Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Stj órnunaraðferðir R-list- ans í Reykj avíkurborg SUMARIÐ 1993 boðaði þáverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur breytingar á rekstrarformi Strætis- vagna Reykjavíkur, sem fólst í því að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Þessar breytingar lögðust mjög illa í meirihluta vagnstjóra því þær höfðu verulega kjaraskerðingu í för með sér fyrir þá. Á þessum tíma var ég undir- rituð ein af trúnaðarmönnum vagn- stjóra og átti þar af leiðandi marga -fundi með þáverandi forráðamönnum fyrirtækisins og pólitískt kjömum fúlltrúum í borgarstjóm Reykjavikur. Þessi tími, þegar breytingamar gengu yfir, var mjög erfiður fyrir vagn- stjóra, meðal annars vegna þess að þáverandi stjórnendur beittu mjög hörðum aðgerðum til að reyna að fá vagnstjóra á sitt band, svo hörðum að borgarfulltrúum, sem vora í minni- hluta á þessum tíma en kallast R- listafólk og er í meirihluta borgar- stjómar í dag, blöskraði starfsaðferð- ir þær sem hafðar vora frammi gegn vagnstjórum á þessum tíma. Þetta sama R-listafólk hafði uppi fögur orð um það hvemig það kæmi til með að koma fram við vagnstjóra og , hvemig þau kæmu til með að breyta allri yfirstjóm fyrirtækisins ef þau HAPPDRÆTTI kæmust til valda í kom- andi borgarstjómar- kosningum. Það átti að stjóma með mun mann- úðlegri aðferðum en hafði verið gert til þessa. Vagnstjórar bundu miklar vonir við R-lista- fólkið, þeir áttu von á góðri og manneskjuiegri stjómun eftir kosning- amar 1994 en raunin varð önnur. R-listafólkið skipti um flesta yfir- stjómendur fyrirtækis- ins og flestir biðu spenntir eftir nýju stjómunaraðferðunum. Þegar þær fóra að sýna sig varð ég, sem þá var trúnaðarmaður vagnstjóra, alltaf meira og meira undrandi og síðan varð ég mjög vonsvikin því nýju stjómunaraðferðimar voru verri en fyrri stjómendur höfðu beitt. Þessar nýju aðferðir felast að mestu leyti í því að valta yfir vagnstjóra, þeir skulu sko fá að hlýða á hveiju sem geng- ur. Það hafa komið upp allt of mörg dæmi um þetta til að hægt sé að loka augunum fyrir þessu lengur, en vegna Unnur Eggertsdóttir ae Vinningaskrá 27. útdráttur 21. nóv.1996 Bifreiðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4,000.000 (tvöfaldur) 52553 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 25961 45544 53584 61942 Ferðavinningar Kr. 50.000 1405 13287 22814 26071 57944 66940 6236 20732 24322 47473 62369 74359 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.( 100 (tvöfaldur 472 10328 20007 30381 40425 49895 58070 68728 662 10831 20206 30707 40711 50117 58181 68994 1102 11556 20212 30994 41047 50137 58328 70679 1520 12163 20736 31048 41444 50320 58628 71404 1968 12187 20948 31957 41806 50730 59276 71711 2110 12410 20973 32167 41957 51068 59596 72129 2179 12542 22041 32209 42085 51221 59905 72163 2461 12564 22672 32231 42330 51323 60749 73034 3454 12572 23010 32717 42702 52365 60870 73552 3695 12672 23544 33980 43042 52873 61670 75067 3719 12869 24240 34107 43913 52942 61769 75483 3826 14159 24328 34460 44288 53141 62356 75509 4610 14332 25404 34684 44297 53249 62637 75511 4732 14951 25707 34793 44565 53659 64060 75562 6367 15588 25910 34877 45523 54300 64119 75705 6412 15955 26647 35083 46225 54803 64153 75996 6501 Í6111 26653 35114 46598 55186 64166 76016 6868 16172 26764 35179 46646 55575 65150 76067 7131 16413 27206 