Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEÍMT Mikil ólga meðal fólks í Belgíu vegna hneykslismála og umræðu um barnaníðinga Sögð jaðra við móð- ursýki og minna á ofsóknir McCarthys Brussel. Reuter. BELGÍSK þingnefnd ákvað í gær að fresta því að taka ákvörðun um framtíð Elios Di Rupos að- stoðarforsætisráðherra, sem hef- ur verið sakaður um hafa haft kynmök við drengi undir lö- galdri. Ákvörðuninni var líkt við tímasprengju, sem gæti orðið samsteypustjórn landsins að falli vegna mikillar ólgu meðal lands- manna í kjölfar hneykslismála sem tengjast barnaklámhring og drápum á fjórum ungum stúlk- um. Æsingurinn er orðinn svo mikill að belgísk dagblöð segja hann jaðra við móðursýki og minna á þá sjúklegu tortryggni sem ríkti í Bandaríkjunum þegar öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy þóttist sjá kommúnista og landráðamenn í hveiju horni á sjötta áratugnum. Þingnefndin ræddi mál aðstoð- arforsætisráðherrans í 16 klukkustundir og fram kom mik- ill ágreiningur meðal fulltrúa stjórnarflokkanna. Samþykkt var málamiðlunartillaga um að taka ekki ákvörðun í málinu fyrr en eftir tvær vikur. Di Rupo, sem er er hommi, segir að enginn fótur sér fyrir ásökunum um að hann hafi haft mök við unga drengi. Vitnið vefengt Nefndin óskaði eftir frekari upplýsingum frá ríkissaksóknar- anum í Brussel og bað æðsta dómstól landsins að rannsaka ásakanirnar. Að tveimur vikum liðnum hyggst hún taka ákvörð- un um hvort leggja beri til að Di Rupo verði sviptur þinghelgi til að hægt verði að sækja hann til saka. Fari svo þykir einsýnt að hann verði að segja af sér og jafnvel þótt málinu verði vísað frá stendur hann svo höllum fæti að líklega á hann sér ekki við- reisnar von í stjórnmálunum. Hingað til hafa þó aðeins þing- menn stjórnarandstöðunnar kraf- ist þess opinberlega að hann segði af sér. Framtíð stjórnarinnar er einn- ig í veði. Málamiðlunartillagan var ekki samþykkt fyrr en Jean- Luc Dehaene forsætisráðherra lagði fast að flokksbræðrum sín- um í Kristilega demókrataflokkn- um að styðja Di Rupo. Afskipti Dehaene urðu til þess að dagblaðið La Libre Belgique lýsti honum sem „forsætisráð- herra sem aflýsti heimsókn til starfsbróður síns í Austurríki en kaus þess í stað að leggja sig allan fram við að bjarga félaga sínum, jafnvel stjórninni." Talsmaður Di Rupos sagði í gær að hann hygðist ekki segja af sér og frönsk dagblöð tóku að vefengja trúverðugleika vitnis, sem ásakanirnar eru byggðar á. „Óhugnanlegt" andrúmsloft Dagblaðið Le Soir birti í gær skopmynd er þykir lýsa vel and- rúmsloftinu í Belgíu vegna hneykslismálanna sem tröllriðið hafa samfélaginu. Maður sést þar horfa með sjónauka út um glugga sem hlera hefur verið dregið fyr- ir. „Já, dómari, hann ekur á hverjum degi þremur börnum í skólann og faðmar þau,“ segir maðurinn. „Segja má að hér sé aðferðum McCarthys beitt gagnvart öllum með vafasama fortíð,“ sagði Kris Deschouwer, prófessor í stjórn- ELIO Di Rupo, aðstoðar- forsætisráðherra Belgíu. málafræði við Frjálsa háskólann í Brussel. „Auðvitað stöndum við frammi fyrir spillingar- og glæpamálum og þau verður að afhjúpa. En þegar farið er með menn sem glæpamenn fyrir smá- syndir er ástandið orðið hættu- legt.