Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Skeggjagötu 7, Reykjavík, lést í Landspítalanum 6. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Örn Ævarr Markússon, Halla Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR KRISTJÁNSSON frá Hermundarfelli, lést laugardaginn 6. júlí. Guðrún Kristjánsdóttir, Angantýr Einarsson, Óttar Einarsson, Bergþóra Einarsdóttir, Einar Kristján Einarsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI J. JÓNSSON, Kópavogsbraut1A, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. júlí. Elín Helgadóttir, Jón Björn Helgason, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Hilmar Þ. Helgason og barnabörn. t Bróðir okkar og mágur, JÓN GUÐMUNDUR TÓMASSON bóndi, Fljótshólum, Gaulverjabæjarhreppi, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 6. júlí. Sigríður Tómasdóttir, Bjarni Guðmundsson, Gunnar Tómasson, Anna Steingrímsdóttir, Bjarni Tómasson, Hjördís Þorsteinsdóttir, ÞuríðurTómasdóttir, Kristján Þórisson. t MARTEINN PÉTURSSON fyrrum bifreiðastjóri, Vatnsholti 4, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 5. júlí. Gylfi Gunnlaugsson, Álfrún Gunnlaugsson. t MÁLFRÍÐUR LARSDÓTTIR, Hringbraut 87, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 7. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus Kristinsson. t Móðurbróðir minn, MARTEINN PÉTURSSON, Vatnsholti 4, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 5. júlí. Ólafur Gunnlaugsson. t Sambýlismaður minn, VALDIMAR SVEINBJÖRNSSON, Sólvallagötu 38, Keflavík, sem lést þann 1. júlí sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 14.00. Hólmfríður Árnadóttir. KATRÍN ÓLAFÍA ODDSDÓTTIR + Katrín Ólafía Oddsdóttir, Álf- hólsvegi 8a, Kópa- vogi, fæddist í Hvarfsdal á Skarðs- strönd í Dalasýlsu 22. nóvember 1928. Hún lést á sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. júní siðastliðinn. Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum Oddi Bergsveini Jenssyni bónda, f. 9. apríl 1880, d. 29. júlí 1962, og Val- fríði Ólafsdóttur húsmóður, f. 30. júlí 1893, d. 9. september 1984, til sex ára aldurs en fluttist síðan með fjöl- skyldunni í Sælingsdal í Hvammssveit. Katrín var næst yngst sinna systkina, samfeðra voru Helga, húsmóðir í Reykja- vík, f. 25. október 1904, d. 13. ágúst 1995, Alfons, fv. vörubif- reiðastjóri, f. 5. nóvember 1905. Alsystkin: Guðrún, húsmóðir i Sælingsdal, f. 31. desember 1916, Sigríður Rósa, húsmóðir og verkakona, f. 29. júní 1921, Hallgrímur Pétur, fv. verk- sljóri í Reykjavík, f. 19. janúar 1923, Þórdís, húsmóðir á Ketils- stöðum, f. 22. október 1924, og Ólafur Valdimar, verktaki í Kópavogi, f. 8. sept- ember 1935. Hinn 17. júní 1950 giftist Katrín Grími Stefáns Runólfs- syni, þá bifreiða- stjóra en síðar fram- kvæmdasljóra og skrifstofumanni, fæddum í Húsavík í Steingrímsfirði 19. október 1925, d. 16. ágúst 1993. Katrín og Grímur eignuð- ust einn son, Odd Bergsvein Gríms- son, veggfóðrunar- og dúklagningameistara, f. 9. apríl 1950, kvæntur Herdísi Ein- arsdóttur, f. 6. júlí 1953, fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru Katrín, f. 16. september 1973, Hreiðar, f. 1. nóvember 1976, Eyrún, f. 31. október 1980. Katrín var húsmóðir og verkakona, vann við fram- reiðslustörf, fiskvinnslu og fleira. Síðustu árin vann hún við heimilishjálp í Kópavogi. