Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 19 Heimsþing náttúruverndarsamtakanna IUCN íslendingar gagnrýna válista yfir sjávarfiska Morgunblaðið/Ásdís Á FISKIÞINGI, frá vinstri: Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- meistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, Þorsteinn Gíslason fyrrum fiskimálastjóri, Marias Þ. Guðmundsson fundarstjóri Fiskiþings, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson varaformaður sljórnar Fiskifélagsins. FULLTRÚAR íslands gagnrýndu svokallaðan válista yfir sjávarfiska, sem lagður var fram á heimsþingi alþjóða náttúruvemdarsamtakanna, IUCN, sem var haldið í Montreal í Kanada fyrir skömmu. Á þessum lista voru meðal annars þorskur, ýsa og lúða, sem ekki eru í útrýmingarhættu hér við land, þó svo kunni að vera annars staðar. Islensk stjómvöld hafa ákveðið að óska eftir því að stofnuð verði sérfræðinganefnd, sem vinni að endurskoðun flokkunarkerfisins fyrir sjávarfiska og endurskoði teg- undir á válistanum. Til þess starfs er ætlunin _að bjóða fram sérfræði- þekkingu Íslendinga og jafnframt óska eftir því að við eigum fulltrúa í þeirri nefnd. Fulltrúar annarra fisk- veiðiþjóða á þinginu tóku undir gagn- iýni ísjensku fulltrúanna á válistann. Af íslands hálfu sátu þingið Sig- urður Á. Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu og Pétur G. Thorsteinsson, frá sendiráði íslands í Washington. Fyrir þinginu lágu tillögur um breytingu á lögum og reglum samtakanna en hvort tveggja hefur verið til endurskoðun- ar frá síðasta þingi sem haldið var í Buenos Aires árið 1994. Tillögurn- ar voru samþykktar með nokkrum breytingum og tóku gildi 24. októ- ber, að þinginu loknu. Ýsa og þorskur á válista I tengslum við þingið kynnti nefnd- in um tegundir í útrýmingarhættu (SSC), sem er ein af sex fastanefnd- um IUCN, nýjan válista yfir tegund- ir skriðdýra, skeldýra, skordýra, fiska, fugla og spendýra sem taldar eru í hættu í heiminum. Eins og fram hefur komið í Qölmiðlum hafa nokkrar tegundir sjávarfiska í Norður-Atlants- hafi, eins og þorskur og ýsa, verið settar á listann, en alls eru nú um 150 tegundir sjávarfiska á listanum. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáv- arfiskar eru settir á listann. Farið var eftir nýju flokkunarkerfi sem samþykkt var á síðasta aðalfundi IUCN í Buenos Aires árið 1994. Samkvæmt því geta dýrategundir m.a. lent á válistanum ef fjöldi ein- staklinga tegundarinnar hefur minnkað um 20% á 10 árum eða æviskeiði þriggja kynslóða. Válistinn sjálfur var ekki til um- ræðu á þinginu, en utan dagskrár og í tengslum við umræður um tillög- ur sem varða listana og starf SSC, gagnrýndu fulltrúar íslands það að fiskitegundum sem eru nýttar og nýtingu er stjórnað, eins og þorski og ýsu, hafi verið bætt inn á válist- ann meðan flokkunarkerfið tekur ekki tillit til slíkra aðstæðna. Fulltrú- ar annarra fiskveiðiþjóða tóku undir þessa gagnrýni. Hætta á heimsvísu í válista IUCN er lagt mat á það hvaða dýrategundir eru í hættu á heimsvísu, en ekkert tillit er tekið til styrkleika tegunda á einstökum svæðum eða löndum. Fyrir fund- inum lá tillaga um að SSC láti útbúa leiðbeiningarreglur um hvernig eigi að beita stöðlum, skilgreiningum og flokkunarkerfi IUCN fyrir svæð- isbundna válista. Fulltrúar íslands og annarra fiskveiðiþjóða fengu