Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 29 LISTIR Vita Brevis, Lífíð er stutt, heitir nýjasta skáldsaga norska rithöfundarins Josteins Gaarders. Bókin kemur út þessa dagana í Noregi. Skáldsaga Gaarders, Veröld Soffíu, var mest selda skáldverk í heimi í fyrra og ekkert lát er á sölu bókarinnar. Jóhann Hjálmarsson hefur lesið nýju skáldsöguna sem er í formi bréfa sem Floria Aemilia - —----------------------------->—-------—---------------------------- er látin skrifa ástmanni sínum og fyrrum sambýlismanni Agústínusi kirkjuföður. ritar hann einnig inngang og skýr- ingar. Hér er stuðst við þýðinguna þegar vitnað er í Játningarnar, aðr- ar J)ýðingar eru greinarhöfundar. I upphafi FJórðu bókar stendur þetta: „A þessum árum, frá nítjánda aldursári mínu til tuttugasta og átt- unda, var ég vegvilltur og villti aðra, tældur og táldrægur í margs kyns ástríðu ljóst og leynt. “ Hroki, hjátrú, lýðhylli, óhófiegar nautnir er meðal þess sem Ágústín- us játar á sig. Blæðandi und Ágústínus þráir að hverfa frá glaumnum og bæta ráð sitt. Syndir hans margfaldast sífellt: „Sú kona, sem veríð hafði rekkju- nautur minn, var siitin frá mér, til þess að hún stæði ekki í vegi fyrir hjónabandi mínu. En hjarta mitt var henni bundið, og það var hvössum broddi stungið og bar blæðandi und. “ Konan sem Ágústínus nefnir er Floria Aemilia, sú sem hefur orðið í nýrri skáldsögu Josteins Gaarders, Vita Brevis (útg. Aschehoug). Sú kona sem aftur á móti hafði mest áhrif á hann var Monica, móðir hans, sem kom því til leiðar að hann gerðist kristinn árið 386. í bréfum Floriu birtist hún sem örlaga- og ógæfuvaldur sonar síns. Gefið er í skyn að Ágústínus hafi alltaf óskað að lifa lífínu til fulls og njóta lysti- semda holdsins, jafnvel er látið að því liggja að samband þeirra mæðg- ina hafi með einhvetjum hætti verið óeðlilegt. Bréf Floriu eru þrungin holdleg- um kenndum um leið og þau eru studd lærðum dæmum úr sögu heimspekinnar. Heimspekingar eru kallaðir til vitnis jafnóðum og orðin streyma úr pennanum. Bréfin eru hægra megin á opnu en skýringar og neðanmálsgreinar vinstra megin. Á nokkrum stöðum eru þær ítarleg- ar, oftar þó aðeins fá orð. Gaarder byggir söguna þannig Tilfinningarnar ráða þó mestu. Lýsingar verða oft ljóðrænar og um leið munúðarfullar, en líka ásakandi: „Manstu enn hvernig þú straukst mér um allan iíkamann og líkt og þandir alla blómhnappa áður en þeir sprungu út? Hvað þú naust þess að tína mig! Hvað þú ölvaðist af ilmi mínum! Hvað þú nærðist á safa mínum! Svo gekkstu burt og seidir mig fyrír freisi sáiar þinnar. Hvílík ótryggð, Aurel, hví- lík sök! Nei, ég trúi ekki á Guð sem heimtar mannfórnir. Ég trúi ekki á Guð sem eyðileggur líf konu til að frelsa sál mannsins. “ í augum Floriu (nafnið merkir blóm) ætti Guð ekki að reiðast eða fordæma fólk fyrir að njóta ástalífs- ins. Hún sýnir líka fram á tvöfeldni Ágústínusar og að hann hafi ekki verið jafn staðfastur og hann vill vera láta. Guð skapaði líka girndina Fioria segir að Ágústínus skrifi stöðugt um lostasemi og fýsnir og spyr hann: „Hefur þér komið i hug að kannski sért það þú sem lítir gjaf- ir Guðs fyrirlitningaraugum?" Þann- ig snýr Ágústínus baki við þvi sem Guð hefur skapað því að hann skap- aði líka girndina. Ágústínus minnir Floriu á platónista og manikea sem sveifluðust milli trúar og heimspeki í frelsisboðun sinni, grundvölluðu kenningu sína á að heimurinn skipt- ist í tvennt: gott og illt, ljós og myrk- Jostein Gaarder upp að í inngangi er hann í Buenos Aires á bókastefnu og staddúr á flóamark- aði þar og verður reikað inn í_ forn- bókaverslun. í henni rekst hann á gamalt handrit og kaupir það. Þetta eru bréf Floriu til Ágúst- ínusar. I eins konar eftirmála er hann að velta fyrir sér spurningum eins og þeim hvort Floria hafi nokk- urn tímann sent bréfin og hvort Ágústínus hafi lesið þau. Hvort Vita Brevis fjallar fyrst og síðast um ást eða heimspeki geta lesendur skorið úr hver með sínum hætti. Vissulega eru margar heim- spekilegar umþenkingar í bókinni. ur, anda og efni. Maðurinn gat að þeirra dómi hafíð sig yfir efnið með fulltingi andans og með því stuðlað að frelsi sálarinnar. Ágústínus héit fram erfðasynd- inni og hvernig menn geta einungis frelsast fyrir náð Guðs. Umræða um heimspeki getur ást- arsaga Josteins Gaarders líka kall- ast vilji menn hafa það