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau hjónin í Reykjavík, en árið 1956 fluttu þau í eigið hús á Álfhólsvegi 8a í Kópavogi. Útför Katrínar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in aðeins 67 ára að aldri. Síðustu vikumar dvaldi hún á spítala, og þó hún væri orðin mjög veik, var hún alltaf jafn glæsileg. Tengdafað- ir minn lést fyrir brátt þremur árum, þannig að missir okkar hjóna og bamanna er mikill, en þau voru okkur og barnabörnum sínum ein- staklega góð. Það eru ekki öll börn jafn lánsöm og börnin mín að hafa átt ömmu sem var tilbúin að gæta þeirra, meðan foreldramir unnu úti og ef veikindi komu upp eftir að þau byrj- uðu í leikskólum og skólum var auðsótt mál að fá ömmu Katrínu til þeirra að gæta þeirra. Hún hafði líka alltaf tíma til að tala við þau, leika, spila eða sauma á þau föt, en hún var mikil saumakona. Börn- in mín nutu ekki bara þeirra forrétt- inda að hafa góðan aðgang að ömmu sinni, heldur líka að Valfríði langömmu sinni, en hún bjó hjá tengdaforeldrum mínum í næstum þrjá áratugi. Þau nutu þess sem margir uppalendur telja einmitt vanta í dag að börn kynnist fleiri kynslóðum en bara foreldrum sín- um. Margar góðar minningar um samverustundir okkar koma upp í hugann, og aldreijeið sumar án þess að við færum í ferðalag með ömmu og afa í fellihýsinu þeirra. Oft enduðum við á Flúðum eða í nágrenni við Flúðir og kom það okkur því ekkert á óvart að þau festu kaup á landskika í Villinga- holtshreppi fyrir nokkrum árum. Ekki entist þeim aldur til að fylgj- ast með gróðrinum þar vaxa, þess fá aðrir að njóta, en tengdamóðir mín hafði mikla ánægju af öllum gróðri eins og garðurinn hennar, gróðurhúsið og Merkulaut báru vitni um. Hún bar mikla virðingu fyrir öllum gróðri og hafði unun af að koma til plöntum, græðlingum, taka upp rótarskot og sá alls konar plönt- um sem hún gaf öðrum til gróður- setningar. Hún var natin við allt sem þurfti aðhlynningar og þannig er minningin um hana hvernig hún hlúði að bamabörnunum sínum sem vora það dýrmætasta sem hún átti, enda er söknuður þeirra mikill. Takk fyrir allt og allt. Tengdadóttir. Nú er hún Katrín mín farin, far- in yfir móðuna miklu, þangað sem Grímur var farinn þremur árum á undan henni. Við eigum aldrei oftar eftir að sitja við eldhúsborðið hennar í há- deginu og borða kjötsúpuna góðu, en engin eldaði jafn góða kjötsúpu og hún. Við eigum heldur ekki eft- ir að drekka kaffi hvor hjá ann- arri, eða ég að leita ráða og álits hjá henni. Eg hef þekkt hana svo lengi og náið, að mér fínnst eins og ég hafi misst systur, sem verið hefur mér mjög náin og kær. Við unnum mikið saman til margra ára, raunar áratuga. Hæst ber þó í mínum huga vinna okkar við húsakynni Framsóknarfélag- anna í Kópavogi, að Digranesvegi 12. En í nokkrar vikur unnum við þar, allt frá kl. 7.30 að morgninum fram undir kl. 19 eða lengur, við að koma húsnæðinu í stand eftir gagngerar breytingar og svo að baka með kaffinu til að hægt yrði að opna það á ákveðnum tíma. Grímur maður hennar var líka óþreytandi við að hjálpa okkur eftir að hann kom heim frá daglegri vinnu. Við þijú voram því stolt eins og „hanar á haug“, daginn sem opnað var vissum við að við ættum þama stóran hlut. Katrín átti mjög auðvelt með að umgangast fólk og aldrei sagði hún hnjóðsyrði um nokkurn mann, en reyndi ávallt að gera öðrum gott og láta gott af sér leiða. Hún stóð eins og klettur er Grím- ur lést í ágúst fyrir þremur árum. En í júlíbyrjun það sama sumar fórum við í helgardvöl að Hvann- eyri, þar sem orlofskonur úr Kópa- vogi dvöldu þá. Grímur hvatti hana mjög að fara þetta með mér, hún myndi hafa mjög gott af því. Sjálf- ur var hann þá helsjúkur orðinn og rúmliggjandi. En Katrín hafði starf- að í orlofsnefndinni í 15 ár, þó hún starfaði þar ekki lengur, verið far- arstjóri a.m.k. fimm sinnum og þekkti því margar kvennanna sem dvölu þarna. Þessi ferð varð okkur báðum mjög ánægjuleg og hafði hún gott af að fá þessa stuttu hvíld. Hún var mjög duleg að skreppa í dagsferðir austur í landið sitt og hlúa að plöntum og gróðursetja fleiri, eftir að Grímur lést og var henni mikil ánægja í því. Hún