Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 39 MINNINGAR EINAR JAKOB ÓLAFSSON + Einar Jakob Ól- afsson fæddist á Siglufirði 12. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 27. júní. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér. Við getum eigin æfí i óska farveg leitt og vaxið hveijum vanda, sé vilja beitt. Hvar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður, sem þú væntir, það vex sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þins hjarta skalt, og búast við því besta þó blási kalt. Þó örlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nomahöndum sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þijú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði, friður - mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk.) Sorgin í hjarta okkar rís og hníg- ur líkt og sjávarföll. Með tímanum kyrrast vötnin og dýrmætar minn- ingar lifa um ókomna tíð. Bernsku- brek verða skondin og við vöxum frá erfiðum minningum og lærum að sætta okkur við það sem enginn fær breytt. Hinn 12. nóvember 1922 fæddist 24 marka barn á Siglufirði og var þar fæddur hann afi minn, Einar Jakob Ólsen Ólafsson. Hann óx úr grasi hraustur og glaðsinna í stór- um systkinahóp. Allra fyrsta minningin mín úr æsku er'þegar ég svaf í hjónaher- berginu hans afa. Ég svaf í neðri kojunni en bróðir mömmu, sem er tveimur árum eldri en ég, í þeirri efri. Þegar ég var um fjögurra ára og var eitthvað veik setti afi kaldan þvottapoka á ennið á mér. Man ég enn hversu gott mér þótti þegar afi gekk með mig um gólf, söng- landi lágt með sjálfum sér Erla góða Erla, aftur og aftur þar til ég var sofnuð. Afi var á móti því að börn grétu sig í svefn, hann sagði að það skemmdi sálina. Hann var maður friðarins og forðaðist deilur. Hann róaði reitt andrúms- loft en gekk á burt ef allt þraut. Hann afi var óskaplega þolinmóður maður og raungóður. Ég elskaði afa minn mest af öllum þegar ég var lítil. Hann tók í nefið og mér fannst lyktin af tóbakinu ákaflega góð, það var sko lyktin af honum afa. Hann var ákveðinn og fastheldinn, gekk aldrei á bak orða sinna, öllum góður og skammaði aldrei neinn, hann var sáttasemjari af heilum hug. Það var mikið öryggi í fangi hans og ég sótti mikið í að fá að kúra þar og stundum dansaði hann með mig um alla stofuna syngjandi Óla skans. Afi var með einstaklega stórar hendur og sýndi hann okkur krökkunum oft hvernig hann gat falið epli inni í annarri hendinni án þess að það sæist, okkur til mikillar skemmtunnar. Þegar ég var fimm ára átti hann rauðan Skóda og tók hann okkur systur oft í bíltúra upp í Heiðmörk eða Öskjuhlíðina og til Hafnarfjarð- ar. Toppurinn á þessum bíltúrum var að afi gaf okkur öllum litla kók í gleri og prins póló sem honum þótti besta súkkulaði í heimi og söng síldarvalsa með sínu nefi. Ég tengi enn kók og prins póló við afa og bíltúrana. Afi kenndi okkur systrum að tefla skák og var hreykinn af því hvað við vorum fúsar til náms enda fannst honum fátt skemmti- legra en að tefla við okkur systur þegar hann mátti vera að. Síðar þegar systir mín varð unglingameistari í skák þá varð hann glaður. Hann kenndi okkur nafnagátur og vísur um Grýlu, en einnig Guttavísur sem mér þóttu einstaklega skemmtilegar. Afi tók okkur