Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þar sem svínin hafa forgang Kennarar óskast, nýjasta leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Er sögusviðið skóli í dreifbýlinu, þar sem sitthvað mætti betur fara. Orrí Páll Ormarsson ræddi við höf- undinn og aðalleikarana sem yljað hafa leik- húsgestum á öðrum vettvangi undanfarin ár. MAGGA hin makalausa (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) setur sterkan svip á kennarastofuna með hinum ólíklegustu tilburðum. ÞAÐ ER nístingskuldi og stórhríð. Dymar á litla dreifbýlisskólanum ljúkast upp og inn velta veðurbar- in kennarahjón að sunnan sem ráðið hafa sig að stofnuninni. Ætlunin er að hefja nýtt líf en við þeim blasir önnur mynd en þau hugðu - í þessum skóla hafa svínin forgang. Skyldi ef tii vill engan undra því „á misjöfnu þrífast bömin best en það má ekki vera vondur við svínin - þá deyja þau.“ Fljótlega kemur síðan á daginn að ekki er allt með felldu - hvorki í lífi hjónanna né fólksins sem þau hitta fýrir. Óhugnanlegir hlutir koma upp á yfirborðið. Maðurinn er berslqaldað- ur gagnvart ástinni, einsemdinni, þránni, dauðanum og umfram allt sorginni og ekki bætir fásinnið úr skák enda „hefur það tilhneigingu til að má út mörk þess sem telst eðlilegt og óeðlilegt“. Skyldu hjónin eiga aft- urkvæmt? Ólafur Haukur Símonarson bindur sögusvið nýjasta leikrits síns, Kennar- ar óskast, sem svo oft áður, við vinnu- umhverflð enda hefur hann „ailtaf litið á vinnuna sem hluta af mótunar- sögu fólks“. Fyrir vikið hefur hann meðal annars fundið verkum sínum umhverfí í fískiðnaði, kjötbúð, dósa- verksmiðju, á bílaverkstæði - og nú á kennarastofu. „Það sem kemur fram af persónuleika manna í tengsl- um við vinnuna er í senn mikilvægt og dramatískt, auk þess sem menn eru í mun nánari tengslum við samfé- lagið í vinnunni en heima hjá sér. Kannski er þetta öðrum þræði tilraun til að sleppa út úr stofudramanu," segir Ólafur. En hvers vegna skyldi hann kjósa dreifbýlið að þessu sinni? „Við íslend- ingar erum náttúrulega meira og minna dreifbýlingar, líka þeir sem hafa alist upp á mölinni; foreldrar okkar flestra eru nefnilega komnir af landsbyggðinni - þar liggja því rætumar." Spurningar á sveimi Hlutverk uppalandans er jafnframt í brennidepli i verkinu, þar sem kenn- arinn kemur óhjákvæmilega við sögu. Segir Ólafur margar siðferðislegar spumingar vera á sveimi í verkinu, um skyldur kennarans, ábyrgð hans og hversu langt hlutverk hans eigi að ná? Gegnir skólinn hugsanlega ekki því hlutverki sem við viljum að hann geri? Leikhúsinu er ekkert óviðkomandi, fullyrðir Sonja B. Jónsdóttir í leik- skrá, þar á meðal ýmis mál sem áður voru „tabú“ en hafa komið upp á yfírborðið í seinni tíð, svo sem kyn- ferðisleg misnotkun á bömum sem er til umfjöllunar í Kennarar óskast. „Það hefur verið umræða i þjóðfélag- inu um það hvemig á þessum málum er tekið og hafa verið uppi opinberar skýrslur um að stjómsýslumeðferð- inni sem við búum við sé ábótavant, sérstaklega í dreifbýlinu. Þar er ná- vígi manna mikið og þeir sem eiga í hlut tengjast ef til vill allir þeim sem leysa eiga úr málunum eða þurfa að leita til dómstóla. Hvemig er hægt að leysa úr málum af þessu tagi und- ir slíkum kringumstæðum, hvaða leið er sú rétta?" spyr Ólafur. Leikstjóri Kennarar óskast er Þór- hallur Sigurðsson, sem svo oft áður þegar verk Ólafs eiga í hlut. „Við höfum unnið saman á hverju ári í sjö eða átta ár og ég hygg að svo langvar- andi samvinna leikstjóra og höfundar sé einsdæmi í íslensku leikhúsi. Þetta hefur verið merkilega farsælt hjóna- band.