Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 23 LISTIR Sigiirvegari Tón- vakakeppninnar leik- ur í Norræna húsinu UM þessar mundir halda Ungverjar upp á 1100 ára búsetu í landi sínu. _Af því tilefni eflir félagið ísland- Ungverjaland til tónleika í Norræna húsinu laugar- daginn 23. nóvember kl 17. Ungverski píanóleikarinn Miklós Dalmay leikur verk eftir ungversk og íslensk tónskáld: Béla Bartók, Franz Liszt og Hjálmar H. Ragnarsson. Miklós Dalmay Miklós Dalmay bar nýlega sigur úr býtum í Tónvaka- keppni Ríkisútvarpsins. Á tónleikunum í Norræna hús- inu leikur Miklós Svítu op. 14 og Allegro barbaro eftir Béla Bartók, Fimm prelúdíur eftir Hjálmar H. Ragnarsson og tvö verk eftir Franz Liszt. Tilbrigði við stefíð Weinen, klagen eftir Jóhann Sebast- ian Bach og Ungverska rapsódíu nr. 13. Freysteinn Bjarnason er útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað. Hann er • •'m Starf hans felst í umsjón með útgerð og úthaldi fimm skipa sem Síldarvinnslan gerir út. Vélfræðimenntunin gerir það að verkum að Freysteinn hefur góða yfirsýn og innsýn í það sem lýtur að viðhaldi og imikaupum á flóknum tæknibúnaði til nútímafiskveiða. Nánari upplýsingar veitir: Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bókiega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. /gS|ö, Vélstjórafélag ÆyKf Islands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 Við skiptum við SPARISJÓÐ VÉLStjÓRA Þrjár mynd- listarsýn- ingar í Ný- listasafninu ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, á laugardag kl. 16. Finnur Arn- ar sýnir í neðri sölum safnsins og Ingileif Thorlacius í efri sölum. Guð- rún Halldóra Sigurðardóttir er gest- ur safnsins í setustofu að þessu sinni. í kynningu segir: „Sýning Finns Arnars fjallar um blákaldan veru- leikann og er samsett af veggverk- um og gólfverkum sem listamaður- inn kallar „skrappverk". Þetta er önnur einkasýning Finns Arnars en hann hefur tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur starfað sem leikmyndahönnuð- ur síðustu ár og ger m.a. leikmynd- ir við leikritin West Side story, Hár- ið, Himnaríki, Birtingur o.fl. Ingileif sýnir vatnslitamyndir í Súmsal og gólfverk á Palli. Þetta er fimmta einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum. Undanfarin ár hefur hún verið stundakennari í málaradeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands.“ Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 ogþeim lýkur 8. desem- ber. ------».-»-4----- Stórsveitin í Ráðhúsinu TÓNLEIKAR Stórsveitar Reykjavík- ur eru orðinn fastur liður á dagskrá Ráðhúss Reykjavíkur, en stórsveitin er eina starfandi „Big Band“ lands- ins. Næstkomandi laugardag verða næstu tónleikar Stórsveitarinnar í Ráðhúsinu og hefjast þeir kl. 17.17. Efnisskrá tónleikanna er úr ýms- um áttum eins og gjarnan áður, en meðal annars má nefna tónlist frá Thad Jones og Sammy Nestico. Stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur er Sæbjörn Jónsson. Edda Borg mun koma fram með hljómsveitinni og syngja nokkur lög og kynnir á tón- leikunum verður Pétur Grétarsson. Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. ------» ♦ 4------ 48 listamenn SAMSÝNING 48 listamanna á litlum myndum í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg verður opnuð á laugardag kl. 15. Sýningn nefnist 8 plús 40 gera 48, en 8 karlar og 40 konur taka þátt í henni. Valið var úr tæplega 400 innsend- um verkum og varð útkoman sú að sýndar verða um 170 myndir eftir 48 listamenn. Listamennirnir fengu það vega- nesti að halda stærð myndanna innan ákveðinna marka og stilla verði þeirra í hóf. Sýningin stendur til 8. desember. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga 14-17. ^VÖXtUjj - fjársjóðir um allt land 170 Fjöldi hluthafa yfir 1300 • Skattaafsláttur Einstakur árangur ÍSLENSKI FJARSJÓÐURINN er hlutabréfasjóður sem fjárfestir að mestu í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og tengdum greinum um allt land. Frá stofnun sjóðsins í nóvember 1995 hefur sjóðurinn skilað hluthöfum sínum hærri ávöxtun en nokkur annar íslenskur hlutabréfasjóður. Á þessum tíma hefur gengi sjóðsins hækkað um meira en 90%. Tryggðu þér skattaafslátt með fjárfestingu í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM. Með fjárfestingu að upphæð 135.000 krónum færð þú um 45.000 króna endurgreiðslu á tekjuskatti í ágúst á næsta ári. Hjón fá um 90.000 krónur af 270.000 króna fjárfestingu. Kaupgengi ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐSINS, _ Fjárfesting _ vísitala sjávarútvcgs og þingvísitala hlutabréfa 1.12.95 - 1.10.96 j ISLENSKÁ FJARSJOÐNUM skilar ríkulegum arði og rennir stoðum undir íslenskt atvinnulíf hormóður fammi hf F^jusamlag llusaviknr ht fe Skag- .'.trcmlinguf ftf r‘ ' Jj 'ft' Fiskiðjan Skagfirðingur hf : i Sa’plast hf i ll “ ÚA h Haraldur Böðvarsson lif , Islcnskar sjávarafurðir hl i • . Grandi Íif SIF hf Hampiðjan hf i SUrc! hf Mcitillinn hf ; SR-Mjolhf Arncshj. Ú fiT Tangi hf ,^|p,lr 1 Hraðfrystihús ’ ^ Loðnuvhmslau hf * Búlandstindur hf Borgcy hf Vinnslustöðin hf ‘Kaupgengi - kaupgengi m.t.t. arðs. ÁBENDING FRÁ LANDSBRÉFUM: Ávöxtun í fortíð þarf ekki að gefa vísbendingu um ávöxtun í ffamtíð y LANDSBREF HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.