Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Stöðnunin og lýðræðið í ÞRÓAÐASTA lýð- ræðisrlki heims, Sviss, er almenningi treyst til að hafa skoðanir. Fólk- inu sem þar býr er einnig treyst til þess að taka ákvarðanir er varða líf þess og fram- þróun samfélagsins sem það býr í. Þetta er gert með þjóðarat- kvæðagreiðslum. í mörgum öðrum löndum þ.á m. á ís- landi treysta stjórn- málamenn og þau öfl sem mynda valdastétt- ina í landinu fólkinu ekki til að hafa skoðan- ir. Þeir telja sig hæfari en almenn- ing til að vita hvað fólkinu er fyrir bestu. Þess vegna er fólkinu ekki treyst til að taka ákvarðanir. Það gera stjórnmálamennirnir. Á íslandi er fólkinu ekki treyst til að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þess í stað er lýðnum I landinu leyft að kjósa einn stjórnmálaflokk á fjögurra ára fresti. Fólkið hefur síð- an engin áhrif á hvað þessi flokk- ur, sem jafnan lýtur fámennisstjóm, ákveður að gera eða með hveijum hann ákveður að starfa. Stjómmál snúast um forgangs- röðun verkefna í samfélaginu. Fólk- ið í landinu er hins vegar aldrei innt álits á þeirri forgangsröðun. Stjórnmálamenn ráðstafa pening- um skattborgaranna en fólkið er aldrei spurt hvort það sé þeim ákvörðunum sammála eða hvort það telji önnur verkefni brýnni. Sjúkradeildum er lokað vegna fjár- skorts en fólkið er aldrei spurt hvort það vilji t.a.m. að á næstu ámm verið dregið úr fjárstuðningi við rík- iskirkjuna eða -listamenn til að unnt reynist að veita hinum sjúku þá þjónustu, sem þeir þurfa á að halda. Slíkar spumingar má auð- veldlega bera fram í þjóðarat- kvæðagreiðslu og það er öldungis sjálfsagt að gera það. Skjólgarðar atvinnumanna Stjómmálaflokkar á íslandi hafa snúist upp í andhverfu sína. Upp- runalega voru þeir vettvangur þar sem saman komu menn með svipaða lífssýn og þar sem fram fór pólitísk umræða, landi og þjóð til heilla. Nú eru stjórnmálaflokkar fyrst og fremst skjólgarðar atvinnu- manna, sem upphafið hafa eigið mikilvægi og telja sig hæfa til að hafa vit fyrir almenn- ingi. „Leiðtogarnir" ríkja í skjóli flokksins gegn því að gæta hags- muna ráðandi afla inn- an hans. Foringjadýrk- unin, sem er andlýð- ræðislegt fyrirbrigði í eðli sínu, er grundvall- aratriði, nauðsynleg forsenda þess að völd og hagsmunir verði tryggð. Næstmikil- vægasta fyrirbrigðið er „flokksaginn", annað fullkomlega andlýð- ræðislegt atriði, sem stjórnmála- menn á borð við Lenín höfðu glögg- an skilning á. Þetta tvennt, for- ingjadýrkunin og flokksaginn, tryggir síðan óbreytt ástand og Núverandi kerfi hefur gengið sér til húðar, segir Asgeir Sverris- son, það er ekki lýð- ræðislegt í nútímaleg- um skilningi og hefur í för með sér stöðnun og spillingu. kæfír alla umræðu um grundvallar- atriði. Forsætisráðherra íslands er jafn- an formaður stjórnmálaflokks sem kjörinn hefur verið með einhveijum tugum eða hundruðum atkvæða. Fólkið í landinu hefur engin áhrif þar á og getur með engum hætti tjáð sig um gjörðir og stefnu forsæt- isráðherrans og stjómar hans fyrr en eftir íjögur ár. Þá getur það annaðhvort kosið viðkomandi flokk og alla þá og allt það sem honum tilheyrir eða ákveðið að styðja ann- an flokk og alla þá og allt það sem honum tilheyrir. Og fólkinu er bannað að hafna öllum valkostun- um. Vilji það engan flokk styðja þarf það annaðhvort að sitja heima og þar með fyrirgera lýðræðislegum rétti sínum til að taka þátt í kosn- ingum eða skila auðu sem er alls Ásgeir Sverrisson STEINAR WAAGE /” SKÓVERSLUN "N Domus Medica, sími 551 8519 Tongurlaugardagu7|j Opið til kl. 16.00 Verð 995>— Verð áðuO^S;- Litur: Svartir Stærðir: 25—35. