Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 57
í MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 57 . I 1 4 4 4 ( ( ( ( ( < ( ( ( I I BRÉF TIL BLAÐSIIMS Stíflufram- * kvæmdir Islend- inga á hálendinu Frá Thomasi Háberle landfræðingi: Á ÁRUNUM eftir 1980 byggði Landsvirkjun Kvíslaveitu, þ.e.a.s. stíflaði Hreyskiskvísl, Eyvindarkvísl- ar tvær, Þúfuverskvísl svo og Svartá. Skurður var grafinn á milli kvíslanna og vatn þeirra leitt í Þórisvatn. Framkvæmdir við lokaáfanga Kvíslaveitu hófust í vor (sbr. Morg- unblaðið frá 10. ágúst 1996, bls. 26-27) og er áætlað að stífla Þjórsá innan við Hreysiskvísl og veita vatni innstu kvíslanna, Bergvatns- og Fjórðungskvíslar, í Þórisvatn. Eins og kunnugt er eru Þjórsá og þverár hennar orkumestu fallvötn á Islandi og er fallorkan sem talin er hagkvæm til virkjunar í þesspm ám um 27% af allri vatnsorku á íslandi. Núverandi virkjanir (Búrfell, Sigalda og Hrauneyjafoss) framleiða í dag þriðjung af vatnsorku Þjórsár eða um 3 TWh. Á fyrsta áratug aldarinnar byrjuðu tækinlegir möguleikar að leyfa virkj- un tiltekinna áa. Var hugarfarið fyrst og fremst að njóta óþrjótanda auð- legða náttúrunnar án þess að velta skemmdarverki einmuna náttúrufeg- urðar fyrir sér. Hefur slíkt hugarfar því miður ekki breyst fram til okkar daga eins og áframhaldandi virkjun áa og stækkun miðlunarlóna (t.d. stækkun Blöndulóns, sbr. Morgun- blaðið frá 30. ágúst 1996, bls. 26, 27 _og 52) gefa til kynna. Ég veit að íslendingum veitist erfitt að skilja er svissneskur maður gagnrýnir breytingar Landsvirkjun- ar á íslensku náttúrunni, en þessi maður elskar landið ykkar mjög mikið og veit hvernig þróunin hefur verið í Sviss, þar sem u.þ.b. 200 stíflur (hærri en 15 m) hafa verið reistar á síðustu áratugum (sbr. Neue Zúrcher Zeitung frá 21. ágúst 1996, bls. 65). Dæmi frá Wallis-sýsl- unni í Sviss bendir á hve mikið árfar- vegum hefur fækkað á undanförnum áratugum sökum veitna og stíflana vatnsfalla (sbr. mynd 1, sem er tek- in úr kennslubókinni „Schweiz, Su- isse, Svizzera, Svizra" eftir K. Burri, Lehrmittelverlag des Kantons Zúrich, 1995, bls. 174); Því miður finnst mér að Lands- virkjun sé á sömu leið og rafmagns- veitur í Sviss hafa verið á undanförn- um áratugum. Sagt er að hver þjóð eigi að gera mistök sín sjálf. í bækl- ingi Landsvirkjunar um Laxárstöðvar segir m.a.: „Til þess að fullnægja þörfum álversins [á Keilisnesi] mun Landsvirkjun reisa tvær nýjar virkj- anir, Fljótsdalsvirkjun (210 MW) og stækkun Búrfellsvirkjunar (100 MW), auka við vatnsmiðlanir [t.d. Blöndulón] og efla orkuflutning- skerfi. Þegar horft er lengra fram um veg hefur Landsvirkjun ýmis fleiri verkefni á pijón: unum. Má þar nefna útflutn- ing raforku um sæstreng og fjölþætta aukningu í orku- notkun við atvinnuuppbygg- ingu landsins. Einungis er búið að virkja tíunda hluta þeirra orkulinda íslands sem hagkvæmar teljast og valda litlum skaða á umhverfmu. Orkan er því stærsta ónýtta auðlind íslendinga og væn- legasti kosturinn til að við- halda og auka hagsæld þjóð- arinnar á komandi árum“ (Laxárstöðvar, Landsvirkj- un, 1993). Vatnasvið Wallis-sýslunnar Vatnsæðar W«i]lis-sýslunnar... (eins og þær voru fyrir virkjun þeirra) ...og hvað er eftir af náttúrulega rennandi áin í dag Vatnasvið Wallis-sýslunnar fyrir og eftir virkjunarframkvæmdir. Ég held ekki að virkjun vatns- falla valdi litlum skaða á umhverf- inu. Hvað verður t.d. um Dettifoss (sem hefur verið friðlýstur, sbr. Morgunblaðið frá 29. ágúst 1996, bls. 9) og Jökulsárgljúfur (sem er þjóðgarður) er aðeins hluti vatns- magns Jökulsár á Fjöllum rennur fram vegna veitu Jökulsár á Fjöllum norðan við Vatnajökul? Erlendir ferðamenn verða víst ekki ánægðir og munu hrökkva við, þegar þeir horfa á foss sem er ekki lengur stærsti og voldugasti foss Evrópu. Og hvað verður um lífríki og hrein- dýrastofninn á Eyjabökkum þegar Fljótsdalsvirkjun verður að veru- leika? Og þegar raforkuútflutning- urinn um sæstreng til