Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR • Lesið í málverk II ,FISKIMÍAÐUR í vetrarlandslagi" olía á léreft 1910-11 FISKIKARLINN BÖRRE í SUMUM bókum um Edvard Munch, er þetta merki- lega málverk nefnt „Fiskimaður á snævi þaktri strönd“, en í öðrum einungis „Börre“ og bak við það er nokkur saga. Hinn aldni og rúnum risti sjómaður var fyrirmyndin að sagnaþulnum í einni af þremur aðalmyndum listamannsins í Aulaen, hátiðarsai há- skóians í Osló, og málverkið er málað á árunum 1910-11, er hann var að þreifa sig áfram, rissa upp og mála frumdrög að skreytingunni. Það er háttur málara að nálgast myndefni sín á marga vegu er um viðlíka stórverkefni er að ræða og er málverkið af fiskimanninum Börre Eriksen glöggt dæmi. Hann var annar tveggja aldinna sjómanna sem sáu um hús það og allt laust og fast á Kragerö, sem Munch festi sér eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn, og sem hann notaði einnig sem fyrirsáta inn á milli. Þetta mikla verk er skara skyldi sögu og þjóðlíf var alveg nýr flötur í lífi Munchs og glíman við viðfangsefnið kom honum aftur í náið samband við norskan veru- leika og hvunndag. Listamaðurinn, sem hafði alist upp í nágrenni fátæktar og erfiðisvinnufólks hafði lengstum verið upptekinn af viðfangsefnum er skör- uðu sjálfa sígilda hringrásina, lífið, ástina og dauð- ann, allt þetta í nánum tengslum við næsta umhverfi og ríka munúðarfulla náttúrunálgun hveiju sinni. Vinnandi fólk var víðs fjarri í Lífsrásinni, hinni miklu og margþættu myndaröð er skarar öll þessi fyrirbæri. Fram að þeim tíma hafði Munch lengstum verið fremstur málara álfunnar um andlegt innsæi á mannlifið, sálrænar hremmingar og skynræn hug- hrif, rithöfundar áttu að skrifa líf sitt og málarar mála það. Snéri sér nú í samræmi við verkefnið jafnt að háleitum sem almennari og þjóðfélagslegri myndefnum. Viðfangsefni sem sköruðu atvinnulíf og verk- menningu höfðu verið algjör undantekning hjá Munch, en þó hafði hann gert þijár óvenjulegar myndir er voru eins og fyrirboði þess sem í vændum var. „Fiskimaður" 1902, verkið einnig sagt málað í Warnemiinde 1907 (Pola Gauguin), „Skúringakonur í stiga“ (1906), „Alma Mater“ máluð í Thiiringen sama ár. Fiskimaður og Alma Mater verða svo eins konar meginstef er hann fer að vinna að uppköstum að skreytingu Aulaen 1909. Alma Mater sem er af þroskaðri konu, formóðurinni, fijóseminni, um- kringd börnum sínum og með það yngsta í fanginu, tákngervingum framþróunarinnar, verður að stíl- færðri endurgerð í samnefndu verki í hátíðarsaln- um. Sama má segja um málverkið af Fiskimanninn í Warnemunde, sem er líkast frumuppkasti af gamla sagnaþulnum í myndinni „Sagan“, þóttþar sé fyrir- sátinn annar. Hann situr undir voldugri eik, sjálfu lífstrénu og er að auki mun stílfærðari. Táknsæ framsetning vísindanna, hins einfalda upphafs alls vísdóms og visku, reynslunnar. Hin miklu stílrof á list Munchs voru þannig eng- in kú vending, heldur áttu sér nokkurn aðdraganda, kím sem fijóvgaðist og skaut rótum í átökunum við hið mikla viðfangsefni sem tók hug hans í heil sjö ár. Hið bundna verkefni hefur haft dijúg áhrif á málarann, því í fyrsta skipti verður hann að taka að nokkru tillit til skoðana annarra, því hann er að vinna að opinberu verkefni og að auki að mála