Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Orlítið um Skálholtshátíðina 1956 og dr. Victor Urbancic MEÐAL þjóða minnast menn gjarnan merkisatburða með veg- legum hátíðahöldum; ísland er engin undantekning þar á. Á fyrri hluta þessarar aldar voru haldnar nokkrar slíkar hátíðir á íslandi og má þar nefna Alþingishátíðina 1930, Lýðveldishátíðina 1944 og Skálholtshátíðina 1956, haldin í tilefni 900 ára afmælis biskups- vígslu ísleifs Gizurarsonar er fyrst- ur íslenskra manna hlaut biskups- vígslu á hvítasunnu anno 1056, og eru því nú, árið 1996, liðin 940 ár frá þeim atburði. Sameiginlegt með öllum þessum hátíðum er tónlistarflutningur og ekki síst hvernig staðið var að þeim málum. Brautin var lögð á Alþingishátíðinni 1930, en þá voru kosnar nefndir til að sjá um sam- keppni um annarsvegar hátíðarljóð og hins vegar tónlist við sigurljóð- ið. Hátíðarnefnd Skálholtshátíðar, skipuð af kirkjumálaráðherra, Steingrími Steinþórssyni og í sátu séra Sveinn Víkingur biskupsrit- ari, Baldur Möller, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, séra Jón Auðuns dómprófastur, séra Jakob Jónsson prestur og séra Sig- urbjörn Einarsson prófessor, boð- aði söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Sigurð Birkis á fund til að ræða ýmis tónlistarmál tengd hátíðinni. Þar sem Skálholt hafði upphaflega verið biskupsstóll alls landsins þótti rétt að hafa samráð við alla lands- fjórðunga með virka þátttöku þeirra í huga. Þar var m.a. haft í huga að leita til kirkjukóra úr öll- um landshlutum til að sækja hátíð- ina og sjá um sameiginlegan söng við guðsþjónustu í byijun hátíðar- innar. Sigurður Birkis sá síðan um að skipuleggja æfingar meðal kirkjukóranna er þátt skyldu taka í hinum sameiginlega kórsöng og við guðsþjónustuna söng 340 manna blandaður kór undir stjórn dr. Páls ísólfssonar - þeim stærsta sem fram til þess hafði sungið opinberlega á íslandi. Þar sem um raunverulega þjóð- hátíð var að ræða ræddi hátíðar- nefndin m.a. á fyrstu fundum sín- um um að stuðla að því að ort yrðu hátíðarljóð og við þau samin kantata, svipað og gert var á Al- þingishátíðinni 1930. í júnímánuði 1955 var Ijóðakeppnin auglýst og skilafrestur settur 1. september sama ár. Alls bárust Ijóð frá 18 höfundum og veitt voru þrenn verðlaun: 1. verðlaun hlaut séra Sigurður Einarsson prestur í Holti undir Eyjaíjöllum, 2. verðlaun Þor- steinn Halldórsson prentari í Reykjavík og þriðju verðlaun Þor- geir Sveinbjarnarson sundhalla- stjóri í Reykjavík. Á sama hátt var efnt til keppni um tónlist við hátíðarljóð séra Sig- urðar Einarssonar. í dómnefnd þeirri sátu Árni _ Kristjánsson píanóleikari, Björn Ólafsson fiðlu- leikari og Guðmundur Matthíasson Það var hvalreki fyrir íslenskt tónlistarlíf, seg- ir Bjarki Sveinbjörns- son, að fá slíkan mann og dr. Urbaneic til starfa hér. tónlistarkennari. Alls bárust nefndinni 8 tónlistarhandrit og veitt voru tvenn verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut dr. Páll Isólfsson fyrir Skálholtskantötu f. blandaðan kór og píanó/orgel og önnur verð- laun hlaut dr. Victor Urbancic fyr- ir Óður Skálholts fyrir blandaðan kór, þul og blásarasveit. Kantata dr. Páls Isólfssonar var flutt á hátíðinni en kantata dr. Urbancic hlaut þau örlög, eins og kantötur sumra hinna tónskáldanna sem sendu inn verk, að lenda ofaní skúffu og verða aldrei flutt fyrr en nú 40 árum eftir að tónskáldið lauk við hana. Því miður verður að segjst að sömu örlög hlutu mörg önnur verk tónskáldsins, en eftir hann liggur fjöldi verka. Því er það gleðiefni að nú, svo mörgum árum frá andláti hans, skuli