Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 60
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, StMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hátt hlutfall örorkulífeyris af greiðslum lífeyrissjóða veldur áhyggjum Hugmyndir um endurhæfingar- stöð sjóðanna FJÖLGUN þiggjenda örorkulífeyris og hlutfallslega miklar örorkulífeyr- isgreiðslur lífeyrissjóða innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða, sam- anborið við ellilífeyri á síðustu árum, hefur valdið talsverðum áhyggjum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL, telur þó að hámarkinu hafi verið náð og að hlutfall örorkulífeyris fari nú lækk- andi. „Þetta er minna en á sama tíma í fyrra. Ég á von á að þetta hlutfall muni því breytast töluvert á næstu árum, vegna þess að menn fara að ávinna sér meiri ellilífeyris- réttindi," segir Hrafn. Rætt hefur verið um þann mögu- leika að lífeyrissjóðirnir komi sér upp sérstökum jöfnunarsjóði vegna þess að örorkulífeyririnn leggst misjafnlega á sjóðina. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um hvort líf- eyrissjóðirnir ættu að koma sameig- inlega á fót endurhæfingarstöð og að sögn Hrafns er vel hugsanlegt að það mál verði skoðað nánar á næstunni. „Það gæti verið sparnað- ur fyrir sjóðina að efla forvarnar- starf og endurhæfingu,“ sagði Hrafn. Fjölgun þegar þrengist um á vinnumarkaði Gjaldfærður örorkulífeyrir hjá líf- eyrissjóðum innan SAL nam 36,9% af lífeyrisgreiðslum á árinu 1994 en ellilífeyrir 47,8%. Lífeyrisgreiðslur allra lífeyrissjóða landsins skiptust þannig samkvæmt síðustu skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans að elli- lífeyrir var 59,6%, örorkulífeyrir 18,8%, makalífeyrir 19,7% og barna- lifeyrir 1,9%. Fjöldi örorkumata hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. I fyrra fengu 640 manns örorkulífeyris- greiðslur í fyrsta skipti og er gert ráð fyrir að endurmöt fyrir SAL- sjóðina verði 1.250 á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Hrafns. Hann telur að fjölgun örorkulífeyr- isþega fari að töluverðu leyti eftir efnahagsástandinu þegar þrengist um á vinnumarkaði. Veruleg fjölgun bótaþega hefur einnig komið fram í almannatrygg- ingakerfinu. Hjá Tryggingastofn- un ríkisins (TR) fjölgaði þiggjend- um örorkulífeyris um 107% frá árinu 1985 til 1995. Er aukið at- vinnuleysi talin meginskýringin á fjölgun bótaþega. í nýlegri skýrslu Ríkisendur- skoðunar kom fram að örorku- greiðslur TR hækkuðu um 780 millj. króna á síðustu fjórum árum eða um 24%. Ríkisendurskoðun benti á að engar þær breytingar hefðu orðið á reglum um örorkulíf- eyri né hefði fjárhæð bóta vaxið sem skýrt gæti þessa aukningu. Þess í stað mætti rekja hana til mikillar fjölgunar bótaþega á und- anförnum árum. Úrskurður eftir endurhæfingu Vinnureglur lífeyrissjóðanna vegna örorkulífeyrisgreiðslna hafa verið hertar í kjölfar aukinnar ásóknar og áhersla er lögð á að örorkumötin séu samræmd. „Við erum mun harðari á því í dag en áður að úrskurða ekki fyrr en að lokinni endurhæfingu,“ segir Hrafn. „Timbr- aðri“ eft- irlanda- drykkju? 40-50 togarar ferð- búast í Smuguna GERA má ráð fyrir að á milli fjöru- tíu og fimmtíu íslenskir togarar muni stunda veiðar í Smugunni þegar allt er talið, samkvæmt upp- lýsingum frá Pétri Erni Sverris- syni hjá Aflamiðlun. Nokkur skip eru þegar lögð af stað og mörg hver eru að leggja úr höfn og ferðbúast. Sindri VE, einn af togurum Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, var fyrstur á miðin að þessu sinni. Hann kom í Smuguna fyrir helgi og hóf veiðar þá þegar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar, skipstjóra á Sindra VE, eru afla- brögð í Smugunni mjög dræm, en í gær þegar náðist í Hilmar var Sindri eina íslenska skipið á svæð- inu. Hilmar segir mjög lítið um að vera á miðunum, en auk Sindra eru nú fimm portúgalskir togarar í