Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/GSH Meistarar í kvennaflokki BRETAR urðu sigurvegarar í kvennaflokki á Evrópumótinu í brids í Montecatini eftir harða baráttu við Frakka. Á myndinni sést sigurl- iðið á verðlaunapaiiinum taka vel undir breska þjóðsönginn. Frá vinstri eru Jimmie Arthur fyrirliði, Michele Hendry, Heather Dhondy, Nicoia Smith, Liz McGowan, Pat Davies, Sandra Landy og Brian Senior þjáifari. Þær Dhondy og McGowan unnu heimsmeist- aramótið í blönduðum flokki með Islendingum á Ródos í fyrra. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1997 Mánudaginn 30. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur og spiluðu 22 pör. Meðalskor 216. Úrslit kvöldsins urðu þessi: N/S Erlendur Jónsson - Hermann Lárusson 261 Sverrir Ármannsson - Guðni Ingvarsson 234 Nicolai Þorsteinsson - Þorleifur Þórarinsson 229 A/V ÞórðurBjömsson-EinarJónsson 280 Sverrir Ármannsson - Pál! Hjaltason 253 Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson 245 Þriðjudaginn 1. júlí spiluðu 32 pör Mitchell, meðalskor 364. Þá unnu riðil- inn: FUNDARLAUN - FUNDARLAUN Kerro, mjög svipuð þessari ó myndinni, hvorf um síðustu helgi fró Hvoleyrarbroul 39, Hafnarfirði. Kerron er smíðuð af Víkurvögnum, sérstyrkt fyrir flutninga ó timburbóntun, einnig er hún öll galvanhúðuð með fjórum þverslóm og opnanlegum göflum. Skróningarnúmer Nl -116. Þeir sem telja sig geta gefið einhverjar upplýsingar um kerruna vinsamlegast lótið vita í sima 893 4152 eða lögregluna í Hafnarfirði. GÓÐUM FUNDARLAUNUM HEITIÐ N/S Ragnar Örn Jóns. - Vilhjálmur Sigurð. jr. 424 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 420 Sævin Bjamason - Guðmundur Baldursson 419 A/V Helgi Bogason - Steinberg Ríkharðsson 463 Þórður Björnsson - Þröstur Ingimarsson 423 Jón Stefánsson - Torfi Ásgeirsson 415 Miðvikudaginn 2. júlí var spilaður Monrad-barómeter með 28 pörum. Efstu pör urðu: ÓlafurLárusson-HermannLárasson 91 Erlendur Jónsson - Þröstur Ingimarsson 84 Erla Siguijónsdóttir - Guðni Ingvarsson 67 Haildór Svanbergsson - Kristinn Kristinsson 45 Jón Steinar Ingólfsson - Jens Jensson 40 í bronsstigakeppni vikunnar er Her- mann Lárusson nú efstur með 58 stig, en bronsstig vikunnar eru reiknuð frá mánudegi til sunnudags og verðlaun vikunnar eru matur fyrir tvo á veit- ingahúsinu Þremur Frökkum. TOPPTILBOD Langur laugardagur Kr. 1.695, Tegund:3406 Litur: Svartur Stærðir: 36-41 . 3.495,- Tegund: 12608 Litur: Svartir, bláir og brúnir Stærðir: 36-42 ( póstsendum samdægurs - Opið i dag frá kl. 10 til 16. j \oppskórinn ^ v/lngólfstorg • v/Veltusund • sími. 552 1212 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þekkir einhver mennina? Á MEÐFYLGJANDI mynd frá árinu 1931 er flokkur glímumanna úr ÍR. Ekki er vitað hveijir á myndinni eru, en ef glöggir lesendur telja sig þekkja einhvern eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við Ágúst Ásgeirsson í síma 569-1285 eða á netfangið agasÞmbl.is. Fyrirspurn vegna happdrættis ÉG ER með fyrirspurn í sambandi við „Happdrætti til styrktar undirbúningi landsliðsins í handknatt- leik ’97 í Kumamoto í Jap- an“. Það átti að vera auka- útdráttur úr greiddum miðum þann 15. maí, sem og var, en þá átti að draga út þijá vinninga, sem voru ferð á heimsmeistara- keppnina í Kumomoto. Ég hef ekki séð neina birtingu á vinningshöfum í þessum úrdrætti. Er ekki hægt að birta vinningsnúmerin? Handboltaunnandi. Um hunda- og kattahald í Skipasundi ÞANN 2. júlí 1997 kom í Velvakanda bréf sem mér fannst persónulega beint gegn mér og minni fjöl- skyldu, og því finnst mér að ég verði að senda frá mér eftirfarandi línur. I greininni er talað um kattaplágu í Skipasundi og talað um að einhver þar sé með tvo ketti og einn hund. Ég veit bara um eina flölskyldu sem þannig er og er það einmitt mín fjöl- skylda. Að einhveiju leyti er ég sammála því sem rit- að er, og fínnst sjálfum ekki skemmtilegt að taka upp dauða fugla sem mín- ir, eða aðrir kettir, hafa drepið. Sá, eða sú sem skrifaði Velvakanda (skrít ið að fólk þori ekki að koma fram undir eigin nafni) sagði í greinni að „þessu“ væri síðan sleppt út og gengi svo um drep- andi bæði fugla og unga. Ég verð nú bara að segja að mínir kettir eru báðir með bjöllu, en þrátt fyrir það ná þeir samt, því mið- ur, að drepa fugla. Þetta er jú bara eðli kattanna. Ég veit ekki til þess að fleirum en þessari einu persónu, sem ég tel mig reyndar vita hver er, sé illa við kettina