Evrópu verð- ur ábatasamur í framtíðinni er ég mjög hræddur um að stór svæði íslenskrar náttúru muni eyðileggj- ast innan skamms. Eins og kunnugt er frá Sviss veitir það aðeins örfáum mönnum atvinnu þegar virkjanir hafa verið byggðar og bytjað er að framleiða raforku. En gróðinn kem- ur sennilega einnig örfáum mönnum til góða. Getum við haldið áfram í framtíðinni að kveða kvæði Jónasar Hallgrímssonar með góðri samvisku um eld í norðri, um eyjuna sem er móðir yfir mar, um landið fallega, sem er beltað bláfjöllum, blómgað grasdölum og faldað hvítri fönn? Eða mun „Ultima Thule“ verða skemmt í stórum stíl, sárin orðin svo mikil að ekki er lengur hægt að lækna þau? Með „aukingu í orkunotkun" er hægt að „auka hagsæld þjóðarinnar á komandi árum,“ segir Landsvirkj- un en ég efast um að þetta sé land- inu til góðs eins og teikning mín sýnir. Mér virðist að hagsældina sé ekki hægt að mæla aðeins í mega- wöttum og peningum, við gleymum oftar en fyrr að það er fyrst og fremst náttúran sem er grundvöllur fyrir lífsgæfu sálar okkar. THOMAS HÁBERLE Egg 20, CH 5026 Densbúren, SVISS Er efnishyggja sama og auðhyggja? Frá Guðsteini Þengilssyni: MIÐVIKUDAGINN 6. nóvember sl., á sjálfan aðfangadag nóvember- byltingarinnar í Rússlandi, birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ellert B. Schram sem hann nefnir „Er búið að frelsa heiminn?" Þessi grein er mjög skemmtileg og íjörlega rit- uð og það er engan veginn tilgang- ur minn með þessum línum að gagn- rýna efni hennar. Ellert finnst að vonum vafasamt, að heimurinn hafi frelsast, meðan „þrældómur vinn- unnar, ástand láglauna og víta- hringur gerviþarfa og lífsleiða" er það helsta sem lífið hefur upp á að bjóða. „Hafa allar hugsjónirnar gufað upp framan við sjónvarps- skjáinn og tölvuskerminn?" Undir þetta allt get ég tekið og margt fleira sem í greininni stendur. En svo heldur Ellert áfram og segir: „Hætturnar í þjóðfélaginu leynast ekki endilega í hávaðasömum póli- tíkusum ... Þær liggja í efnishyggj- unni, firringunni. tillitsleysinu gagnvart lítilmögnum, sinnuleysinu og hugsunarleysinu. Mammonskan ræður ríkjum, húmanisminn er á undanhaldi." Þetta er allt saman laukrétt, ef Ellert hugsar eins og ég held að hann geri, þegar hann fer með hugtakið „efnishyggja“. Honum verður þeirra manna dæmi, er láta efnishyggjuna jafngilda því viðhorfi að vilja safna að sér fyrst og fremst þeim veralda gæðum, sem mölur og ryð fá grandað en huga síður að andlegum verðmætum. Því hlýt ég sem gamalgróinn efnishyggju- maður að mótmæla kröftuglega. Þessi meðferð á hugtakinu efnis- hyggja nær að sjálfsögðu ekki nokkurri átt, en hún er því miður alltof algeng. Nafnið mun vera þýð- ing á erlenda orðinu „material- ismus“ (materia = efni). Gríski heimspekingurinn Demokritos mun hafa orðið fyrstur til að skilgreina hugtakið með orðunum: „Ekkert er til nema frumeindirnar og hið tóma rúm.“ Við getum reyndar sagt að þessi skilgreining standist enn þanii dag í dag í stórum dráttum, þótt þekking vor á efninu sé nú orðin margfalt meiri nú en á dögum Dem- okritosar. Mörk efnis og orku eru að visu ekki skörp, tvær hliðar á sama fyrirbæri, en efnið er alltaf jafn raunverulegt hvert sem innsta eðli þess er og við eigum vafalaust margt ókannað á því sviði. Efnið er grundvöllur heimsins Samkvæmt skilgreiningu Enc- yclopaedia Britannica er efnis- hyggja sú heimspekistefna, sem rekur alla hluti til efnislegra ferla. Jafnvel sálarlíf mannsins, hugsanir Námsbrautin studdi lánveitingu Menntamálaráðherra svarað Frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni: í SÍÐUSTU viku birtust fréttir í íjölmiðlum af ejnkennilegri af- greiðslu stjórnar LÍN á máli lánþega hjá sjóðnum. Það snerist um að nemi á 1. ári í hjúkrunarfræði, Þóra Björk Baldursdóttir, var ein þeirra sem ekki var svo heppin að komast í gegnum fjöldtakmarkanir deildar- innar. Ástæðan var ekki lakar ein- kunnir því meðaleinkunn hennar var 6,9 eða hærri en meðaleinkunn tíu annarra