Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hagnýt reynsla í boði fyrir æsku Evrópu ALLT frá því ég fór á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta sem sjálfboðaliði til Ghana í Vestur- Afríku, hefur hugtakið sjálfboða- vinna verið mér hugleikið. Það var því með ánægju að ég sótti ráð- stefnuna „European voluntary service for young people" í Frakk- landi dagana 13. til 16. september sl. Boðið var til ráðstefnunnar á vegum „Youth for Europe" verk- efnisins þar í landi. Ráðstefnan var nokkuð fjöl- menn, u.þ.b. 60-70 manns með þátttakendum frá þjóðnefndum YfE, ráðuneytum, fijálsum félaga- samtökum og Evrópusambandinu. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að ræða nýtt verkefni sem verið er að hrinda af stað um sjálfboða- vinnu ungs fólks í Evrópu, „European Voluntary Service" (EVS), sem gerir fólki á aldrinum 18-25 ára kleift að gerast sjálf- boðaliði (skiptinemi í sjálfboða- vinnu) í öðru Evrópulandi í sex mánuði eða eitt ár, sér að kostnað- arlausu. Meðal ræðumanna var Edidt Cresson, fyrrv. forsætisráð- herra í Frakklandi. Hún er nú framkvæmdastjóri menntunar-, þjálfunar og ungmennamála innan Evrópusambandsins og aðal frum- kvöðull þess að ESB hratt þessu verkefni af stað. Markmiðið með EVS verkefninu er að veita ungu fólki tækifæri til að sinna störfum er byggja á fé- lagslegum og/eða öðrum mannleg- um þáttum, sem einnig veita reynslu, og gefa því tækifæri á að víkka sjóndeildarhringinn, land- fræðilega jafnt sem menningar- lega. Verkefnið er opið öllum á aldrinum 18-25 ára og sérstök áhersla er lögð á þátttöku þeirra er búa við takmarkaða möguleika. Edidt Cresson talaði um mikiivægi þess að vel tækist til með þetta nýja verkefni, því hvorki meira né minna en æska Evrópu væri í húfi. Óþekkt á íslandi? Sjálfboðavinna til lengri tíma er svo til óþekkt hugtak í íslensku samfélagi eins og kannski víða á Norðurlöndum, en mun lengri hefð er fyrir henni í öðrum löndum Evrópu, s.s. Frakk- landi, Þýskalandi, Bretlandi og annars staðar enn sunnar í álfunni. íslendingar eru þó þegar þátttak- endur í þessum nýju sjálfboðaliðaviðskipt- um, þó í smáum mæli sé, í gegnum Alþjóð- leg ungmennaskipti og að mínu mati eig- um við að gerast fullir þátttakendur sem allra fyrst. Mikilvægi þess fyrir mér er krist- altært og endurspegl- ast m.a. í menntunar- gildi verkefnisins. Nú stendur yfir Evrópskt ár símennt- unar og það ætti að minna okkur á að í framtíðinni mun mikilvægi hagnýtrar reynslu ekki verða minna en mikilvægi sérhæfðrar menntunar og tækniþekkingar. Unga fólkið er framtíðin Ungt fólk er minnihlutahópur, en unga fólkið er jafnframt fram- tíðin. Ef við viljum hvetja það til dáða er nauðsynlegt að bjóða upp á mismunandi tækifæri fyrir æsk- una til að vera virka í samfélag- inu. Nú þegar er boðið upp á margs konar tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast til annars Evrópulands í eitt ár til að stunda háskólanám. En við höfum ekki öll áhuga eða tök á að fara í háskóla. Þetta nýja verkefni býður ómæld tækifæri fyrir ungt fólk, sem ekki vill eða getur stundað nám, en vill öðlast reynslu, víkka sjóndeildarhringinn, kynnast nýjum viðhorfum, og læra nýtt tungumál í þokkabót. Margt af unga fólkinu okkar er atvinnulaust sökum reynsluleysis. Vinna snýst um samkeppni og ungt fólk er stundum í klemmu: Það fær enga vinnu þar sem það