Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FRÚ Helga Björnsdóttir, Bragi Einarsson og frú Brynhildur Jónsdóttir, voru sérstaklega heiðruð fyrir störf í þágu Hveragerðisbæjar. Mikið um dýrðir á afmælishátíð í Hveragerði Hveragerði - Veðurguðirnir voru Hvergerðingum sannarlega hlið- hollir sl. laugardag þegar bæjarbú- ar héldu hátíðlegt hálfrar aldar afmæli bæjarins. Mikill fjöldi gesta naut þess að taka þátt í fjöl- breyttri dagskrá sem skipulögð hafði verið í tilefni dagsins og ynd- islegt veður jók á hátíðleikann. íþróttahús bæjarins var þéttset- ið þegar hátíðin var sett að við- stöddum forseta íslands, þing- mönnum kjördæmisins og fleiri góðum gestum. Bragi Einarsson, formaður afmælisnefndar setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Að því loknu tók Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, til máls og ávarpaði Hvergerðinga og gesti þeirra. í ávarpi sínu rifjaði frú Vigdís meðal annars upp kynni sín af Hveragerði og Hvergerðingum fyrr á árum er hún sótti bæinn heim sem fararstjóri erlendra ferðamanna. Knútur Bruun, forseti bæjar- stjórnar, heiðraði sérstaklega þijá einstaklinga sem allir hafa lagt mikið af mörkum til að gera bæjar- félagið betra. Frú Brynhildur Jóns- dóttir var heiðruð fyrir óeigin- gjamt starf að skógræktarmálum í fjöldamörg ár. Frú Helga Bjöms- dóttir, ekkja Gísla Sigurbjörnsson- ar á Dvalarheimilinu Asi, fyrir störf í þágu aldraðra og loks Bragi Einarsson í Eden fyrir framlag sitt til ferðamála í Hveragerði. Að ávörpum loknum var opnuð í íþróttahúsinu glæsileg blómasýn- ing sem dreifingarfyrirtæki garð- yrkjubænda, Blómamiðstöðin og Blómasalan áttu heiðurinn af. A sýningunni mátti líta ótal afbrigði íslenskrar framleiðslu blómabænda jafnt afskorinna blóma sem potta- blóma. Greinilegt var á sýningar- gestum að fjölbreytileikinn vakti mikla athygli enda var íþróttahúsið sem litskrúðugt gróðurhús yfir að líta. Myndlistarsýning á verkum HUCKE internaYional LANDIÐ KONUR sem þvoðu þvott sinn að gömlum sið á hverasvæðinu fengu góða aðstoð frá frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands. Kristins Péturssonar var síðan formlega opnuð í Grannskóla Hveragerðis. Kristinn Pétursson var lengi búsettur í Hveragerði og er það kærkomið tækifæri sem nú býðst að sjá á einum stað yfirlit yfir vinnu listamannsins. Sýningin sem setter upp í samvinnu við lista- safn ASÍ verður opin til 28. júlí. Forseti íslands gekk í farar- broddi gesta að hverasvæðinu í miðju bæjarsins en þar var vígt nýtt sýningarhús og svæðið form- lega opnað gestum. Á hverasvæð- inu hafa verið gerðar miklar um- bætur. Stígar verið lagðir milli hveranna, hveralækirnir brúaðir, tijáplöntur gróðursettar og svæðið í heild hefur tekið miklum stakka- skiptum. I hinu.nýja sýningarhúsi hefur verið komið fyrir upplýsingum um hverina, jarðsögu svæðisins og umfjöllun um hveralíffræði ásamt því að það hýsir ýmsa þjónustu við ferðafólk. Að lokum má geta þess að sýn- ing á ljósmyndum frá árdögum byggðar í Hveragerði hefur verið sett upp í húsnæði Verkalýðsfé- lagsins Boðans í tilefni af afmæl- inu. Þar geta áhugasamir fengið innsýn í þróun byggðar, atvinnu- starfsemi og menningu fyrri tíma í Hveragerði. Sýningin er opin alla daga til 14. júlí. Vatnalífssýning opnuð á Hólum í Hjaltadal Allar tegundir ís- lenskra ferskvatnsfiska SÝNINGIN Líf í fersku vatni á íslandi var opnuð á Hólum í Hjaltadal síðastliðinn laugardag. Er þetta í fyrsta skipti sem slík sýning er haldin hér á landi. „Eitt af meginverkefnum bændaskólans er á sviði vatna- vistfræði, vatnanýtingar og fisk- eldis. Með þessari sýningu viljum við sýna hvað við erum að gera á þessu sviði og sinna upplýs- inga- og fræðsluskyldu við ferðafólk sem kemur heim að Hólum,“ segir Jón Bjarnason skólastjóri Hólaskóla. Sýningin er sett upp í tengslum við fisk- eldisbraut skólans og ferðaþjón- ustu á hans vegum. Sýningin er í haughúsinu á Hólum. Rögnvaldur Ólafsson húsameistari teiknaði gamla fjósið sem byggt var um 1910. Fjósið hefur verið endurbyggt en haughúskjallarinn og gamla hlaðan standa enn. Nú hefur haughúsið fengið þetta nýja hlutverk og af því tilefni fengið nokkra andlitslyftingu. I stórum glerbúrum hefur ver- ið komið fyrir öllum tegundum íslenskra ferskvatnsfiska og flestum tegundum smádýra sem lifa í þeirra umhverfi svo og botngróðri. Sérstök áhersla er lögð á að kynna bleikjuafbrigði enda hefur íslenska bleikjan vak- ið áhuga innlendra og erlendra vísindamanna. Á sýningunni er fiskur og smádýr úr skagfirsk- um vötnum og umhverfi en einn- ig víðar að, til dæmis úr Þing- vallavatni og Mývatni. Guðmundur Bjarnason, um- hverfis- og landbúnaðarráð- herra, opnaði sýninguna við at- höfn í Hóladómkirkju. Sýningin verður allt árið um kring á Hól- um. Gert er ráð fyrir því að hún verði nýtt til kennslu og rann- sókna yfir veturinn. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ALLAR tegundir íslenskra ferskvatnsfiska eru til sýnis á vatna- lífssýningunni á Hólum. FJÖLDI gesta var viðstaddur opnun sýningarinnar í gamla haughúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.