Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Landbúnaður án framtíðarsýnar? TIL stendur að breyta Stofnlána- deild landbúnaðarins, því skilja verður á milli Búnaðarbankans og Stofnlánadeildarinnar vegna nýs rekstrarforms bankans. Um leið gefst tækifæri til að leggja Stofnlánadeildina niður, eða færa hana, sem fjárfestingasjóður landbúnaðarins, í nútímalegt horf og er ekki vanþörf á. Þegar liggja tillögur fyrir um breytingar og er það tilefni þessara skrifa. Mér sýnist að það stefni í enn eitt slys í stjómun á félags- kerfi og hagkerfi landbúnaðarins. Hagræðing eða skollaleikur Nýlega gerðist það slys að Stétt- arsamband bænda og Búnaðarfélag íslands voru sameinuð í „hagræð- ingarskyni". Það hefði sjálfsagt átt, að minnsta kosti, að leggja Búnað- arfélag íslands niður, vegna þess að það var að mestu hætt að þjóna sinu hlutverki. Með sameiningunni minnkaði báknið lítið enda voru til- lögumar unnar af forsvarsmönnum og starfsmönnum þessa sama bákns. Það má því spyija hvort búnaðarsamtökin séu búin að gleyma tilgangi sínum og hvort þau starfi aðallega til að tryggja eigin tilvist. Tillögurnar um nýja stofn- lánadeild benda eindregið til þess, enda innihalda þær ekki neina ný- hugsun og hafa enga framtíðarsýn. Kostnaðarsamir fortíðardraugar Stofnlánadeildin starfar í dag á þann veg að lánað er út til margra málaflokka og í flestum þeirra eru lágir vextir, þ.e. 2%. Til að niður- greiða vextina er innheimt fram- leiðslugjald af seldum vörum alveg óháð því hvort framleiðendur hafi tækifæri til að nýta sér lánin eða ekki. Augljóst er að þessu kerfi var komið á á þeim tímum þegar skort- ur var á landbúnaðarvömm og er því framleiðsluhvetjandi. í dag þeg- ar offramleiðsla er, höfum við ekk- ert með slíkt kerfi að gera. Við verðum að framleiða rétt magn og af réttum gæðum til að uppfylla kröfur markaðarins. Hin einstöku bú verða að fá tæki- færi til að hagræða til þess að standast samkeppni, ekki bara við útlönd heldur líka við nágranna sína. Starfsgreinin má ekki heldur vera hlaðin stærri yfírbyggingu en hún þarf til að fá nauð- synlega þjónustu. Af- leiðingin af núverandi lánakerfi er að við höf- um mátt búa við of- framleiðslu í hátt á annan áratug og með kvótakerfí og allskonar framleiðslustýringu í þokkabót er nánast ókleift fyrir megin- þorra bænda að kom- ast inn í nútímann og hjálparlaust hrista Pétur miðstýringu og ráð- N. Ólason stjórnarkerfín af sér. Sjóðagjöldin sem stofnlánadeildin nærist á eru innheimt í afurðastöðv- unum og sölufyrirtækjum og eru því ekki sýnileg fyrir bóndann, enda algengt að bændur haldi að aðrir borgi gjöldin, þ.e. neytendur, sem á endanum er rétt. Ætla mætti að annað hljóð kæmi úr stéttinni ef gjöldin væru innheimt beint hjá bóndanum með gíróseðli. Bændur verða að vera meira meðvitaðir um hagsmunamál sín og stjórnvöld verða að hætta að nota landbúnaðarframleiðslu sem hagstjórnartæki. Ljós framtíðarinnar Stjórnvöld landsins hafa undan- farin ár gert samninga, annars veg- ar við Evrópubandalagið um þær viðskiptareglur sem gilda innan bandalagsins og hinsvegar um al- þjóðleg viðskipti í sambandi við GATT. Skilaboðin frá þeim eru skýr, það verður mest allt að byggjast á lög- málum markaðarins og þær stofn- anir og fyrirtæki sem standast ekki samkeppni verða að hætta starf- semi. Ekki verður lengur færður arður úr sjávarútvegi til annarra atvinnuvega eins og var áður í gegnum gengisskráningu. Ef styrkja á landbúnaðarfram- leiðslu er aðeins um beina styrki úr ríkissjóði að ræða eða hærra verð fyrir vöruna. Faðir vor, þú sem ert í Bændahöllinni Ef núverandi lánakerfi er haldið áfram verða afleiðingarnar dapur- KYNNING í LAUGAVEGSAPOTEKI