Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eldsneyti á þrotum í Vladívo- stok YFIRVÖLD í Kyrrahafshéruð- um Rússlands áttu í gær að- eins eldsneyti eftir til tveggja sólarhringa til að hita upp húsnæði og báðu flotann um að afhenda olíu sem hann geymir í birgðastöðvum sín- um, einnig hefur verið leitað til grannhéraðsins Jakútíu. Skrifstofa borgarstjórans í Vladívostok sagði stjórnvöld í Moskvu ekki hafa staðið við loforð um að leysa vandann. Að sögn Interfax bað borgar- stjórinn í Bolshoi Kamen íbú- ana, um 30.000 manns, að búa sig undir að verða fluttir á brott þegar birgðir þryti 25. nóvember. Rithöfundur leitar hælis YASAR Kemal, einn af þekkt- ustu rithöfundum Tyrklands, hefur flúið land og leitað hæl- is í Svíþjóð ásamt eiginkonu sinni. Kemal, sem er 73 ára, hefur verið dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi fyrir ritsmíðar sínar til vamar Kúrdum en stjómvöld saka hann um að æsa til klofnings í landinu. Rithöfundurinn hefur mátt sæta morðhótunum og mun dvalarstað hans verða haldið leyndum. Persson sagð- ur halda velli BÚIST var við því í gær að Göran Persson, for- sætisráð- herra Sví- þjóðar, myndi halda velli í dag er greidd yrðu atkvæði á þingi um vantrauststillögu stjórnarand- stöðu hægri- og miðjuflokka. Flokkarnir saka Persson um að hafa hyllt einræði kínver- skra kommúnista í ræðu er hann flutti í Kína. Hræðsla fjölgaði fóst- ureyðingum FÓSTUREYÐINGUM fjölgaði mjög í Englandi og Wales snemma á árinu í kjölfar við- varana stjórnvalda um að getnaðarvamapillan gæti valdið lífshættulegu heilsu- tjóni, einkum blóðtappa í fæti. Rússar gefa út ríkis- skuldabréf FYRSTU ríkisskuldabréf, sem Rússar hafa gefið út frá þvi að kommúnistar rændu völd- um 1917, vom kynnt í gær og er upphæð þeirra alls einn milljarður dollara, um 65 millj- arðar króna. Talið er að rúss- nesk stórfyrirtæki og yfirvöld í stærstu borgum landsins feti nú í fótspor Moskvustjórnar- innar og gefi út skuldabréf til sölu á alþjóðamarkaði. SÞ fær gervihnattamyndir af Austur-Zaire 700.000 flótta- menn á vergangi Cnmn. Rpnter. 1 ^ Goma. Reuter. FULLTRÚAR Sameinuðu þjóðanna vísuðu í gær á bug fullyrðingum stjórnvalda í Rúanda um að flestir flóttamenn frá landinu, sem höfðust við í búðum í Zaire, væru nú komn- ir heim til föðurlandsins á ný. Gervi- hnattamyndir og aðrar upplýsingar hefðu sýnt að um 700.000 flótta- menn, aðallega Hútúar frá Rúanda, væru enn í austurhluta landsins. Uppreisnarmenn úr röðum Tútsa í Austur-Zaire höfðu fyrr um daginn meinað liðsmönnum SÞ að kanna ástandið á norðurhluta svæðisins. Liðsmenn SÞ komust til borgar- innar Bukavu en fengu ekki að fara lengra í norðurátt. „Okkur var meinað að fara til Sake eftir langan fund með herforingjanum fAndrej Kassesse, fundi þar sem ég kom varla orði að,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður starfsliðs Flóttamanna- hjálpar SÞ í borginni Goma. Leggja samtökin mikla áherslu á að finna fólkið sem talið er illa haldið vegna skorts á brýnum nauðsynjum og óttast að sjúkdómar verði mörgum að bana. Kynþáttafordómar? Fyrirhugað er að Kanadamenn veiti forstöðu friðargæsluliði ef það verður sent af stað. Sögðu þeir í gær að haldinn yrði fundur í Þýska- landi í dag