“ Tveir leikaranna í sýningunni, Þröstur Leó Gunnarsson og Sigrún Edda Bjömsdóttir, gera samvinnu félaganna jafnframt að umtalsefni. „Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þessari óvenjulegu og fijóu samvinnu. Ólafur hefur verið mjög virkur á æfíngatímanum og þótt hann hafí ákveðnar skoðanir er hann jafnframt einstaklega opinn fyr- ir skoðunum annarra - sem gerir hann stærri,“ segir Sigrún Edda. Ákveðnir leikarar í huga Ólafur hefur jafnan þann hátt á að fylgjast grannt með æfíngum á verkum sínum enda hefur hann „kom- ist að raun um að öll leikrit em að hluta skrifuð á æfíngatímanum“. En skyldi hann, í seinni tíð, vera farinn að skapa persónur með hliðsjón af ákveðnum leikurum? „Þjóðleikhúsið hefur yfír svo mörgum góðum leikur- um að ráða að það hefur aldrei verið vandamál að manna hlutverkin en nú breytti ég í fyrsta skipti út af venj- unni og skrifaði gagngert með ákveðna leikara í huga og eftir á að hyggja hefði ég ekki getað hugsað mér aðra leikara." Þröstur Leó og Sigrún Edda, sem áður var vitnað til, leika kennarahjón- in að sunnan, Ögmund og Ástu. Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir og Om Ámason leika Möggu og Binna, kennarana sem gæða kennarastofuna lífí á dag- inn en gráta sig í svefn á nóttunni. Gunnar Eyjólfsson fer með hlutverk Karls, bónda og fyrrverandi skóla- MorgunblaðiO/Asdis MUN sorgin sameina Ögmund (Þröst Leó Gunnarsson) og Ástu (Sigrúnu Eddu Björnsdóttur) eða skilja þau að? stjóra, sem er enginn aufúsugestur í skólanum og Hjálmar Hjálmarsson leikur son hans, Jens svínabónda, sem tekið hefur við rekstri skólans. Enn er ónefnd Dísa, unglingsstúlka sem á auðsjáanlega um sárt að binda, sem leikin er af Hörpu Amardóttur. Leik- mynd og búningar em úr smiðju Hlín- ar Gunnarsdóttur en Páll Ragnarsson hannar lýsingu. Ólafur hefur víða drepið niður fæti í listinni en eftir hann liggja skáldsög- ur, Ijóðabækur, söngtextar, lög, söng- leikir, greinar og sjónvarpsþættir, auk §ölda leikrita, fyrir svið og útvarp. Hann hefur sem sagt „alls ekki ein- angrað sig við eitt svið orðlistarinnar heldur beitt flestum birtingarformum hennar og ekki talið eftir sér að leggja sparifötum hámenningarinnar og mæta til leiks á vinnugalla alþýðlegr- ar skernmtihefðar", svo sem Gunn- laugur Ásgeirsson kemst að orði í leikskrá. í ljósi þessa þarf vart að koma á óvart að Kennarar óskast er ekki eina verk Ólafs sem kemur almenningi fyrir sjónir á þessum vetri en skáld- Á tvö verk á Stóra sviðinu KENNARAR óskast er ekki eina verk Ólafs Hauks Símonarsonar sem sýnt er á fjölum Þjóðleik- hússins um þessar mund- ir, því Þrek og tár hefur gengið við miklar vin- sældir frá því í fyrra haust - sýningar eru orðnar 73 og gestirnir ríflega 30.000. Mun það vera einsdæmi að tvö verk eftir ísienskan höf- und séu samtímis á Stóra sviði hússins. „Þetta er vitaskuld mikil við- urkenning fyrir mig. Þrek og tár virðist hafa einhvern gríðarleg- an lífskraft að geyma,“ segir Ólafur sem veit dæmi þess að fólk hafí komið tvisvar og jafn- Ólafur Haukur Símonarson vel þrisvar að sjá sýning- una. Og Guðrún J. Bach- mann leikhúsritari bætir um betur: „Við vitum um heilu vinnustaðina sem hafa komið oftar en einu sinni að sjá verkið.“ Þröngt er í leikmuna- geymslu Stóra sviðsins um þessar mundir en auk verka Ólafs eru Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og Kardemommubærinn sýnd þar, auk þess sem styttist í jóla- sýningu hússins, Villiöndina eftir Ibsen. Engu að síður fullyrðir Guðrún að sýningum á Þreki og tárum verði fram haldið fram yfir jól - að minnsta kosti. „Það virðist ekki vera hægt að hætta!