Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAPIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Ámi Sæberg BUIÐ er að sameina skrifstofur Fiskiðjusamlags Húsavikur og Höfða og setja upp nýtt skipurit fyrir sameinaða félagið. Nýtt skipurit Fiskiðjusamlags Húsavíkur Aukin ábyrgð og sjálfstæði stjóm- enda deilda UR VERIIMU Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra U mhverfisvænir skattar komi í stað annarra skatta STJÓRNENDUR Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. hafa ákveðið nýtt stjórnskipulag fyrir fyrirtækið eftir sameiningu við útgerðarfélagið Höfða hf. og kynnt það fyrir starfs- fólki. Skrifstofur fyrirtækjanna hafa verið sameinaðar og segir Ein- ar Svansson framkvæmdastjóri að í stjórnskipulaginu sé reynt að tvinna saman stjórnkerfin og nýta starfsfólk beggja félaganna eins og mögulegt er. Fiskiðjusamlaginu er skipt upp í þrjú svið, fjárhags- og upplýsinga- svið, framleiðslusvið og útgerðar- svið. Athygli vekur að ekki er sér- stakur framleiðslustjóri en fram- kvæmdastjórinn gegnir sjálfur því hlutverki. Undir það svið heyra rækjuvinnsla og bolfiskvinnsla, auk stoðdeilda. Rekstrarstjórar eru yfír hvorri framleiðsludeild. Einar segir að þetta sé nokkur áherslubreyting, svipuð og sést hefur í sambærileg- um fyrirtækjum, til þess gerð að auka ábyrgð og sjálfstæði stjóm- enda þessara mikilvægu deilda. „Með þessu er stjórnkerfíð gert flat- ara, færri milliliðir og styttri boð- leiðir. Við höfum unnið á þennan hátt frá því í september og það hefur sýnt sig að skipulagið virkar vel og er markvisst," segir Einar. Frystitogararnir Kolbeinsey og Júlíus Havsteen heyra undir útgerð- arsvið ásamt bátnum Kristey og netagerðarverkstæði. Helmingurinn rússaþorskur Áætluð velta Fiskiðjusamlagsins er tveir milljarðar kr. Helmingur af tekjunum er frá rækjuvinnsl- unni. Þar eru keyrðar tvær átta tíma vaktir, 5-6 daga vikunnar. Á hvorri vakt eru 20 menn sem skila hálfum milljarði kr. í brúttótekjur, eða svipaðri fjárhæð og stærstu frystitogarar. Bolfískvinnslan veltir um 300 milljónum og útgerðarsvið- ið hátt í 700 milljónum kr. Um það bil helmingur af hráefni bolfískvinnslunar, um 1.000 tonn á ári, er keyptur af heimabátum og á fiskmörkuðum. Er það gert til að vinna upp í samninga við belgíska verslunarkeðju. Hinn helmingurinn er rússaþorskur. Erfíðleikar hafa verið í sölu á rússaþorski og oft hátt hráefnisverð. Hráefnisverðið hefur hins vegar lækkað nokkuð og íslenskar sjávarafurðir hafa gert samning við stórt bandarískt dreif- ingarfyrirtæki um sölu tvífrysta físksins. Einar Svansson segir þetta jákvæða þróun, sérstaklega af því fyrirtækinu hafi gengið vel að fram- leiða hnakkastykki og aðrar dýrari afurðir úr rússafíski. Hann segir að samkvæmt lögmálum markaðar- ins ætti hráefnisverðið að fara áfram lækkandi, vegna aukinna kvóta í Barentshafi, en tekur fram að erfítt sé að spá í þróunina eystra. Viljum verða trúverðugir Stjórn Fiskiðjusamlagsins ætlar að fara með hlutabréf félagsins á almennan markað. Meðal annars í þeim tilgangi keypti félagið sjálft liðlega 10% hlutafjár af Húsavík- urbæ til þess að bærinn hefði ekki meirihluta. Ekki hefur verið ákveð- ið hvernig eða hvenær bréfín verða seld aftur. Einar segir hugsanlegt að bjóða einhvern hluta þeirra til sölu á Húsavík. Telur hann ekki rétt að hefja mikil viðskipti með bréfin fyrr en eftir aðalfund sem fyrirhugaður er um miðjan desember. Þá verði af- koma síðasta starfsárs kynnt, en rekstrarárið miðast við kvótaárið, og megi búast við slakri afkomu því rækjuverðslækkunin komi öll á þetta tímabil. „Við viljum að þessir hlutir séu uppi á borðinu ásamt skýringum okkar og áætlunum fyr- ir yfirstandandi rekstrarár, áður en bréfín fara á markað. Við viljum verða trúverðugir á markaðnum," segir Einar. GUÐMUNDUR Bjarnason, um- hverfisráðherra, sagði á Fiskiþingi í gær koma til greina að breyta skattaáherslum í þágu umhverfís- verndar án þess þó að auka skatt- heimtuna frá því sem nú er. Ekki síst væri mikilvægt hér á landi að gott samstarf skapist á milli sjáv- arútvegsins og þeirra, sem hefur verið falið að treysta framgang