þar sem fulltrúar heija þeirra landa er hyggjast leggja fram mannafla ætla að bera saman bæk- ur sínar. Emma Bonino, sem fer með mannúðarmál í stjóm Evrópusam- bandsins, sagði brýnt að herlið yrði sent af stað til að gera hjálparstarfs- mönnum kleift að aðstoða nauð- stadda. Hún gaf í skyn að fordómar lægju að baki hiki þeirra sem vilja fara hægt í sakirnar. „Er það hör- undslitur þeirra [flóttamannanna] sem veldur, er það hann sem fær okkur til að trúa því að þeir hljóti að verða öðru hveiju fórnarlömb í fjöldamorðum?,“ spurði Bonino. Reuter TVÆR björgunarþyrlur hnita hringa yfir skrifstofubyggingu í Hong Kong, sem kviknaði í á miðvikudag með þeim afleiðingum að 45 manns létu lífið. 49 fórust í Hong’ Kong Hong Kong. Reuter. ELDUR kviknaði í 16 hæða húsi í Hong Kong síðdegis á miðvikudag og létu að minnsta kosti 49 manns lífið. Eldurinn var mikill, eyðilagði sjö hæðir í húsinu og tók nánast sólarhring að ráða niðurlögum hans. Leitarmenn voru enn að leita fómar- lamba eldsvoðans í byggingunni síð- degis í gær. Að minnsta kosti 80 manns slös- uðust í brunanum, sem var sá mesti í Hong Kong í 39 ár. Hitinn var slíkur að stál bráðnaði. Fólk lokaðist inni í herbergjum, fleygði miðum niður á götu með óskum um hjálp, klifraði upp á loftræst- ingartæki, hékk í sviðnum glugga- körmum og stökk yfir í aðrar bygg- ingar. Víða í húsinu var ekki hægt að opna glugga og kviknaði í fötum margra. Verið var að gera við lyftugöng í húsinu og er talið að neisti úr log- suðutæki hafi farið í eldfímt efni neðst í göngunum, að því er Peter Cheung, slökkviliðsstjóri í Hong Kong, sagði á blaðamannafundi. Engir vatnsúðarar eða brunavarar voru í húsinu og breiddist eldurinn því hratt út. Baneitraður reykur Fjöldi inn- og útflutningsfyrir- tækja geymdi varning í húsinu og komst eldur í plastvörur með þeim afleiðingum að baneitraður reykur barst um bygginguna. Ekki bætti úr skák að umsjónarmenn bygging- arinnar, sem er við eina fjölförnustu götu Hong Kong, höfðu sagt að búast mætti við brunalykt vegna viðgerðanna og ættu menn að leiða slíkt hjá sér. Þingið gagnrýnt í grein í dagblaðinu Syndey Moming Herald sagði að þessi elds- voði kæmi engum á óvart. Margar af eldri skrifstofubyggingum í Hong Kong væru brunagildrur. I.öggjöf um brunavarnir hefur tafist á þing- inu í Hong Kong og Chris Patten ríkisstjóri gagnrýndi þingið fyrir töfina á þriðjudag. Könnun meðal sérfræðinga banka o g fjármálastofnana í ESB-ríkjum Aðeins eitt ríki uppfyllir ströng EMU- skilyrði SÉRFRÆÐING- AR banka og fjármálastofnana í ríkjum Evrópu- sambandsins telja ósennilegt að fleiri en eitt ríki ESB muni uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU), séu þau túlkuð þröngt og bókstaflega. Hins vegar stefni allt í að EMU verði að veruleika 1. janúar 1999, með sex til átta aðild- arríkjum, þar sem stjómmálamenn muni sveigja reglurnar. Þetta kemur fram í könnun, sem .Reuters-fréttastofan gerði í síðustu viku. í sérstakri könnun, sem gerð var á meðal hagfræðinga og sérfræð- inga rannsóknastofnana, sögðust 82% telja að þrátt fyrir að efnahags- leg frammistaða flestra aðildarríkj- anna væri ekki fullkomin, yrði EMU að veruleika á tilsettum tíma. „Eftir því sem dagsetningin nálg- ast