Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 13 * Arlegt úti- skákmót HIÐ árlega útiskákmót Skákfé- lags Akureyrar fór fram í göngu- götunni í blíðviðrinu í gær. Rúm- lega 10 skákmenn mættu til leiks og háðu harða baráttu. Bókabúð Jónasar gefur verðlaunin í mót- inu og gaf einnig þann farand- bikar sem keppt er um hverju sinni. Fyrstu sumartón- leikarnir FYRSTU tónleikar ellefta starfsárs „Sumartónleika á Norðurlandi" verða í Akureyrarkirkju á sunnudag- inn kl. 17, þar sem leika Hafliði Hallgrímsson sellóleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. A efnisskránni eru Toccata, adagio og fúga í C-dúr, 3 sáimfor- leikir um sálmalag, sálmforleikur eftir J.S. Bach, Prédikun á vatni og Hugleiðing eftir Hafliða Hallgríms- son. Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari, myndlistarmaður og tónskáld er fæddur á Akureyi. Hann hefur búið og starfað í Edinborg í Skotlandi í um tuttugu ár. Tónsmiðar Hafliða hafa verið fluttar víða um heim og hefur hann unnið til margra verðlaun m.a. Tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs 1986. Björn Steinar Sólbergsson er fæddur á Akranesi. Hann tók við stöðu organista og kórstjóra við Akureyrarkirkju haustið 1986 og kennir jafnframt orgelleik við Tón- listarskólann á Akureyri. -----»-»-♦--- Gönguferð um Innbæinn SUNNUDAGINN 6. júlí verður far- in gönguferð um Innbæinn og Fjör- una undir leiðsögn Harðar Geirs- sonar safnvarðar á Minjasafninu á Akureyri. Gengið verður um gömlu kaup- staðarlóðina, inn eftir Fjörunni og saga byggðarinnar og húsanna rak- in. Lagt verður upp frá Laxdals- húsi, Hafnarstræti 11 kl. 14. Gang- an tekur um eina og hálfa klukku- stund og er þátttaka ókeypis. -----» ♦ ♦--- Opin vinnustofa UM helgina verður opin vinnustofa hjá Jónasi Viðari myndlistarmanni. Vinnustofan er til húsa að Glerár- götu 32, 3. hæð og verður hún opin í dag og á morgun frá kl. 2-19. Jónas Viðar verður með heitt á könnunni og eru allir velkomnir. -----» ♦ ♦--- Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00 sunnudaginn 6. júlí, séra Birgir Snæbjörnsson. Flytjend- ur á Sumartónleikum taka þátt í athöfninni. Ferðafólk sérstaklega velkomið. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma sunnudaginn 6. júlí kl. 11.00, Ester K. Jacobsen predik- ar. Almenn samkoma kl. 20.00, Vörður L. Traustason predikar. Andlegar þjálfunarbúðir miðviku- daginn 9. júlí kl. 20.30. Unglinga- samkoma föstudaginn 11. júlí kl. 20.30. Mikill og fjölbreyttur söng- ur, allir velkomnir. KAÞÓLSKA kirkjan: Messa laugardaginn 5. júlí kl. 18.00 og sunnudaginn 6. júlí kl. 11.00. fgótt Tskt‘4 K&&i Morgunblaðið/Björn Gíslason Sundfólk ekki orðið fyrir aðkasti GÍSLI Kristinn Lórenzson, for- stöðumaður Sundlaugar Akur- eyrar, hafði samband við Morgun- blaðið vegna ummæla Margrétar Ríkarðsdóttur, formanns Sundfé- lagsins Óðins, í frétt í blaðinu í vikunni. Gísli Kristinn sagðist mótmæla þeim ummælum Margrétar að sundfólk í Óðni yrði fyrir aðkasti frá almenninig við æfingar í sund- lauginni og taldi þau í raun árás á það fólk sem sækir laugina. „Sundfólk í Óðni hefur fengið að æfa hér á tveimur brautum í ró og næði og ekki orðið fyrir aðk- asti. Og hér hefur verið unnið í mjög góðri sátt við þjálfara félags- ins og því koma þessi ummæli mér og mörgum öðrum mjög á óvart.