úrbóta í umhverfismálum. Ekki væri hinsvegar svo að skilja að ætlunin væri að boða einhvern sérstakan skógræktarskatt á sjáv- arútveginn. Umhverfisráðherra sagði að á ráðstefnunni í Rio de Janeiro hafi náðst samstaða um almenna grundvallarreglu um að einstök ríki skuli stuðla að því að tillit sé tekið til umhverfiskostnaðar og að hagrænum stjórntækjum sé beitt með hliðsjón af því að meng- unarvaldur skuli bera kostnað af mengun með tilhlýðilegu tilliti til almenningshagsmuna og án þess að raska alþjóðaviðskiptum og fjárfestingu. „Þessi grundvallar- regla er höfð að leiðarljósi í nýleg- um lögum um spilliefni og það er stefna umhverfisráðuneytis að beita þessari reglu í enn ríkari mæli í framtíðinni. Víða í ná- grannalöndunum fer fram mikil umræða um að leggja aukna áherslu á umhverfisskatta er komi í stað annarra skatta. Ætla má að á næstu árum sjáum við ýmsar breytingar í þessa veru. í sam- vinnu umhverfís- og fjármálaráðu- neyta er nú fylgst með þessari umræðu og þeim athugunum, sem gerðar hafa verið erlendis á áhrif- um slíkra breytinga á efnahagslíf- ið.“ Koldíoxíðlosun minnkuð um 50% Guðmundur sagði að þó mikið hafi áunnist á undanfömum árum til að tryggja verndun hafsins, væri ljóst að enn væru mörg verk óunnin. „Áfram þarf að vinna að því að takmarka ósóneyðandi efni, bæði í skipum og á landi með því að taka í notkun staðgengla sem skaða ósónlagið minna og valda ekki öðrum umhverfisspjöllum. Nú virðist sem það ætii að takast að ná markmiðum samningsins og þess er vænst að gangi það eftir verði ósónlagið um miðja næstu óld aftur í eðlilegu ástandi. En áfram verður að fylgjast vel með framkvæmd samningsins, bæði hér heima og erlendis, til að tryggja að sá árangur náist. Þess má geta að enn hafa menn nokkr- ar áhyggjur vegna þess að samn- ingurinn er enn ekki kominn til framkvæmda í mörgum þróunar- löndum. Hér á landi eru skipin stærsti notandi ósóneyðandi efna og því er ábyrgð sjávarútvegs mikil á því sviði. Okkar bíður mikið og erfítt starf svo að tryggja megi að markmið rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar náist. Óvíða verða áhrif loftslagsbreyt- inga meiri en á norðurhjara og m.a. er talið að þau geti haft áhrif á hafstrauma. Á heimsvísu þarf að draga úr losun koldíoxíðs um meira en 50% frá núverandi notk- un ef takast á að koma í veg fyr- ir hættulegar breytingar á loft- slagskerfinu. Ábyrgð sjávarút- vegs er mikil við- víkjandi mengun Samningaviðræður fara nú fram um leiðir til að styrkja samn- inginn enn frekar. Það skiptir sköpum um framtíðarlífsskilyrði á jörðinni að þær samningaviðræð- ur, sem ætlunin er að ljúka í lok næsta árs, gangi vel. Ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um að- gerðir og um ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi í samræmi við núverandi samning. í kjölfar samningaviðræðnanna er þess að vænta að við íslendingar þurfum að grípa til enn víðtækari aðgerða á þessu sviði,“ sagði Guðmundur. Sjávarútvegurinn fjármagni verkefni í máli hans kom einnig fram að brennsla á olíu væri helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda hér á landi sem og annars staðar. „Losun fiskiskipa nemur í dag um þriðjungi losunar koldíoxíðs á ís- landi og hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Það er óhjá- kvæmilegt að draga úr losun koldí- oxíðs vegna fiskveiða á næstu 'árum og áratugum. Því fyrr sem okkur tekst að bæta orkunýtingu og draga úr losun koldíoxíðs í sjáv- arútvegi, því betra. Það verður að tryggja gott samstarf á milli hags- munaaðila og stjórnvalda til að leita leiða til að leysa þennan vanda. í þessu sambandi langar mig að nefna að nú er verið að vinna að áætlun um aðgerðir til að auka bindingu koldíoxíðs í gróðri á ís- landi. Eg vil nota tækifærið til að benda á að það gæti orðið fýsileg- ur valkostur fyrir sjávarútveg að taka þátt í því að fjármagna verk- efni á þeim vettvangi í stað þess að leggja í kostnaðarsamar tækni- legar aðgerðir til að draga úr olíu- notkun á meðan tækni til þess hefur ekki verið þróuð.