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Hjá verslun okkar í Domus Medica (Egilsgötu 3) eru ávallt næg ókeypis bílastæði Hvers vegna hætta stúlkur í íþróttum? ekki það sama og að lýsa yfir því að viðkomandi treysti sér ekki til að styðja neinn þann flokk sem boðið hefur fram. Þetta fyrirkomulag er andlýð- ræðislegt vegna þess að það brýtur gegn þeim grundvallarrétti fólksins í landinu að fá að tjá skoðanir sínar pg taka ákvarðanir. í dvergríki sem íslandi er þetta fyrirkomulag stór- hættulegt þar sem það býður þeirri hættu heim að leikreglur séu hunds- aðar en þess í stað sé leikið sam- kvæmt reglum kunningjasamfé- lagsins. Allar forsendur eru fyrir því á íslandi að innleitt verði svonefnt „beint lýðræði", þ.e. lýðræði þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. Þjóðin er fá- menn, prýðilega menntuð og áhugasöm um þau málefni sem snerta samfélagið. Tölvueign er óvíða meiri sem gerir að verkum að auðvelt og ódýrt er að nálgast upplýsingar um málefni þau og sjónarmið sem borin kunna að verða fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjöl- miðlar eru öflugir og hafa mikla útbreiðslu. Þeir sem hafa atvinnu sína og fjárhagslegan ávinning af því að hafa vit fyrir fólkinu í landinu, eru þessu vitanlega andvígir. Upp til hópa telja þeir þetta fyrirkomulag óhentugt og kveðast óttast að það sé þjóðfélaginu óhollt að „klofning- ur“ skapist með reglulegu millibili. Þetta er alrangt. Slíkur ágreiningur er nauðsynlegur í þróuðu lýðræðis- ríki og verður með tímanum eðlileg- ur þáttur í þjóðlífinu. Reglurnar gætu ekki verið skýrari: valdið er í höndum fólksins, meirihluti þess ræður og minnihlutinn virðir niður- stöðuna. Núverandi fyrirkomulag hefur hins vegar í för með sér stöðnun sem er það sama og afturför í nú- tímanum. Stöðnunin er hins vegar mikilvægasta forsenda þess að ekki verði hröflað við valda- og hags- munahópum. Þess vegna fer svo hróplega lítil umræða fram á Ís- landi um pólitísk grundvallaratriði. Hagsmunir flokkanna, sem öllu ráða, eru almennt þeir að sem minnstar breytingar verði. Stjórnmálaflokkar eru hags- munasamtök atvinnumanna. Eng- inn munur er í raun á þeim og öðr- um hagsmunasamtökum I þjóðfé- laginu. Oft hefur það gerst að stjórnmálamenn hafi einnig verið verkalýðsleiðtogar enda er það sama starfíð. Líkt og gildir um önnur verkalýðsfélög og hagsmuna- samtök er löngu tímabært að dreg- ið verði úr völdum og forréttinda- stöðu stjórnmálamanna og flokka þeirra. Það verður einungis gert með því að innleiða beint lýðræði sem er hið nútímalega tæki fólksins til að segja hug sinn og ráða lífí sínu í samfélaginu. Valkostirnir eru í raun ekki margir. Núverandi kerfi hefur gengið sér til