ný kynslóð tónlistarfólks á íslandi lyfta hulunni af hand- ritum dr. Victors Ur- bancic og leyfa þeim að hljóma. Dr. Victor von Ur- bantschitsch var fæddur í Vínarborg þann 9. ágúst 1903, en átti ættir að rekja til Slóveníu í Júgó- slavíu (faðir hans var frægur skurðlæknir og prófessor og námu m.a. nokkrir Islend- ingar læknisfræði hjá honum). Á unga aldri afréð hann að helga líf sitt tónlistinni og árið 1925 lauk hann dokt- orsprófi í tónvísindum við háskól- ann í Vínarborg, og er doktorsrit- gerðar hans, Die sonatenform bei Brahms, getið sem heimildarrits í Brahmsstúdíum í helstu tónlistar- uppsláttarritum Vesturlanda. Ári síðar lauk hann prófi í hijóm- sveitarstjórn og að auki sérnámi í píanó- og orgelleik. Á árunum 1924-1926 starfaði hann sem hljómsveitarstjóri við Theater in der Josefstadt leikhúsið í Vínarborg, næstu sjö árin var hann hljómsveitarstjóri óperunnar í Mainz í Þýskalandi, árið 1934 gestastjórnandi konunglegu óper- unnar í Belgrad, Júgóslavíu og 1935-1938 stjórnaði hann há- skólahljómsveitinni í Graz ásamt því að vera aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í þeirri borg. Að framansögðu má sjá hvílíkur hvalreki það var fyrir íslenskt tón- listarlíf að fá slíkan mann til starfa á bernskuárum nútímalegs tónlist- arlífs á íslandi. Ásamt nokkrum öðrum erlendum tónlistarmönnum, fyllti hann skarðið í kennarahóp Tónlistarskólans í Reykjavík sem heimamenn ekki gátu mannað og fullyrða má, að það skarð sem hann fyllti var stærra en annarra - bæði fyrr og síðar. Dr. Urbancic (hann valdi að breyta rithætti nafns síns á þennan hátt til einföldunar fyrir íslend- inga, og mun oftast hafa verið nefndur þessu nafni af samferða- fólki sínu) kom til ís- lands í ágúst árið 1938 og tók við stöðu dr. Franz Mixa sem kenn- ari við Tónlistarskól- ann og stjórnandi Hljómsveitar Reykja- víkur. Þar sem dr. Urbancic var ráðinn til landsins af Tónlistar- félaginu voru flestir tónleikar sem hann stjórnaði haldnir undir merkjum þess. Þó var undantekning þar á eins og þegar hann í fyrsta sinn á íslandi hélt tónleika með ka- þólskri kirkjutónlist og flutti m.a. verkið Stabat Mater eftir Pergolese. Strax á fyrstu árum sínum hér á landi gat dr. Urbancic sér orð fyrir hæfileika sína sem tónlistar- maður og ekki síður var ljúf- mennska hans og lipurð annáluð. Það var ekkert svo smátt í tón- listarmálum að það væri ekki þess virði að fara um það mjúkum hönd- um og til eru margar frásagnir þar sem hann gekk milli húsa og kenndi byrjendum á hljóðfæri. Það er of langt mál hér að minn- ast allra þeirra stórræða sem dr. Urbancic vann á íslandi, en með Hljómsveit Reykjavíkur og Tónlist- arfélagskórum færði hann upp verk eins og Judas Makkabeus og Messías eftir Hándel, Davíð kon- ung eftir Honegger, Requiem eftir Mozart, Stabat Mater eftir Pergo- lesi, Jólaóratoríuna og Jóhannes- arpassíu Bachs. I síðastnefnda verkinu felldi hann Passíusálmana að verkinu sem gerði íslendingum auðveldar með að skilja hið raun- verulega innihald passíunnar. Um það framtak dr. Urbancic skrifaði dr. Páll Isólfsson m.a.: „Undravert var það, hversu vel dr. Urbancic tókst að samræma t.d. sálma Hall- gríms Péturssonar passíu Bachs, en hann kynnti sér þá til hlítar og valdi þá af mikilli þekkingu og smekkvísi hins næma listamanns." En það voru ekki eingöngu kirkju- leg verk tónbókmenntanna sem dr. Victor Urbancic Urbancic færði upp með tónlistar- fólki á íslandi. Hann kom gjarnan fram sem einleikari á orgel og píanó og varla voru haldnir ein- söngs- og einleikstónleikar án þess að Urbancic væri undirleikari. I samstarfi