“ Fr amkvæmdastj ór i Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar á aðalfundi Mikil þörf á nýju stórfyrir- tæki á Eyjafjarðarsvæðið AÐALFUNDUR Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. yar haldinn á Akur- eyri í vikunni. í máli Bjarna Krist- inssonar framkvæmdastjóra kom fram að virkileg þörf væri fyrir nýjan valkost í atvinnumálum og að sérstaklega væri þörf á nýju stórfyrirtæki á svæðið. Bjarni sagði ljóst af samtölum við atvinnurekendur á svæðinu að þeir yrðu greinilega varir við þá þenslu sem er sunnan heiða. „Þann kraft sem fylgir slíkum fram- kvæmdum er ekki að finna hér. Því þarf að breyta.“ Bjarni sagði matvælaframleiðslu undirstöðu atvinnulífs í Eyjafirði, eins og á flestum öðrum stöðum á landinu. „í þorpum og bæjum um allt land er matvælaiðnaður undir- staða atvinnulífsins þar sem sjávar- útvegur og fiskvinnsla skipa stærst- an sess. Ef grannt er skoðað er matvælaiðnaður í heild langmikil- vægasta atvinnugrein þjóðarinnar.“ Vinnsla sjávarafurða stóriðnaður Kvótastaða svæðisins er sterk og hefur verið að styrkjast á undan- förnum árum og að mati Bjarna er vinnsla sjávarafurða orðin stór- iðnaður í Eyjafirði, með sameigin- lega veltu sem er meiri en hjá stór- iðjufyrirtækjum á suðvesturhorn- inu. „Myndi uppbygging stóriðju hafa truflandi áhrif á þessa þróun, eða myndi hún verða atvinnulífinu til framdráttar með fjölbreyttari störfum og þeim efnahagslegu áhrifum sem slík uppbygging hefur í för með sér?“ spurði Bjarni. Bjarni sagði að viðhorfskönnun meðal íbúa Eyjafjarðar frá síðasta sumri hafi sýnt að flestir Eyfirðing- ar telja matvælaframleiðslu mikil- vægustu atvinnugreinina til upp- byggingar atvinnulífs á næstu árum og að álver geti skaðað ímynd Eyja- fjarðar sem matvælaframleiðslu- svæðis. Iðnaður mikilvægastur „Athyglisvert er að fyrir aðeins þremur árum taldi meirihluti Ey- firðinga að almennur iðnaður væri mikilvægastur. Flestir forráðamenn matvælafyrirtækja telja hins vegar að stóriðjuver skapi ekki vandamál vegna ímyndarinnar, heldur muni efnahagsleg áhrif ef til vill verða erfiðari, t.d. þensla á byggingar- tíma. í raun er þetta aðeins hug- lægt mat, engar haldgóðar rann- sóknir liggja til grundvallar þeirri skoðun að stórfyrirtæki á borð við álver skaði ímynd svæðis. Ber nátt- úra Hvalfjarðar og umhverfi skaða af Járnblendiverksmiðjunni? Eru matvælin sem framleidd eru á Akranesi verri eða illseljanlegri vegna nálægðar stóriðjufyrirtækja. Svarið við báðum þessum spurning- um er neikvætt. Ekkert liggur fyrir um neikvæð áhrif stóriðju eða raf- orkuframleiðslu á kaupendur ís- lenskra matvæla, enda er þessi þáttur umhverfismála í ágætu lagi hérlendis. Hið sama verður ekki sagt um aðra þætti sem vert er að hafa áhyggjur af sem er umgengni landans um landið, uppblástur og frágangur úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum," sagði Bjarni. Hlutaféí Skinnaiðnaði selt Stærsta einstaka verkefni á veg- um Iðnþróunarfélagsins á síðasta ári snéri að erlendri fjárfestingu í matvælaiðnaði