35649 46739 56064 65418 76068 7387 16635 27280 35777 47280 56119 65770 77066 7521 16724 27323 36019 47655 56270 65836 77624 7834 16772 28090 36041 47751 56274 65973 77723 8069 16806 28162 36159 48686 56592 65990 77807 8611 16977 28715 36547 48728 56693 66377 78301 9074 17046 29192 37175 48734 57179 66734 78401 9075 17336 29596 37326 48865 57607 67076 79326 9657 17480 29807 39260 49126 57860 67247 79607 9724 18773 29829 39538 49187 57869 67744 79793 9759 18778 29906 40049 49542 57980 68370 9849 19291 30127 40361 49578 57982 68473 Hcimasíða á Interneti: http//www.itn.is/das/ þess trúnaðar, sem ég er bundin gagnvart vagnstjóram, get ég ekki opinberað einstök tilfelli, en ég vil koma á framfæri persóriuiegri reynslu minni. Ég hef ekið leið 9 síðustu níu árin en þar sem hún var lögð niður 15. ágúst þá fluttist ég á leið 14. Eg fór í sumarfrí seinnipart júlí og kom aftur til starfa 1. september. Eins og áður hefur kom- ið fram var búið að leggja niður leið 9 svo ég byrjaði að keyra leið 14. Á þeirri leið er önnur gerð af strætisvagni og önnur gerð af stól en ég hef vanist síðustu níu árin á leið 9. Strax daginn eftir fann ég verki í baki og fótum, ég áttaði mig ekki á því hvað væri að gerast því ég hafði ekki fengið svona áður, þess vegna mætti ég allt- af til vinnu í þeirri von að þetta væri bara eitthvað sem myndi líða hjá. Svo varð ekki, verkimir ágerðust bara með hveijum deginum sem leið. Sam- kvæmt tímatöflu eiga að vera fimmt- án mínútur frá því vagninn kemur á endastöð þar til hann á að fara aft- ur, en ég náði aldrei meira en 5 mínút- um á milli ferða, svo þetta var orðið mjög erfitt. Vegna mikilla þrauta í baki og fótum varð ég að standa upp og ganga um gólf í nokkrar mínútur til að reyna að lina þrautimar, þar af leiðandi gat ég ekki farið af stað þegar tímatafla sagði til um, en alltaf mætti ég samt í vinnuna í von um að þessar þrautir myndu líða hjá. Fimmtudaginn 5. september mætti ég á réttum tíma í vinnuna, eins og áður, og fór mína fyrstu ferð þann daginn. Þegar ég kom úr þeirri ferð var ég með miklar þrautir og stóð ég upp undan stýri þó að ég ætti ekki nema fjórar mínútur í brottfór og gekk inn þar sem vagnstjórar hafa aðstöðu við Hlemm og gekk um gólf til að reyna að lina þessar miklu þrautir. Ég gekk þar um gólf í 5 mínútur sem varð til þess að vagninn fór 2 mínútum seinna af stað en tíma- tafla segir til um. Næst þegar ég kom að Hlemmi var ég kölluð fyrir einn af nýju yfírmönnum fyrirtækisins, Jóhannes Sigurðsson þjónustustjóra. Þar var ég spurð að því hvers vegna ég hafí farið 2 mínútum of seint af stað í síðustu ferð, sagði ég honum þá frá því hversu illt mér væri í bak- inu og ég hefði verið að ganga um til þess að lina þrautimar. Þessi skýr- ing var ekki tekin gild, heldur fékk ég munnlega áminningu í starfí fyrir að fara 2 mínútum of seint af stað. Eru þetta hinir nýju og betri tímar sem okkur var lofað af R-listafólki fyrir síðustu kosningar? Síðan þetta Ég hef orðið fyrir mikl- um vonbrigðum, segir Unnur Eggertsdóttir, með R-listafólkið. gerðist hef ég ekki getað mætt í vinnu vegna bakverkjanna, ég hef síðan fengið skýringu á því hvers vegna ég hafði og hef enn þessa verki. Það er vegna þess að ég er komin með bijóskeyðingu í neðstu hryggjarliði og í kringum það hafa myndast mikl- ar bólgur. Það er ekki hægt að mínu mati að bjóða starfsfólki SVR eða öðram að búa við svona