Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Stækkun Evrópusambandsins Væntanleg ný aðildar ríki dregin í dilka Lúxemborg. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ ætti aðeins að hefja aðildarviðræður á næsta ári við þau lönd Mið- og Austur-Evrópu sem eru undir það búin að ganga í sambandið fljótlega. Þetta kom fram í máli Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB á fundi með nýrri forystu ráðherraráðsins í Lúx- emborg á fimmtudag. Þessi afstaða forsetans virðist úti- loka aðra tillögu sem einnig hefur verið til umræðu, en hún er sú að strax á næsta ári verði hafnar form- legar aðildarviðræður við 10 austur- evrópskar þjóðir sem sækjast eftir aðild, en þeim verði lokið miss- nemma. Framkvæmdastjómin hyggst hinn 16. þessa mánaðar birta sjálfstætt mat á aðildarhæfni hvers og eins austur-evrópsku ríkjanna tíu. Pól- land, Tékkland, Slóvenía, Slóvakía, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía og Búlgaría eru öll í biðröðinni eftir aðild, en Kýpur hefur þegar verið dæmd hæf til aðildar. „Þessi könnun mun óhjákvæmi- lega leiða til þess að löndin verða dregin í dilka,“ sagði Santer eftir viðræður framkvæmdastjórnarinnar við rikisstjórn Lúxemborgar, sem tók við forsæti í ráðherraráði sambands- ins um mánaðamótin. Jean-Claude Juncker, forsætisráð- herra Lúxemborgar, sem mun verða gestgjafi leiðtogafundar ESB í des- ember þar sem til stendur að kveða upp úr um það hvaða ríkjum verði fyrstum boðið til aðildarviðræðna, virðist einnig kjósa að takmarka fjölda þeirra ríkja sem fengju að gerast aðilar að ESB í næstu stækk- unarlotu. „Við verðum að hefja viðræður við þau ríki sem eru reiðubúin," sagði hann. „Ég útiloka ekki að formlega verði ráðist í að hefja viðræður við Reuter Ekkert lát á óeirðum í Hebron ÍSRAELSKIR hermenn skjóta gúmmíkúlum á hóp Palestínu- manna eftir að átök brutust út í borginni Hebron á Vesturbakk- anum í gær. Tugir Palestínu- manna slösuðust, þar af særðist ungur drengur lífshættulega, er lögreglan reyndi að stöðva grjótkast og bensínsprengjuvarp þeirra. Palestínumenn hafa auk- ið mótmæli sín í Hebron i kjölfar þess að ísraelsk kona setti upp í borginni ólögleg veggspjöld sem sýndu Múhameð spámann í svíns- líki. Veggspjöldin ollu gífurlegri reiði meðal araba og hefur kom- ið til átaka dag hvern í Hebron. | Stjórnvöld í Washington sögðu í gær, að báðir aðilar bæru jafnm- ikla ábyrgð á ofbeldinu í Hebron að undanförnu. ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Arnaldur LANDAÐ úr Júpíter ÞH hjá Faxamjöli í Reykjavík. Loðnunni mokað upp og löndun- arbið víðast hvar MOKVEIÐI er enn á loðnumiðun- um norður af Langanesi og löndun- arbið því á öllum nálægum höfn- um. Hjá SR-mjöli verða skipin að bíða í landi 30 til 46 tíma, en auk þess er allt að 40 tíma sigling frá miðunum til fjarlægustu hafnanna við Faxaflóa. Ekki liggur ljóst fyr- ir hver heildarafli íslenzku skip- anna er orðinn, en Fiskistofu hafa borizt tilkynningar um 40.000 tonn. SR-mjöl hefur tekið á móti um 20.000 tonnum Afli norsku skipanna var síðdeg- is í gær orðinn ræplega 33.000 tonn. Færeyingar eru komnir með um 5.700 og grænlenzka skipið Ammassat hefur landað einu sinni, 780 tonnum. Norsku skipin mega nú veiða um 80.000 tonn af loðnu innan lögsögu okkar og Færeying- ar 21.000. Allar verksmiðjur SR-mjöls eru nú keyrðar á fullum afköstum og hefur Helguvíkurmjöl móttöku og vinnslu í dag, en þá kemur fær- eysku loðnubáturinn Júpíter þang- að til löndunar. Alls hefur SR-mjöl tekið á móti um 20.000 tonnum. Á miðnætti í gær var búið að vinna úr tæplega 10.000 tonnum, en mestur er gangurinn í Siglufirði og á Seyðisfirði. Löndunarbið Bræðslan gengur alls staðar vel þrátt fyrir að mikil áta sé í loðn- unni. Þess er gætt að vinna loðn- una ferska og gengur þá vel að bræða. Fyrir vikið taka verksmiðj- umar