húðar, það er ekki lýðræðislegt í nútímalegum skiln- ingi og hefur í för með sér stöðnun og spillingu. Verði því ekki breytt mun sú skoðun njóta vaxandi fylgis í nánustu framtíð að langtímahags- munir almennings á íslandi felist í því að hið pólitíska vald verði flutt úr landi með aðild að Evrópusam- bandinu. Höfundur er lýðræðissinni, skattborgari og blaðamaður. Pennavinir í 210 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. ER UNDIRRITAÐUR hóf nokkur afskipti af íþróttum fyrir röskum 20 árum var eitt helsta áhyggjuefni íþróttaforystunnar brottfall stúlkna úr íþróttunum. Haldnar hafa verið ráðstefnur og mörg erindi flutt um málefnið en harla lítið hefur miðað áleiðis. Því miður. Mér virðist einkum hafa verið einblínt á það hvað það er í fari stúlknana eða í gerð samfélagsins er gerir það að verkum að stúlkur verða fráhverf- ar íþróttum er þær komast á táningsár. Eg leyfi mér að láta þá skoðun í ljós að þar sé verið að leita lanagt yfir skammt. Ástæðan liggur fyrst og fremst hjá íþróttafélögunum sjálfum og landssam- tökum þeirra. Sem dæmi má nefna að í handknattleik og knattspyrnu er nokkurt jafnræði með kynjunum hvað iðkenda fjölda varðar upp að 13-14 ára aldri enda mæðir skipu- lag og umsjón með starfínu víðast hvar mjög á foreldrum. Eftir það minnka afskipti foreldra og fer þá mjög að halla á stúlkumar. Það er á þeim tímapunkti sem hreyfíngin bregst. Er kemur í efsta aldurs- flokk, þ.e.a.s. í meistaraflokk, keyr- ir um þverbak. í Reykjavík eru t.d. einungis tvö félög, KR og Valur, er tefla fram meistaraflokki kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Stórveldið KA á Akureyri teflir hvorki fram meistaraflokki kvenna í knattspyrnu né handknatleik. Aft- urelding í Mosfellsbæ teflir ekki fram meistaraflokki kvenna í hand- knattleik. Vitað er að á nokkrum stöðum á landinu, s.s. á Akureyri, fá stúlkurnar að leika undir merkj- um viðkomandi íþróttabandalags eða íþróttafélags gegn því nánast að sjá um sig sjálfar. í þessu felst frekleg mismunun sem ekki verður látin óátalin. Nokkuð Ijóst liggur fyrir að áhugi stúlkna er ekki minni en drengja fram undir fermingu en verulega dregur úr honum þá vegna þeirrar óvirðingar sem stúlkum er oft sýnd. Nefna má nýleg dæmi. Er keppni hófst í efstu deild kvenna, Stofn- deild sem nú kallast svo, 25. maí sl. var hvorki fulltrúi Knattspyrnu- sambands íslands né fulltrúi styrktaraðila viðstaddur upphaf mótsins. Þar af leiðandi var mótið ekki sett með formlegum hætti. Áhorfendur voru sárafáir þar sem leikurinn var ekki eða mjög lítið auglýstur. Annað nýlegt dæmi má nefna er að þegar Haukar og Stjarnan léku í bikarkeppni Knattspymusam- bands íslands, sem nú heitir Coca Cola bikarinn, kom fyrir atvik sem er óafsakanlegt. Að venjulegum leiktíma loknum var jafnt og kom til framlengingar. Dómari leiksins ákvað að framlengingin skyldi vera 2x10 mín. þrátt fyrir að í „biblíu" knattspyrnumanna, mótaskrá KSÍ, stendur að framlenging skuli vera 2x15 mín. í lok leiksins upphófst leiðinleg rekistefna þar sem ýmis orð voru látin falla sem betur hefðu verið látin ósögð. Ekki hefði komið til þessarar rekistefnu ef eftirlits- dómari hefði