Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT NÓTASKIPIÐ Elliði á loðnumiðunum Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson Allar verksmiðjurnar nú yfirfullar af loðnu LOÐNUVEIÐI gengur ennþá vel og hafa verksmiðjur varla við að vinna loðnuna en hún er sem fyrr full af átu og geymist því mjög illa og varla meira en tvo til þijá sólar- hringa eftir að hún hefur verið veidd að sögn kunnugra. Alls hafa um 70.000 tonn af loðnu borizt á land nú frá mánaðamátum. Lauslega má áætla verðmæti afurða úr þeim afla að upphæð um 700 milljónir króna. Veiðigeta loðnuskipanna er mun meiri en afkastageta verksmiðjanna og hefur skipum þvi verið haldið í landi í allt að tvo sólarhringa eftir löndun til að reyna að stjórna veið- unum. Endurbætur í Neskaupstað Byijað var að taka á móti loðnu hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaup- stað á fimmtudag og voru komin um 4.500 tonn af loðnu á land þar í gær að sögn Jóns Más Jónssonar Afurðaverðmæti veiddrar loðnu um 700 milljónir verksmiðjustjóra. Hann segir mikla átu í loðnunni og hún sé mjög lé- legt hráefni til geymslu. Hann seg- ir loðnuna hinsvegar vel feita og að úr henni komi mikið lýsi. Unnið hefur verið að endurbótum á verksmiðjunni í Neskaupstað, byggt var 900 fermetra hús og bætt við nýjum þurrkurum og mjöl- kerfi til framleiðslu á hágæðamjöli. Jón segir að afkastageta verksmiðj- unnar aukist ekki mikið við þessar breytingar og sé um 1.000 tonn á sólarhring. Tæp 70.000 tonn á land í gær voru komin á land um 68 þúsund tonn af loðnu á sumarver- tíðinni. Mest hefur komið á land hjá verksmiðjum SR Mjöls á Siglu- firði og Seyðisfirði, rúm 9 þúsund tonn á hvorum stað. Tæpum 6 þús- und tonnum hefur verið landað hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um og svipuðu magni hjá Loðnu- vinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði. Loðnuveiðarnar hófust á svipuð- um tíma í fyrra, en ekki með jafn miklum krafti. Skipin byijuðu ekki öll strax, en veiðin var þó þokkaleg fram eftri júlímánuði. Er leið að vezlunarmannahelgi, datt hún síðan alveg niður og ekkert veiddist eftir það. Þá var einnig mikið um smá- loðnu í aflanum, en svo er ekki nú. -----» ♦ ♦----- Rækjan í Barents- hafi að braggast RÆKJUSTOFNINN í Barentshafi er nú að braggast verulega. Eftir mörg léleg ár varð vöxturinn um 30% í fyrra. Frá árinu 1990 hefur rækjuafli í Barentshafí minnkað jafnt og þétt. Aflinn í fyrra var minni en nokkru sinni frá því rækju- veiðarnar hófust fyrir alvöru í lok sjöunda áratugarins. Vöxturinn í stofninum er fyrst og fremst rakinn til góðs árgangs og minna rækjuáts þorsksins, sam- kvæmt rannsóknum Michaelu Asc- han, fískifræðings í Tromsö. Hún segir að sterkur árangur frá árinu 1992 sé orðinn mikill hluti veiði- stofnsins og í miðju Barentshafi stendur hann undir 50 til 70% afl- ans. Aschan telur einnig að hærra hitsastig sjávar hafi jákvæð áhrif á vöxt og viðkomu rækjunnar. Sam- kvæmt niðurstöðum norskra og rúsneskra fiskifræðinga er vöxtur rækjustofnsins mestur á Thor- Iversen banka, en einng austur af Hopen og við Svalbarða. Þá er stofninn í vexti út af ströndum Tromsfylkis og Finnmerkur. Þorskurinn hefur tekið stóran skerf af rækjunni í Barentshafi og metur Hafrannsóknastofnunin í Bergen það svo að þorskurinn hafði étið rækjustofninn úr 630.000 tonn- um árið 1994 niður í 350.000 árið eftir. Sumamrild í septemiber ísland, Danmörk og Þýskaland 2.