sem þó sluppu í gegn um síuna. Þóra Björk var nefnilega svo óheppin að hana vantaði 0,5 upp á einkunn í einu prófi. Engu að síður hefði þetta átt að nægja henni til að eiga rétt á námsláni enda árang- ur hennar 80% af því sem kalla má fullan árangur, en LÍN gerir kröfu um 75% námsárangur til að námsmaður eigi rétt á láni. Dýrkeypt skakkaföll Þessi smávægilegu skakkaföll leiddu til þess að Þóra Björk þarf að horfast í augu við það að skulda bankastofnum tæplega 300 þúsund krónur sem er augljóslega afleit staða fyrir tveggja barna móður sem er að reyna að afla sér mennt- unar. Þóra hefur fylgt máli sínu vel eftir og m.a. gengið á fund menntamálaráðherra. Um síðustu helgi bregður svo við að mennta- málaráðherra reynir að gera mál- stað Þóru tortryggilegan á allan hátt og grípur til þess ráðs að skella skuld og skömm á allt og alla sem að málinu hafa komið að sjálfum sér undanskildum. Helst hreytir hann ónotum í námsbraut í hjúkrun þar sem hann segir að ógæfa stúlk- unnar eigi upptök sín. Gegn betri vitund? Vaknar sú spurning hvort ráð- herrann tali hér gegn betri vitund. í marga mánuði hefur legið fyrir bréf frá yfirmanni námsbrautar í hjúkrunarfræði þess efnis, að ekk- ert í reglum námsbrautarinnar standi gegn því að Þóra Björk fái námslán. Það eina sem kemur í veg fyrir að að Þóra Björk fái námslán eru reglur LÍN. Lánasjóður ís- lenskra námsmanna gerir strangari kröfu um námsframvindu en náms- braut í hjúkrun. Það er kjarni máls- ins. Það er hins vegar rétt skilið hjá ráðherranum að mál Þóru Bjarkar snýst ekki um samtímagreiðslur (mánaðarlegar útborganir) náms- lána enda hefur það aldrei verið sett fram undir þeim formerkjum. Það er hins vegar að mörgu leyti dæmigert fyrir þrönga túlkun hans og vilji eru afleiðingar þessara ferla. Islenska alfræðibókin skil- greinir efnishyggju á líkan hátt sem þá afstöðu í heimspeki, sem gerir ráð fyrir að efnið sé grundvöllur heimsins og þar með vitundarinnar. Vegna greinar Ellerts get ég ekki látið hjá líða að mótmæla þeim skilningi á efnishyggjunni, sem þar kemur fram, því hann er afar ljótur blettur á annars ágætri grein. Ekki veit ég hveijir hafa staðið fyrstir að þessari fölsun á hugtakinu, en best gæti ég trúað að þar hafí guð- fræðingar verið að verki. Ég vil að lokum taka fram, að ég er hjartan- lega sammála Ellert um það, að auðsöfnun og ásókn í eignir og efn- isleg verðmæti, „mammonskan", sé með því hættulegasta sem að okkur sækir. En ég vil ekki fyrir neinn mun blanda þeirri áráttu saman við þá heimsskoðun sem nefnist efnis- hyggja og er með öllu óskyld verð- mæta- og lífsþægindagræðgi okkar nútímamanna. GUÐSTEINN ÞENGILSSON, Álfhólsvegi 95, Kópavogi. Lánasjóðs íslenskra námsmanna á reglum skóla um námsframvindu. Það er jafnframt skýrt dæmi um það hvað lítið má út af bregða í núverandi námslánakerfi til að námsmaður verði að hverfa frá námi vegna hárra skulda við bankastofnanir. Þetta er hinn al- menni lærdómur sem af dæminu má draga og hann á við um alla námsmenn, ekki bara námsmenn á 1. ári. Ráðherra Iítur undan í bréfi til blaðsins sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag reynir menntamálaráðherra að snúa máli Þóru Bjarkar upp í óljósa spurn- ingu um minn þátt í því. Það er sjálfsagt að geta þess að þetta mál er aðeins eitt þeirra fjölmörgu sem undirritaður reyndi að reka eftir bestu samvisku sem fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN. Ráð- herrann væri maður að meiri ef hann héldi persónu minni utan við þessa umræðu og þyrði að horfast í augu við Þóru Björk og það námslánakerfi sem hann svo sann- arlega ber ábyrgð á. VILHJÁLMUR H.VILHJÁLMSSON, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands Glœsileg kristallsglös i úrvali SILF BUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar færöu gjöfina - Full búð af fallegum vörum, sloppum, nátt- fatnaði, nærfatnaði o.fl. Glæsilegt úrval - góðar jólagjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.