á Eyjafjarðarsvæð- inu. Það hófst í ársbyijun 1996 og átti upphaflega að ljúka í júní í ár en hefur nú verið framlengt um eitt ár enn. Fyrir liggur að kynna svæðið fyrir völdum aðilum en hér er um að ræða tilraun til að benda á ísland og Eyjafjarðarsvæðið sem fjárfestingavalkost í matvælaiðnaði vegna ýmissa aðstæðna sem hér eru. Iðnþróunarfélagið seldi nánast allt sitt hlutafé í Skinnaiðnaði hf. á síðasta ári. Bjarni sagði að ávöxt- un þess fjár sem lagt var í fyrirtæk- ið hafi verið mjög góð og óvíst að slíkt endurtaki sig nokkurn tíma. Hlutabréf félagsins í fleiri félögum eru föl og nefndi Bjarni dæmi um Gúmmívinnsluna og Laxá. ÚA í hóp hluthafa Á síðasta ári keypti félagið hluta- bréf fyrir um 2,3 milljónir króna, í íslenskum laxi hf. og Sunnevu de- sign. Bjarni sagði marga hafa leitað eftir áhættufjármagni frá félaginu, bæði vegna nýrra og starfandi fyrir- tækja. Hann telur að stjórn félags- ins þurfi að móta skýra stefnu í fjárfestingum og starfsreglur varð- andi aðkomu að slíkum málum. Iðnþróunarfélagið var rekið með einnar milljónar króna hagnaði á síðasta ári. Sá hagnaður er að stór- um hluta tilkominn vegna söluhagn- aðar hlutabréfa en tap varð á reglu- legri starfsemi. Útgerðarfélag Ak- ureyringa hf. er komið í hóp hlut- hafa en ÚA keypti á síðasta ári hlut þrotabús KSÞ í IFE. Höldur vill byggja bensínstöð við Viðjulund HÖLDUR ehf. á Akureyri hefur ítrekað ósk um lóð undir bensínstöð á horni við Viðjulund, Súluveg og Þingvallastræti. Málið var rætt í skipulagsnefnd í gær og sagði Gísli Bragi Hjartarson, formaður nefnd- arinnar, að málinu hafi verið vísað til frekari skoðunar. Hann sagði þetta svæði skilgreint sem iðnaðar- og verslunarsvæði og allt önnur leyfi þyrfti vegna bensín- stöðva. „Það er ekki sama hvaða starfsemi kemur þarna og vildi ég að menn skoðuðu framtíðarnýtingu á þessu horni. íbúarnir hafa líka um þetta mál að segja og einnig Mjólkursamlagið sem er þarna í næsta nágrenni." Steypustöð í Krossaneslandi Möl og sandur sem rekur steypu- stöð við Súluveg hefur sótt um lóð undir steypustöðina í Krossanes- landi, norðan við Krossanesverk- smiðjuna. Gísli Bragi sagði að skipulagsnefnd hafi tekið vel í þá ósk og sé stefnt að því að skoða nánari útfærslu á þeirri hugmynd. World Class í Reykjavík hefur keypt húsnæði slysavarnafélaganna á Akureyri við Strandgötu og hefur verið óskað eftir leyfi til stækkunar á húsnæðinu. Þarf að vera með róðrarvélar Gísli Bragi sagði að úr því að Slysavarnafélagið ætlaði ekki að nýta húsnæðið væri ekki hægt að útiloka þann möguleika að einhver annar gerði það. Hann sagði að þarna stæði til að setja upp stóra og mikla líkamsræktarstöð og vildu nýir eigendur stækka millibyggingu hússins um 70 fermetra til austurs og vesturs. „Við svöruðum fyrirspurn bygg- ingafulltrúa um málið á þá leið að við teldum ekkert óeðlilegt við aukna nýtingu lóðarinnar og gæt- um heldur ekki sett nein skilyrði fyrir sérstakri nýtingu hússins. Eig- andinn verður bara að passa að vera með róðrarvélar í líkamsrækt- arstöðinni, þannig að þetta geti flokkast sem hafnsækin starfsemi," sagði Gísli Bragi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.