Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 63 » ) ) I í í J í : ; i í t 4 4 i ( < < < ( < i ( ( i í ( SIMI 5878900 http://www.islandta. is/sambioin AÐDAANDINN DAUÐASOK KORFUBOLTAHETJAN GULLGRAFARARNIR Far- eða Gullkortshafar VISA og Námu- og Gengismeðlimir Landsbanka fá 25% AFSIÁTT. Gildir fyrir tvo. £4MBllO«lll Æ4MB1Q „Myndin er byggð á s Iterkri sögu sem gott handrit hefur verið gert eftir og hún er mjög vel leikin." ★★★ A.l. Mbl ,Mynd sem vekur umtal." SANDIiA liULI.OCK SAMUELL. JACKSON MA1THEW MCCO.NAUGHEY KIÍVIN SPACV Axel Axélsson FM 95,7 Ómar Friðleifsson X-ið TIN CUP Damon Wayans Daniel Stern ahd Dan Aykroyd Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide, True Romance, Top Gun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum í magnaðri túlkun sinni á geðveikum aðdáanda sem tekur ástfóstri við skærustu stjörnuna í boltanum. Spennan er nánast óbærileg og hárin rísa á áhorfendum á þessari sannkölluðu þrumu!!! Aðalhlutverk: Róbert DeNiro, Wesley Snipes, Ellen Barkin, Benecio Del Toro og John Leguizamo. CELTIC PRIBE lirnM er ekkert . 1 að óttast— Christina Ricci Anna Chlumsky Stórskemmtileg ævintýramynd um tvær stúlkur á ferðalagi í leit að horfnum fjársjóði. í aðalhlutverkum eru þær Christina Ricci (Adams Family, Casper) og Anna Chlumsky ( My Girl). TLJ 11 ij DONALD Sutherland og félagar í MASH. Læknir lækna sjálfan þig ■ sérflókki þessa helgina ______________________________ er sýning Sýnar á Spítalali'fi (MASH laugar- dagur ►21.00). Robert Altman, bandaríski leikstjórinn hefur ávailt farið sínar eigin leiðir, rambað inn á þjóðveginn annað slagið en tekið óvæntan afleggjara fyrr en varði. Það var ekki fyrr en árið 1969 að hans eigin leið varð þjóðveg- ur þegar hann gerði MASH, alveg makalausa, persónulega, villta og feiki- skemmtilega satíru um kolgeggjað gengi starfsfólks herspítaia í Kóreustríðinu. Snjallt handrit Rings Lardner jr. (sem margir leikstjórar höfðu hafnað) er byggt upp á laustengdum atriðum sem Altman sveipar sínum óviðjafnanlega stíl. Hér talar hver kostulegur karakterinn í kapp við annan, samskipti kynjanna, yfir- manna og undirmanna, eru öll í steik, ringulreiðin er blönduð undirliggjandi listrænni reiðusemi. MASH (stendur fyrir Mobile Army Surgical Hospital) hafði mikil áhrif - en trúlega mest á feril og stíl höfundar síns. Donald Sutherland, Elliott Gould, Tom Skerritt, Sally Kellerman og fleiri sköpuðu persónur sem gengu aftur í sjónvarpsþáttunum sem einnig er verið að sýna á Sýn. ★ ★ ★ ★ Laugardagur eskjunni. Leikstjóri Stan Dragoti. ★ 'A Sýn ►23.20 Ég hef ekki séð Blá- stróka (Blue Tornado, 1990), en Malt- in og Potter segja myndina fyrst reyna að líkjast Top Gun og síðan E.T. en mistakast hvorutveggja. Þa.u gefa þessum háloftahasar ** (af fimm mögulegum) Aðalhlutverk Dirk Bene- dict og Patsy Kensit. Leikstjóri Tony Dobb. Sjónvarpið ►21.35 Steven Spiel- berg dansar nálægt væmninni með Ætíð (Always, 1989), þar sem flug- kappinn Richard Dreyfuss ferst við hetjudáð og gengur aftur í lífi ástvina sinna - Holly Hunter og Johns Good- man. Fagmennskan er auðvitað óað- finnanleg og ásjáleg. Audrey Hepburn leikur engil í sínu hinsta hlutverki og er það við hæfi. ★ ★ Sjónvarpið ►23.40 Engar umsagnir liggja fyrir um bresku bíómyndina Sæiiífi (Pleasure, 1994), um undarlegt par í Rúðuborg sem lendir í ýmsum ævintýrum. Leikstjóri er Ian Sharp og í aðalhlutverkum eru Jennifer Éhle, James Larkin og Adrian Dunbar. Stöð 2 ►15.00 Kwagga læturtil sín taka (Kwagga Strikes Back, 1993) kemur langt að - eða frá Suður-Afr- íku og telst því velkominn gestur. Þessi