Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta einkarekna leiðbeiningarþj ónustan í landbúnaði stofnuð Nauðsyn að taka upp samkeppni í þjónustu Fyrsta einkafyrirtækið á sviði leiðbeiningarþjón- ustu í landbúnaði var stofnað í vikunni. Eigandi fyrirtækisins, Sverrir Bjartmarz, segist í s'amtali við Egil Olafsson vera sannfærður um að þessi þjónusta verði á næstu árum skilin frá Bændasam- tökum íslands. SVERRIR Bjartmarz landbúnaðar- hagfræðingur hefur opnað fyrstu einkareknu leiðbeiningarþjón- ustuna í landbúnaði. Sverrir, sem er fyrrverandi hagfræðingur Bændasamtakanna, segist gera ráð fyrir að gerðar verði grundvallar- breytingar á skipulagi leiðbeining- arþjónustunnar eftir eitt ár. Mikil þörf sé á að innleiða samkeppni í þennan hluta landbúnaðarins eins og aðra þætti hans. Leiðbeiningar- þjónustan sé of dýr í dag og ekki nægilega árangursrík. I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997 er gert ráð fyrir að Bænda- samtökin fái 80 milljónir og búnað- arsambönd 47 milljónir til að standa undir kostnaði við leiðbeiningar- þjónustu. í athugasemd- um með frumvarpinu kemur fram að ríkið áformi að draga úr fjár- framlögum til þessarar þjónustu á næstu árum. Sverrir sagðist gera ráð fyrir að stigið verði stórt skref í þessa átt í íjárlagafrumvarpi fyrir árið 1998 og Bændasamtökin bregðast við því með uppsögnum á ráðunautum eða einhverjum öðrum hætti. Breytingar árið 1998 Sverrir sagði að til að bytja með kæmi hann ti! með að leggja áherslu á að veita bændum rekstrarráðgjöf og bókhaldsþjónustu. Bændur hafa getað keypt þessa þjónustu af bún- aðarsamböndum. „Þessi þjónusta er niðurgreidd í dag. Ráðunautarnir hafa sagt mér að þjónustan standi undir launakostnaði, en ekki undir leigu á húsnæði, kaupum á hugbún- aði, vélbúnaði, ferðum og öðru slíku. Samkeppnisstaða verður því erfíð, en ég sé fram á miklar breyt- ingar á þessu sviði og tel því tíma- bært að stíga þetta skref núna. Ég þarf tíma til að byggja upp þá þjónustu_ sem ég er að fara af stað með. Ég þarf að kynna mig og koma mér upp gæðakerfi o.fl. Þetta starf ætla ég að vinna á næsta ári og miða við að ég verði tilbúinn í slaginn á árinu 1998. Ég lít svo á að þá verði Bændasam- tökin og búnaðarsam- böndin að setja upp gjald- skrá fyrir þjónustuna. Ég ætla að vera tilbúinn til að takast á við samkeppn- ina, hugsanlega í samstarfí við sér- fræðinga víðar af landinu.“ Sverrir sagði að skynsamlegast væri að skilgreina þá fjármuni sem ríkið greiðir til leiðbeiningarþjón- ustunnar sem svokallaðar grænar greiðslur og borga þá beint til bænda. Bændur gætu síðan valið hvar þeir vildu kaupa þjónustuna. „Það verður að koma samkeppni inn í þessa þjónustu. Landbúnaðurinn er núna að fá á sig erlenda samkeppni og sú samkeppni hlýtur að verða að ná ti! greinarinnar allrar. Ráðunautarnir geta ekki staðið fyrir utan þessa samkeppni og haldið í sinn hlut óháð öllum brejfingum í at- vinnugreininni. Ég geri mér grein fyrir að þessi breyting mun ekki ganga átakalaust fyrir sig, en ég tel að bænd- ur eigi betra skilið. Sú þjónusta sem þeir fá í dag er of dýr og ekki nægilega árangursrík." Sverrir sagði að það væri mikið af fólki í framhaldsnámi í landbún- aði bæði hér á landi og erlendis. Þetta fólk ætti enga möguleika á að fá vinnu hjá Bændasamtökun- um. Það myndi því leita annarra leiða og knýja fram breytingar, m.a. með því að stofna sjálfstæð