hefur ekki starfsreynslu; það hefur ekki starfsreynslu vegna þess að það fær ekki vinnu. Með þátttöku í þessu verkefni getur unga fólkið öðlast þá virðingu og þá starfs- reynslu sem það á skilið, ekki bara pláss í biðröðinni fyrir utan hring- iðu samfélagsins. Jóhanna Þórdórsdóttir A Magnús Oskarsson „Ekki syngja meira“ SAGA er af því þegar lækna- kór fór að Arnarholti að syngja fyrir vistmenn þar sem misjafn- lega var gefið andlegt atgervi eins og gengur. Eftir að kórinn hafði sungið fyrsta lagið varð vandræðaleg þögn þar til Óli Maggadon heyrðist segja klökk- um bænarrómi: „Ekki syngja meira“. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá í þriðja sinn þátt í Ríkissjónvarpinu sem á að skemmta þjóðinni á laugardags- kvöldum og ber nafnið Örninn er sestur, hvað svo sem það á nú að þýða. Góðir leikarar koma fram í þættinum og töluvert virð- ist í hann borið og allar aðstæður góðar. Það vantar ekkert nema fyndni. Að flytja Chernobyl-kjarn- orkuverið í íslenzka sveit er ádeila sem skilst en hvað er spaugilegt við það? Þetta gæti kannski gengið í ræðustól þótt ófrumlegt sé en ekki í gaman- þætti. Þegar svo er búið að flytja annað og þriðja misheppnaða iðjuverið utan úr heimi til Islands í sama gamanþættinum er ekki lengur um gamanþátt að ræða. Það myndi heldur ekki ganga í ræðustól. Það sem einkennir þennan þátt eru misheppnaðar tilraunir til fyndni og smekkleys- ur. Grínið um blinda fólkið í sól- arlandaferðinni gat aldrei verið annað en óviðeigandi smekkleysa sem hugsanlega hefði getað verið fyndin líka en var það bara ekki. Það versta er að fyrir bregður hugmyndum sem vinna mætti úr skemmtan en það tekst ekki. Leikararnir eru góðir og því ber- ast böndin að höfundum þátt- anna. Líklega er málið ekki flókn- ara en það að þá skortir húmor. Eg man ekki betur en annar þeirra, sem auk þess leikstýrir þessum þáttum, hafi staðið að næstsíðasta áramótaskaupi sem var hrútleiðinlegt og svo fullt af pólitískri aulafyndni að það hafa í mesta lagi einhveijir hrepps- nefndarmenn Alþýðubandalags- ins hlegið að því á fjórða glasi. Fyndnin í þessum sjónvarpsþátt- um er eins og laglaus maður sé að reyna að syngja. Ég segi eins og Óli Maggadon: Ekki syngja meira. Höfundur er hæstaréttarlögnmdur. Af hveiju sjálfboðaliði? Þátttaka mín á ráð- stefnunni í Frakklandi fékk mig til að hugsa um hvað það er sem ungt fólk getur öðlast með því að gerast sjálfboðaliði í heilt ár í öðru landi en heima- landinu og ég komst að eftirfarandi niður- stöðu: * Ársdvöl í öðru landi með fullri þátt- töku í samfélaginu fær okkur til að hugsa um hvað við er átt þegar talað er um „heima“ og „að heim- an“. Er „heima“ húsið okkar, sveit- in, borgin, ísland eða er það kannski plánetan öll? * Ársdvöl í öðru landi er raunhæf leið fyrir fjölmargt ungt fólk til að komast yfír hið, oft á tíðum, erfiða bil milli þess að slíta bamsskónum og verða fullorðinn; taka þátt í vinnumarkaðnum, vera treyst og sýna fram á að það sé traustsins vert. * Ársdvöl við sjálfboðavinnu í öðru landi getur gert ungu fólki grein fyrir að framlag þeirra skipt- ir máli fyrir samfélagið. * Ársdvöl í öðru landi getur hjálp- að í baráttunni gegn fordómum. * Við lifum á tíma alþjóðavæð- ingar, sífellt meira er um hreyfíng- ar fólks landa á milli og því mikil- vægt að byggja upp gagnkvæman skilning manna á milli á mismun- andi