Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ fteýkjarvfkurvegi 60, Hafnarirði Sundbolir og bikini — fallegir litir, margar gerðir 31 ár á islandi! Solignum Ertuviðbúinn veðri og vindum? k. <Z (Z CD er> re (Z "O "O to o = O Solignum Architeetural Þekjandi vörn í ýmsum litum sem hrindir frá sér vætu en leyfir lofti að leika um viðinn. Einnig fyrir járn og stein. <LK*HAO('n f'l R 0 1 ® ræður góða verðið ríkjum og allir dagar eru tilboðsdagar. Liturinn er sérverslun með allar málningarvörur og pér er þjónað af fólki sem kann sitt fag. ^^w^Sérverslun (uturinn ...rétti liturinn, rétta verðið, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 GUÐNY JÓAKIMSDÓTTIR 4- Guðný Bryn- * hildur Jóakims- dóttir fæddist á Flatnesstöðum, V estur-Húnavatns- sýslu, 8. maí 1914 en fluttist ung að árum með foreldr- um sínum til ísa- fjarðar og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 29. júní síðastlið- inn. Foreldrar Guðnýjar voru Rósa Jóhannes- dóttir, f. 27. októ- ber 1886, og Jóakim Þorsteins- son, f. 18. desember 1886. Systkini Guðnýjar voru Jó- hannes Guðni, f.- 8. janúar 1913, d. 2. júlí 1988, Þor- steinn, f. 19. febrúar 1920, Guðrún, f. 18. maí 1922, Fjóla, f. 1926, d. 1926. Guðný giftist Jóni Jónssyni úr Reykjavík 23. september 1937. Jón var fæddur 11. októ- ber 1909 en lést 13. október 1980. Börn þeirra urðu níu. 1) Sólveig, f. 15. júlí 1936, d. 19. júní 1995, maki var Ást- þór Ægir Gíslason, d. 8. mars 1990, börn eru: Omar, Jón, Guðni, Gísli Theodór, Áífheið- ur Hulda, Guðný og Svala Lind. 2) Rósa, f. 24. júlí 1937, maki Hallgrímur Þorsteinsson. 3) Jóna Björg, f. 10. desember 1938, d. 17. febrúar 1994, maki Örn Stefáns- son, börn eru: Guð- jón, María, Guðný Rósa, Helga Sig- ríður og _ Gunnar Örn. 4) Óskírður drengur, f. 28. desember 1939, d. 20. apríl 1940. 5) Brynhildur Ásta, f. 21. apríl 1942, maki Valur S. Franksson, börn eru: Kristín Ágústa og Viðar. 6) Magnea, f. 22. september 1945, maki Guðmundur Jóhannsson, börn eru: Hulda óg Jón. 7) Álfheið- ur Erna, f. 6. ágúst 1947, börn eru: Hólmfríður, Birgir, Bryndís og Guðjón. 8) Jón, f. 2. mars 1949, 9) Anna, f. 17. febrúar 1952, maki Þórður Bjarnason, börn eru: Guðný Brynhildur, Anna Rósa, Magnea, Bjarni Siguijón og Þórdís Sara. Barnabarnabörn eru alls 36 og eitt langa- langömmubarn. Utför Guðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Kveðja til mömmu Elskulega mamma mín, þú varst alltaf yndisleg og vanginn þinn mjúkur. Það var gott að vera í fanginu á þér og þú tókst mér alltaf opinum örmum þegar ég var leið, huggaðir mig þegar létta þurfti á hjarta, mikið má ég þakka þér fyrir ævi mína, elsku góða mamma mín, ég mun sakna þín sárt. Þín dóttir, Anna. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er svo ótrúlegt að þú sért dáin, amma mín, en ég er þess fullviss að þér líður núna vel. Margar minningar koma upp í hugann, minningar um góða ömmu sem var svo dugleg og sterkur persónuleiki að af bar. Og allar sögurnar sem þú sagðir mér frá því þegar ég var lítil og þú varst að baða mig og hugsa um mig fyrstu árin mín. Mikið er ég þakklát þér, elsku amma mín fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig öll þessi ár. Það var svo gott að heimsækja þig á Skúlagötuna og spjalla við þig um allt sem á hug- ann leitaði, og aliir hittust hjá þér á hlýlega og fallega heimilinu þínu því hjá þér var svo yndislegt að dvelja. Þín verður sárt saknað, elsku amma. Eg bið algóðan Guð að varðveita þig og styrkja, elsku amma mín. Þín Guðný Brynhildur. Kveðja til ömmu Núna ertu farin til himna elsku amma mín og ert hjá afa, Jónu og Sollu. Hjá Guði hlýtur þér að líða vel því Guð er svo góður. Núna getum við ekki heimsótt þig lengur á Skúló en við getum heim- sótt þig í kirkjugarðinn hjá afa. Við biðjum góðan Guð að passa þig vel elsku amma. Þórdís og Bjarni. Söknuðurinn er mikiil og sárs- aukinn í hjarta mínu er mikill því hún amma á Skúló er dáin. Það er svo ótrúlegt og óraun- verulegt að geta ekki skroppið í heimsókn til þín niður á Skúló, þú varst svo góð amma og gott var að heimsækja þig og spjalla við þig, amma mín. Alltaf var svo hlýtt hjá þér og fallegt, heimilið þitt alltaf svo tandurhreint. Þú, amma mín, varst svo dugleg og sterk og hélst svo vel og þéttingsfast utan um stóra hópinn þinn. Það kom best í ljós þegar Jóna og Solla dóu báðar með svo stuttu millibili, þá styrktir þú alla í kring- um þig en þurftir ekki síst á öllum styrk okkar að halda. Þá kom vel í ljós hvað þú varst sterk og góð, elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin vantar okkur öll stoðina okk- ar, þig, amma mín. Það er mín von og vissa að núna líður þér vel hjá drengnum þínum, afa, Jónu og Sollu og öllum ástvinunum þín- um í himnaríki. Ég bið þig, góði Guð, að blessa ömmu mína og styrkja. