Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slysavarnaátak Landhelgisgæslunnar, Pósts og síma og Slysavarnafélagsins Morgunblaðið/Ásdís AÐSTANDENDUR slysavarnaátaksins „Skoðum björg-unarvestin" kynntu átakið í Laugardalslaug- inni og fengu til Iiðs við sig þau Ara Edwald, aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra, Brynjólf Bjarna- son, forsljóra Granda hf., Klöru Arnalds og Ragnheiði Leifsdóttur, sem prófuðu björgunarvesti af fullkominni gerð í lauginni. Björgunar- vesti próf- uð og fólki leiðbeint ALMENNINGI gefst á morgun, miðvikudaginn 10. júlí, kostur á að koma með björgunarvesti sín til prófunar í 12 sundlaug- um víðs vegar um landið milli kl. 16 og 21, og verður slysa- varnafólk þar til staðar og gef- ur góð ráð og leiðbeiningar um notkun björgunarvesta. Að þessu átaki, sem hlotið hefur heitið „Skoðum björg- unarvestin", stendur yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu umhverfis ísland, þ.e. Land- helgisgæslan, Póstur og sími og Slysavarnafélag íslands. Þetta er fyrsta samstarfsverk- efni þeirra í slysavörnum á þessu sviði, en ráðgert er að í framtíðinni verði þetta að ár- legu slysavarnaátaki. Tilgang- urinn er að vekja athygli al- mennings á mikilvægi björgun- arvesta þegar farið er út á sjó og vötn á bátum, réttri notkun þeirra og síðast en ekki síst að minna á að reglulega þarf að kanna hvort flot vestanna virk- ar eins og ætlast er til. Að sögn Gunnars Tómasson- ar, formanns Slysavarnafélags íslands, leikur grunur á að víða sé misbrestur á því að björg- unarvesti í eigu fólks séu í full- komnu lagi. „Við höfum grun um að menn séu jafnvel að nota vesti sem fleyta fólki alls ekki og eru að öðru leyti ekkialveg eins og þau eiga að vera. Vesti sem eru orðin 5-6 ára gömul eru t.d. oft ekki með klofólum og það vant- ar á þau flautu og ýmsan annan búnað sem er á vestum í dag. Þetta eru allt atriði sem menn verða að vera vissir um að séu í lagi,“ sagði Gunnar. Þeir 12 sundstaðir sem al- menningi gefst kostur á að koma með björgunarvesti sín til skoðunar á morgun eru Laugar- dalslaug í Reylgavík, Sundlaug Akureyrar, íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum og sundlaug- arnar í Grindavík, Sandgerði, Grundarfirði, Patreksfirði, ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Höfn. Formaður kjaranefndar Félags íslenskra náttúrufræðinga um flutning Landmælinga Fliitningiir j afngildir niðurlagningu starfa EINAR Kjartansson, formaður kjaranefndar Félags íslenskra náttúrufræðinga, segir að búast megi við að ákvörðun umhverfís- ráðherra um flutning Landmæl- inga ríkisins til Akraness verði túlkuð þannig að um sé að ræða niðurlagningu á viðkomandi störf- um og að mögulega verði látið reyna á þá túlkun fyrir dómi. Einar segir að málið hafi hins vegar ekki ennþá komið til kasta félagsins. Flestir starfsmenn Landmælinga eru félagsmenn í Starfsmannaféiagi ríkisstofnana eða Félagi íslenskra náttúrufræð- inga. Arni Stefán Jónsson, fram- kvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að stjóm fé- lagsins hafi ekki tekið málið fyrir ennþá, en félagið muni gæta þess að ekki verði brotið gegn hags- munum starfsfólks Landmælinga. „Þetta er gífurlegt rask fyrir starfsfólkið og það er nánast óþol- andi að ríkisstarfsmenn þurfi að búa við svo lélegt starfsöryggi. Þetta kemur verst við eldri starfs- mennina, sem hafa unnið hjá Landmælingum í mörg ár og eru sérhæfðir í sínum störfum, og eiga því erfítt með að skipta um vinnu. Við erum í sjálfu sér ekki á móti því að ríkisstofnanir séu starf- ræktar úti á landi, en veigamikil fagleg rök þurfa að liggja fyrir flutningum á stofnun eins og Landmælingum, og okkur fínnst þau ekki vera fyrir hendi nú,“ sagði hann í samtali við Morgun- blaðið. Engin efnisleg rök fyrir flutningi Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingmaður Þjóðvaka, er algjörlega andvíg flutningunum. „Eg sé engin efnisleg rök fyrir því að flytja Landmælingar ís- lands til Akraness og auk þess hefði ég haldið að fjármunum stofnunarinnar væri betur varið í annað. Það hefur verið sátt um að stjórnsýslan eigi að vera hér í höfuðborginni og ég tel að svo eigi að vera áfram. Það má kannski hugsa sér að nýjum stofnunum yrði komið á fót úti á landi, en mér finnst algjörlega út í hött að flytja svona gamalgrónar stofnanir,“ segir Ásta Ragnheið- ur. Hlynnt flutningi stofnana Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Alþýðuflokks- ins, segist vera hlynnt flutningi ríkisstofnana út á landsbyggðina. „Við höfum talið það jákvætt að skoða flutning ríkisstofnana út á Iand og að efla hin ýmsu bæjarfé- lög með þeim hætti. Auðvitað er mjög mikilvægt að taka eins mik- ið tillit til starfsfólksins og unnt er, og ég tel mikilvægt að í undir- búningi slíkra flutninga sé haft náið og gott samráð við starfs- menn,“ segir Rannveig. Hún kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hvort eðlilega hefði verið staðið að samráði við starfsfólk Landmælinga að þessu sinni. HjHi p GúbJd ndí BOKASUMAR I SIJORNARSKRA | I YDVFI PISINS { ISLANPS nf..y ;;; [ m tv \ . h.; -u ' [ v \ . > 7 .