leiðbeiningarþjónustufyrirtæki. Talað fyrir daufum eyrum Sverrir varð stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ 1983. Að loknu búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1986 hélt hann til Danmerkur og tók þar bútæknipróf 1988. Síðar fór hann í framhaldsnám í rekstrarhagfræði með landbúnað sem aðalgrein í Há- skólanum í Wisconsin og lauk prófí 1993. MS-prófi við sama skóla lauk hann árið eftir. í upphafi árs 1995 hóf hann störf sem hagfræðingur hjá nýstofnuðum Bændasamtökum íslands. Sverrir hefur í starfi sínu verið óhræddur við að mæla fyrir tillög- um um róttækar breytingar á ýmsum þáttum landbúnaðar- kerfisins. Hann sagði að stjórnendur Bændasamtakanna hefðu ekki verið ánægðir með allar þessar tillögur og al- mennt mætti segja að hann hefði talað þar fyrir daufum eyrum. Hann sagði að margir bændur hefðu hins vegar sýnt áhuga á hugmyndum sínum og sagðist því ekki kvíða viðbrögðum þeirra við þessari nýju þjónustu. „Bændasamtökin hafa ekki nægilega skýr markmið. Þau eru upptekin við að leysa vandamál gærdagsins, en framtíðarsýnin er engin. Menn komast aldrei til þess að velta því fyrir sér hvernig land- búnað menn vilja sjá við upphaf næstu aldar. Bændasamtökin hafa staðið gegn öllum breytingum á landbúnaðar- kerfinu og því aðeins staðið að breytingum ef þau hafa ekki getað staðið gegn kröfum frá ríkisvaldinu eða aðilum vinnumarkaðarins. Svona eiga menn ekki að vinna. Menn eiga að vinna með þessum aðilum af fullum krafti eða vera skrefinu á undan og hafa frumkvæði að breytingum. Það hlýtur að vera markmið okkar að hér verði rekinn öflugur landbún- aður á næstu öld, en til þess þarf að breyta ákveðnum hlutum og því fyrr því betra.“ Sameiningin hefur engu skilað Sverrir sagði að sameining Bún- aðarfélags íslands og Stéttarsam- Samkeppnis- staðan verður erfið Sverrir Bjartmarz Leiðbeining- arþjónustan er of dýr bands bænda í upphafi árs 1994 hefði ekki skilað tilætluðum ár- j angri. „Sameiningarkrafan kom frá bændum vegna þess að þeim fannst yfirbyggingin í greininni vera of mikil. I þeirra huga var þessi að- gerð árangursríkasta aðferðin til að ná fram hagræðingu. Ég fullyrði hins vegar að þetta hefur engu skilað. Núna þegar ríkið er sífellt að draga úr framlögum til leiðbein- ingarþjónustunnar eru komnar fram hugmyndir um að sameina ) leiðbeiningarþjónustuna RALA og ) bændaskólunum. Það sjá auðvitað allir að Bænda- samtökin sem stéttasamtök eiga ekkert erindi inn í slíkt samkrull. Verði þessi leið farin verður að kljúfa Bændasamtökin aftur í tvennt, annars vegar í stéttasamtök og hins vegar í leiðbeiningarþjón- ustu. Það sem menn áttu að gera var að breyta leiðbeiningarþjón- ustunni sjálfri og ná þannig fram raunverulegri hagræðingu." j Víða þörf á breytingum Sverrir sagði mikla þörf á breyt- ingum í landbúnaði. Hann sagðist t.d. telja mistök hjá Landssambandi kúabænda að óska eftir óbreyttum búvörusamningi, en viðræður standa nú yfir milli ríkisins og kúa- bænda um nýjan samning. Hann | benti á að afkoma kúabænda hefði verið að versna á síðustu árum og með því að fara fram á óbreyttan ) samning væru þeir að sætta sig við að sú þróun héldi áfram. „Það þarf að gera ákveðnar breytingar svo að þessari þróun verði snúið við. Eitt af því er að gera breytingar á flutningskostn- aði. I Bretlandi fá bændur afslátt af flutningi ef þeir framleiða mikla mjólk. Hér borga allir það sama j fyrir flutninginn sama hvort þeir eru með mikla framleiðslu eða litla, eða hvort þeir búa við hliðina á | mjólkursamlaginu eða í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá því. Þetta hefur leitt til þess að framleiðslan er smátt og smátt að flytjast á óhagkvæmari lands- svæði.