krakkana stundum með sér í sundlaugarnar og löbbuðum við þá í gegnum Laugardalinn, þar sýndi afi okkur styttumar og svo máttum við hlaupa um allan garð- inn. Mikið voru þessar laugarferðir eftirsóknarverðar. Á þessum árum þegar líða tók að páskum hafði ég staðið löngum við gluggann í kjörbúðinni og skoð- að páskaeggin sem voru þar til sýnis. Þar var egg sem var risa- stórt með mörgum litlum eggjum hangandi utaná. Konan í búðinni sagði að eggið væri óskaplega dýrt og spekúleraði ég mikið í því. Einu sinni þegar afi kom heim frá vinnu sá ég að hann lagði umslag á borð- ið hjá símanum og fór svo í bað. Ég vissi að í umslaginu voru pen- ingar því ég hafði séð hann láta ömmu fá peninga úr því og ég tók það og flýtti mér út. Ég var ekk- ert að opna umslagið, svo viss var ég um að þetta hlyti að vera nóg. Ég fór inn í búðina og rétti kon- unni umslagið og bað um stóra páskaeggið í glugganum. Konan opnaði umslagið og bað mig um að bíða aðeins, hún þyrfti að gá hvort það mætti selja eggið. Eftir stutta stund kom afí inn í búðina. Þá hafði launaseðill afa verið í umslaginu og búðarkonan hringt heim. Afí var rólegur eins og venju- lega en strangur í augunum, hann strauk mér um vangann og spurði af hveiju ég gerði svona og ég sagði honum frá páskaegginu í glugganum og að ég ætlaði ekki að gera neitt ljótt. Afi sagði ekk- ert, en fór með mig út í Skódann og keyrði heim. Afí fór með mig rakleitt inná bað, án þess að ansa ömmu og lokaði hurðinni. Hann settist á klósettið og sagði mér að koma og svo lagði hann mig yfír hné sér og tók niður sokkabuxurn- ar. Og þegar ég heyrði þennan ógurlega smell á rassinum á mér þá hljóðaði ég hátt af skelfingu. Þetta endurtók sig við hvern rass- skell. Ég grét hátt og það bergmál- aði inni á baðinu þannig að skellirn- ir á rassinum á mér urðu hvellir og gólið í mér ómaði um íbúðina. Þegar afi hætti að rassskella mig og hafði tekið mig af hné sínu þá lagði hann hendurnar um axlirnar á mér og horfði framan í mig og strauk burtu tárin með sinni stóru hlýju hendi. Þá uppgötvaði ég að afi hafði alls ekki rassskellt mig í alvörunni, heldur lagði hann vinstri lófa sinn upp í loft, ofaná rassinum á mér og skellti svo á lófann með hægri hendi. Þannig að hann rass- skellti höndina á sjálfum sér. Hann talaði við mig og ég lofaði honum að gera svona lagað aldrei aftur. Hann sagði að ég hefði ekki reynt að ljúga að sér og var ánægður með það. Hann sagði að lygin væri verri en gjörðin. Það væri betra að segja satt og fá refsingu heldur en að vera lygin. Fólk á að segja satt þó að það sé vont af því að eftir á verður allt betra. „Rassskellingin“ varð leyndarmálið okkar afa og mér þótti enn vænna um hann en áður. Afi sagði okkur krökkunum oft sögur. Þá sátum við, ég og litli bróðir mömmu, á sitt hvoru hné hans með litlu stelpurnar í kring og hlustuðum á hann. Ein af sögun- um hans afa var um bróður mömmu og hvernig hann fékk boxaranefið. Afi var þá nýkominn heim úr múr- vinnunni og var farinn úr vinnuföt- unum og var aðeins á síðu brók- inni. Þetta var um vetur og mikið frost úti. Eitthvað varð honum litið út um stofugluggann og sá þá að strákurinn var að teika bíl. Sá afi hvar strákurinn missti undan sér fæturna og dróst á eftir bílnum út götunna. Afi hljóp