<.*-■ ’■ ' V - a VAKA-HELGAFELL » Lifandi útgáfa -115 ár • Lesum í sumar illll 65% af heyi baggað TALIÐ er að 800-1.000 tonn af plasti falli til í landbúnaði hérlendis á hveiju ári og þar af eru tæp 900 tonn af heybaggaplasti, að sögn Grétars Einarssonar deildarstjóra hjá bútæknideild Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins á Hvanneyri. Rúlla af heybaggaplasti kostar um 4.000 krónur, og fást um 20 baggar úr rúllu. Má því gera ráð fyrir að bændur noti heybaggaplast fyrir um 160-200 milljónir á ári. Grétar segir að hlutfall böggunar í heildar heyfeng landsmanna hafi aukist mikið seinustu ár, og sé nú um 65% af öllu heyi baggað í plast. Hins vegar hafí heyfengur dregist saman á sama tíma, vegna fækkun- ar gripa og lítillar aukningar í mjólkurframleiðslu, þannig að plastnotkunin hafi ekki vaxið um- talsvert. „Nær ekkert hefur verið byggt af heygeymslum á undan- förnum árum, því sem stendur sjá menn ekki ástæðu til að byggja hlöður,“ segir hann. Aðspurður um hugsanlega meng- unarhættu segir hann menn hafa velt fyrir sér ýmsum möguleikum við endurnýtingu plastsins, en það hafi sýnt sig að það henti illa við endurvinnslu sökum þess hversu mikið hey og rusl verði eftir í því og dýrt sé að hreinsa plastið. Hins vegar komi til greina að nota það við framleiðslu kubba í vörubretti og á Akureyri sé þegar reynt að nota hráefnið í því skyni. Faríð að lækna- lögnm AUÐUR Guðjónsdóttir, móðir Hrafnhildar Thoroddsen, gagnrýnir harðlega framgöngu landlæknis og taugaskurðlækna gagnvart dr. Zhang, kínverskum lækni sem gerði aðgerð á dóttur hennar, í viðtali sem birtist í sunnudagsblaðið Morgun- blaðsins. Leitað var til Bjama Hannesson, taugaskurðlæknis og einn stjórnarmanna í heila- og taugaskurðlæknafélagi íslands, og sagði hann að félagið hafí sent fyr- irspurn til landlæknis eins og þeim beri að gera samkvæmt læknalög- um, þar sem vakin var athygli á aðgerðinni. Að sögn Bjarna liggur úrskurður landlæknis fyrir og eins og fram hafi komið í viðtalinu við Auði, leit- aði landlæknir eftir áliti Kristjáns Ragnarssonar endurhæfingarlækn- is, sem starfar í Bandaríkjunum, en hann byggði sitt álit á viðtölum við sérfræðinga í New York. „Hvað gerðist í framhaldi af því er ekkert sem við ráðum við,“ sagði Bjarni. „Við vinnum ekki á Land- spítalanum og höfum engin áhrif þar.“ Vegna hugsanlegrar kæru á hendur Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna rangrar sjúkdómsgreiningar og meðferðar sagði Bjarni að tauga- skurðlæknar þar hafi aldrei tekið þátt í meðferð á Hrafnhildi. Eins og fram komi í viðtalinu hafi það verið Halldór Jónsson læknir, sem tók við meðferðinni fimm dögum eftir slysið og leitaði hann aldrei álits heila- og taugaskurðlækna. „Ég get ekki borið neitt um með- ferðina, ég þekki hana ekki,“ sagði Bjarni. Ólafur Ólafsson landlæknir vildi ekki að svo stöddu svara gagnrýni Auðar þegar leitað var til hans. Unun semur við breska útgáfu Skrifað undir á Jökli HUÓMSVEITIN Unun hyggst undirrita á Snæfellsjökli út- gáfusamning við erlenda út- gáfu þann 23. júlí. Samningur- inn felur í sér útgáfu á sex breiðskífum á næstu 5-10 árum og verulegar fjárupphæðir. Að sögn Árna Benediktsson- ar umboðsmanns Ununar er samningurinn við breska fyrir- tækið Go! Discs, undirmerki risafyrirtækisins Polygram, af- rakstur margra mánaða samn- ingaumleitana og að á endan- um hafí fyrirtækin Epic og Go! Discs keppst um útgáfuréttinn. Árni segir Unun hafa gengið til liðs við Go! Discs vegna þess að það fyrirtæki hafi boðið hljómsveitinni mest frelsi til að haga málum að vild. Árni vildi ekki greina nánar frá upphæð samningsins og sagði að allar vangaveltur um slíkt væru villandi þar sem end- anleg útkoma færi eftir því hvernig plötur hljómsveitarinn- ar seldust erlendis. Árni segir loks að væntan- legur sé til landsins tíu manna hópur starfsmanna Go! Discs og breskra blaðamanna og sé stefnt að því að fara með hann vestur á Snæfellsnes og undir- rita samninginn á Jökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.