Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Rauðkál Alltaf hugsa ég um hvemig fuglunum líði, þegar fyrstu vetrahretin koma, segir Kristín Gestsdóttir sem fyrir síðustu helgi horfði á auðnutittlinga og þresti berjast við storminn. EN ÞAÐ er fleira en fugl- arnir sem ekki er í húsi um þessar mundir. Þegar ég leit út um vesturgluggann hjá mér snemma morguns föstudags 15. nóv. fannst mér taglið á hest- unum frá Görðum eitthvað skrít- ið. Við nánari athugun sá ég að snjóskafl sat ofarlega í taglinu á þeim öllum. Það hafði skafið í taglið um nóttina. En þó kuldinn bíti dýr merkurinnar, er upplagt fyrir okkur mennina að ylja okk- ur við jólaundirbúning, en jólin eru á næsta leiti. Gott er að byrja á rauðkálinu. Vafalaust finnst mörgum óþarfi og tíma- eyðsla að sjóða sjálfur rauðkál, sem má kaupa í næstu búð og iíklega ódýrara en hið heimatil- búna. En mér finnst ekki líku saman_ að jafna og svo er um fleiri. í fyrra var ég beðin um uppskrift sem birst hafði fyrir nokkrum árum og þegar hún kom aftur fékk ég mikil við- brögð, ein fullorðin kona sem hafði soðið rauðkál í mörg ár sendi mér þau skilaboð að loksins hafi hún fengið góða uppskrift. Mjög auðvelt er að sjóða rauðkál en það þarf langa suðu. Það geymist vel í kæliskáp og mjög lengi í frysti og batnar við upp- hitun. Þótt fáar þjóðir utan Dana og Þjóðveija borði rauðkál á sama hátt og íslendingar er þó sú aðferð að sýra rauðkálið og krydda mjög gömul geymslu- aðferð. Þjóðverjar sjóða gjaman rauðkálið með reyktu kjöti, fleski eða bjúgum. Ég gerði tilraun með að sjóða londonlamb með rauðk- álinu og það gafst vel. Þann rétt er gott að eiga þegar komið er inn úr göngu eða skíðaferð. Rauðkál með londonlambi 1 rauðkálshaus u.þ.b. 1 kg _________4 græn epli______ ______1 meðalstór laukur__ _______'h dl púðursykur___ 'h tsk. negull '/» tsk. pipar 'h stór dós maltöl 5 msk. edik 1 rúlla londonlamb, rúml. 1 kg 1. Takið stilkinn úr kálinu og skerið það smátt eða setjið í grænmetiskvörn. 2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann og skerið ísneið- ar. Afhýðið lauk og saxið. Setjið allt á víða stóra pönnu eða stór- an pott. 3. Blandið saman púðursykri, negul og pipar og stráið yfir. Hellið maltölinu yfir. Sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. 4. Takið netið utan af kjötrúll- unni, skerið kjötið í þykkar sneið- ar og síðan í bita. Fjarlægið allar himnur. Setjið kjötbitana út í rauðkálið og sjóðið við hægan hita í 70 mínútur. Hafið lok á pönnunni (pottinum). Hrærið öðru hverju í þessu. Berið fram á pönnunni eða setjið í skál. Rétturinn er ekki fallegur á litinn og tekur sig best út í hvítu íláti. Meðlæti: Grænar baunir og kartöflur. Súr-sætt rauðkál Rauðkól u.þ.b. 1 'h kg 1 -2 dl edik 2 dl vatn 400 g sykur ___________'h msk. salt________ 3 dl krækiberja-, rifsberjasaft _______eða önnur góð saft______ fersk piparrót 1. Takið öll Ijót og skemmd blöð utan af kálinu. Skerið síðan í fjóra hluta. Fjarlægið stilkinn. 2. Skerið rauðkálið smátt eða setjið í grænmetiskvörn. Setjið í pott, hellið ediki, vatni, sykri og salti yfir. Hrærið vel saman og látið sjóða við hægan hita í 1 'h klst. eða lengur. Hrærið öðru hverju í þessu. 