“ „Þetta hefur gengið of langt,“ sagði Marie-France Botte, leið- togi samtaka sem berjast fyrir réttindum barna, og sagði and- rúmsloftið orðið „óhugnanlegt". „Ég hvet fólk til að sýna stillingu vegna þess að ég fæ það á tilfinn- inguna að menn séu að nota mál barnaníðinganna til að hefna sín á óvinum." Hundruð ásakana á dag Botte sagði að samtök hennar fengju hundruð bréfa á hverjum degi þar sem menn væru bornir þungum sökum. Þúsundir manna hafa einnig hringt í sérstakt símanúmer sem yfirvöld hafa boðið upp á til að upplýsa mál sem varða barnaníðinga og spill- ingu embættismanna. Ásakan- irnar snúast yfirleitt um kynferð- islega misnotkun, fjársvik og spillingu og beinast oft að ná- grönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum í dómskerfinu. Di Rupo er ekki fyrsti þekkti Belginn sem hefur verið borinn slíkum sökum. Alain Van der Best, fyrrverandi ráðherra, var t.a.m. handtekinn í september vegna rannsóknar á morðinu á Andre Cools, leiðtoga Sósíalista- flokksins. Ennfremur er verið að rann- saka ásakanir á hendur saksókn- ara í Liege um aðild að barnakl- ámhring og kynferðislega mis- notkun barna. Annar saksóknari í borginni hefur verið sakaður um íjársvik. Þá hefur virtur mannvinur, sem hefur getið sér gott orð fyrir góðgerðastarfsemi, verið sakaður um að hafa misnot- að unga konu kynferðislega fyrir tveimur áratugum. Slík mál hafa tröllriðið samfé- laginu frá því tveimur ungum stúlkum var bjargað úr húsi barnaníðingsins Marc Dutroux fyrir hundrað dögum. Lík Ijög- urra stúlkna fundust einnig í húsakynnum mannsins og ýmis- legt hefur komið fram sem bend- ir til þess að embættismenn í dómskerfinu og stjórnmálamenn hafi haldið hlífiskildi yfir honum og gert honum kleift að ræna og nauðga ungum stúlkum í nokkur ár. Var dregið úr tengslum Clint- ons við auðkýf- ing frá Asíu? Washington. The Daily Telegraph. Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti er nú staddur í opinberri sex daga heimsókn í Ástralíu, en fjármál demókrata í kosningabarátt- unni eru nú til umræðu heima fyrir og á blaðamannafundi í gær gat forsetinn ekki vikist undan spurningum um þau þótt fjarri væri heimaslóðum. Á myndinni sést forsetinn flytja ræðu í Sydn- ey en í baksýn er óperuhúsið fræga eftir Danann Jarn Utzon og mikil brú yfir höfnina. ÞVÍ er nú haldið fram að embætt- ismenn Bills Clintons Bandaríkja- forseta hafi ekki sagt rétt frá tengslum forsetans við James Riady, auðkýfing frá Indónesíu og forkólf Lippo-bankasamsteypunn- ar, á lokadögum kosningabarátt- unnar fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember. Clinton, sem staddur er í opin- berri heimsókn í Ástralíu, var spurður um það á þriðjudag hvort stjórn hans hefði svarað spurning- um um framlög Lippo-samsteyp- unnar frá Indónesíu og áhrif þeirra á utanríkisstefnu Bandaríkja- manna. Clinton sagði að framferði hans hefði verið viðeigandi í alla staði og bætti við að stjórn hans hefði til dæmis hætt að selja Indónesum vopn vegna þess að þeir hefðu tekið völdin í Austur-Tímor og verið aðili að ályktun Sameinuðu þjóðanna um að auka mannrétt- indi þar. „Við skulum leyfa staðreyndun- um að koma fram og greina frá þeim,“ sagði Clinton og líkti mál- inu við það þegar Richard Jewell, öryggisvörður í Atlanta, var rang- lega sakaður um að hafa átt þátt í sprengjutilræðinu á Ólympíuleik- unum í sumar. Bob Doíe, frambjóðandi repú- blikana, reyndi að gera sér mat úr fréttum um að fulltrúa hags- munahópa í Asíu hefðu látið