menningaraðstæðum. Að lifa í öðru menningarsamfélagi er oft áhrifarík leið til að skilja sjálfan sig og aðra betur og getur þ.a.l. aukið virkni og sjálfstæði ungs fólks. * Við lifum einnig á tímum upp- lýsingabyltingar þar sem mjög mik- ilvægt er að fylgjast vel með og dragast ekki aftur úr. En við meg- um ekki týna okkur í tækninni og einangrast í tölvuheiminum. Við Vinna snýst um sam- keppni, segir Jóhanna Þórdórsdóttir, og ungt fólk er stundum í klemmu. verðum líka að fara út á meðal fólks og takast á við heiminn með þátttöku í daglegum störfum og Íífsháttum. * Með því að taka þátt í sjálf- boðavinnu uppgötvar fólk oft að það getur lagt eitthvað af mörkum til mismunandi málefna. Það virkjar þá orku og ferskleika sem blundar í huga æskunnar. * Það er kominn tími til að við látum af hræðslunni við hið ókunn- uga og opnum hug okkar; hvetjum ungt fólk til ársdvalar í öðru landi og tökum vel á móti evrópskum ungmennum til sjálfboðaliðavinnu á Islandi, fjölskyldur jafnt sem vinnustaðir. Styrkur til að stunda sjálfboðavinnu Verkefnið er, eins og áður seg- ir, styrkt af Evrópusambandinu og á því að vera þátttakendum að kostnaðarlausu. Víða í Evrópu er talað um þetta nýja verkefni sam- hliða háskólaverkefnum sem Evr- ópusambandið hefur verið að styrkja sl. ár, s.s. „Erasmus“. Þátt- takendur sækja um og verði þeir valdir, fljúga þeir til Evrópu, búa ýmist hjá fjölskyldum eða inni á vinnustöðum í sex mánuði eða eitt ár og fá fyrir vinnuframlag sitt vasapeninga í viðkomandi landi. Skilyrðið er þó eitt: Áhugi. Áhugi á að kynnast einhveiju nýju, áhugi á að öðlast nýja reynslu, áhugi á að láta gott af sér leiða. Mig langar í lokin að vitna í orð stúlku sem var sjálfboðaliði í eitt ár á íslandi nýlega. Hún sagði: „Sjálfboðavinna er bæði erfið og gefandi. Maður lærir að meta og virða „litlu hlutina" í kringum sig. Hluti sem maður annars tekur sem sjálfsagða. Og það er eitthvað sem maður býr að alla ævi. Og maður lærir líka meira um sjálfan sig. Já, það var sannarlega oft erfitt en ég myndi, þrátt fyrir erfiðleikana, ekki hafa viljað missa af þessu ári og þeirri reynslu sem ég öðlaðist. Ég myndi gera þetta aftur, hvenær sem mér byðist tækifæri til þess.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur og alþjóðatengill í stjórn Alþjóðlegra ungmennaskipta. Franska í heiminum í dag Hugleiðingar um tungumálakennslu á Islandi I AGUST síðast- liðnum sat ég í boði franskra stjörnvalda heimsþing frönsku- kennara fyrir Islands hönd í Tókýó sem varð kveikjan að þessari grein. Eitt af megin- markmiðum ráðstefn- unnar var að finna leiðir til að efla frönskukennslu í heiminum í dag og um leið að gera franska tungu að álitlegum valkosti, var undirrit- aðri boðið að halda erindi um „Tungu- málakennslu og stöðu frönskukennslu á Islandi". I dag er franska töluð í öllum heimsálfum, móðurmál rúmlega 150 milljóna manna auk þess opin- bert tungumál í 49 löndum. Hún er í 4. sæti af þeim tungumálum sem flestir í heiminum tala, á eft- ir kínversku, ensku og spænsku. Löndin sem eiga frönsku að móð- urmáli eru auk Frakklands, Belg- ía, Sviss, Québec ásamt mörgum fyrrum nýlendum Frakka og Belga í Afríku og Asíu. Frönsk stjórnvöld ásamt jap- önskum frönskukennurum höfðu veg og vanda af undirbúningi þessarar viðamiklu ráðstefnu sem stóð í eina viku og stefndi saman öllum helstu sérfræðingum fran- skrar