I DAG KL. 14-18 Glæsilegt Vichy úr fylgir kaupum á Vichy vönum ef keypt er fyrir kr. 2500 eöa meira * VICHYI HEIL9UUUD HÚÐARINNAR legar. Framtakssemi og frumkvæði hjá bændum hverfur í æ ríkari mæli, því gagns- laust er að betjast ef enginn árangur er sýnilegur framundan. Lánað verður áfram eftir gömlum smábýla- sjónarmiðum og geð- þóttaskömmtun og stofnunin mun áfram nærast á „afurða- skatti“ fram hjá hinum raunverulegu hags- munum bænda, sem munu sökkva dýpra og dýpra í skuldafeni og missa hæfíleikann til að takast á við nokkuð sem heitir samkeppni. Þá er dæminu snúið við, þá starfa bændur í þeim til- gangi að halda lífi í félags- og þjón- ustustofnunum sínum en ekki öfugt. Eða er kannski staðan þann- ig í dag? Bændur þurfa ekki að láta sér detta í hug að nein af þessum stofn- unum muni leggja sjálfa sig niður þó þær séu fyrir löngu hættar að þjóna hlutverki sínu. Það sannast í frétt í Morgunblaðinu 5. nóvember sl., þar sem bankastjóri Búnaðar- bankans og forstjóri Stofnlána- deildar eru byrjaðir að beijast og sá síðamefndi er farinn að koma með hótanir varðandi kynslóða- skipti. Hótanir hafa líka komið fram um það að vextir á gömlum lánum muni hækka. Það vantar ekki ráð- stjórnarþumalskrúfurnar hjá þess- um körlum. Framtíðarsýn og stefnumörkun Það er aðeins þú, bóndi, sem getur komið einhveijum breyting- um á eða þá ríkisstjórn landsins ef hún hefur þá einhvern áhuga á að Ofbeldi af þessu tagi er, segir Pétur N. Olason, er algengt í ráðstjórnar- ríkjum. fylgja eftir sinni eigin stefnumörk- un. Stofnlánadeild landbúnaðarins verður að leggja niður. Aðferðirnar við lánveitingar og innheimtu af- urðaskatts eru úreltar fyrir löngu og tilheyra ráðstjórnartímanum eða þeim tíma þegar skortur var á land- búnaðarvörum. Ef þörf er fyrir lánasjóð í landbúnaði verður hann að vera sjálfbær. Ef þörf er fyrir styrki er það hlutverk stjórnvalda að taka pólitíska ákvörðun um það og styrkurinn verður að koma úr ríkissjóði. Hugsanlegt er að bú- greinar hafí mismunandi þörf fyrir sérstaka lánasjóði, sumar búgreinar hafa enga þörf. Þó þörf sé fyrir lánsfé, má þar nefna t.d. gróðrar- stöðvar sem framleiða garðplöntur. Þær eru samt, með dómi, skikkaðar til að borga afurðaskatt þó að kerf- ið að miklu leyti hafí meinað þeim aðgang að þeim hlunnindum sem í boði eru, eða þá að þeir hafa ekk- ert með það að gera. Ofbeldi af þessu tagi er algengt í ráðstjórnar- ríkjum en samrýmist ekki nútíma stjórnar- og viðskiptaháttum á Vesturlöndum. Ákall úr djúpinu Ef bændur almennt eru orðnir það sljóir og hafa þá aumu framtíð- arsýn að þeir vilji halda í þetta gamla kerfi, hljóta minnihlutahópar að gera þær lágmarkskröfur til stjórnvalda að fá tækifæri til að víkja sér undan ofbeldinu og fá frelsi til að velja um þátttöku eða ekki. Það eru mín tilmæli ti! hins al- menna bónda, að hann láti heyra í sér, því ekki virðist mér fjölmennur hópur vera að gæta hagsmuna hans, og til stjórnvalda, að taka ákvörðun í samræmi við sinn eigin boðskap: Að leggja nú niður Stofn- lánadeild landbúnaðarins, og lofa bændum landsins að koma með öðrum landsmönnum inn í framtíð- ina en ekki skilja þá eftir í stofnana- feni fortíðar. Höfundur er garðyrkjubóndi. Miðborgin að næturlagi um helgar MIÐBORGIN hefur verið undir smásjá í langan tíma - sérstak- lega hinar óskipulögðu útihátíðir að kvöld- og næturlagi um helgar. Lögreglan hefur látið gera úttekt á málum þar með ákv. millibili í gegnum árin, lagt fram tillögur til úrbóta, en of sjaldan uppskorið laun erfiðis síns. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að leyfi hafa verið gef- in fyrir um 80 vínveit- ingastöðum á svæðinu á milli Rauðarárstígs og Garðastrætis. Leyfilegur gesta- Qöldi á þeim er nálægt 10.000 manns ef allir staðirnir væru full- nýttir. Þeir bjóða upp á þjónustu að kvöld- og næturlagi með áherslu á helgarnar. I mörgum tilvikum má fólk eldra en 18 ára vera þar inni, þótt þar megi ekki veita áfengi öðrum en þeim, sem náð hefur 20 ára aldri. Það er því eðlilegt að margir séu á ferli þarna á svæðinu á afgreiðslutíma vínveitingahús- anna. Þess ber einnig að gæta að fólki, eftir að það hefur náð til- teknum aldri, er fijálst að fara ferða sinna um götur og torg borgarinn- ar. Lögum samkvæmt verða þeir sem yngri eru að vera í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum eftir að utivistartíma lýkur. Á venjulegu föstudagskvöldi eru um 100-200 manns á ferli í mið- borginni fram að miðnætti. Um miðnætti eykst fjöldinn lítillega eða upp í um 500 manns. Eftir að öllum stöðunum hefur verið lokað á sama Ómar Smári Ármannsson tíma safnast saman um 2.500-5.000 manns á mjög lítið svæði. Þá eru þar flestir á aldrin- um frá 18 ára upp í 25 ára. Börn og unglingar undir 16 ára aldri eru nú að mestu horfin úr miðborginni. Eftir að lögreglan og félags- málayfirvöld gerðu samræmt átak í því að koma börnunum frá svæðinu og hvetja til hertra eftirfylgju- reglna um útivistar- tíma hefur ástandið hvað varðar þann ald- urshóp gerbreyst í miðborginni. Stundum kemur það fyrir, sérstak- lega á haustin við upphaf skóla og á vorin við lok skóla, að færa þurfi börn undir 16 ára aldri í sérstakt athvarf í miðborginni þangað sem þau eru sótt af foreldrum sínum. Þeim, sem þangað hefur þurft að flytja, hefur hins vegar fækkað mjög síðari misseri. í haust sáust varla börn á svæðinu. Aldurshópurinn 16-19 ára er og hefur verið vandamál. Þess ber þó að geta þegar talað er um vanda- mál að það lýtur aðeins að tiltölu- lega fáum einstaklingum, sem eru á svæðinu. Þessi hópur hefur þörf fyrir að hitta félagana á vísum stað og hann kemur til með að gera það eftir sem áður. Aðalmálið er við hvaða aðstæður og í hvernig ástandi þau hittast. Helsta vandamál þessa saman- safnaðar er áfengisdrykkjan. Allt of margir drekka illa og eru afleið- ingarnar eftir þvi. Þá er og áber- Edda Björgvinsdóttir NO NAME andlit ársihs. NO NAME ' COSMETICS ——— Snyrtivörukynning ídagkl. 14-18 íffVto) Frí kynningarförðun. » 7 andi hversu margt ungt fólk er mikið drukkið þegar líða tekur á nóttu. Mikið hefur verið rætt og ritað um áfengisneyslu íslenskra unglinga, en meiri samstöðu og þátttöku hinna fullorðnu virðist vanta inn í þá baráttu svo von megi verða um meiri árangur. Og hvernig á unga fólkið að taka varn- aðarorð fullorðinna góð og gild ef fordæmi þeirra sömu er síðan á annan veg í verki? í dag eru fyrir- myndirnar ekki alveg sjálfar sér samkvæmar og kannski þess vegna eru hlutirnir eins og þeir eru. Þá verður ungt fólk fyrir miklu áreiti Lögregla og félags- málayfirvöld sameinuð- ust um að koma börnum yngri en 16 ára úr mið- borginni að næturlagi. Omar Smári Ar- mannsson telur að eftir það hafi ástandið ger- breyst og sá aldurhópur sjáist varla um helgar. í okkar samfélagi, en tilgangurinn með því er ekki síst að hvetja til neyslu vöru, sem aðrir geti grætt á. Við þá iðju er velferð unga fólks- ins því miður lítils metin. Af framangreindu má sjá að lausn á málum miðborgarinnar er ekki einföld, en með ákv. ákvörðun- um, sem og samræmdum, víðtæk- um og samstiga svæðisbundnum aðgerðum þeirra sem þar koma nærri málum ásamt góðri þátttöku og ekki síst jákvæðum viðbrögðum almennings er hægt að ná fram verulegum úrbótum í miðborginni að næturlagi um helgar. Höfundur er aðstoðaryfirlögrcgluþjónn í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.