fyrir alla þjóðina, í öllu falli hinn upplýstari hluta hennar. Nú þurfti að leggja sig allan fram og finna aftur fótfestu, samkennd með þjóðarsálinni, eftir hina löngu útivist, stormasama lif og háskalega taugaáfall. Ásjónurnar á hinum fullgerðu myndum eru undarlega fjarrænar og stirðnaðar, meira ei- lífðarímynd og tákn en beiskur og rammur ilmur af holdi og blóði, sem þó var meginveigurinn í fyrri myndum hans. Andróðurinn gegn Munch var gríðar- legur og það var ekki fyrr en í maí 1914 að endan- lega var fallist á að taka við verkunum og hafði þá gengið á miklu. Það var ekki síst fyrir þá sök að verkin höfðu verið sýnd erlendis og vakið mikla athygli og hrifningu. Munch hreifst á sinn hátt af þeim sem lögðu hijúf- ar hendur að grófu verki, markaðir erfiðri lífsbar- áttu, verkmanninum, hvort sem það var akuryrkju- maður, múrari eða verkamaður, og það var hug- mynd hans að reisa slíkum einnig minnisvarða í Aulaen. Hér mætti hann skiljanlega andstöðu í ljósi timanna og aldarfarsins og í lokamyndinni er hann kominn mun lengra frá fyrirmyndunum en hann mun hafa ætlað í fyrstu. Nýr og raunsærri tónn og frásagnarleg framsetning einkennir hér vinnubrögð hans, um margt ólík öllu sem hann hafði áður gert, þótt yfirbragðið og pensildrættirnir bæru skýr auð- kenni meistarans ... Líkast til hefur hann viljað vinna sig burt frá hinu bundna og erfiða verkefni í uppköstum og trönumálverkum meðan stóru verkin voru að form- ast og árin liðu eitt af öðru, og er myndin af sjó- manninum Börre hér afar skýrt dæmi. I útfærslu er hún gjörólík hinni fáguðu og skipulega máluðu útgáfu í hátíðarsalnum og jafnframt merkilega laus í byggingu, nánast sértæk í opnum hráum tjákrafti sínum. Hinar miklu þverstæður ríma við það sem hann sagði sjálfur um sagnaþulinn: „Sagan verður ekki sögð af fiskimanni. Það er reyndar gamall fiski- maður sem situr þar og hefur marga hildi háð við ægi. Var annars ekki fagnaðarerindið boðað af fiski- manni? Það er svo eitthvað frumstætt en samt vit- rænt í myndinni eins og maðurinn sé í samræðu við freruð náttúrumögnin og horfi þenkjandi veginn fram, eigi nokkra leið ófarna. Má vera sennilegt að myndin sé orðin til eftir sjónminni eða beinni sjónhendingu, er listamaðurinn sá hinn aldna og gráskeggjaða sæfara bera við vetrarlandslagið á Kragerö, snjóbirtuna, himin, haf og jörð. Myndin ber með sér að hafa verið hratt og óformlega máluð, myndbyggingin opin, formin í bakgrunninum tvístruð og í henni vottar fyrir frumstæðum og „nævskum" blæ sem var afar fátítt hjá hinum hámenntaða verkþjálfaða snillingi og því er myndin svo óvenjuleg. Það er helst hvernig hann lætur hattabörðin sameinast sjónlínunni í bakgrunn- inum og hin mörkuðu og sálfræðilegu stærðarhlut- föll að maður kennir handarbragð meistarans, því þannig jarðtengir hann manninn umhverfi sínu og grunnmálum myndflatarins um leið. Málverkið ber jafnt í sér voldugan upprunalegan Ijákraft hrárrar lifunar og rismikinn þyngslalegan norrænan anda. Afar svipmikið og áhrifaríkt málverk, eini skyld- leikinn við endanlegu útfærslu myndarinnar af Börre í hlutverki sagnaþulsins felst í því að hann er mun rismeiri og kraftalegri en hann var af guði gerður. Táknmynd þess sem er traust varanlegt og sterkt. Bragi Ásgeirsson „Að leika fyrir