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þín Anna Rósa. Hetjan hún amma mín er dáin. Amma mín á Skúló, hún var besti vinur--minn. Ég og amma vorum oft að tala saman um gamla daga þegar amma var ung og sagði hún mér margar sögur og oft sagði hún mér frá mörgu skemmtilegu þegar börnin hennar voru lítil. Það var svo gott að vera hjá ömmu minni. Og hvað þú varst glöð þeg- ar ég heimsótti þig og sýndi þér verðlaunin mín eftir Landsbanka- hlaupið í maí og þú sagðir mér hvað ég væri dugleg. Amma mín, þú ert dáin og dvel- ur nú á himnum. Guð faðmar þig og sýnir þér ljósið fagra, hans ljós mun alltaf lýsa þér svo aldrei verði dimmt hjá þér. Ég veit að englun- um líður vel hjá þér, eins vel og okkur leið hjá þér. Við biðjum fyr- ir þér og munum aldrei gleyma því hversu góð amma þú varst. Minninguna munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Það verður sárt, amma mín, að geta ekki heimsótt þig lengur á Skúló, en ég veit að Guð varðveit- ir þig hjá sér. Þakka þér fyrir allar stundirnar sem við tvær áttum saman, amma mín, allar minningarnar um þig, elsku amma mín, ætla ég að geyma í hjarta mínu alla tíð. Guð, varðveittu ömmu mína vel. Þín Magnea. Hér áttu blómsveig bundinn af elsku, blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fölnar ei en fapr geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (H.L.) Enn einn sterkur hlekkur í keðju okkar slysavarnakvenna í Reykja- vík er brostinn, Guðný Jóakims- dóttir er fallin frá. í mörg undanfarin ár hafði hún ekki gengið heil til skógar, og marg- oft dvalið á sjúkrahúsum, en ótrúlega fljótt jafnað sig eða svo sýndist manni. Alltaf hlý og dugleg og gerði ekki mikið úr sínum veikindum og bar sig vel í sorgum sínum, og hún vissi svo sannarlega_ hvað sorgin var sár, hún Guðný. í starfi sínu fyrir Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík var hún fórnfús og framúrskarandi dugleg í gegn um marga áratugi, og mikið verðmæti lagði hún til deildarinnar. Guðný var gerð að heiðursfélaga deildar- innar fyrir nokkrum árum. Á fund- um og í ferðalögum var hún glað- lynd og skemmtileg og oft var mikið skrafað og hlegið. Ein eftir- minnilegasta ferð sem k.v.d. fór var til Skotlands, vikuferð í júlí 1981. Það var dásamlega góð ferð og átti Guðný mikinn þátt í þeim húmor sem þá skapaðist og sl. vetur vorum við einmitt að rifja upp þetta frábæra ferðalag og hlæja að ýmsú sem þá gerðist, þó 15 ár væru liðin síðan. Guðný átti yndislega og sam- henta fjölskyldu, og dætur hennar voru og eru slysavarnakonur og eiga margra ára störf í þágu deild- arinnar. Yndislega daga áttum við á Patreksfirði er við vorum á ferðalagi fyrir nokkrum árum og dóttir hennar sem þar bjó bauð okkur hús sín og tók frábærlega á móti okkur en hún er nú látin, löngu um aldur fram. Ég vil fyrir mína hönd og allra slysavarnakvenna í Reykjavík þakka Guðnýju allt starfið og alla hennar elsku í gegn um tíðina. Ég veit að þín bíða vinir í varpa, og að nú eru öll mein að baki. Góður Guð blessi börnin þín og þeirra fjölskyldur sem nú horfa á eftir ástkærri móður, ömmu og langömmu. Friður Guðs sé með þér. Vorið beð þinn vökvar tárum, vakir sól á ystu bárum, greiðir hinsta geislalokkinn, grúfir sig að bijóstum hranna. Moldin að þér mjúk skal hiúa, móðurlega um þig búa, rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. (M.Á.) Guðrún S. Guðmundsdóttir. Hin látna heiðurskona Guðný Jóakimsdóttir var ein af þeim ágætis konum sem við fengum tækifæri til að kynnast og starfa með hjá Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Eins og svo oft áður var þar góður kjarni af tápmiklum konum sem störfuðu fyrir deildina að fjáröflun og félagsstörfum. Þar lét Guðný ekki sitt eftir liggja. Við munum Guðnýju með hóp af dætrum sem tóku virkan þátt í öllu með móður sinni. Sumarferðin til Patreksfjarðar sem Guðný lagði til að farin yrði, þar sem Kiddi og Solla dóttir henn- ar sem nú eru bæði látin, tóku á móti með miklum myndarbrag í mat og gistingu 40 slysavarnakon- um frá Reykjavík, þá var Guðný stolt af sínu fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.