Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 2
2 LÁUGARDÁGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áburðarverksmiðjan Eimskipafélag íslands kaupir tvö gámaskip fyrir einn milljarð króna hSréf- Fvrirhujarað að kaupa eða ulfrrateð*s leigja þriðja gámaskipið EIMSKIP hefur fest kaup á rúmlega átta þúsund tonna gámaskipi, Hammonia FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur lagt til við land- búnaðarráðherra að sölu hlutabréfa í Áburðarverksmiðjunni verði frestað um sinn. Landbúnaðarráðherra hef- ur fallist á þá tillögu. Fyrir rúmum mánuði bárust tvö gild tilboð í útboði ríkisins á hluta- bréfum þess í Áburðarverksmiðjunni hf. Ákveðið var að hafna báðum til- boðum. Landbúnaðarráðherra ákvað þó að nefndin skyldi áfram skoða möguleika á því að selja hlutabréfin. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur að undanförnu farið vandlega í gegnum málið ásamt verðbréfafyrirtækinu Handsali hf. og öðrum ráðgjöfum sínum. M.a. hefur verið farið í gegnum fjárhags- stöðu Áburðarverksmiðjunnar og framtíðarhorfur í rekstri hennar. Að því er.fram kemur í frétt frá nefndinni telur hún ekki ástæðu til að efna til viðræðna við þá bjóðendur sem gerðu tilboðin sem hafnað var. Ef breyta eigi skilmálum vegna sölu hlutabréfanna sé óhjákvæmilegt að gefa öðrum kost á að taka þátt í breyttu söluferli. Rétt sé að auglýsa bréfin að nýju með skýrari reglum. Þar verði m.a. kveðið á um lág- marksijárhæð tilboða og áframhald- andi atvinnustarfsemi í Gufunesi. EIMSKIP hefur gengið frá kaup- um á tveimur gámaskipum og er kaupverð þeirra um einn milljarður króna. Annað skipið er rúmlega átta þúsund tonna gámaskip og er fyrirhugað að kaupa eða leigja annað skip af sambærilegri stærð innan tveggja mánaða. Þessi skip munu koma í stað Dettifoss og Bakkafoss sem eru í reglubundnum áætlunarsiglingum á suðurleið frá Reykjavík og Straumsvík til Immingham í Bret- landi og Rotterdam í Hollandi. Auk þess sem Eimskip hefur gengið frá kaupum á Goðafossi sem félagið hefur haft á leigu síðastliðin þrjú ár. í frétt frá Eimskip kemur fram að markmiðið með þessum breyt- ingum á skipakosti er fyrst og fremst að auka flutningsgetu skipa félagsins á suðurleið um 30% vegna stækkunar álversins í Straumsvík en félagið hefur ann- ast flutninga fyrir íslenska álfélag- ið frá því að framleiðsla hófst í Straumsvík fyrir tæpum 30 árum. Álflutningar fóru lengst af fram með stórflutningaskipinu Lagar- fossi sem var selt á síðasta ári, en í fyrra hóf Eimskip að flytja vörur fyrir ÍSAL í áætlunarsiglingum. Að sögn Harðar Sigurgestsson- ar, forstjóra Eimskips, eru nýju skipin kærkomin viðbót við skipa- flota félagsins enda mun stærri en þau skip sem annast þessa flutn- inga í dag. „Öll efling á iðnaðar- starfsemi í stóriðju er mjög áhuga- verð fyrir félagið og eykur okkar umsvif ef við fáum að taka þátt í henni. Við gerum ráð fyrir því að eigendur Norðuráls muni bjóða út sína flutninga fljótlega og mun Eimskip taka þátt í því útboði.“ Skógafoss leigður til útlanda Aðspurður segir Hörður að líkur séu á því að Eimskip muni selja eitt af sínum minni skipum til þess að mæta þessari nýju fjárfestingu. „Um 65% af kaupverðinu verða fjármögnuð með erlendum lánum til sjö ára en að öðru leyti kemur fjármagnið úr rekstri Eimskips." Skipið sem félagið hefur nú keypt getur flutt allt að 543 gáma- einingar og fær Eimskip það af- hent þann 5. ágúst næstkomandi. Skipið sem heitir Hammonia í dag var smíðað árið 1993 og kaupir Eimskip það af þýsku skipafélagi. Dettifoss og Bakkafoss verða áfram í rekstri hjá Eimskip og munu taka við af Skógafossi og leiguskipinu St. Pauli á strandleið, þ.e. siglingaleiðinni frá Reykjavík til ísafjarðar, Akureyrar og Eski- fjarðar áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum, Immingham og Rott- erdam. Gert er ráð fyrir því að Skógafoss verði leigður til annarra verkefna erlendis eða seldur og St. Pauli verði skilað úr leigu. Goðafoss er systurskip Dettifoss og Bakkafoss. Félagið hefur haft skipið á þurrleigu, en þá er skipið leigt án áhafnar, frá því árið 1994. Goðafoss hefur að undanförnu ver- ið í siglingum milli