bætt við tillöguna tilmælum til SSC um að hún geri notendum válistans grein fyrir því að flokkunarkerfið henti ekki endilega til þess að meta hættuna á útrýmingu fyrir allar tegundir sjávarfiska og að kerfið verði endurskoðað með tilliti til þess. Endurskoðun verði hraðað Auk þess komu fiskveiðiþjóðirnar því inn í ályktun þingsins um SSC að hraðað verði endurskoðun á skil- greiningu á því hvernig metið er hvaða tegundir séu í hættu og hve mikilli, sérstaklega þegar um teg- undir sjávarfiska er að ræða og að tekið verði tillit til þátta eins og stjórnun nýtingar og tímaramma sem breytingar eru miðaðar við. í framhaldi af þessum samþykkt- um þingsins hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að óska eftir því að stofnuð verði nefnd sem vinni að endurskoð- un flokkunarkerfisins fyrir sjávar- fiska og endurskoði tegundir á vá- listanum. Til þess starfs yerður boðin fram sérfræðiþekking íslend- inga og jafnframt óskað eftir að við eigum fulltrúa í nefndinni. Nýtingin sjálfbær Sigurður Þráinsson greindi frá samtökunum og fundinum í Montre- al á Fiskiþingi í gær. Fram kom í máli hans að válistinn væri vísinda- legt mat IUCN á ástandi viðkom- andi tegunda á Global-skala, en end- urspeglaði ekki endilega ástandið á svæðisbundnum skala. Skv. upplýs- ingum Hafrannsóknarstofnunar um nytjastofna sjávar 1995/96 og afla- horfur fískveiðiárið 1996/97 er greinilega um að ræða meiri sam- drátt en 20% í heildarafla þorsks og lúðu á sl. 10 árum, að sögn Sigurð- ar. Þorskafli féll úr 325.267 tonnum árið 1985 niður í 169.618 tonn árið 1995 og lúðan féll úr 1.985 tonnum niður í 1.094 tonn á sama tíma. Sé litið hinsvegar á veiðistofn þorsks þá hefur hann minnkað úr um 900 þús. tonnum árið 1985 niður í um 600 þús. tonn árið 1995 eða um 33%. Heildarafli ýsu hefur hinsvegar sveiflast upp og niður á tímabilinu og er í raun um 20% meiri nú en fyrir tíu árum. „Hnignun þorskstofnsins og lúðustofnsins hér við land er stað- reynd sem íslensk sjávarútvegsyfir- völd hafa þegar brugðist við með takmörkunum á sókn í stofnana og áætlunum um uppbyggingu þeirra á næstu árum. Það er lítið við því að gera þótt aðrir aðilar taki eftir þessari hnignun og bregðist við eft- ir sínum reglum. Útgerðin og ís- lensk stjórnvöld þurfa hinsvegar að geta sýnt fram á betri afkomu stofnanna, trausta stjórnun veiða og síðast en ekki síst að nýting fiski- stofna hér við land sé sjálfbær,1' sagði Sigurður. 10 ára afhiedishlaðborð Cafc Óperu Jólaliladbordiö svignar undan krassingum öll kvöld og jólaandinn svífur um í liúsiö með sál. Jorréttir _ Hefðbundnir og óhefðbundnir réttir. . döalnttir Allt það besta sem tilheyrir alvöru jólahlaðborði. Éftirréuir Hver öðrum girnilegri Hlutt af Verði jólahlaðborðsins rennur ttl krabbameinssjúkra bama. •Ælíó spennandi, alltafbest. Sfmar 552 4045 552 9499 Verö kr. 2.650 fjfandi veitingahús í midborginni, Lækjargötu 2. „í&lendingar eiga tjallega&ta tclk í heimi" -1bví kunnum við be&t við að hanna þallegar og vandaðar vörur i&lemk hönnun fiefurgetið iérsott 5 #69Ö58l'lrÍTiTcÍOl orð. bœði hér heima og erlendi&. I&len&kir hönnuðir þekkja kröþur í&len&kra neytenda og vita vel a<5 aðein& það be&ta er nógu gott. Berðu alltat &aman verð og gceði. Islemkur iðnaður á heim&mœlikvarða SAMTÖK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.