“ Sverrir sagði að ef menn áttuðu sig ekki á að bændur yrðu að fá að njóta hagkvæmninnar hvað varðar stærð og búsetu myndi ís- lenskur mjólkuriðnaður smám sam- 1 an veikjast í samkeppninni við inn- fluttar vörur. Frumvarp um Þróunarsjóð sjávarútvegsins Útgerðin taki þátt í hafrann- sóknakostnaði ÖSSUR Skarphéðinsson sagði í um- ræðum um stjómarfrumvarp um Þró- unarsjóð sjávarútvegsins, sem Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær, að í frum- varpinu væri að finna vísi að veiði- leyfagjaldtöku. Átti Össur þar við ákvæði frumvarpsins um fyrirhugað fyrirkomulag á innheimtu gjalds af hverju þorskígildi aflaheimilda til fjármögnunar sjóðsins, en honum er samkvæmt umræddu frumvarpi ætl- að að hætta styrkveitingum til úreld- ingar fiskiskipa og fiskvinnsluhúsa og fjármagna þess í stað kaup á nýju hafrannsóknaskipi. Þorsteinn sagði það ekki vera neina nýjung, að hann teldi eðlilegt að útgerðin taki þátt í kostnaði af hafrannsóknum með greiðslu slíks gjalds. Enginn ágreiningur hefði verið uppi um það, að meginuppi- staðan í Þróunarsjóðsgjaldi væri gjald á aflaheimildir. „Þessi skatt- lagning hefur verið við lýði alveg frá byijun kvótakerfisins," sagði ráð- herrann. Pétur H. Blöndal kallaði þessa gjaldtöku af kvótanum vísi að auð- lindaskatti, sem hann væri mótfall- inn. Hann sagði hins vegar eðlilegt, að sjávarútvegurinn „borgi þær rannsóknir sem eru beint í hennar þágu“. Hánn tók einnig undir, að þörf sé á nýju hafrannsóknaskipi, en benti á að á sama tíma væri stefnt að kaupum á nýju varðskipi. Stakk Pétur því upp á því að þessi skipa- kaup yrðu sameinuð, þ.e.a.s. að keypt yrði skip sem mætti samnýta hvort tveggja til rannsókna og land- helgiseftirlits „og spara með því jafnvel milljarða". Efasemdir um gildi „sólarlagsákvæðis" Svanfríður Jónasdóttir og fleiri þingmenn lýstu efasemdum um gildi svokallaðs „sólarlagsákvæðis" frum- varpsins, sem gerir ráð fyrir að sú gjaldtaka sem lögð er til í frumvarp- inu leggist af árið 2006 og aðrir þættir laganna renni úr gildi árið 2009. Sagði Svanfríður líklegra, að upp ættu eftir að koma aðstæður, sem yrðu til þess að ástæða þætti til að nýta þessa gjaldheimtuleið til fjármögnunar annarra verkefna en kaupanna á þessu eina skipi fyrir Hafrannsóknastofnun. Morgunblaðið/Kristinn mu ýjrfa Málþing um óhefðbundnar lækningar FJÖLMENNI sótti málþing Náttúrulækningafélags Reykjavíkur sem haldið var í Þjóðleikhúskjallaran- um á miðvikudag. Rætt var um kenningar dr. Andrew Weil en hann telur meðal annars að of mikil áhersla sé lögð á að kveða niður sjúkdóma í stað þess að komast að rótum vandans. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra HNLFÍ, sem stjórnaði umræðunum, er dr. Weil með þekktari fræðimönnum í Bandaríkjunum í sínum fræðum og er bók hans Lækningamáttur líkamans nýlega komin út í þýðingu Þorsteins Njálssonar Íæknis. „Að mínu mati var þetta tíma- mótafundur að því leyti að þarna voru læknar sem eru þekktir á sínu starfssviði og ég held að þessi fundur hefði verið óhugsandi fyrir tíu árum,“ sagði Árni. I í I í I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.