-11. sept. Ekið verður frá Reykjavík norður um land til Mývatns þar sem gist verður fyrstu nóttina. Þaðan er ekið til Seyðisfjarðar og siglt, með viðkomu í Færeyjum til Danmerkur, ekið inn í Þýskaland og dvalið þar á sumardvalarstaðnum Damp við Eystrasalt næstu fimm daga og farnar dagsferðir þaðan. Þann 10. september er síðan ekið til Hamborgar og gist þar eina nótt og flogið þaðan þann 11. september klukkan 17:40. Verð á mann 59.860 Innifalið ersigling, flug, allur akstur, gisting í tveggja manna herbergjum með baði, flugvallarskattur og íslensk fararstjórn. Ath: Fyrirhugaðar eru fleiri og styttri ferðir til Þýskalands í haust. Einnig er hægt að hefja ofangreinda ferð með flugi til Hamborgar þann 8. september. <3 Ferðaskrifstofa GUDMUNDAR JÓNSSONAR HF. Borgartúni 34, sími 511 1515 * |». 1H ; n Wf ‘ . JkcÆÍ Reuter 15.000 manns funda um alnæmi STÆRSTA ráðstefna sem hald- in hefur verið um alnæmi hófst í Vancouver í Kanada á sunnu- dag. Þar eru saman komnir 15.000 vísindamenn, starfs- menn heilbrigðisþjónustu, áhugamenn um baráttuna gegn veikinni, stjórnmálamenn, blaðamenn og sjúklingar til þess að skiptast á skoðunum en ráðstefnunni lýkur nk. föstudag. Talið er að 22 millj- ónir manna, kvenna og barna séu smituð. Á myndinni flytur David Dingwall heilbrigðis- málaráðherra Kanada setning- arræðu en nokkrir fundargesta notuðu tækifærið til að hafa í frammi mótmæli við það tæki- færi. Samið um einföldnn þýzkrar réttritunar Reg'lum fækkað um nær helming EFTIR áralangt karp hafa nú loks verið afgreiddar nýjar réttritunar- reglur fyrir hina þýzku tungu. Fulltrúar frá þeim löndum Evrópu, þar sem þýzka er annaðhvort opin- bert mál eða við- urkennt sem minnihlutamál, þ.e. frá Þýzka- landi, Austur- ríki, Sviss, Li- echtenstein, Belgíu, Ung- veijalandi, Rúmeníu og Italíu, und- irrituðu 1. júlí samkomulag sem kveður á um einföldun réttritunar- reglna þýzkunnar. Nýju reglurnar eru niðurstaða fimmtán ára undirbúningsstarfs, sem tafðist svo lengi ekki sízt vegna athugasemda og aukalegra tillagna sem stjórnmálamenn bættu við til- lögur sem sérfræðingar höfðu kom- ið sér saman um. Mörgum stjórn- málamönnum fannst upprunalegar tillögur sérfræðinganna ganga of langt í einföldunarátt. Reyndar er mun lengra en 15 ár síðan stefnan var sett á endur- skoðun þýzku réttritunarreglnanna, sem allt fram að þessu grundvallast á samþykkt frá árinu 1901. Árið 1955 ákváðu menningarmálaráð- herrar þýzku sambandsríkjanna að stefna að slíkri endurskoðun, en þar til hún yrði afgreidd yrði aðlögun reglnanna í höndum orðabókaút- gáfunnar Duden. Síðan þá hefur Duden haft jafngildi einkaleyfis á því hvað teldist rétt þýzk stafsetn- ing. Hreintungusinnar áhyggjufullir Hreintungusinnar höfðu haft áhyggjur af niðurstöðum breyting- anna, en nú tókust loks í sættir um málamiðlun. Til dæmis verður fram- vegis leyfilegt að skrifa | orð eins og Ketchup (orð } af enskum uppruna) og : Mayonnaise (orð af frönskum uppruna) upp á máta sem betur samsvarar framburði þeirra: Ketsch- up, Majonase. Hins vegar munu til dæmis orð sem til stóð að leyfa ætti að skrifa Alfabet, Kata-strofe, Re- storant og Triumf eftir mót- mæli menningarmálaráð- herra þýzku sambandsland- anna í desember sl. eftir sem áður standa sem Alphabet, Katastrophe, Restaurant og Triumph í orðabók- um. Nýja samkomulagið mun innleiða ýmsar breytingar til einföldunar hingað til gildandi reglna. Þannig fækkar réttritunarreglum í staf- setningar„biblíunni“ þýzku, Duden um nærri helming, úr 212 í 112. Reglum um kommusetningu fækk- ar úr 52 í 9. Gleðitíðindi fyrir skólabörn Þessi niðurstaða eru gleðitíðindi fyrir þýzkumælandi skólabörn og útlendinga sem eru að byija að læra þýzka stafsetningu og ekki sízt fyrir orðabókaútgefendur sem eygja væna gróðavon. Skólar eru þó ekki skyldugir til að taka upp móðurmálskennslu samkvæmt nýju reglunum fyrr en vorið 1998. Allir þeir sem lögðu á sig að læra hinar flóknu reglur sem hingað til hafa gilt geta huggað sig: við að þær munu gilda jafnhliða nýju regl- unum' fram til ársins 2005, að minnsta kosti í skólum og hjá opin- berum stofnunum. Byggt á Reuters og Die Zeit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.