við Leikfélag Reykjavík- ur setti Tónlistarfélagið upp hinar ýmsu óperettur undir stjórn Ur- bancic og þar á meðal fyrstu ís- lensku óperettuna, / álögum, og eftir að hann gerðist hljómsveitar- stjóri Þjóðleikhússins árið 1952 þá stjórnaði hann mörgum óperum á sviði þess. Má þar stuttlega nefna óperur eins og Rigoletto og La Traviata eftir Verdi, La Bohem og Tosca eftir Puccini og mun sú síð- astnefnda hafa verið 14. söngleik- urinn sem hann stjórnaði á íslandi. Ekki verður slík upptalning gerð án þess að minnast á Tónlistarfé- lagskórinn í Reykjavík. Um dr. Urbancic sem kórstjóra hefur dr. Páll ísólfsson skrifað m.a.: „Þar sem sameinast kór og hljómsveit í hinum voldugu verkum meistar- anna, þar var hans heimur, og undir handleiðslu hans varð Tón- listarfélagskórinn á þessum árum einn af bestu kórum Norðurlanda, eins og fram kom á söngmótinu í Kaupmannahöfn árið 1948“. Það varð hlutskipti dr. Urbancie í íslensku tónlistarlífi að vinna öðr- um til heiðurs en sjálfum sér og ef grannt er skoðað má teljast með ólíkindum hversu miklu hann fékk áorkað í okkar, á þeim tíma, erfiða tónlistarlífi. Hann var fremstur meðal jafningja og endurtaka má það sem Jón Leifs ritaði um hann í minningargrein 9. apríl 1958: „Menn munu eiga eftir að átta sig á því, að meðal tónmenntamanna hér var hann sá eini, sem gat bjarg- að hlutunum í tónflutningi þegar mikið lá við og jafnvel þótt allt væri komið í óefni.“ Dr. Victor von Urbantschisch lést í Reykjavík á föstudaginn langa, þann 4. apríl árið 1958. Ég vil endurtaka orð Baldurs Pálma- sonar í minningargrein um dr. Ur- bancic: „Duft hans blandast ís- lenzkri mold eftir að hann er sjálfur genginn á ginnhelgum degi inn í þá paradís, sem hann lét tíðum prísa í söng og hljóðfæraslætti". Minningin um hann mun lifa á ís- landi í starfi hans sem þátttakandi í uppbyggingu íslensks tónlistarlífs og ekki síður í tónlist hans sem að stórum hluta varð til á íslandi. Höfundur stundar tónlistarrannsóknir í Álaborg. Opið bréf til þingmanns SÆLL og blessaður, góði vinur, Hjálmar Jónsson. Það vona ég svo sannarlega að þetta bréf hitti þig bæði hressan og kátan, og valdi hvorki misklíð né óánægju. til þess er ekki leikurinn gerður. Ég verð nú að segja það hreinskilnislega, að ég er alveg hissa k ykkur Vil- hjálmi, að láta hann Árna Johnsen hafa hafa ykkur út í þetta undar- lega tillöguflan með umferðarhrað- ann. Liggur ykkur virkilega á að kom- ast svo fljótt heim í kjördæmið, að þið þurfið að fá ökuhraðann auk- inn? Ég hélt að hraðinn væri næg- ur. Vissulega væri gaman að vera iöglegur á öðru hundraðinu, þó er svo afar margt sem þarf að gera áður. Þrjú atriði vega þyngst, og þarf ekki að nefna þau á nafn, svo aug- ljós sem þau eru hverjum manni. En þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin, þá ætla ég að nefna þessi atriði hér. Áður en umferðarhraðinn verður aukinn þarf: Tvíbreiðan veg, tví- breiða brú og veglegt eftirlit. 1. Tvöfalda allan hringveginn og aukavegi út frá honum, s.s. veginn héma út á Krókinn, og víðar og víð- ar, aðskilja akreinamar, svo mæting - mótumferð heyri sögunni til. Það kostar nýjan hringveg, við hlið þess sem fyrir er. Það er undarlegt að ekki skuli vera byijað á þeim veg- arbótum, sem þola reyndar enga bið, s.s. á Keflavíkurveginum. Nær væri að leggja flármagn í hann, held- ur en fara að grafa sig undir Hvalfjörðinn, sem er svo skemmti- legt að aka fyrir, með alla náttúrufegurðina í augunum, bæði inn og út fjörðinn að horfa. Ég skrapp suður í sumar, og varð oft að hleypa bílum fram úr, og var ég þó á allsæmilegum hraða. Ég