vinnuað- stöðu, þess vegna vona ég að þessi reynsla mín geti orðið til þess að yfír- menn fyrirtækisins opni augun og breyti stjómunaraðferðum sínum. Einnig vil ég koma á framfæri hryggð minni yfír því hversu lítil og ómark- viss samskipti virðast vera á milli stjómenda fyrirtækisins og pólitískt skipaðra fulltrúa borgarstjómar í stjóm Strætisvagna Reykjavíkur. Þetta samskiptaleysi kom berlega í ljós hjá Arthur Morthens stjómar- formanni SVR þegar hann tjáði sig um áminninguna, sem ég fékk, í út- varpsviðtali á Bylgjunni. Þegar hann var inntur eftir þessu máli sagði hann „að það væri eðlilegt að fólk sem ekki mætti á réttum tíma í vinnuna fengi áminningu". Ég mætti ekki of seint í vinnuna enda fékk ég ekki áminninguna fyrir það heldur að fara of seint í eina af ferðum dagsins. Hvað er að hjá þessu fyrirtæki? Síðan þetta gerðist hafa hlutimir tekið á sig mjög svo undarlega mynd. Á sama tíma og ég var áminnt horfði ég, og tveir aðrir yfírmenn, á annan vagnstjóra á leið 14 fara 2 mínútun of seint af stað frá Hlemmi og ég hef vitneskju um að þessi vagnstjóri fékk ekki áminningu. Síðar sama dag varð yfírmaður vitni að því að enn annar vagnstjóri á leið 14 fór 3 mínút- um of seint af stað, fór hann því inn til Jóhannesar, benti honum á þetta og spurði hvort þessi vagnstjóri ætti ekki að fá áminningu eins og Unnur hafði fengið. Jóhannes svaraði því til að nóg væri komið í dag, en bætti svo við að Unnur hefði ekki fengið áminningu fyrir að fara of seint af stað heldur fyrir það hvað hún væri ókurteis. Þessi vagnstjóri hefur ekki heldur fengið áminningu. Af þessu má sjá að eitthvað er ekki eins og það á að vera, hvað það er veit ég ekki, en ég hef mínar gransemdir. Hvers vegna getur Jóhannes Sig- urðsson ekki staðið við áðurgefna áminningu á mig, því gefur hann áðumefndum yfírmanni aðra skýr- ingu á áminningunni sem mér var gefín? Ef það er svo alvarlegt brot í starfí að fara of seint af stað frá endastöð að það þurfí að gefa vagn- stjóram áminningu, hvers vegna er mér þá einni gefín áminning en ekki hinum sem ég nefndi áður? Er verið að refsa mér fyrir áður- nefnd trúnaðarstörf fyrir vagnstjóra með þessu? Spyr sú sem hefur gran um slíkt. Af þessari reynslu minni má sjá að ég tel það eðlilega kröfu að þessi áminnig sem mér var gefín verði dreg- in til baka. Höfundur er vagnstjóri hjá SVR. Bera fullorðnir næga virðingu fyrir börnum? OFT heyrast þær raddir að böm séu agalaus og illa upp alin nú til dags og beri hvorki virðingu fyrir foreldrum sínum né öðrum fullorðn- um - en gæti það ekki verið að virð- ingarleysið væri gagnkvæmt? Fyrir nokkrum árum hlýddi ég á fyrirlestur hjá Antoni Bjarnasyni lektor og varð honum tíðrætt um hve hegðun barna og kurteisi hefði farið aftur síðustu áratugi. Börn nú til dags segðu hluti við foreldra sína sem foreldrum þessara barna hefði aldrei dottið í hug að segja við sína for- eldra. Anton nefndi dæmi: Faðir var að sækja son sinn á leikskóla, fannst barninu vinnast hægt að klæða sig og spurði hvössum rómi: „Ætlar þú að vera í allan dag að koma þér í skóna?“ Barnið svaraði, og Antoni ofbauð alveg svarið: „Haltu kjafti helv. þitt.