svo. Það er aftur á móti óvenjulegt að lesa skáldsögu og í þessu tilviki ástar- sögu sem skírskotar til heimspek- innar með jafn afgerandi hætti og gert er í Vita Brevis. Hvað það varð- ar má líta á söguna sem kennsiubók í heimspeki. Einhver héldi því eflaust fram og með nokkrum rétti að sama megi segja um Veröld Soff- íu. Alveg nýlega kom líka barnabók- in Halló! er nokkur þarna? eftir sama höfund og þar er glímt við tilveruna í anda heimspekinnar. „Lífíð er stutt og við vitum svo ósköp lítið," skrifar Floria Aemilia undir lok Vita Brevis. Hún hefur lesið Játningarnar en kveðst ekki ætia að láta skírast. Hún segist ekki óttast Guð, hún fylgi honum og spyr hvort hann hafi ekki skapað hana. Maðurinn frá Nasaret er henni að skapi enda var hann rétt- látur í garð kvenna. Floria óttast kennimennina mest, guðfræðing- ana. Ekki veit ég í hvaða flokki Vita Brevis lendir meðal bóka Josteins Gaarders, hvar í röðinni hún verð- ur. En þetta er ein læsilegasta bók hans, hugnæm og á erindi. Þorir þú Höfundur bókarinnar, Brian Tracy, er einn af helstu sérfræðingum heims í velgengni og persónulegum árangri og efni hans hefur verið þýtt á 14 tungumál í 30 löndum. Hann hefur einnig talað til yfir milljónum karla og kvenna. Brian Tracy hefur tileinkað líf sitt og starf rann- sóknum á mismuninum þeim sem ná velgengni í lífí sínu og þeirra sem ná henni ekki. að ná HAMARKS ARANGRI í eigin lífí - og viltu gefa öðrum tækifæri að gera slíkt hið sama? „í bókinni Hámarks árangur setur Brian Tracy fram einfaldar aðferðir til að leysa úr læðingi það besta í hverjum einstaklingi. Með því að beina athyglinni inn á við í stað þess að bíða eftir tækifærum sem aldrei koma lærir lesandinn að skapa aðstæður til að koma sér áfram í lífinu og gera sig að heilsteyptari einstaklingi. Þessi bók er einstök í röð sjálfshjálparbóka að því leiti að hún dregur lesandann út úr heimi óraunhæfra draumóra og inn f raunveruleika þar sem honunt eru allir vegir færir ef hann tileinkar sér ákveðnar meginreglur í lífsbaráttunni. Þessi bók er grundvallarlesning fyrir hvern þann sem vill ráða eigin örlögum.“ Árni Þór Hilmarsson, sálfræðingur og höfundui „Tilfinningalífs karla“ og „Uppkomin börn alkahólista*1 f' 1 „Markmiðiu virðast stundum jafn fjarri og stjömumar. tr '? Sk Brian Tracy kveikir í þér þann eldmóð sem þarf til að ná til þeirra, komast í ferðina til stjamanna, okkar W*f^ / æðstu drauma og markmiða." X s J* Fanný Jónmundsdóttir, lciðbeinandi. „Bók Brian Tracy „Hámarks árangur" er frábær bók. í henni setur hann fram áhrifaríkar reglur sem gagnast öllum á leið þeirra til betra lífs. Ég mæli óhikað með þessari bók.“ Stella Sæmundsdóttir, verslunarstjóri Betra lífs. „Á undanförnum árum hef ég kynnst Brian Tracy gegnum bækur hans, myndbönd og hljóðsnældur. Hann er tvímælalaust í hópi hæfustu manna á sviði sjálfsþekkingar, tímastjórnunar og þjálfunar til árangurs.“ Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís. „Brian Tracy hefur hæfileika til að gera jafnvel stærstu ákvarðanir í lífinu í;, 1 auðveldar. Leit hans eftir hámarks árangri í lífinu og list hans í að setja f f flS fram markmið, sem auðvelt er að ná, gerir þessa bók að nauðsynlegu lesefni fyrir alla.“ Phil Hunter, atvinnumaður í golfi. „Kveiktu ekki á sjónvarpinu fyrr en þú hefur lesið þessa bók. Sum ráðin eru milljóna virði. Önnur verða ekki metin til fjár, t.d. Besta lækningin við óhamingju er að gera einhvern annan hamingjusaman.“ Jón Ögmundur Þormóðsson, lögfraeðingur, höfundur bókarinnar „Fegursta kirkjan á Islandi“ „Bókin er ekki bara athyglisverð fyrir þá lýsingu sem sett er fram á lífinu eins og við flest lifum því. Hún er einnig holl áminning um að þrátt fyrir mismunandi aðstæður er sérhver einstaklingur sinnar eigin gæfu smiður.“ Jóhann Björnsson, M.A. í heimspeki. LEIDARIJ S ehf. Leiðandi í útgáfu á sjálfsrœktarefni Brekkubæ - Hellnuni, 355 Snæfellsbæ. Sími 435 6800. Fax. 435 6801 Farsími: 855 2105. Afgreiðsla í Reykjavík: 567 3240. e-mail :leidar@aknet.is Okkur markmið er... að hjálpa þér að ná þínu Fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Innbundin kr. 3.490 Dreifingarsími: 567-3240 Bók fyrir bæði kynin í öllum aldurshópum, í hvaða starfstétt sem er, því það er aldrei of snemmt eða of seint að leita eftir HÁMARKS ÁRANGRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.