio í New York og Drama Center London, þar sem fólk á borð við Sean Connery, A1 Pacino, Marlon Brando, Marilyn Monroe, Robert De Niro, Maryl Streep og Dustin Hoffman hefur stundað nám. Gerðar verða æfingar, meðal ann- ars hlutaæfingar (object exercises) og senur unnar og sýndar í lok námskeiðsins. ■ Útsolcin hófst í morgun K ve n f o t q v e r s I u n i n* t: LQugovegi 97, te sími B51 7015. við undirbúning skipulagsákvarð- ana og um niðurstöðu æðstu skipu- lagsyfirvalda í ljósi umhverfis- verndar og opinberrar ferðamála- stefnu. Verði úrskurði ráðuneytisins eigi hnekkt blasir við að deiliskipu- lag fyrir Hveravallasvæðið - sem byggir á aðalskipulaginu - verði auglýst enn á ný áður en mjög langt um líður og er þá auðséð að lyktir málsins geti hæglega orðið þær, að innan skamms muni Svín- vetningar rífa stærri skála Ferða- félagsins á Hveravöllum ásamt all- stóru snyrtihúsi, sem stendur þar nærri, og ryðja starfsemi Ferðafé- lagsins að öðru leyti af svæðinu. Þótt svo virðist sem eldri (og minni) skáli félagsins muni fá að standa áfram. Samkvæmt aðalskipulagi gerir skipulagið ekki ráð fýrir sal- ernisaðstöðu við hann, auk þess sem fyrir liggur að Svínvetningar muni loka fyrir heitt vatn til þess skála, því samkvæmt þeirra áætl- unum mun hótelið þeirra stóra þurfa allt heitt nýtingarvatn af svæðinu. Reyndar er vitað, að Svínvetningar hafa mikinn hug á því að leggja eldri skálann undir sig og hafa þar baðklefa fyrir hót- elgesti sína, en Ferðafélagið á, svo sem kunnugt er, litla baðþró þar við skálavegginn. Af þessu leiðir einnig, að Ferðafélagið getur væntanlega ekki annast viðhald og rekstur elsta sæluhússins á svæðinu, nýuppgerðs, er félagið hefur nú tekið við úr hendi Minja- verndar, en því er ætlað að þjóna sem gesta- og fræðslustofa. Mun þá ljúka sextíu ára ferðamanna- þjónustu félagsins á Hveravöllum, en við tekur margbrotinn „stór- rekstur" Svínvetninga, sem enginn fær séð fyrir endann á. Er að margra mati meira en óvíst að hótelreksturinn (jafnvel að meðtal- inni ,,sjoppu“) muni skila þeim skjóttekna gróða, sem bjartsýnis- menn úr röðum skipuleggjendanna ímynda sér að hin miklu og dýru mannvirki þeirra á slóðum Fjalla- Eyvindar hljóti að gefa af sér. Verði málalyktir með þessum óskapfellda hætti má hverjum manni vera ljóst, að þessari stór- brotnu mannvirkjagerð, sem fyrir- huguð er, mun fylgja gríðarleg umhverfisröskun. Áð margra mati mun sú röskun verða svo stórfelld, að jafna megi við umhverfisslys. Svo sem kunnugt er, verða slys oftast nær af vangá, vegna augna- bliks-óaðgæslu, oft samfara kunn- áttu- og reynsluleysi, en hér gegn- ir hins vegar öðru máli: Um verður að ræða „skipulagt umhverfisslys", er byggist á undirbúnum og stað- festum ákvörðunum yfirvalda, sem sækja afl sitt til umdeilanlegra lagaákvæða. Hér verður ekki um fljótfærnisyfirsjón að ræða heldur „yfirvegaða yfírsjón“, ef svo má að orði komast. Þær yfirsjónir þykja flestum ógeðfelldari en hin- ar, sem einungis verða raktar til mannlegra mistaka af algengri tegund. Höfundur er forseti Ferðafélags íslands. Bókabu strax Tryggðu þér ótrúlegt kynningartilboð til Parísar 7, og 14. ágúst. Við kynnum nú sértilboð á hreint ótrúlegu verði á Appolinaire hótelinu í hjarta Parísar, þar sem þú getur dvalið við góðan aðbúnað í vikutíma . Gott 3ja stjömu hótel, öll herbergi með baðherbergi, sjónvarpi og síma. Morgunverður innifalinn. Það jafnast engin borg á við París að sumri til, rómantískasta borg heimsins.. 29.90«...23.900 Verð kr. M.v. 3 í herbergi, flug og gisting, 7. og 14. ágúst. Flugsæti, 7. og 14. ágúst. 33.900 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, flug og gisting, 7. og 14. ágúst. 21.072 Verð kr. Flugsæti, m.v. hjón með 2 börn, 31. júlí, 7. og 14. ágúst. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.