verið á leiknum sem fylgst hefði með framkvæmd hans af hálfu KSÍ. Uppákoma þessi setti leiðinlegan endi á bráðskemmtileg- an leik tveggja góðra liða þar sem leikmenn lögðu sig alla fram. At- viksins var hvergi getið í fjölmiðlum þar sem engin þeirra sá ástæðu til að vera með fréttamann á staðnum enda „bara“ um kvennaleik að ræða. Atvik sem þessi hefði mjög trauðla átt sér stað þegar piltar eiga í hlut og allir geta séð fyrir sér fjöl- miðla moldviðrið sem því hefði fylgt hefði það engu síður gerst. Ekki hefur heyrst stuna né hósti frá KSÍ vegna þessa máls og lágmark væri að biðja þær stúlkur sem hlut eiga að máli afsökunar. Á þann hátt væri hægt að bjarga því sem bjargað verður en hætt er við að atvik sem þessi draga stórlega úr virðingu þeirra fyrir íþróttinni. Ekki má skilja orð mín sem svo að KSÍ sé alvont hvað varðar málefni kvenna. Þar er á ýmsan hátt unnið gott starf og tína má til sambærileg dæmi úr öðrum íþróttagrein- um. Aðalatriðið er að eitt atvik sem þetta er einu sinni of oft. Hvað er til ráða? Nokkuð einsýnt er að íþróttafor- ustan veldur því ekki að jafna að- stöðumun kynjana í íþróttum hér á Núverandi kynjamis- munun í íþróttum er, segir Erling Asgeirs- son, til háborinnar skammar. landi. Hér verða því stjórnvöld að grípa inn í með einhveijum hætti. Við sveitarstjórnarmenn verðum að hugsa okkar gang hvað þetta varðar. Öll uppbygging íþróttaað- stöðu hveiju nafni sem hún nefnist er nær undantekningarlaust á kostnað og ábyrgð sveitarfélagana. Ekki er óeðlilegt að eftir því verði gengið að fullur jöfnuður sé milli kynjanna við afnot af þessum mann- virkjum. Fróðlegt væri t.d. að heyra hvort ástandið í þessum málum í Reykjavík samræmis jafnréttishug- sjón R-listans. Ekki er óeðlilegt að hið háa Al- þingi setji þau skilyrði við fjárveit- ingar til íþróttahreyfíngarinnar að íþróttasamband íslands sjái til þess að jafnræði sé milli kynja hvað íjár- veitingar varðar. Hvernig litist al- þingismönnum annars á það að sitja undir því að fjárveitingar til heil- brigðis og skólamála skiptust þann- ig að 80% færu til karla og 20% til kvenna en undirritaður hefur tilfínn- ingu fyrir því að þannig sé skipting þeirra ljármuna sem til íþróttahreyf- ingarinnar renna. Til forystu ÍSÍ vil ég beina þeirri hugmynd að það verði sett í lög um landsmót að félögum innan vébanda ÍSÍ sem taka vilja þátt I landsmóti (Islandsmóti) verði gert skylt að tefla fram bæði karla- og kvennalið- um í viðkomandi íþróttagrein ásamt því að standa fyrir unglingastarfi fyrir bæði kynin. Að sjálfsögðu má gefa þeim félögum sem ekki hafa séð sóma sinn í því að sinna öllum þessum þáttum aðlögunartíma en ekki of langan. Fullyrða má að ef þetta kæmist til framkvæmda þá yrði það fljótvirkasta einstaka að- gerðin, sem hægt væri að grípa til I þeim tilgangi að auka þátttöku stúlkna í keppnisíþróttum. Alþingismenn, sveitarstjórnar- menn og íþróttaforustan verða hér að taka höndum saman, taka á málinu af festu því núverandi kynja- mismunum í íþróttum á íslandi er til háborinnar skammar. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Garðabæ. Erling Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.