út eins og hann stóð á síðu brókinni og sokkunum og hljóp eins og hann lifandi gat. Það var víst algjör heppni að það var bensínstöð við hornið og þar stoppaði bíllinn og afi náði honum. Þá kom í ljós að strákurinn hefði verið í blautum vettlingum og frusu þeir fastir við stuðarann þannig að hann gat ekki losað sig. Var hann talsvert meiddur, bæði hruflaður á hnjám og höndum, marinn með brotið nef. Svo liðu árin og þegar ég var 9 ára skildu afi og amma. Afi fiutti til okkar á Nesið meðan ég var í sveitinni. Þegar ég kom heim voru tvö sjónvörp í stofunni og skrítið að geta horft á kanann öðru megin og íslenska sjónvarpið hinum meg- in. Afí svaf í herberginu mínu. Eg var mjög ánægð með það. Afi minn var heppinn þegar hann kynntist Helgu, seinni konu sinni, og hófu þau fljótlega búskap í Snæ- landinu. Það var mannmargt á litla heimilinu þeirra og gekk afi börn- um hennar í föðurstað. Helga var mér ákaflega góð og ég sá að afi elskaði hana innilega. Afi var ein- hvern veginn breyttur, afslappaður og glaður. Hann vann alltaf jafn mikið í múrverkinu en gaf sér þó alltaf tíma til að fara á skíði, enda mikill hæfíleikamaður á því sviði og átti fjöldann allan af verðlauna- bikurum. Hann var mikill útivistar- maður og ef hann komst ekki á skíði fór hann í göngutúra og hélt því áfram á meðan kraftar leyfðu. Ég týndi einhvem veginn afa mín- um þegar líða tók á unglingsár mín og við hittumst sjaldnar. Eftir að ég varð fullorðin hafði ég aftur samband og var afí minn óbreyttur í allri lund, lífsglaður og tryggur. Hann var glaður yfír hveiju barni sem fæddist og sagði að ófrískar konur væru þær fallegustu sem hann vissi um. Og kynslóðir halda áfram að fæðast og eignaðist hann sitt fyrsta langalangafabarn nú í vor, þegar elsta dóttir mín eignað- ist litla stúlku. Þess má geta að afi tók á móti þriðja barnabarni sínu í þennan heim og sagt var að hann hefði verið frábær ljósmóðir. Afi minn var hraustur alla ævi og kenndi sér fyrst meins fyrir um ári, þegar í ljós kom að hann þjáð- ist af krabbameini. Þegar ég hitti hann síðast var hann mjög glaður að sjá mig og við skiptumst á ljóð- um. Hann var hagmæltur vel en því miður man ég ekki ljóðin hans en hann sagði mér stoltur að Sigl- fírðingafélagið ætlaði að gefa ljóðin hans út og vona ég að það verði að veruleika. Þegar ég var lítil kenndi afi mér að Guð ætti heima á himninum á gullskýi og þaðan sæi hann allt sem við gerðum. Þessi barnatrú sem hann gaf mér hefur fylgt mér í gegnum lífið og þegar við hjónin gengum í gegnum þann harm að missa hvert barnið á eftir öðru, þá hjálpaði hún mér mikið. Ég trúi því að þegar afi dó og stóð frammi fyrir Guði sínum hafi litlu englarn- ir mínir fjórir tekið fagnandi á móti langafa sínum og kúri nú í hans hlýja faðmi og hann mun gæta þeirra þar til minn tími kem- ur. Helgu hans afa sendi ég mínar hlýjustu hugsanir. „Elsku afí minn, þér sendi ég líka mínar blíðustu tilfínningar og kveð þig með síðustu línunum úr kvæðinu Erla góða Erla, sem þú söngst svo oft fyrir mig og þess óska ég að: Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig. Blessuð er minning þín. Hellen Linda Drake. HRESSIR veiðimenn með fallega veiði í Ytri Rangá fyrir fáum dögum, en þar hefur veiði mjög glæðst. Atta laxar í