“ Myndum við fullorðna fólkið ekki líka fyrtast við ef yfirboðari okkar spyrði okkur í sama rómi og við not- um oft við börn: „Ætlar þú að vera í allan dag að gaufast með þessa pappíra?" Við gleymum því oft að börn eiga rétt á því að komið sé fram við þau af virðingu ekki síður en annað fólk. Mágkona mín á 13 ára dreng og hún kvartar oft undan því við mig að kennari hans og skólayfirvöld sýni honum ekki þá virðingu sem hann á skilda. Þessi drengur hefur alla sína ævi verið til fyrirmyndar, kurteis, samviskusamur, stundvís, vandvirk- ur, hjálpsamur, sannsögull o.s.frv. Sem sagt draumabarn allra foreidra. í haust fékk bekkurinn nýjan kenn- ara og fljótlega setti hann fyrir verk- efni sem átti að gilda til miðsvetrar- einkunnar. Meiri hluti bekkjarins, þar með talinn umræddur drengur, skildi kennarann þannig að það mætti skila daginn eftir, en þá sagði kennarinn bara: „Nei, því miður, þið áttuð að skila í gær, ég tek ekki við þessu.“ Börnunum fannst þetta ósanngjarnt og mót- mæltu, en kennaranum varð ekki haggað. Hvor aðilja er nú líklegri til að hafa rétt fyrir sér og er líklegt að virðing barnanna fyrir kennara sínum hafi aukist? Annað dæmi: í þess- um skóla sem öðram er töluvert um agavanda- mál og hefur verið grip- ið til þess að refsa öllum bekknum eða bekkjun- um ef sökudólgurinn fínnst ekki. Um daginn, á föstudegi, hafði t.d. Ingibjörg verið kveikt í rasli inni Gísladóttir í skólanum svo bruna- boðtækið ýlfraði og þegar enginn vildi gangast við því var öllum hópnum refsað með afnámi matartíma, ekki samdægurs heldur á mánudegi - all- ir voru reknir út. Örugglega hafa Virðing barna fyrir full- orðnum, segir Ingi- björg Gísladóttir, vex af virðingu fullorðinna fyrir þeim. einhveijir verið orðnir skelfilega svangir þegar þeir komust loks heim. Þetta fínnst mér öldungis ótækt og beinlínis skaðlegt, því ekki er víst að fyrirmyndarbörnin og -ungling- arnir þurfi að sæta slíkri meðferð lengi til að missa allt álit á skólayfir- völdum og þar með öðrum yfirvöld- um. Það er mín reynsla að æska þessa lands hafi sterka réttlætiskennd og þótt hún geri ekki alltaf uppreisn, sé henni misboðið, sé það geymt en ekki gleymt. Það er álíka ósann- gjarnt að refsa öllum bekknum fyrir það sem einn gerir og að draga af launum allra starfs- manna á vinnustað ef einn skrópar. Nú má ekki skilja orð mín þannig að ég sé á móti aga - þvert á móti tel ég að kennarar þyrftu að hafa frjálsari hendur við lausn aga- vandamála og sumir nemendur (þeir sem engu hlýða og brúka munn) þurfa nauðsyn- lega á markvissri og stífri ögun að halda, en ef á að beita bekkinn í heild aga finnst mér að það ætti að vera á jákvæðum nótum - verðlauna þegar vel gengur. Agi er ungmennum lífsnauðsynleg- ur. Án innri aga ná þau ekki að fóta sig í samfélaginu, en til þess að þau taki ögun verða þau að bera virðingu fyrir þeim er öguninni beitir og fmna að sú virðing sé gagnkvæm. Mér fínnst mjög miklvægt að börn geti borið virðingu fyrir fullorðnum, þar með töldum kennurum sínum og geti verið stolt af heimili sínu, landi og skóla. Ég bið þá er þetta lesa að íhuga hvort þeir finni eitthvað í framkomu sinni eða viðhorfum gagnvart æsk- unni sem til bóta mætti horfa. Langflest börn og unglingar era góð í sér, virða reglur samfélagsins og eiga fulla virðingu skilda og þótt minnihlutinn (örfá prósent) sé á skjön við lög og reglur er fullkomlega óréttlátt að láta það bitna á þeim er reyna að standa sig vel. Virðing barna fyrir fullorðnum er ekki sjálfsprottin, hún vex af virðingu okkar fyrir þeim. Sýnum börnum virðingu. Höfundur er húsmóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.