“ sagan Rigning með köflum kom ný- verið út hjá Ormstungu. „Viss sögu- efni eiga betur heima í skáldsögu en á sviði,“ segir Ólafur en bætir svo við eftir stutta umhugsun: „Maður hefur hins vegar mjög gott af því að koma inn í leikhúsið og umgangast fólk, skáldsagnahöfundurinn er nán- ast í einangrunarfangelsi meðan hann er að skrifa verk sitt.“ í röngu leikhúsi? Ef til vill á einhver leikhúsgestur eftir að fá það á tilfinninguna að hann sé staddur í röngu leikhúsi þeg- ar hann sér Kennarar óskast, því aðalleikendumir, Þröstur Leó og Sig- rún Edda, voru um árabil innan vé- banda Leikfélags Reykjavíkur. í haust söðluðu þau hins vegar um og gengu Þjóðjeikhúsinu á hönd. „Ég held að það sé alltaf voðalega gott að breyta til. Ég var búinn að vera í tíu ár hjá LR og þó mér hafi alltaf líkað vel var það búið að gerj- ast í mér í nokkur ár að prófa eitt- hvað annað - ekkert endilega Þjóð- leikhúsið, þó það hafí á endanum orð- ið ofan á,“ segir Þröstur Leó sem leikur nú í fyrsta sinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins en fyrsta hlutverk hans við húsið var í leikriti Karls Ágústs Úlfssonar, í hvítu myrkri, á Litla sviðinu. í tilviki Sigrúnar Eddu eru fjalir Þjóðleikhússins ekki eins framandi enda var hún fastráðin við húsið í þijú ár eftir að hún brautskráðist úr Leiklistarskóla íslands. Fyrir átta árum gekk hún hins vegar til liðs við LR og iðkaði list sína á þeim vett- vangi fram á þetta ár. En hvemig leggjast vistaskiptin í hana? „Vel. Leikarar eiga að gera miklu meira af því að skipta um umhverfí, leika á móti nýju fólki og vinna með nýjum leikstjórum, sem er í senn gefandi og skemmtilegt." Leikaramir ljúka sundur um það einum munni að vel hafí verið tekið á móti þeim í Þjóðleikhúsinu - sem beri um þessar mundir öll einkenni leikhúss í uppsveiflu. Og Sigrún Edda heldur áfram: „Það er alltaf gaman að koma inn í leikhús, þar sem fólki líður vel og maður fínnur að listamað- urinn skipar öndvegi." „Sölumað- ur deyr“ á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sýnir í kvöld, föstudagskvöld, „Sölumaður deyr“ eftir Arthur Miller. Leikstjóri er Guðrún Al- freðsdóttir, leikmynd er eftir Sigurð Hallmarsson og Grétar Sigurðsson. Lýsingu hanna Jón Arnkelsson og Guðrún Alfreðsdóttir. Dómhildur Ant- onsdóttir hefur umsjón með búningum. Aðalhlutverk era í höndum Ingimundar Jónssonar og Her- dísar Birgisdóttur, sem bæði era leikhúsgestum á Húsavík að góðu kunn, en þau hafa leikið með félaginu í mörgum fyrri uppsetningum og eru meðal reyndustu leikara hjá Leikfélagi Húsavíkur. Þetta er annað verkefni fé- lagsins á þessu ári, hitt verk- efnið var „Auga fyrir auga“ sem unglingar innan félagsins sýndu á Húsavík í september en áður höfðu þau farið með það í leikferð til Bornholm. Einnig sýndu ungmennin á Ung-list, listahátíð ungs fólks, sem haldin var í Reykjavík og á Akureyri í október. í ár era 110 ár frá því að fyrst var sýndur sjónleikur á Húsavík og fagnar Leikfélag Húsavíkur þeim merka við- burði. Formaður Leikfélagsins er Regína Sigurðardóttir. Síðustu sýn- ingar á „Ef væri ég gull- fiskur“ EF VÆRI ég gullfiskur! eftir Árna Ibsen var framsýnt í byijun september og hefur nú gengið í þijá mánuði á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikarar í sýningunni era; Eggert Þorleifsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Guðjóns- son, Sóley Elíasdóttir, Sigurð- ur Karlsson, Rósa Guðný Þórs- dóttir, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir, Þórhallur Gunnarsson og Ásta Amardóttir. Síðustu sýningar era laug- ardaginn 23. og föstudaginn 29. nóvember kl. 20. á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.