ekki á móti miklu í þrær og verður því löndunarbið meiri en ella. Það er því í raun vinnslan, sem ræður afköstunum við veið- amar. ERLEIMT Lýsingii á skotsári Kennedys breytt Washington. The Daily Telegraph. SKJÖL, sem nýlega komu fram í dagsljósið, sýna fram á að Warren- nefndin, sem rannsakaði morðið á John F. Kennedy forseta árið 1963, breytti lýsingu á öðru skotsári for- setans, vegna þrýstings eins nefnd- armans, Geralds Fords, sem síðar varð forseti. Þetta er vatn á myllu þeirra sem telja að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn að verki. í dánarvottorði Kennedys segir að banamein hans hafi verið skot í „efri hluta baksins, nokkru fyrir neðan hálsinn". í drögum að skýrslu Warren-nefndarinnar segir að kúl- an hafi komið í bak forsetanum, „rétt fyrir neðan öxlina, hægra megin við mænuna". Samkvæmt handskrifuðum miða sem fylgdi gögnum nefnarinnar, vildi Ford að þessu yrði breytt og sagt að kúlan hafi farið í hálsinn áKennedy, til hægri við mænuna. í lokaskýrslu hennar segir að kúlan hafi komið „neðst í hálsinn, rétt til hægri við mænuna“. Ford segir breytingar sínar hafa verið „tilraun til að vera aðeins nákvæmari". Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort þetta smáatriði skipti máli. Efasemdarmenn segja að með breytingunni hafi sárið verið fært upp um nokkra sentimetra og að það hafi úrslitaáhrif á lokaniður- stöðuna, sem var sú að kúlan hefði fyrst farið í forsetann, í gegnum hálsinn og lent í ríkisstjóra Texas, John Connally. Því skipti stefna kúlunnar öllu máli. Eina kvikmynd- in sem er til af morðinu styðji ekki þá kenningu. Connally hefur lýst því yfir, eftir að hafa skoðað kvik- myndina ramma fyrir ramma, að forsetinn bregðist við því að hafa verið skotinn í römmum 225 til 230. „Svipbrigði eru greinileg á andliti forsetans en ekki á mínu,“ sagði Connally. Þá hefur verið á það bent að skot í háls forsetans hefði einnig getað hæft Connally en skot í bak- ið hefði ekki farið út að framan og í næsta mann. Allt þykir þetta styðja kenningar um að fleiri en Oswald hafi verið að verki. Skammt er síðan James nokkur Files, sem afplánar nú fimmtíu ára dóm fyrir að myrða lögregluþjón, fullyrti að hann og Charles Nicoletti, leigu- morðingi mafíunnar, hefðu myrt Kennedy og að hlutverk Oswalds hafi eingöngu verið að villa um fyr- ir þeim sem rannsökuðu málið. LOÐNUKVÓTINNL úní1997 1^2 25.j Hlutdeild Tonn Höfrunqur AK 91 4.04% 23.022 Júpiter ÞH 61 3.92% 22.316 Vi'kinqur AK 100 3.85% 21.937 Hólmaborq SU 11 3.78% 21.525 Örn KE 13 3.62% 20.638 Þorsteinn EA 810 3.60% 20.488 Sigurður VE 15 3.14% 17.854 Grindvíkingur GK 606 2.94% 16.765 Háberq GK 299 2.87% 16.323 Elliði GK 445 2.79% 15.876 Guðmundur VE 29 2.61% 14.877 Hákon ÞH 250 2.57% 14.656 Blængur NK 117 2.57% 14.626 Beitir NK 123 2.56% 14.589 Þórshamar GK 75 2.50% 142.30 Ísleifur.v a VE 63 2.49% 14.171 Gíqja »^lVE340 2.42% 13.804 Börkur " l\IK 122 2.37% 13.496 Bjarni Ólafsson AK 70 2.34% 13.348 Jón Kjartansson SU 111 2.34% 13.298 Jón Siqurðsson GK 62 2.33% 13.277 Gullberg VE 292 2.22% 12.622 Sighvatur Bjarnason VE 81 2.18% I 12.416 Súlan EA 300 2A07% 11.808 Faxi RE 241 2.07% 11.769 Húnaröst SF 550 2.03% 11.554 Berqur VE 44 2.02% 11.523 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 2.02% 11.510 Björg Jónsdóttir ÞH 321 2.01% 11.471 Svanur RE 45 1.97% 11.212 KaD II VE 444 197% 11.212 Oddeyrin & ' EA210 1.90% 10.815 Huqinn V-— VE 55 1,90% 10.815 VE 4 1.90% 10.815 Guðmundur Olafur OF 91 188% 10.716 Víkurberg GK 1 1.84% 10.467 Dagfari GK 70 1.83% 10.419 Antares VE 18 1.83% 10.419 Þórður Jónasson EA 350 1.80% 10.269 Sunnuberg GK 199 1.00% 5.695 Jóna Eðvalds SF 20 0.97% 5.524 Venus HF 519 0,50% 2.847 lyvindur Vopni l\IS 70 0.35% 1.993 Pétur Jónsson RE 69 0.08% 469 SAMTALS 569.475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.