hákarlsmaga JÓHANNES Sturlaugsson fiski- fræðingur á veiðimálastofnun er að safna upplýsingum frá sjó- mönnum um sjóbirtinga og laxa sem veiðast í sjó og hvetur hann sjómenn til þess að senda sér þess konar upplýsingar. Slíkar upplýs- ingar frá sjómönnum hafi nú þeg- ar skilað mikilsverðum upplýsing- um um þessar fisktegundir í sjó, m.a. þeim að hákarlar geta verið dijúgir við laxaát. „Það hafa borist upplýsingar um að lax hafí komið sem auka- afli við hefðbundnar veiðar með botntrollum og flottrollum, í snurvoð, í net og á handfæri allt frá fjöru út á opið haf líkt og fáeinir laxar sem veiðst hafa við karfaveiðar við Reykjaneshrygg eru dæmi um,“ sagði Jóhannes í samtali við blaðið. Og hann hélt áfram: „Þannig hafa fengist upp- lýsingar um fiskinn, lengd, þyngd, kyn, kynþroskastig, aldur og fæðuval, veiðistað, staðsetningu, dýpt og hitastig, auk þess sem merkilegar upplýsingar hafa borist um hvaða örlög kunna að bíða þessara laxfiska í sjónum út frá upplýsingum frá sjómönnum um það þegar þeir finnast í mögum annara físka við aðgerð, því slíkt gefur dýrmætar upplýsingar um hvaða fiskar gæða sér helst á laxi og sjóbirtingi. 1 þessum mánuði hafa til dæm- is fengist upplýsingar um 8 laxa sem komu úr hákarlsmaga sem veiddist norður við Kolbeinsey fyr- ir nokkrum árum og um smálax sem meterslangur þorskur hafði gætt sér á um miðjan mai síðast liðinn, en sporðurinn á þeim laxi stóð fram úr kjafti þorsksins. Sá þorskur kom í troll hjá Klakki SH 510 frá Grundarfirði, en trollið var dreg- ið á um 200 metra dýpi, um 50 km vestur af Snæfells- nesi.“ Stjarnfræðileg- ar tölur fyrir austan Það berast ekki oft tölur hingað til lands frá hinum eftirsóttu laxveið- iám á Kólaskaga í Rússlandi, en ein siík sem datt inn á borðið í vikunni, frá þeirri þekkt- ustu, hinni nafntoguðu Ponoi sýn- ir og sannar að ekki er að undra að samkeppnin sé hörð um erlendu veiðimennina og þeir kunni að vilja fremur veiða í Rússlandi en á Is- landi. Ein vika fyrir skömmu gaf 11 stanga holli á níunda hundrað laxa. „Meðalveiði á stöng var 74,1 lax þannig að það hefur verið nóg að gera,“ sagði Ásgeir Heiðar leigutaki Laxár í Kjós og hafði fregnina eftir erlendum vinum sín- um sem voru að veiðum þar eystra. Margföld silungsveiði Þó að lax- veiði hafí verið á niðurleið í Soginu und- anfarin ár er ekki sömu sögu að segja um silungsveiðina. Bleikjustofn árinnar hefur tekið mjög við sér og telja áhugamenn um Sogið það stafa af því að við lokun Steingrímsstöðvar hafi fremur runnið hlýrra og lífrænna yfirborðsvatn í stað ískalds botns- vatns frá Þingvallavatni og niður Sogið. Til marks um þessa veiði- aukningu má nefna að samkvæmt veiðiskýrslum var silungsveiði í Soginu fyrir löndum Syðri Brúar, Bíldsfells, Ásgarðs og Álviðru 801 fiskur á síðasta sumri á móti 152 sumarið 1994. Nýtt veiðihús við Hörgsá Leigutakar Hörgsár á Síðu, sem er ein af betri Skaftfellsku sjóbirt- ingsánum, hafa reist nýtt veiðihús fyrir veiðimenn árinnar. Húsið stendur við Hæðargarðsvatn hjá Klaustri og er búið öllum helstu þægindum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg VEIÐIMAÐUR þenur sig við köstin í Þverá á dögunum, en þar hefur veiði gengið nokk- uð vel það sem af er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.