Smugunni. Nokkur íslensk skip eru þó lögð af stað og von var á Sigli þangað í gærkvöldi. „Það hefur verið mjög rólegt hérna hjá okkur og lítið fiskerí. Það er yfir- leitt togað í sex tíma og stundum alveg upp í sjö og við höfum kom- ist mest í þriggja tonna afla eftir sex tíma tog, en oftast er skammt- urinn um hálft annað tonn,“ segir Hilmar. Mjög kaldur sjór Að sögn Hilmars eru skipin að veiðum sunnarlega í Smugunni, en hann segir að sjórinn sé mjög kaldur þegar norðar dregur. „Við sigldum norðar í Smuguna í gær [í fyrradag] en þar var sjórinn mjög kaldur, allt niður í -0,9 gráð- ur. Við snerum því við og erum nú á veiðum á sama svæði og Portúgalarnir," sagði Hilmar. Hann segir veður hafa verið mjög gott frá því að þ'eir komu í Smug- una, sól upp á hvern dag og þokka- lega hlýtt. Pétur Örn segir að svo virðist sem fréttir af dræmum aflabrögð- um ætli ekki að draga úr mönnum að halda í Smuguna. Langt í frá sé að Smuguveiðar séu fullreyndar þó byijunin hafi gengið slælega hjá Sindra. Togarar hafa getað veitt í Smugunni allt fram í des- embermánuð, en að sögn Péturs Arnar hefur reynslan sýnt að krafturinn er úr veiðunum í lok september. Auk fjölda frystitogara verður talsverður fjöldi af skipum sem salta um borð að veiðum og stöku ísfisktogarar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Heim að Hólum BORN á leikjanámskeiði Ung- mennafélagsins Tindastóls og Sauðárkróksbæjar fengu að fara heim að Hólum á dögunum til að skoða staðinn og bregða sér á hestbak. Þau höfðu með sér nesti og borðuðu það í gras- brekkunni framan við gamia Hólabæinn. Gullnáma * opnuð UMMERKI eftir gulileit á fyrri hluta aldarinnar í landi Þormóðs- dals í nágrenni Hafravatns hafa komið í ljós undanfarna daga. Þar er nú borað eftir gulii á vegum fyrirtækisins Melmis hf., sem er félag í eigu kanadískra, ástr- alskra og sænskra aðila ásamt Málmís hf., sem Iðntæknistofnun og Kísiliðjan við Mývatn eiga. Að sögn Hjalta Franzsonar jarðfræð- ings er verið að grafa niður á kvartsgöng sem gullleifar hafa fundist í og verða boraðar nokkr- ar holur. I gömlu göngunum fannst m.a. vagn sem notaður var til að flytja kvartsmulning úr námunni. Hjalti varar við því að óviðkomandi séu á ferð við ganga- munnana þvi að hætta sé á hruni. Verkefnissljóri við gullleitina er sænski jarðfræðingurinn Frede- rik Ross, en á myndinni er Gísli Hjartarson gröfumaður við kvartsæð. Morgunblaðið/Kristinn NIÐURSTÖÐUR samanburð- arrannsóknar á innihaldsefnum í löglegu og ólöglegu áfengi benda til þess að svokallaður landi innihaldi meira magn af „fúsilum" en gengur og gerist með annað áfengi, að undan- skildu koníaki. Talið er að svo- kallaðir „timburmenn" stafi öðru fremur af „fúsilum", sem eru aukaefni í áfengi. Rannsóknin var gerð af lyfjafræðingunum Kristínu Magnúsdóttur og Þorkeli Jó- hannessyni hjá Rannsóknar- stofu í lyfjafræði og birtust niðurstöður hennar í nýjasta tölublaði Tímarits um lyfja- fræði, sem gefið er út af Lyfja- fræðingafélagi íslands. Rúm- lega 80 sýni af ólöglegu áfengi, sem lögregluyfirvöld sendu Rannsóknarstofunni árið 1993, voru notuð í rannsóknina. Til samanburðar voru notuð sýni úr þremur vískitegundum, þremur koníakstegundum, þremur tegundum af rommi og átta tegundum af sterkum bjór. Kemst næst koníaki Mest magn umræddra auka- efna mældist í koníaki. Magn þeirra í ólöglegu áfengi var oftast milli þess sem fannst í koníaki annars vegar og viskí og bjór hins vegar. í rommi fannst mjög lítið magn auka- efnanna. Tiltölulega lítið er vit- að um eituráhrif þessara efna, en þó er talið að svokallaða „timburmenn" megi öðru frem- ur rekja til þeirra. Samanborið við aðrar áfengistegundir er þó varla hægt að segja að magn aukaefnanna í ólöglegu áfengi sé skaðlegt. VÖKVI úr liruggtækjum af þessu tagi getur verið slæmur fyrir lieilsuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.