pen- ingana streyma í kosningasjóði demókrata og sagði að þetta væri enn eitt dæmið um spillinguna í innsta hring Clintons. Sögðu samskipti félagsleg Starfsmenn forsetans svöruðu því til að fundir Clintons og samt- öl við Riady í síma hefðu verið félagslegs eðlis. í raun var hins vegar verið að ræða viðskipta- stefnuna gagnvart Asíu og póli- tíska þróun í álfunni. Clinton hefur gengist við því að Riady hafi í einu samtali óskað honum til ham- ingju með stefnu hans gagnvart Kína og að láta vera að tengja viðskipti við Kínveija frammistöðu þeirra í mannréttindamálum. John Huang, fyrrverandi starfs- manni Riadys, var veitt starf í við- skiptaráðuneytinu áður en hann gekk í þjónustu Demókrataflokks- ins til að sjá um fjáröflun meðal Bandaríkjamanna af asískum upp- runa. Hann aflaði 160 milljóna króna, en þurfti að skila 40 millj- ónum króna eftir að grunsemdir vöknuðu um að framlögin væru ólögleg. Repúblikanar hafa haldið því fram að verið gæti samband milli örlætis Riadys og ákvörðunar stjórnar Clintons að hætta við rannsókn á réttindum verkamanna í Indónesíu. Uppljóstranir um þátt Huangs Nú er einnig komið í ljós að Huang hringdi að minnsta kosti 70 sinnum til banka í Los Angel- es, sem er í eigu Riadys, þá 17 mánuði, sem hann starfaði í við- skiptaráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum mátti Huang ekki leita pólitískra framlaga frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum eftir að hann gekk í þjónustu hins opinbera og siðareglur kveða á um að hann megi ekki með nokkrum hætti hafa afskipti af Riady eða Lippo-samsteypunni, sem á Lippo- bankann í Los Angeles, í minnst tvö ár. Dagblaðið The Washington Post hefur í höndum yfirlit yfir símtöl Huangs og sagði í frétt blaðsins á þriðjudag, að Benjamin Gilman, þingmaður repúblikana og for- maður alþjóðasamskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefði sagt í bréfi, sem sent var til Mickeys Kantors viðskiptaráð- herra á mánudag, að yfirlitið vekti áleitnar spurningar um fjáröflun- araðferðir Huangs. Nýttlyf gegn mal- aríu sam- þykkt London. The Daily Telegraph. NÝTT lyf gegn malaríu, sem hald- ið er fram að lækni 99% sjúklinga af sjúkdómnum, hefur verið sam- þykkt til notkunar í Bretlandi. Nýja lyfið heitir Malarone og hafa læknar verið beðnir að nota það aðeins þegar sjúklingar eru haldnir malaríu, sem er ónæm fyr- ir öðrum lyfjum. Er talið að þann- ig verði hægt að tryggja að sem lengstur tími líði áður en afbrigði af malaríu, sem lyfið bítur ekki á, komi fram. Tvær milljónir deyja á ári Rúmlega tvær milljónir manna deyja af völdum malaríu á ári hveiju, flestir í Afríku, Suðaustur- Asíu og Suður-Ameríku. Lyfið gæti bjargað mörgum, en kostnað- ur gæti sett strik í reikninginn. Verðið hefur ekki verið ákveðið en búist er við að sá skammtur, sem mælt er með gegn malaríu, muni kosta milli 2.000 og 2.500 krónur. Fyrirtækið Glaxo Wellcome framleiðir Malarone og hyggst gefa birgðir af lyfinu í ljósi þess að neyð- in er stærst í ríkjum, sem síst hafa efni á að kaupa það. Hefjast á handa í Kenýa á næsta ári og er stefnt að því að gefnir verði milljón skammtar á ári þar sem sjúkdóm- urinn er útbreiddastur. Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna hefur fagnað þessari áætlun og lýst yfir vilja til að styðja hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.