hugs- aði líka vel um allar plönturnar heima, bæði í gróðurhúsinu og garðinum. Hún var mjög vel heima í öllu er að görðum og gróðri lýtur og má með sanni segja, að hún hafði „græna fingur". Henni lét mjög vel að sauma og saumaði óteljandi flíkur bæði á sjálfa sig og aðra og oft fékk ég góð ráð hjá henni varðandi sauma- skap. Katrín var mikil félagsmálakona og leiddi það af sjálfu sér að hún var kjörinn fyrsti formaður félags- ins okkar, Freyju, félags framsókn- arkvenna í Kópavogi, og ruddi brautina fyrir þær konur sem síðan hafa gegnt formennskunni. Hún var fulltrúi félagsins í flests- um nefndum innan Kvenfélagasam- bands Kópavogs, svo sem: Orlofs- nefnd, mæðrastyrksnefnd, lista- verkanefnd og laganefnd, en laga- nefnd skilaði tillögum að lagabreyt- ingum Kvenfélagasambandsins fyr- ir aðalfund þess í mars síðastliðn- um. 13. maí sl. fór ég til Katrínar að skila hlutum sem hún átti, þá vora hjá henni samstarfskonur hennar í Mæðrastyrksnefndinni, en hún var að láta af störfum í nefnd- inni vegna heilsubrests. Mér var umsvifalaust boðið til stofu, í kaffi og fínustu kræsingar, eins og ekk- ert væri eðlilegra, en svona var hún Katrín mín alltaf. Barnabörnin hennar þtjú, Katrín, Hreiðar og Eyrún litla, sem nú er reyndar orðin stór, áttu stórt rými í hjarta hennar. Hún var stolt af þeim og ekki að ástæðulausu. Hún átti raunar mörg önnur „barna- böm“ því hún var „leikskólaamma“, líklega fyrsta „leikskólaamman" sem um getur og fyrir örskömmu kom hún í stutta ferð heim af sjúkrahúsinu, sat hún þá í stól og fylgdist með leikskóalbörnunum, er þau gróðursettu græðlinga úr garð- inum hennar. Eg veit að henni hef- ur verið það ómetanlegt því bæði börn og gróður áttu svo stóran hiut i henni. Oddur sonur hennar, Herdís kona hans og börnin þeirra, eyddu mikl- um tíma með henni á sjúkrahúsinu og aldrei kom ég þar, svo hún segði mér ekki að eitthvert þeirra hefði komið í dag, einnig voru aðrir nán- ir ættingjar mjög duglegir að heim- sækja hana, svo og vinir og kunn- ingjar. Hún átti jafnvel góð ráð að gefa mér, helsjúk orðin, er ég tjáði henni að við Sigurbjörg Björgvinsdóttir myndum fara með orlofskvennahóp í Þórsmörk 22.-23. júní, nefndi hún við mig, að það gæti nú orðið kalt að kvöldi, þótt sólskin væri að deg- inum, og skyldi ég því hafa hlý föt aukreitis, betra væri að hafa þau til staðar., Er Oddur sonur hennar hringdi til mín á föstudaginn 28. júní og tjáði mér lát henar, varð ég ekki undrandi. Ég vissi að annars var ekki að vænta. Oddur sagði mér að hún hefði spurt hann nokkru áður, hvort við værum enn í Þórs- mörk. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, við andlát kærrar vin- konu. En mig skortir bæði orð til að tjá mig og svo er sálin viðkvæm á þessari stundu. Ég læt því öðrum eftir að geta um öll góðu verkin hennar Katrínar. Guð geymi hana og gæti, ásamt Grími. Ég votta Oddi, Herdísi og börn- um þeirra, systkinum hennar og öðru venslafólki dúpstu samúð mína. Birna Árnadóttir. Hver minning dýrmæt periaað liðnum lifsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjðf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Þessar ljóðlínur Ingibjargar Sig- urðardóttur komu upp í hugann þegar mér var tilkynnt lát athafna- konunnar Katrínar Oddsdóttur. Mig setti eitt andartak hljóða, þrátt fyr- ir að ég vissi að „svefninn eilífí“ væri eina lausnin á þeirri hetjulegu baráttu sem háð hafði verið. „Ég er þakklát fyrir þessa þriggja ára framlengingu á líf mitt, en nú verður líklega ekki lengur streitst á móti, góða mín.“ Þannig mælti Katrín að því er virtist æðru- laus og fullkomlega meðvituð um það sem í vændum var, þegar hún kvaddi mig og gaf mér síðustu heii- ræðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.