íslands og Norður-Ameríku. Skipið var smíð- að árið 1982 og er burðargeta þess 413 gámaeiningar. Eimskip hafði kauprétt á skipinu meðan félagið hafði það á leigu og þótti hagkvæmt að ganga frá kaupum á skipinu nú. Morgunblaðið/Júlíus KEPPENDUR heilsuðu forseta og öðrum heiðursgestum með virktum þegar þeir gengu fylktu liði inn á völlinn. Landsmót sett í Borgamesi Borgarnesi. Morgunblaðið. LANDSMÓT Ungmennafélags ís- lands, það 22. í röðinni, var sett við hátíðlega athöfn á Skalla- grímsvelli f gærkvöldi að viðstödd- um um 4.500 manns. Meðal gesta voru forseti ís- lands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og heiðurs- gesturinn, Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaunahafi frá Ólympíu- leikunum í Melbourne. Veðrið lék við gesti meðan á setningarat- höfninni stóð en skömmu áður hellirigndi. Þetta er í þriðja sinn sem landsmót UMFÍ er haldið á félagssvæði UMSB, það var haldið á Akranesi árið 1975 og fimmta landsmótið var haldið á Hvanneyri 1943. Landsmót var fyrst haldið á Akureyri árið 1909. Nú er það haldið í Borgarnesi og einnig er keppt á Hvanneyri og á Akranesi. „Er það dæmi um að umfang landsmótanna verður sffellt meira,“ sagði Þórir Jónsson, for- maður UMFÍ, í ræðu sem hann hélt við setningu mótsins. Foringjar í norska hernum í samtali við Morgunblaðið Engir norskir kaf- bátar á miðunum KAFBÁTURINN sem Landhelg- isgæslan tók mynd af á loðnu- miðunum austur af landinu á miðvikudag var ekki norskur, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöðvum norska sjóhersins í Stavanger og Bodo. Foringjar á vakt í stjórnstöð norska hersins í Ósló, svo og stjómstöðvum flotans í Stav- anger og Bode, sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær að sam- kvæmt gögnum þeirra hefðu engir norskir kafbátar verið á hafsvæðinu milli íslands og Nor- egs í vikunni. Skv. heimildum Morgunblaðs- ins telja sérfræðingar innan ís- lenska stjómkerfisins, eftir at- Islenskir sér- fræðingar telja líklegast að kafbáturinn sé norskur hugun málsins, sterkar líkur á að um norskan kafbát hafi verið að ræða, af tegundinni ULA, en Norðmenn keyptu sex slíka báta frá Þýskalandi á ámnum 1989- 1992. Talið er fullljóst að um diesel-kafbát hafi verið að ræða en þeir þurfa að koma upp á yfirborðið öðru hveiju til að end- umýja rafgeyma og súrefni. Athugun á möstmm og tumi kafbátsins þykir benda sterklega til að um ULA-kafbát hafí verið að ræða og fleiri atriði munu ennfremur renna stoðum undir þetta mat. Getgátur eru uppi um að erindi hans hafi verið að taka myndir, fylgjast með fjarskiptum og vera til staðar ef til árekstra kemur á loðnumiðunum. Ekki er talið með öllu útilokað að þarna hafí verið um að ræða hollenskan kafbát af Walrus-gerð, sem er mjög líkur ULA-kafbátum. Skv. upplýsingum blaðsins verður ekkert frekar aðhafst í stjórn- kerfinu vegna þessa máls, enda kafbáturinn á frjálsri siglingu í efnahagslögsögunni. Múrarar og píparar semja MÚRARAFÉLAG Reykjavíkur og Sveinafélag pípulagningamanna undirrituðu nýja kjarasamninga fyrir hönd félaganna við viðsemj- endur hjá ríkissáttasemjara í gær. í gær voru haldnir sáttafundir i kjaradeilum sjúkraliða, náttúru- fræðinga, röntgentækna, iðju- þjálfa, sálfræðinga og félagsráð- gjafa við samninganefnd ríkisins og viðræður héldu áfram á milli VMSÍ, Dagsbrúnar og Framsóknar og samninganefndar Pósts og síma. -----» ♦ ♦---- Síma- og póstmenn 85,2% sam- þykktu kjara- samning NÝGERÐUR kjarasamningur Fé- lags íslenskra símamanna og Póst- mannafélags íslands við Póst og síma hf. hefur verið samþykktur. Samþykkir samningnum voru 1.013 félagsmenn eða 85,2% þeirra sem atkvæði greiddu. 164 eða 13,8% sögðu nei. Samningurinn var undirritaður 18. júni. A kjörskrá voru 1.876 oggreiddu 1.189 félags- menn atkvæði. Bílvelta í Rauðadal BÍLVELTA várð síðdegis á Austur- eyjavegi í Rauðadal. Farþegi í bíln- um var fluttur á sjúkrahúsið á Sel- fossi en meiðsl hans voru talin minniháttar. Bíllinn var fluttur burt með kranabíl. Árekstur varð við einbreiða brú yfír Víðidalsá í Vestur-Húnavatns- sýslu í gær. Engin slys urðu á fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.