Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sameining hreppa á Austurlandi Kosningar kærðar til sýslumanns SETTUR sýslumaður hefur skipað úrskurðarnefnd vegna kæru frá tveimur kjósendum og kæru frá odd- vita Fljótsdalshrepps vegna kosning- anna um sameiningu Vallahrepps, Skriðdalshrepps og Fljótsdalshrepps. Jafnframt hefur verið óskað eftir skriflegri umsögn kjörstjórnar um kærurnar og er veittur viku frestur til að skila inn umsögninni. Sameiningin var samþykkt í Valla- og Skriðdalshreppi en féll á jöfnum atkvæðum, 33 gegn og 33 með sameiningu en tveir seðlar voru auðir í Fljótsdalshreppi. Að sögn Helga Jenssonar, setts sýslumanns, hefur verið skipuð þriggja manna úrskurðarnefnd samkvæmt sveitar- stjórnarlögum til að úrskurða um kosninguna. Fyrri kæran barst sýslu- mannsembættinu frá tveimur kjós- endum í Fljótsdalshreppi og byggir hún á að atkvæði manns, sem ekki var á kjörskrá, hafi verið tekið gilt en hann kaus utan kjörfundar. Síð- ari kæran barst frá oddvita Fljóts- dalshrepps á laugardag og kærir hann það einnig að atkvæðið hafi verið metið gilt. Helgi sagði að atkvæðin hafi ekki verið talin að nýju en bréf frá kjör- stjórninni hafi fylgt innsigluðum kjörkassanum þegar hann tók við honum, þar sem segir að kjörstjórnin telji mögulegt að ekki hafí verið rétt talið og kemur það í hlut úrskurðar- nefndarinnar að kanna það. -----»--».4--- Réðust inn með kúbein BROTIST var inn í hús í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugar- dagsins og ráðist að húsráðanda þar með kúbeini. Þrátt fyrir að þungt vopn væri reitt til höggs slasaðist húsráðandi ekki alvarlega. Árásarmennirnir, sem voru tveir, flúðu og vettvangi og voru ófundnir í gær. FRÉTTIR Nokkur þúsund sóttu afmælishátíð Land- helgisgæslunnar LANDHELGISGÆSLAN hélt upp á sjötugsafmæli sitt á sunnudaginn var og sótti fjöldi manns afmælishátíðina sem haldin var við Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Hátíðin hófst klukkan tvö með því að hleypt var af sjö fallbyssupúðurskotum, úr gömlu fallbyssunni á Miðbakk- anum, sem notuð hefur verið frá upphafi hjá Landhelgisgæsl- unni, og mun hún vera yfir hundrað ára gömul. Hleypt var af einu skoti fyrir hvern áratug sem Landhelgisgæslan hefur starfað, og stóð hátíðin til klukkan fimm. Varðskipið Týr var opið almenningi og þyrlurn- ar TF-LÍF og TF-SIF lentu á hafnarbakkanum og voru til sýnis fyrir almenning, en áhafn- ir þeirra upplýstu fólk um starf sitt. Helgi Hallvarðsson yfirmað- ur gæsluframkvæmda Land- helgisgæslunnar segir að áætla megi að nokkur þúsund manns hafi sótt hátíðina. Varðskips- menn töldu 2.000 manns sem skoðuðu Tý og rúmlega 600 manns skrifuðu í gestabók Sögusýningar Landhelgisgæsl- unnar sem er í Hafnarhúsinu. Aðsókn fór því fram úr björt- ustu vonum á þessari miklu ferðahelgi, segir Helgi. A Sögusýningunni má sjá starfsemi Landhelgisgæslunnar í sjötíu ár í myndum og munum og mun hún vera opin alla daga til mánaðamóta júlí-ágúst. í til- efni afmælisins munu þann 20. júlí verða haldnir hafnardagar í samvinnu Landhelgisgæslunn- ar og Hafnarsljórnar. Varðskip munu sigla með áhugasama um sundin milli kl. tvö og fimm og þyrlubjörgunaratriði verða sýnd. Landhelgisgæslan var form- lega stofnuð árið 1926 þegar ríkið keypti varð- og björgunar- skipið Þór af Vestmannaeying- um. íslendingar stefndu þá að sjálfstæði þjóðarinnar og vildu sinna eigin landhelgisgæslu. Áður hafði ríkið leigt ýmsa fiskibáta tímabundið til land- varnarstarfa. AFMÆLISGESTIR fylgdust með þegar þyrlurnar TF-LÍF og TF-SIF komu fljúgandi og lentu á hafnarbakkanum. ÞYRLUR Landhelgisgæslunnar, hin nýja TF-LÍF og sú eldri TF-SIF, koma inn til lendingar. Morgunblaðið/Þorkell MARGIR notuðu tækifærið og