verður það augljósara að ákvörð- un um EMU-aðild verður pólitísk, en ekki tekin út frá skilyrðunum I Maastricht," segir Brian Venables, yfirmaður skuldabréfaviðskipta hjá ABN AMRO Hoare Govett í Hol- landi. Samkvæmt Maastricht-sátt- málanum verða ríki, sem vilja eiga kost á aðild að EMU, að uppfylla fímm skilyrði: • Fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. • Skuldir hins opinbera séu ekki meiri en 60% af vergri landsfram- leiðslu. • Verðbólga sé ekki meira en 1,5% hærri en meðaltalsverðbólga í þeim þremur aðildarríkjum, þar sem verð- bólga er lægst. • Langtímavextir séu ekki meira en 2% hærri en meðaltalsvextir í þeim þremur ríkjum, þar sem verð- bólga er lægst. • Viðkomandi ríki hafi um tveggja ára skeið átt aðild að Gengissam- starfi Evrópu (ERM) og gengi gjaldmiðils þess verið innan mark- anna, sem þar eru ákveðin. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar Reuters eiga aðildarríkin erfið- ast með að uppfylla skilyrðið um ríkisskuldir; aðeins Lúxemborg, Bretland og Frakkland eru undir mörkunum. Auðveldara reynist að standa aðrar kröfur. Þannig er búizt við að Danmörk, Finnland, írland, Lúx- emborg, Holland og Svíþjóð nái tak- markinu um 3% fjárlagahalla. Talið er að öll aðildarríkin nema Grikk- Iand muni hafa vaxta- og verðbólgu- stig í lagi. HVERJIR UPPFYLLA EMU-SKILYRÐIN? Flest ríki Evrópusambandsins munu líkast til ekki uppfyiia efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að myntbandalagi, samkvæmt könnun Reuters. Samkvæmt könnun, sem náði til banka og stofnana í öllum ríkjum ESB, myndi aðeins Lúxemborg koma til greina sem aðildarríki EMU ef inntökuskilyrðin væru túlkuð þröngt. Hins vegar benda hagfræðingar á að reglur um val aöildarríkja séu sniðnar til að hægt sé aö leyfa aðild ríkja, sem komast nálægt því að uppfylla öll skilyrðin. Stjómmálamenn muni líkast til sveigja reglumar og stanaa við áformin um myntbandalag 1. janúar 1999. j Danmörk |____J Finnland Fjárlagahalli minni en 3% af VLF Ríkisskuldir Verðbólga U"|^a' minnien innan viö 1,5% innan við 2% 60% af VLF jrfjr meðaltali yfjr meðaltafi þriggja beztu þriggja beztu X WM X wm wM X <0 wm X X? Nú þegar í Gengis- samstarfi Evrópu WM WM WM WM JJ Frakkland Þýskaland Grikkland írland Ítalía Lúxemborg Holland Portúgal Spánn Svíþjóð Bretland x wm wm wm X X <? > WM X X X X X wm x wm wm wm x X WM WM WM wm mm w.t wm wm WM X *? ' WM WM X X WM WM WM X X WM WM ■m mm x wm wm x X WM WM WM x Þótt Frakkland og Þýzkaland hafí haft forystu um að koma EMU á, gera sérfræðingar ekki ráð fyrir að þessum ríkjum takist að koma fjár- lagahallanum niður fyrir 3% af VLF. Samkvæmt hljóðan Maastricht-sátt- málans stenzt Þýzkaland ekki heldur skilyrðið um ríkisskuldir. Hagfræðingar benda hins vegar á að reglurnar séu sniðnar með sveigjanleika I huga, þannig að hægt sé að leyfa aðild ríkja, sem komast nálægt því að uppfylla öll skilyrðin. „Skilyrðin í Maastricht- sáttmálanum voru sett með sveigj- anleika í huga. Það var aldrei ætl- unin að lönd yrðu uppfylla þau í öllum smáatriðum en verða ella for- dæmd. Það er ekkert heilagt við þau,“ segir Nigel Richardson, al- þjóðahagfræðingur hjá Yamaichi í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.