gamanmynd fjallar um ævin- týramann sem er rifinn út úr kyrrlátu lífí og rambar í hættuspil. Aðalhlut- verk Leon Schuster og Casper De Vries en leikstjóri David Lister - allir óþekktar stærðir rétt eins og myndin sjálf. Stöð 2 ^21.20 Kynferðisleg áreitni á vinnustað komst í brennidepil eina ferðina enn þegar spennumyndin Af- hjúpun (Disclosure, 1994) var frum- sýnd en hún snýr kynjaskiptingunni við: Kona sem er yfirmaður (Demi Moore) beitir karlmann sem er undir- maður (Michael Douglas) kynferðis- legum þrýstingi með dramatískum afleiðingum fyrir þau bæði. Nokkuð rennilega framreitt af hálfu leikara og Barrys Levinson leikstjóra en mála- tilbúnaðurinn erekki allurjafn sann- færandi. ★ ★ ★ Stöð 2 ►23.30 Danny Boyle leik- stjóri, handritshöfundur hans, John Hodge, og einn aðalleikaranna, Ewan McGregor, lofuðu strax góðu með hinni eitruðu spennumynd í grunnri gröf (Shallow Grave, 1994) - áður en þeir slógu í gegn með Trainspott- ing. Þrenning ungs fólks í Edinborg tekur nýjan leigjanda inn í íbúðina sem þau deila og þegar þau finna hann látinn og tösku fulla af peningum eiga þau í jafnmiklu sálarstríði innbyrðis sem átökum við hættuleg öfl að utan. ★ ★ ★ Stöð 2 ► 1.05 Fjölskyida sem hefur verið hundelt af FBI árum saman vegna þátttöku foreldranna í róttækl- ingahreyfingunni á sjöunda áratugn- um er í sjónarmiðju vel gerðrar drama- tískrar myndar Sidneys Lumet Ögur- stund (Running On Empty, 1988). Christine Lahti, Judd Hirsch, River heitinn Phoenix og Martha Plimpton eru hvert öðru betra. ★ ★ ★ STÖÐ3 ►Upplýsingarumkvik- myndasýningar Stöðvar 3 lágu ekki fyrir þegar gengið var frá þessum pistli. Sýn ^21.00 - Sjá umfjöllun í ramma. Sunnudagur Sjónvarpið ►15.30 Rokkópera Pet- es Townsend úr hljómsveitinni The Who um daufdumban og blindan pilt sem verður poppstjarna er ekki bein- línis á djúpmiðum. En þótt kvikmynd Kens Russell Tommy (1975) sé barn síns tíma og skilgetið afkvæmi þessa myndfijóa og missmekkvísa leikstjóra er glás af góðmeti jafnt á mynd sem hljóðrás innan um illbærilegar lummur og jukk. Leikhópurinn - Roger Dal- trey, Ann-Margret, Oliver Reed, Elton John, Eric Clapton, Keith Moon, Jack Nicholson o.m.fl. - er ómótstæðileg- ur. ★ ★ 'A Sjónvarpið ►22.25 Nikulásarkirkj- an seinni hluti (sjá föstudag). Stöð 2 ►23.25 Terrence Malick var umsvifalaust skipað í hóp fremstu kvikmyndagerðarmanna Bandaríkj- anna með frumraun sinni í óbyggðum (Badlands, 1974), magnþrunginni lýs- ingu á sambandi tveggja ungmenna - Martin Sheen og Sissy Spacek - í uppreisn gegn umhverfi sínu sem leið- ir þau út í blóðsúthellingar. Malick var jafnákaft fagnað fyrir Days Of Heav- en árið 1978 en síðan hefur lítið til hans spurst. Missið ekki af þessari ljóðrænu og afar lúmsku ofbeldis- mynd, sem byggð er á sönnum atburð- um. ★ ★ 'A Sýn ►23.00 Lewis Collins leikur málaliða i Stríðsforingjanum (The Commander, 1988), einu af voðaverk- um eins versta leikstjóra samtímans, Anthony M. Dawson, réttu r.afni An- tonio Margheriti. Ég hef ekki séð hana og er ákveðinn í að gera það ekki. Aðrir gera það á eigin ábyrgð. Loks get ég ekki stillt mig um að benda á að tvívegis á mánudag sýnir Stöð2 ►13.00 og ►23.25 einaaf albestu spennumyndum meistara Alf- reds Hitchcock Lestarferð (Strangers On A Train, 1951). Þessi sjaldséða perla segir frá tveimur mönnum sem hittast um borð í lest og annar sting- ur upp á því að þeir skiptist á morð- um. Sá sami tekur hugmyndina lengra. Hann er leikinn snilldarlega af Robert Walker. Mynd sem enginn má missa af: ★ ★ ★ Árni Þórarinsson i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.