skoðuðu þyrlur Landhelgisgæsl- unnar í návígi á afmælishátíðinni á sunnudaginn. I ! » [ ■ [ » | f » í t: t t t t t * t Nær slysalaus ferðahelgi um allt land Tveir á sjúkrahús úr Þórsmörk Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson NÆRRI lætur að um tvö þúsund ferðamenn hafi haldið til í Þórsmörk um helgina. /T S km í ■\:i/ •^tdalur ö FJARÐÁR- —• 3 '^tó-/M'öhúsaó ÁSmÁÁ ■ Nýbýgaing vegar/i - f A \ '^^uml^und /sjr/. "V 'íjrÉgilsstaðirvi a r rl/s. / ilH ' •']• " Múli Gullþúfa -f- Endurbyggður vegur ■ £ £íí[m: Gagnheiöi M/óí- fjörbur c Seyðisfjarðarvegur Tilboði Héraðs- verks var tekið I í í EIN mesta ferðahelgi ársins til þessa gekk nær áfallalaust fyrir sig, ef undan eru skilin tvö óhöpp, sem áttu sér stað í Þórs- mörk um helgina. Flytja þurfti mann með höfuðáverka í sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykja- víkur, en óljóst er hvernig hann hlaut þá. Annan mann varð síð- an að flytja úr Þórsmörk á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann hafði hrasað í gjótu og fótbrotnað. Mikill fjöldi fólks lagði Ieið sína austur fyrir fja.ll fyrir helgi, en þessi fyrsta helgi í júlí er orðin ein mesta ferða- helgi ársins. Umferðarslys á þeirri leið urðu engin, skv. upp- lýsingum frá Ingólfi Waage, lögregluvarðsljóra á Hvolsvelli en fyrir utan þó nokkra umferð inn í Húsafell, Þjórsárdal og til Þingvalla, var mikill fjöldi fólks samankominn í Þórsmörk eða um tvö þúsund manns. Þá sóttu hátt á fimmta þúsund manns Fjórðungsmót hestamanna, sem haldið var á Gaddstaðaflötum við Hellu. Ingólfur segist telja að góða veðrið, sem yljað hafi mönnum sunnan heiða að und- anförnu, hafi haft mikið að segja í þessu sambandi. „Hér var frábært veður, mikií heppni, bæði fyrir okkur, hestamenn og aðra gesti hér.“ Heilsugæslulæknir frá Hvolsvelli var staðsettur í Húsadal yfir helgina og gerði að öllum minniháttar skeinum og sárum, en að sögn varð- sljóra taka rekstraraðilar sig gjarnan saman um þessa fyrstu júlíhelgi og síðan aftur um verslunarmannahelgina og fá lækni upp eftir til öryggis. Það muni miklu að þurfa ekki að þeysa niður á Hvolsvöll með hvaða skrámu sem er. Flug- björgunarsveitin á Hellu sá aft- ur á móti um gæslu á Gadd- staðaflötum, þar á meðal um móttöku slasaðra. Að auki var móttaka opin á heilsugæslustöð- inni á Hellu, en engin meirihátt- ar óhöpp komu til. Þetta verður síðasta fjórðungsmót hesta- manna sem haldið verður, því í stað þeirra á framvegis að halda landsmót annað hvert ár. LOKIÐ er frumathugun Skipulags ríkisins á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagningar Seyðisfjarð- arvegar um Mjósund á Fjarðarheiði. Vegagerðin á Reyðarfirði er fram- kvæmdaaðili og ákveðið hefur verið að taka tilboði Héraðsverks hf. á Egilsstöðum í verkið. Lagður verður nýr 1,45 km langur vegur um Mjósund, en þar verður Fjarðará veitt suður fyrir væntanleg- an veg. Núverandi vegur með Heið- arvatni og um Efri-Staf verður end- urbyggður á 3,85 km kafla og í stað einbreiðra brúa yfir Vatnshæðará og Fjarðará verða sett stór stálræsi. Nýi vegurinn um Mjósund mun liggja 15-30 metrum lægra en núverandi t vegur. £ Skipulagsstjóri ríkisins telur að , lagning vegarins hafi ekki í för með " sér umtalsverð áhrif á umhverfi eða náttúruauðlindir. Fallist er á fram- kvæmdina með þeim skilyrðum að hún valdi sem minnstri röskun við Vatnsból Seyðisfjarðar og að haft verði samráð við Náttúruverndarráð vegna efnistöku og frágangs. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 89,1 milljón. Tilboð Héraðsverks ( hf.,var 81,5 milljónir. Tvö lægri tilboð , bárust, Sigurður Magnússon í Blá- J skógum bauð 73,8 milljónir og Klæðn- f ing hf. í Garðabæ 81,2 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.