mína, en miðað við hvað margir stoppa til þess að klappa þeim þegar þeir eru úti, sé ég ekki alla þessa ráða- lausu íbúa við Skipasund. Hvað kattaskatt, sem nefndur var í greininni, varðar myndi ég fagna því ef slíkur skattur yrði tek- inn upp, því það myndi koma í veg fyrir það að fólk fengi sér ketti til þess eins að losa sig við þá. Dýravinur í Skipasundi, Gísli Ivarsson. Þekkir einhver braginn? BRAGI Magnússon á Siglufirði hafði samband við Velvakanda í von um að hann gæti haft uppi á einhveijum sem kynni eða þekkti brag sem hann langar til að fá allan. Hann hefur grun um að bragur- inn sé ættaður frá stúdent- um, en er þó ekki viss. Hann kann hluta af þess- um brag og er hann eftir- farandi: Hann Naflajón gamli hildi að heyja var heljargarpur, þjóð veit öll, en veistu það hitt, ei, hvað menn segja er hreystiverkin gerði hann sjöl! með allt sitt lið i geiragný hann glas drakk af krambambúlí krambimbam krambambúlí. Kannist einhver við þennan brag er hann beð- inn að hafa samband við Magnús í síma 467-1556. Kettlingur Kassavanur kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 555-3403. Köttur týndist í Biskupstungum LJÓS persneskur ómerktur köttur sem var gestkomandi í sumar- bústað í Biskupstungum, í landi Efri-Reykja, villtist frá eigendum sínum Iauga- rdagskvöldið 28. júní sl. Hann var á lyfjagjöf og þarf nauðsynlega að fá meðulin sín. Búið er að leita rækilega að honum, og því talið að hann gæti hafa lokast inni í ein- hverjum bústað. Sumar- bústaðaeigendur á þessu svæði eru vinsamlega beðnir að hafa augun hjá sér og hafi einhver orðið hans var er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 421-3450 eða síma 892-2406. Víkverji skrifar... VINKONU Víkveija er ákaflega annt um heilsu sína og línurn- ar og hún hefur cjftlega ergt sig á því hversu langt íslendingar eiga í land með að bjóða upp á úrval af fitu- og sykursnauðum matvælum. Dæmi um það séu mjólkurafurðir, en henni finnst lítillar hugkvæmni gæta hvað þetta varðar þegar nýjar mjólkurafurðir eru settar á markað. Þess í stað sé bætt við nýjum teg- undum af alls kyns mjólkurmat sem aðallega virðist ætlaður börnum, dísætum og ijómakenndum spóna- mat sem tæpast telst hollmeti, enda hefur Manneldisráð oftar en einu sinni hnýtt í Mjólkursamsöluna fyr- ir afurðir á borð við þykkmjólk. Þá sjaldan að dregið er úr fituinnihaldi er óhollustunni náð upp með sykri. Almenningur verður æ meðvitaðri um það sem hann lætur ofan í sig en matvælaframleiðendur virðast ekki fylgjast með að sama skapi. xxx HINS vegar telur vinkonan það Mjólkursamsölunni til hróss hversu greinargóðar upplýsingar um næringargildi eru á mjólkur- matnum, en það sama verði hreint ekki sagt um mörg önnur íslensk matvæli. Það virðist heyra til und- antekninga að á þeim sé að finna ítarlegar upplýsingar um hvað þau innihalda, hvað þá hvert næringar- gildið er. Verst virðist ástandið vera hvað varðar risapakkningarnar sem seldar eru í stórmörkuðum. Engu að síður stendur til að útiloka ýms- ar bandarískar matvörur úr íslensk- um verslunum vegna merkinganna, sem þó eru til fyrirmyndar, vegna þess að þær samræmast ekki evr- ópskum stöðlum. Vinkona Víkverja spyr hvaða stöðlum ómerktur ís- ienskur pakkamatur samræmist? XXX VIÐSKIPTAVINUM ÁTVR hef- ur staðið það til boða um nokkurt skeið að sérpanta áfengis- tegundir beint frá birgjum, sem ekki eru í hinu venjulega úrvali rík- isverslana. Þetta hefur vínáhuga- mönnum þótt mikill fengur jafnvel þótt greiða hafi þurft 400 kr. af- greiðslugjald fyrir hveija pöntun auk þeirrar fyrirhafnar að panta vöruna og sækja nokkrum dögum síðar. Nú hefur hins vegar verið opnað svæði í ríkinu á Stuðlahálsi, þar sem hægt er að fá þessar sérpöntunar- tegundir afgreiddar beint úr hillu. Þetta er til fyrirmyndar. Skemmti- legra er fyrir viðskiptavini að geta skoðað tegundirnar og valið úr þeim og fengið þær þar að auki afgreidd- ar samstundis. Hins vegar á Vík- veiji erfitt með að átta sig á því hvers vegna fjögur hundruð króna afgreiðslugjaldið skuli enn innheimt af ÁTVR, ekki síst í ljósi þess að fréttum af þessari nýjung fylgdi að vörurnar í hillunum eru ekki í eigu ÁTVR heldur heildsölufyrirtækj- anna. Væri ekki eðlilegra að ÁTVR léti álagningu sína standa undir kostnaði við hilluplássið líkt og önn- ur verslunarfyrirtæki ekki síst þar sem fyrirtækið stendur ekki straum af kostnaði við birgðahald?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.