var með lífið í lófunum, mér þykir svo ljótt að segja lúkunum. Mótum- ferðin afar hröð, gaf engin grið, og hurð skall stundum hælum nærri, hentust bílar framúr mér, og annar bíll máske að koma á móti, á fleygiferð. Glæfraakstur, - sem ætti aldrei að sjást hjá siðuðu fólki. Er þó daglegt brauð hér. þetta hættuástand hyrfi með tvö- földun umferðarþyngstu veganna - tveimur vegum, og einstefnu- akstri í hvora átt. 2. Það þarf að tvö- falda allar brýr á þjóð- vegum landsins, a.m.k. á hringveginum. Raun- ar átti að vinna að þeim vegbótum jafnhliða bundnu slitlagi, og þá hefðum við ekki þurft að horfa upp á öll þessi slys, við þessar gildrur, sem einbreið brú er á tvíbreiðum vegi. Það væri skömminni skár að hafa tvíbreiða brú á einföldum vegi. 3. Þriðja atriðið snertir virðingu fyrir lögunum, og eftirlitið á þjóðvegunum - um- ferðarlögin verður að virða. Það á engum að líðast að aka langt yfir löglegum hraða. Þungar fjársektir ættu að liggja við slíkum brotum, og svifting ökuleyfis við ítrekuð brot. Við eigum margt ólært í þess- um efnum. Tillitsleysi, frekja og yfirgangur er einkennandi fyrir umferðina á íslandi í dag. Við verð- um að bæta okkur, og getum það ef við viljum. Menn æða hver fram fyrir annan, akrein af akrein, sitt á hvað, eins og þeir séu einir í heim- inum. Skeyta engu, gefa ekki einu sinni stefnuljós fyrr en eftir dúk Gunnar Gunnarsson og disk, svo ég nefni ekki rauða- ljósa aksturinn. Þegar þessi þijú atriði eru komin í framkvæmd, tvöföldun vega, brúa, og virkt eftirlit, mætti auka umferð- arhraðann, e.t.v. í 120 km á beinum brautum tvíbreiðum án mótumferð- ar, annars 80 km, með virku eftir- liti. Þangað til skal þessari ótíma- bæru tillögu stungið undir stól. Annars er ég með svolitla tillögu í pokahorninu, sem ég bið þig að huga vel að, ef nota mætti þar til búið er að tvöfalda brýr og vegi. 100 km hámarkshraði á slitlagi, tvíbreiðum vegi og brú, annars 90 km og 80 km á malarvegum. Greini- Aður en umferðarhraði er aukinn þarf, að mati Gunnars Gunnarsson- ar, tvíbreiðan veg, tví- breiðar brýr og virkara vegaeftirlit. legar merkingar þar um, vegfarend- um til glöggvunar og eftirbreytni. Virkt eftirlit með því að þessum hraðamörkum sé sinnt. Þung viður- lög við brotum, og greiðslur fari fram strax samkv. reikningi fram- vísað á staðnum, annars með gíró- seðli með dagsektum, eins og um stöðumælalagabrot sé að ræða. í slæmu skyggni, þoku, hríð og snjó og hálku, sé hámarkshraði á öllum vegum ekki yfir 80 km, og/eða eftir aðstæðum mikið minni. Ég get ekki orða undist, eftir að hafa horft lítilsháttar á þingfundi í sjónvarpi. Ég er nú orðinn Ieiður á því fyrir löngu, og sannast sagna, þá kenni ég í bijósti um þessa menn sem þurfa að sitja þarna á hinu háa Alþingi dag eftir dag, og það er afskaplega skiljanlegt þeir vilji gefa í, þegar út er sloppið frá þeirri þreytandi umræðu sem bylur í hlustum. Ég held líka að þessir menn séu alltof margir á þinginu, mér finnst þetta alltaf vera sömu mennirnir sem eru í stólnum, mælandi og malandi, og meina fæst af því sem þeir eru að segja. Það mætti að ósekju fækka þing- mönnum um 50%, og hvað þá ráð- herrunum. Mér dettur fyllilega í hug að þessir góðu menn gerðu meira gagn í fiskverkunarhúsi, að vinna og verka fisk til útflutnings. Er það ekki þar, sem fólkið vantar, verðum við ekki að sækja það til útlanda, allt til Nýja-Sjálands suður og til Ástralíu, til að vinna þessi þjóð- nytjastörf, sem eru svo mikilvæg fyrir þjóðarbúið okkar. Með bestu kveðjum. Höfundur er bóndi í Syðra- Vallholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.