tungu. Að ógleymdum rit- höfundum, m.a. Ben Tar Jell- on,Rafael Confiant, Antoinine Maillet, Andrei Makine, Yves Sim- on, Ismael Kadaré og Henri Lopez aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO. Það var m.a. gerður útvarpsþáttur með rithöfundum þessum og þátttöku undirritaðrar fyrir menningarrás franska út- varpsins (France Culture, Le temps qui change; Tíminn sem breytist). Kynntar vour allar helstu nýj- ungar í kennslu og púlsinn á frönskukennslu um allan heim tekinn. Fram kom að franska er víðast hvar í heim- inum, kennd sem ann- að eða þriðja erlenda tungumálið og hefur staða hennar frekar styrkst á síðustu árum, einkum þó á sviðum hátækninnar og sem sérfræðimál, ekki að ástæðulausu þar sem Frakkar standa mjög framar- lega á þeim sviðum. Á Petrína Rós íslandi hefur þörfin Karlsdóttir fyrir frönskukunnáttu stórlega aukist, m.a. í Evrópusamstarfi, fjölgun frönsku- mælandi ferðamanna og síðast en ekki síst hafa íslensk fyrirtæki róið á mið nýrra markaða meðal frönskumælandi þjóða. Þrátt fyrir þessa auknu þörf hafa ekki orðið neinar teljandi áherslubreytingar hvað frönskukennslu viðkemur. Það er opinber stefna Evrópusambandsins, segir Petrína Rós Karlsdóttir, að börn læri a.m.k. tvö tungu- mál auk móðurmálsins. Nemendum í frönsku hefur fjölgað í tölum á öllum skólastigum en þó ekki nægilega til þess að fleiri stöðugildi hafi verið stofnuð, kenn- arar hafa margir hverjir stærri bekkjardeildir. Franska er kennd í 20%-30% tilvika sem þriðja mál í framhaldsskólum landsins, ann- ars sem fjórða mál (á eftir dönsku, ensku og þýsku), hún er kennd í um það bil 20 framhaldsskólum af 40, hún er ekki kennd í sérskól- um að undanskildum Hótel- og veitingaskólanum. Hægt er að læra hana í nokkrum grunnskólum landsins, flestum á höfuðborgar- svæðinu. Þó má nefna að fitjað hefur verið upp á nýjungum við Háskóla íslands, s.s. kennsla í við- skiptafrönsku sannar. Enn sem hingað til leggja margir stund á frönskunám í kvöldskólum og einkaskólum. Segja má að niðurstaða ráð- stefnunnar hafi verið sú að tungu- málakennslu beri að fylgja eftir breyttum áherslum og þörfum þjóðfélagsins og taka mið af og nýta sér allar þær tækninýjungar sem í boði eru hveiju sinni. Þann- ig hefur flestum orðið ljóst á und- anförnum árum að góð tungu- málakunnátta er gulls ígildi. Við lifum á tímum hraðans og tækni- nýjunga, s.s. alnetið sannar, því ber að huga að betra skipulagi á tungumálakennslu og vera í takt við þá tíma sem eru í vændum. Því með meiri samskiptum þjóð- anna er góð tungumálakunnátta lykillinn að betra samstarfi. Það er opinber stefna Evrópu- sambandsins að leggja áherslu á að börn læri a.m.k tvö tungumál auk móðurmálsins og að kennslan skuli hefjast í kringum 7-8 ára aldurinn. Þetta eru engin ný sann- indi en íslendingar ættu í Ijósi þess hversu fámenn þjóð við erum, að ganga á undan með góðu for- dæmi. Viðurkenna þannig þörfina fyrir tungumálakunnáttu í reynd með því að hefja kennsluna fyrr, fjölga kennslustundum, leggja áherslu á fleiri tungumál og bjóða upp á raunhæft val í sem flestum skólum jafnframt því sem hægt væri að hugsa sér kennslu í tungu- málum með ólíkar þarfir í huga. Höfundur cr fyrrverandi formaður Fclags frönskukennara á íslandi ogsér um viðskiptafrönsku fyrir atvinnulífið við Endurmenntunarstofnun HI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.