fólk“ ANDREJ Gavrilov og Petri Sakari fagna góðum tónleikum. TONIIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Shostakovitsj, Prokofiev og Sibelius. Einleikari: Andrej Gavrilov. Stjómandi: Petri Sakari. Fimmtudagurinn 21. nóvember, 1996. TÓNLISTARSAGA Sovétríkjanna er spunnin úr andstæðum byltingar og íhaldsemi og Dimitri Shostakovitsj og Sergej Prokofiev fengu ekki óáreittir að framfylgja byltinga- hugmyndum sínum í tónlist, vegna íhalds- samrar þjóðfélagsbyltingar manna. Stýrandi hugmyndafræði er stórhættuleg og því meiri trúnað sem menn leggja á slíkt, er hættan meiri. Þar standa ekki betur að vígi þeir sem menntaðir eru, því nýjungin getur verið ógn- un við sérfræði þeirra. Nýjungamennirnir detta einnig oft í sama pytt og þeir íhalds- sömu, því oft verður nýjungin þeim eins kon- ar guðfræði. Reynslan hefur sýnt að hinir færustu menn, bæði íhaldssamir og byltingar- sinnaðir hafa misreiknað sig í dómum um verk og oft hefur sagan ekki leiðrétt þær skekkjur, fyrr en allir sem þar komu að máli, voru dauðir. Tónleikarnir hófust á Hugleiðingum um rússnesk og kirgisk þjóðlög, op. 115, eftir Shostakovitsj. Þetta er áheyrilegt verk, ekki stórt í sniðum og eigin- lega ákaflega lítið að heyra af hinum snjalla tónsmið í þessu verki, sem var ágætlega leikið. Stóri smellurinn var flutningur á píanókon- sert nr. 1, eftir Prokofi- ev, sem saminn var 1911 og fyrst fluttur 1912 og aftur tveim árum síðar, er Prokofiev tók lokapróf sitt sem píanóleikari og hlaut fyrir vikið Rubin- stein verðlaunin. Það sem fór í taugámar á hlust- endum var hamrandi leikmáti sem helst var áberandi á ómstríðum hljómum en á milli brá fyrir lýrískum tón- hendingum. Þessi samskipan tónhugmynda var í algerri andstöðu það rómantíska tón- mál og tilfinningatúlkun, sem réð mestu um og eftir aldamótin 1900. Slík og þvílík atriði skipta svo ekki máli, því það eru innviðir verksins sem halda því saman og hafa þeir sannarlega dugað vel, því enn er píanókon- sertinn músiklegt ævintýri. Andrej Gavrilov er það sem best verður sagt með orðinu snillingur. Hann lék verkið ekki aðeins glæsilega, heldur músiseraði hann á þann hátt, sem aðeins yfirburðamað- ur getur, svo að flutningur verkisins var skemmtilegur, óhugnanlegur, æsilegur og fallegur. Sem aukalag flutti hann píanóverk frá 1908, eftir Prokofiev, sem kallast „Djöful- legur innblástur". Þetta er eitt af vinsælli píanóverkum Prokofievs og það sem merki- legt er við það og einnig píanókonsertinn, er að í því má heyra megineinkenni tónmáls þessa snillings. Gavrilov lék verkið af glæsi- brag, var blátt áfram stórkostlegur og það var auðheyrt að hann nýtur þess að „leika fyrir fólk“. Tónleikunum lauk með þriðju sinfóníunni op 52, eftir Jean Sibelius. Verkið er samið um svipað leyti og Prokofiev er að semja sín fyrstu verk og er nokkuð langt bil á milli stíla þessara nágranna. Sinfónían er há- rómantískt verk og fallegt. í þessu verki er Sibelius að endurvinna stíl sinn, sem byggist helst á mótun tónhugmynda og úrvinnslu þeirra. Hljómsveitarrithátturinn er þó hinn sami, glæsilegur, skrúðmikill og hljómfalleg- ur. Annar kaflinn er fallegasti hluti verksins en í heild var sinfónían mjög vel flutt undir stjórn Petri Sakari. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.