Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 27 LISTIR Verðlaunaverk Yictors Urbancics í tilefni Skálholtshátíðar 1956 frumflutt á laugardaginn KÓR Langholtskirkju, Gunnar Eyjólfsson og 23 manna blásarasveit undir stjórn Jóns Stefánssonar, mun á laugardag í Langholtskirkju frumflytja „Óð Skálholts" eftir dr. Victor Ur- bancic við texta sér Sigurður Ein- arssonar. Dóttir dr. Victors, Sibyl Urbancic, sem er prófessor við tónlistarháskólann í Vínarborg, fann verkið sl. vor meðal muna sem dr. Victor lét eftir sig, en hann lést á föstudaginn langa, fjórða apríl 1958. í kynningu segir, að Sibyl Ur- bancic hafi haft samband við Kjartan Óskarsson klarinettu- leikara og Jón Stefánsson kór- Óður Skálholts stjóra sem gerðu sér strax grein fyrir um hvílíkan dýrgrip er að ræða. Verkið var samið fyrir Skál- holtshátíð 1956 sem haldin var til að minnast 900 ára afmælis biskupsstóls í Skálholti. Ljóða- keppni fyrir hátíðina var haldin árið 1955 þar sem séra Sigurður Einarsson prestur í Holti undir Eyjafjöllum fékk fyrstu verðlaun fyrir Hátíðaljóð sín. Síðan var efnt til keppni um tónverk við vinningsljóðin þar sem dr. Páll ísólfsson fékk fyrstu verðlaun fyrir Skálholtskantötu sína fyrir blandaðan kór og píanó/orgel, en verk dr. Victors Urbancic fyrir blandaðan kór, þul og blásarasveit önnur verð- laun. Verkið er stórt í snið- um. Sjö kaflar eru valdir úr Hátíðaljóðum Sigurðar Einarssonar sem heita „Lofgjörð", „ísland“, „Gjöf Gissurar“, „Hug- leiðing", „Skálholt" og „Ljóðalok". Auk þeirra eru tveir kaflar sem eru sinfónísk millispil sem samin eru um tvo gamla sálma frá lútherskum tíma, „Jesús, mín morg- Dr. Victor Urbancic unstjarna“ og „Dýrð, vald, virð- ing og vegsemd hæst“. Tónlist kórþáttanna byggir að miklu leyti á þremur stefjum úr Þorlákstíð- um, sem ganga í gegnum verkið í ótrúlega frumlegum útfærslum. Skipan hljómsveitarinnar lýsir mikilli dirfsku miðað við þann tíma er tónlistin var samin. Þann- ig eru, auk hefðbundinna hljóð- færa, notuð hljóðfæri sem sjald- gæf voru hér s.s. englahorn, bassaklarinett, tenór saxófónn, kontrafagott og tvær túbur. Verkið er tæpur klukkutími í flutningi og tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Verkið verður aðeins flutt einu sinni. Menningar- vaka Menor á Hvammstanga MENOR, menningarsamtök Norður- lands standa fyrir menningarvöku í Félagsheimilinu á Hvammstanga, laugardaginn 23. nóvember. A aðal- fundi Menors fyiT á þessu ári var ákveðið að efna til fjögurra menning- arvaka á Norðurlandi og er þessi hin fyrsta. Megintilgangur er að vekja athygli á því mikla starfi sem fer fram í tónlistarskólum héraðanna og einnig að koma á framfæri hinum fjölmörgu aðilum sem leggja stund á listir og hverskyns menningu á Norðurlandi. Menningarvakan hefst með list- myndasýningu kl. 14. Þar munu sýna málverk og myndlist þau Guðráður Jóhannsson, Guðlaugur Þór Ásgeirs- son, Kristín Elfride, Gyða Ölvisdóttir og Jón Eiríksson. Þá mun handverks- fólk frá Galleríi Bardúsa á Hvamms- tanga sýna margvíslega muni sína og einnig handverkshópur úr Austur- Húnavatnssýslu. Á dagskrá vökunnar, sem hefst kl. 15 verður leikin og sungin tónlist. Þar koma fram m.a. atriði frá Tónlist- arskólum Vestur-Húnavatnssýslu og Austur-Húnavatnssýslu. Bamakór Grunnskólans á Hvammstanga, Lillu- kórinn sem er kvennakór og samkór kirkjukóra í Vestur-Húnavatnssýslu. Einnig verða vísnaþættir, einsöngur og tvísöngur, leiklestur og ljóðalestur. I/)k dagskrár verður um kl. 17. Menor var stofnað af Fjórðungs- sambandi Norðlendinga, en þegar því sambandi var skipt upp í tvö sam- bönd, urðu samtökin nokkuð ut- anveltu og misstu m.a. fjárstuðning, sem þau höfðu haft frá sambandinu. Menor hefur þó leitast við að halda markmiðum sínum á lofti og á liðnum árum staðið fyrir samkeppnum um ljóða- og smásagnagerð og einnig söngvarakeppni, svo eitthvað sé nefnt af starfseminni. Formaður Menors er sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli. ------»...»-■♦--- Jo Going kynnir verk sín og hugmyndir BANDARÍSKA listakonan Jo Going kynnir verk sín og hugmyndir í Hafn- arborg, lista- og menningarstofnun Hafnarfjarðar, mánudaginn 25. nóv- ember kl. 20, en hún er stödd hér á landi um nokkurra mánaða skeið. Jo er þekktust fyrir litrík rýmisverk sín og innsetningar, en hefur einnig gefíð út bækur og haldið fjölda sýn- inga, auk þess sem hún hefur kennt myndlist víða, meðal annars í ríkishá- skólunum í Kaliforníu og í Alaska. Jo er búsett í Alaska þar sem hún vinnur að list sinni á heimili sínu langt inn í óbyggðum. Menning norðurþjóða hefur verið henni hugleikið viðfangs- efni og í Alaska hefur hún einkum heillast af menningu og siðum Inúít- anna. í Hafnarborg mun hún sýna lit- skyggnur af verkum sínum og segja frá þeim og bakgrunni þeirra. Loks mun hún svara spurningum áheyr- enda. Aðgangur er ókeypis og allir Á ótrúlega góðu verði! Tilboðsverð: Unnur Steinsson: Ég mœli eindregið meðþessari bók og tel að hún cetti að vera til á sem flestum heimilum...Frábœr gjöf við öll tœkifœri. Fiillt verð: 3-860 kr. Þu sparar: 1.410 kr. Tryggðu þér eintak í nóvember. Fra 1. desember kostar bókin 3.8 VAKAHELGAFELL A næsta bóksölustað ‘ fyrir sálina ® © Einstök bok þar sem er aö finna stuttar sögur úr lífi fólks sem sýna okkur hvernig við getum bætt líf annarra - og sjálfra okkar um leið. Höfundar bókarinnar, Jack Canfield og Mark Victor Hansen, eru þekktir víða um lönd fyrir fyrirlestra sína og námskeið um það hvernig hægt er að bæta árangur í lífi og starfi. Sera Bragi Skulason, sfúkrahúsprestur: Þessi bók er hvatning. Hún veitir innblástur lúinni og svangri sál... og vitnar um mátt kœrleikans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.