3. Setjið saftina saman við og sjóðið áfram í 10 mínútur. 4. Setjið heitt á krukkur, legg- ið eina þunna sneið af piparrót efst í krukkuna. Geymið á köld- um stað. Piparrótin ver rauðkálið myglu. Kálið má frysta. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Góð leiksýning ÉG VILDI vekja athygli fólks á sýningu Halaleik- hópsins í Sjálfsbjargarhús- inu við Hátún. Við hjónin fórum á sýningu þeirra á Gullna hliðinu og það var ánægjuleg kvöldstund. Það er metnaðarfullur leikhóp- ur sem að þessu stendur undir forustu reynds leik- stjóra. Salurinn er lítill og sviðið takmarkað en allt kemst til skila eins og best er á kosið. Ég vil hvetja fólk til að eiga kvöldstund hjá hinu Gullna hliði Hala- leikhópsins. Ég hygg að margir fari léttari í sinni út í skammdegið með þá skemmtun að baki. Sverrir Sigurðsson Þakkir til Betrunarhússin og Þórs VELVAKANDI getur þess sem vel er gert. Undirrit- aður hefur nú um nokkurt skeið verið óheiðarlegur við samvisku sína og og sniðgengið virðingu við lík- ama sinn. Skuldar hann annars laglegum kroppin- um viðeigandi hreyfingu og er tilraun til að endur- reisa þokkalegt líkams- ástand hafin, en reynslan hefur kennt honum að lengi lifir í gömlum glæð- um. Á stað í Garðabæ hefur áhugavert athafnafólk reist sannkallað musteri fyrir líkamsræktarfólk án þess að á aðra sé hallað, en víða hef ég komið. Frábær aðstaða, já- kvætt hugarfar og fagleg leiðbeing leiðir til stór- bætts árangurs þeirra sem þiggja þar sem þar fer fram. Og ekki má gleyma að geta þess að nýlegt slys hjá þeim sem þetta skrifar var meðhöndlað á staðnum af slíkri nærgætni og skiln- ingi að öðru eins hef ég ekki kynnst. Aðeins eitt vantar á staðinn — skó- horn í karlaklefann. Bestu þakkir Betrunarhússfólk. Árni Stefán Árnason Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA merkt Eti- enne Aiegner á brúnni leðuról tapaðist í Móddinni í síðustu viku. Á kippunni voru m.a. húslykill og lyk- ill af Volvo-bifreið. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila kippunni til óskilamunadeildar lög- reglunnar. Veski tapaðist BRÚNT seðlaveski tapað- ist sl. föstudagskvöld, ann- að hvort í Háskólabíói á níu-sýningu eða við Sól- braut á Seltjarnarnesi. I veskinu voru öll skilríki. Hafi einhver fundið veskið er hann beðinn að hringja í síma 562-7007. Fundar- laun. Peysa tapaðist DÖKKBLÁ og hvít Puma- peysa með rennilás tapað- ist hugsanlega í Svínadal í september sl. eða hvar sem er á höfuðborgar- svæðinu. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 564-2535. Hjól í óskilum NÝLEGT Scott hjól er í óskilum í Laugarneshverfi. Uppl. í síma 553-2413. Leðurhanskar töpuðust SVARTIR leðurhanskar töpuðust sl. sunnudag við Dómkirkjuna. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 421-2551, Gæludýr Kanína týndist SVARTBRÚN fullvaxin dvergkanína hvarf frá heimili sínu Austurgötu 47, Hafnarfirði fyrir tæp- um hálfum mánuði. Geti einhver gefið upplýsingar um ferðir hennar vinsam- lega hringi í síma 565-0447. „l//d je/fijrT7 -eÁJcL. £istaJberse*>j þoUi. ífrbt//ijjd£>fn, * Víkveiji skrifar... VÍKVERJI lagðist í langferðir á dögunum, fyrst til írlands og viku síðar til Kúbu. í bæði skiptin var farkosturinn Júmbó-þota Atl- anta-flugfélagsins. Það er einkenni- leg tilfinning að sitja í risaþotu ásamt 486 öðrum íslendingum á leið út í heim. Og þegar við bætast 15 flugfreyjur og -þjónar, tveir flug- menn og einn fiugvélstjóri er fjöld- inn í vélinni orðinn 505! Eða álíka fjöldi og í sjávarþorpi á landsbyggð- inni. íslendingar eru góðu vanir í mat og drykk í flugferðum og flugfreyj- urnar og þjónarnir voru á þönum allan tímann. Þjónustan var framúr- skarandi en þreytan hlýtur að hafa sagt til sín hjá þeim eftir átta klukkustunda flug til Kúbu. xxx * ISLENZKI hópurinn fékk ákaf- lega hlýjar móttökur á Kúbu. Hljóðfærasláttur og dans og drykk- ir fyrir alla. Blaðamenn voru kallað- ir í hliðarherbergi þar sem sam- gönguráðherrann flutti stutta tölu. Greinilegt var að það þótti nýnæmi að svona stór hópur væri að koma í fyrsta skipti frá landi langt í norðri. Það hefur eflaust þótt frétt líka að hópurinn var að koma frá NATO-landi, sem lét sig engu skipta þótt Bandaríkjamenn fylgdu fram af hörku viðskiptabanni á Kúbu. íslendingarnir dvöldu á þremur glæsihótelum við borgina Varadero. Þar var viðurgjörningur góður og verðlag svipað og gerist á sambæri- legum ferðamannastöðum. Veður var ekki eins og bezt var á kosið framan af ferðinni, mikið rok og miklar rigningardembur inn á milli. Hlýtt var allan tímann og undir lok ferðarinnar var veðrið orðið eins og menn eiga að venjast í sólarlanda- ferðum. Flestir notuðu tímann vel og fóru í skoðunarferðir sem í boði voru. Ekki þurfti að fara langt til að sjá mikla fátækt. Ferðin verður eflaust öllum þátttakendum ógleymanleg. Eftirminnilegast þótti Víkverja að koma til höfuðborgarinnar Hav- ana. Það var eins og ferðamaðurinn væri að koma áratugi aftur í tím- ann. Á götunum voru mest áber- andi amerískir bílar frá árunum fyrir 1960. Margar glæsibyggingar eru í borginni en þær eru flestar í algerri niðurníðslu. Borgin iðaði af mannlífi og ferðalangarnir voru stöðvaðir hvað eftir annað af götu- sölum og öðrum, sem buðu fram þjónustu sína. Annar hver maður virtist vera að selja hina frægu Havana-vindla á svörtu. xxx EGAR lent var á Keflavíkur- flugvelli eftir írlandsferðina var þar algjört öngþveiti. Fólk beið í langri röð eftir að komast inn í fríhöfnina og þar þurfti það að oln- boga sig milli hillusamstæða. Þegar varningnum hafði verið hlaðið í körfurnar tók við önnur löng bið við afgreiðslukassana. Ekki tók betra við þegar fólk ætlaði að sækja farangur sinn. Töskurnar komu á tveimur færiböndum og fólk varð að hlaupa á milli þeirra. Loks var bara eitt tollhlið í notkun og þar myndaðist enn ein biðröðin. Víkveiji komst á þá skoðun að flugstöðin í Keflavík væri ekki einu sinni í stakk búin til að taka á móti einni íslenzkri flugvél. En sú skoðun breyttist eftir Kúbuferðina. Þegar Víkveiji kom þaðan var gott skipulag á öllum hlutum. Fólk gat valið um að verzla í tveimur fríhafn- arverzlunum, bæði á efri og neðri hæð. Töskurnar komu fljótt og vel og þær voru teknar af færiböndun- um og þeim raðað upp. Loks voru tvö tollhlið í gangi sem flýtti mjög fyrir afgreiðslu. Sannarlega fram- för frá fyrri ferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.