“ Þjóðgarðar verði stofnaðir í hafinu Ráðherrann sagði að alþjóðleg umræða og aðgerðir tengdar frið- un sjávardýra, eins og hvala, hefðu valdið nokkrum áhyggjum. Af- staða fjölmargra alþjóðlegra um- hverfísverndarsamtaka, sem oft og tíðum byggðist fremur á tilfínn- ingum eða misskilningi í stað vís- indalegrar þekkingar, hefði og myndi í framtíðinni geta skaðað hagsmuni Islendinga. „Við megum ekki sitja undir slíkum málflutn- ingi aðgerðarlaus. Eina færa leiðin er, að mínu mati, að kynna af- stöðu okkar og með hvaða hætti við verndum okkar auðlind gegn mengun og stýrum nýtingu. Við íslendingar eigum tilvist okkar undir sjálfbærri nýtingu auðlind- anna og verður að hafa þá reglu í öndvegi. Við höfum ævinlega haldið því fram þegar þessi mál hefur borið á góma á alþjóðavett- vangi að annað væri ekki í sam- ræmi við markmið um sjálfbæra þróun. Þetta útilokar þó ekki að gripið sé til friðunar á ákveðnum tegundum á ákveðnum svæðum, en það verður að gerast á grund- velli vísindalegra gagna. Þá vil ég einnig segja að það gæti komið að því að við teldum tímabært að hugleiða kosti þess að stofna eins konar þjóðgarða í hafinu. Slíkt hefur verið gert í mörgum löndum og reynslan af slíkum aðgerðum hefur oft verið góð.“ Fyrirtæki gefi út umhverfisársskýrslur Guðmundur gat þess að um- hverfisráðuneytið hefði á alþjóð- legum vettvangi haldið uppi mál- flutningi til að auka skilning á nauðsyn þess að nýta auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt. Eins hefði ráðuneytið við ýmis tækifæri kynnt fulltrúum alþjóðlegra um- hverfíssamtaka stefnu íslenskra stjórnvalda. Gott samstarf hefði verið við sjávarútvegsráðuneytið um þessi mál. „í þessu sambandi langar mig til að minnast á að ég hef oft hugleitt hvort ekki sé tíma- bært að íslensk fyrirtæki í sjávar- útvegi gefi reglulega út sérstakar i umhverfisársskýrslur, eins og , tíðkast hjá ýmsum fyrirtækjum í grannlöndum okkar sem nýta end- urnýjanlegar auðlindir. Eg held að slík skýrslugerð gæti bætt ímynd okkar, stuðlað að betri umgengni okkar við náttúruna og auðveldað markaðssetningu á mörkuðum þar sem neytendur hafa sívaxandi áhyggjur af um- hverfismálum." Hann sagði að Norðurlöndin væru nú að kanna grundvöllinn í fyrir því að merkja sérstaklega j físk og fiskafurðir þar sem hægt væri að sýna að auðlindin hefði verið nýtt á sjálfbæran hátt. Um- hverfísráðuneytið fylgdist grannt með þessu starfi og vænti þess að í framtíðinni muni þetta merki taka til fleiri umhverfisþátta en ástands fiskistofna og veiðarfæra- notkunar. j Þrávirk lífræn efni hafa mælst . í sjónum hér við land og þau er einnig að finna á fleiri stöðum á » norðurhjara, að sögn Guðmundar. „Þessi efni berast langt að og telj- ast því hnattrænt vandamál. Enn sem komið er, er vitneskja okkar um langtímaáhrif þeirra á um- hverfíð takmörkuð enda hófst framleiðsla á þeim ekki í neinum mæli fyrr en um miðja þessa öld, en ýmsar vísbendingar, sem fram * hafa komið um áhrif, valda veru- I legum áhyggjum, m.a. áhrif þeirra j á getu lífvera til að fjölga sér og þann skaða á ónæmiskerfinu sem þau kunna að valda. íslensk stjórn- völd hafa unnið að því að koma á alþjóðlegum samningi til að tak- marka eða banna notkun hættu- legustu efnanna. Nú virðist sem verulegur skriður sé að komast á það mál og frekari vinna á þessu ft sviði verður eitt helsta alþjóðlega l viðfangsefni okkar á næstu árum.“ , Umhverfisráðherra sagði að * nýlega hefði verið samþykkt al- þjóðleg áætlun um aðgerðir til að vernda hafið vegna mengunar frá landstöðvum. „Island tók mjög virkan þátt í gerð þeirrar áætlunar og m.a. var einn undirbúnings- fundur haldinn hér á landi. Á næstu misserum þurfum við að . meta þær aðgerðir, sem við höfum gripið til hér á landi og sjá hvort f þær fullnægi þeim kröfum, sem | gerðar eru í þessari áætlun." Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Skipurit, nóvember 1996 Stjórn Z Framkvæmdastjóri Einar Svansson ~L| Rækjuvinnsla — Fjáhags- og upplýsingasvið Fjármálastjóri Hjalti Halldórsson Framleiðslusvið Framleiðslustjóri Einar Svansson Útgerðarsvið Útgerðarstjóri Kristján B. Garðarsson Þjónusta og viðhald Viðhaldsstjóri Þráinn Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.